Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MIIMNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Faðir minn, afi og bróðir, HILMAR SiGURJÓN PETERSEN, Reykjavikurvegi 27, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 23. október kl. 13.30. Jón Grétar Laufdal, Iris Laufdai, Guðríður Helgadóttir. Úför frænda okkar, ÓLAFS BENEDIKTSSONAR frá Háafelli, síðar Bergþórugötu 11a, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 24. október kl. 13.30. Anna Finnsdóttir, Finnur Haraldsson, Sigurður Haraldsson, Rósa Haraldsdóttir og Málfri'ður Finnsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFÍNA ÓLAFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, er lést í Sjúkrahúsi Akraness fimmtu- daginn 12. október, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 23. októ- ber kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim sem vildu minnast hennar, er Höfða, Akranesi. bent á Dvalarheimilið Grétar Hinriksson, Þuríður Júlíusdóttir, Hörður Ólafsson, Guðríður Einarsdóttir, Ólafur Ólafsson, Lilja Halldórsdóttir, Diljá Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Jóhann Vilhjálmsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Ása Ólafsdóttir, Valur Gunnarsson, Kolbrún Ólafsdóttir, Gunnar Sigmarsson, Ólaffna Ólafsdóttir, Birgir Guðnason. Faðir okkar tengdafaðir og afi, ÓSKAR EIRÍKSSON Holtsgötu 9, Hafnarfirði, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Holtsgötu 9, Hafnarfirði, verða jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 24. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á líknarfélög. Eirikur Óskarsson, Birna Óskarsdóttir, Guðmundur Guðbjörnsson, Sigurli'na H. Guðbjörnsdóttir, Guðrún Fjóla Guðbjörnsdóttir, Hallur Örn Guðbjörnsson, Inga Hrönn Sigurðardóttir, Hilmar Kristjánsson, Margrét Benediktsdóttir, Rögnvaldur A. Hallgri'msson, Hilmar Snær Rúnarsson, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, JÓNS INGA JÓHANNESSONAR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfs- fólki á 4. hæð, Sólvangi, fyrir eínstaka umönnun. Kristjana Eli'asdóttir, Birgir Jónsson, Margrét Arnbjörg Vilhjálmsdóttir, Jóhannes Jónsson, Þórunn Gísladóttir, Steinunn Jónsdóttir, Guðfinna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. JÓHANNA BJARNADÓTTIR + Jóhanna Bjarna- dóttir fæddist í Reykjavík 22. jan- úar 1950. Hún lést í Reykjavík 14. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjarni Júlíus- son, fyrrverandi iðnrekandi, f. í Reykjavík 15. nóv- ember 1925, og Guðrún Helga Kristinsdóttir, f. í Hafnarfirði 15. febrúar 1923, en hún lést árið 1966. Seinni kona Bjarna er Guðrún Jónsdóttir. Systkini Jóhönnu eru Margrét Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 5. nóvember 1945, Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 28. febrúar 1951, Skúli Bjama- son, f. 15. desember 1953, og Bjami Bjarnason, f. 4. júní 1956. HANNA mágkona mín var atorku- söm kona. Eg sé hana fyrir mér hlæjandi, skellandi sér á lær, segj- andi sögur. Síðustu árin var mjög af henni dregið. Dugnaðurinn fór þverrandi og hláturinn heyrðist sjaldnar. Að lokum lét líkaminn und- an sársaukanum sem stöðugt heijaði á hann. Það er höggvið stórt skarð í systkinahópinn. Mér fínnst eins og nöfn systkinanna fímm og okkar maka þeirra hafí alltaf öll verið nefnd í sömu andrá: Hanna og Nonni, Gréta og Gummi, Inga og Haukur, Skúli og Sigga, Bjarni og Björg. Systkinin ólust upp í Fossvoginum á meðan þar var ennþá stundaður búskapur. Uppvaxtarárin voru gleði- rík og ótæmandi umræðuefni á full- orðinsárum. Og þetta fólk kann að segja frá. Sögurnar eru sagðar aftur og aftur, auknar og endurbættar og nýjar kynslóðir bætast í hóp hlust- enda. Það eru tekin bakföll af hlátri og athugasemdir augnabliksins hleypa auknum krafti í sögumann. Ég hef heyrt svo margar sögur úr Fossvoginum að , bemska þeirra systkina er mér jafnvel ferskari í minni en mín eigin. Ég get séð fyrir mér litla húsið sem þau bjuggu í, snyrtilega heimilið og ástríki foreldr- anna, Bjarna og Guðrúnar Helgu. Mér fínnst ég þekkja litríku persón- umar í næstu húsum á sama hátt og ég þekki fólkið í bókum Einars Kárasonar. Það rann upp fyrir mér ekki alls fyrir löngu að ég ólst sjálf upp á svipuðum slóðum um sama leyti og systkinin í Fossvoginum. Einhvern veginn hefur mér alltaf fundist ég tilheyra annarri kynslóð en þau, sem sóttu mjólk í fjósið á næsta bæ þar sem nú er gatan Grundarland. Á sjöunda áratugnum fór Foss- vogurinn undir skipulag og þegar Hanna var 16 ára flutti fjölskyldan í blokk í nýbyggðu Árbæjarhverfi. Blömastofii Friöjinns Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. S(mi 31099 Opið öll kvöld Eftirlifandi eigin- maður Hönnu er Jón S. Guðlaugsson verslunarmaður, f. 30. júní 1949. Fyrir hjónaband átti hún soninn Bjarna Þór Ludvigsson, f. 26. febrúar 1973. Sam- býliskona hans er Selma Rut Gunnars- dóttir. Sonur Bjarna Þórs og Jennu Láru Jónsdóttur er Snæ- þór Helgi, f. 26. jan- úar 1994. Börn Jó- hönnu og Jóns eru Guðlaugur, f. 21. desember 1975, Guðrún Helga, f. 15. febr- úar 1982, og Pétur, f. 10. desem- ber 1986. Útför Jóhönnu fer fram frá Seljakirkju mánudaginn 23. október og hefst athöfnin klukk- an 13.30. Stuttu eftir að ijölskyldan flutti dó móðir barnanna. Það kom í hlut systranna þriggja að aðstoða föður sinn við heimilishaldið. Hanna lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholtsskóla og fór að vinna hjá Gunnari Ásgeirs- syni og síðar í fyrirtækinu Fjarhit- un. Einnig stundaði hún nám í Hús- mæðraskólanum í Reykjavík. Þjóðhátíðarárið 1974 kynntist Hanna Jóni S. Guðlaugssyni. Ári síðar gengu þau í hjónaband. Fyrir átti Hanna einn son, Bjarna Þór, sem Nonni gekk strax í föðurstað og fljótlega eignuðust þau soninn Guð- iaug. Þau réðust í húsbyggingu í Breiðholti, en ákváðu þegar húsið var rétt nýrisið að taka að sér kennslu og heimavist í Reykjanes- skóla við Isafjarðardjúp. Þar dvöldu þau í sex ár og eignuðust dótturina Guðrúnu Helgu. I Reykjanesskóla fengu kennarahæfileikar Nonna að njóta sín og húsmóðurhæfileikar Hönnu á heimavistinni. Þar leið þeim vel og bundust sveitinni og fólkinu traustum böndum. Eftir sex ára dvöl við Djúpið fluttu þau aftur í húsið sitt í Breiðholtinu og þar fæddist fjórða bamið, Pétur. Nonni fór í nám í iðnrekstrarfræði og Hanna rak með myndarbrag stórt sveitarheimili í Breiðholtinu. Á þeim bæ var sko verslað skynsamlega, engu var hent og allt endurnýtt, ekki af nýmóðins umhverfísástæðum heldur af þeirri sparsemi og nýtni, sem Hönnu hafði verið innprentuð í foreldrahúsum. Oft skammaðist ég mín fyrir eyðslusemi mína og bruðl þegar ég heimsótti mágkonu mína. Þegar Pétur var byijaður í skóla fór Hanna að svipast um eftir vinnu. Hún var þá gripin glóðvolg á vinnu- stað mínum í það vanþakkláta verk að safna áskrifendum í síma. Hún var eins og fædd í starfið og safn- aði tvöfalt fleiri áskriftum en aðrir. En reyndar urðu sum símtölin löng því viðmælendur þurftu mikið að spjalla við hana og hún við þá. Eft- ir þessa frumraun hélt hún áfram að hringja hjá nokkrum fyrirtækjum. Þá uppgötvaði hún að það beið heill vinnumarkaður eftir starfskröftum hennar. Um þessar mundir keyptu þau Nonni framköllunarþjónustu í Hafnarfirðinum. í þessu litla fjöl- skyldufyrirtæki unnu þau saman og börnin hjálpuðu til. Það var gaman að heyra Hönnu tala fagmannlega um framköllun mynda og rekstur fyrirtækis. En svo brást heilsan þessari dug- legu konu sem aldrei gat setið auð- um höndum. Árið 1993 lenti Hanna í slysi í ofsaveðri og hlaut við það nokkra áverka. Eftir það hrakaði heilsu hennar stöðugt. Ég hitti hana síðast seint í sumar. Mig grunaði ekki að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn þar sem hún stóð í gætt- inni ásamt Nonna og yngri börnun- um og veifaði þar til bíllinn hvarf úr augsýn. Á þeirra heimili var gest- um alltaf fylgt úr hlaði. Hönnu þótti mjög miður að treysta sér ekki norð- ur að heimsækja okkur á nýja heimil- ið. Ég bið að heilsa, sagði hún. Hún hafði svo einlægan áhuga á öðru fólki og var alltaf að biðja fyrir kveðjur. En nú er það Hanna sem fengið hefur ný heimkynni. Við sitj- um eftir hljóð, döpur og hissa. Gréta og Gummi, Inga og Hauk- ur, Skúli og Sigga, Bjami og Björg kveðja þig, elsku Hanna, og þakka þér fyrir samfylgdina. Við vottum Nonna og börnunum, Bjarna og Gógó, Guðlaugi og Maddý dýpstu samúð okkar. Björg Árnadóttir. Enn hefur sól brugðið sumri. Gróður sumarsins fellur nú óðum fyrir kaldri hönd haustsins. Blóm blikna, grös sölna og trén fella lauf. Þegar okkur bárust fréttir um andlát hennar Hönnu fannst okkur sem þessi kalda hönd haustsins hefði einnig lostið okkur. Við vissum að vlsu, að sjúkdómar höfðu hijáð hana um árabil - en ekki núna - of skjótt. Kynni okkar af Hönnu hófust fyr- ir um þrem áratugum. Þá sem sam- starfsmanni. En síðar enn fremur um vináttu og fjölskyldutengsl. Hún birtist okkur ávallt björt, blíð og glöð. Við mátum einlæga vináttu hennar mikils og minnumst af þakk- læti. Mikil sorg er kveðin að eigin- manni, börnum, fullorðnum föður, konu hans, systkinum og fjölskyldu allri. Við biðjum þann sem öllu ræður að leggja þeim líkn með þraut og blessa henni Hönnu heimkomuna. Erla og Baldur. Elsku vinir! Ég varð þeirrar blessunar aðnjót- andi að geta talið mig með fjölskyld- unni síðan Eygló eina systir þín, Nonni minn, gekk að eiga systurson minn. Síðan höfum við fylgst að í gleði og sorg. Gleðin yfír drengjunum ykkar, Bjarna fjörkálfinum - Guðlaugi með prófessorssvipinn - eins dótturinni, sem á að fermast í vor, og Pétri, sem er allra eftirlæti. Þið fórum út á land, þar sem þú varst kennari, Nonni minn, og Hanna studdi þig á meðan var verið að byggja núverandi heimili ykkar. Nonni minn, við skulum ekki byrgja sorgina inni. Elsku vinir, við skulum bera hana hvert með öðru. Biðjum hann, sem hefír allt í hendi sinni, um styrk, því hvað sem yerður á vegi okkar, verður lífið og vonin að vera okkar leiðarljós. Sólveig frænka. Mig langar að minnast elskulegr- ar æskuvinkonu minnar, Jóhönnu, sem látin er um aldur fram, aðeins fjörutíu og fimm ára. Hafði hún átt við vanheilsu að stríða um nokkurn tíma. Jóhanna giftist Jóni Guðlaugssyni kennara árið 1975 og eignuðust þau fjögur börn. Jóhanna og Jón byggðu sér hús í Breiðholti og hafa búið þar síðustu árin. Ég á mínar bestu minningar með Jóhönnu úr barna- og gagnfræða- skóla. Hún var sérstaklega góð stúlka og nák'væm með allt, er hún tók sér fyrir hendur. Var ég ætíð velkomin á heimili foreldra hennar'í Fossvoginum og þar áttum við margar skemmtilegar stundir. Bjó ég í Heiðargerðinu og var góður göngutúr á milli okkar. Fórum við oft í gönguferðir saman á fallegum sumarkvöldum og einnig í ferðalög og alltaf skemmtum við okkur vel. Jóhanna missti móður sína sextán ára og var það henni mikið áfall. Dáðist ég að því hve hjálpsöm hún reyndist föður sínum og yngri systk- inum að hugsa um heimilið. Jóhanna reyndist móður minni einstaklega vel er ég bjó erlendis og síðar úti á landi eftir að ég giftist. Við eignuðumst okkar fyrsta barn, syni, sama árið, 1973, og eins okkar fjórða, stráka, með viku milli- bili, 1986. Elsku Jóhanna, ég vil þakka þér allar góðu stundirnar og bið góðan guð að styrkja Jón og börnin þín fjögur, sem misst hafa góða móður. Guð blessi þig Jóhanna mín. Þín vinkona, Sigríður Rósa Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.