Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 13 eru tveir menn, sem eitt sinn voru nefndir krónprinsar Kohls: Woif- gang Schauble, leiðtogi flokksins á þingi, og Volker Riihe varnarmála- ráðherra. Ef einhvern Akkillesarhæl er að finna á kristilegum demókrötum er hann sá að löng valdaseta Kohls hefur gert honum kleift að móta flokkinn í sinni mynd. Ein ástæðan fyrir því að Kohl mun væntanlega bjóða sig fram á ný er sú að hann óttast leiðtogadeilur á borð við þær, sem nú eru að ríða jafnaðar- mönnum á slig. Kohl og Scháuble eru sagðir hafa sæst á það í sumar að veldissprotinn verði látinn ganga án flokksdeilna. Með framboði Kohls yrði slíkum deilum slegið á frest. Án hans væru kristilegir demókratar ekki jafn kokhraustir og þeir voru á flokksþinginu í Karls- ruhe. Reuter, Frankfurter Allgemeine Zeitung, Der Spiegel og Time Magazine. hms vegar reynst orðin tóm og honum er einkum legið á hálsi fyr- ir það að stjórnarandstaða skuli vart merkjanleg. Kristilegu flokkarnir hafa stjórn- að Þýskalandi ásamt fijálsum dem- ókrötum (FDP). Fylgi FDP hefur hins vegar farið þverrandi og flokk- urinn virðist ekki eiga sér uppreisn- ar von eftir að Hans Dietrich- Genscher, fyrrum utanríkisráð- herra, fór frá. Flokkurinn hefur átt í basli með að ná fimm prósentu- stiga þröskuldinum, sem er skilyrði fyrir því að flokkur komist á þing í Þýskalandi, og talið er að hann gæti jafnvel þurrkast út í næstu kosningum. Þótt skoðanakannanir sýni að kristilegir gætu jafnvel náð meiri- hluta í næstu kosningum verða þeir þó að gera ráð fyrir að þurfa að finna samstarfsaðilja. Samstarf við SPD hefur borið á góma, en sam- steypustjóm með Græningjum ber nú hæst í umræðunni. Hingað til hefur yfirleitt verið litið svo á að Græningjar myndu helst eiga samleið með jafnaðar- mönnum. Fylgishrun SPD hefur hins vegar haft í för með sér að græningjar leggja nú vara við því að binda sig við sökkvandi skip. Græningjar hafa löngum skipst í raunsæismenn (Realos) og bók- stafstrúarmenn (Fundis). Bókstafs- trúarmennirnir hafa hvergi viljað miðla málum, en raunsæismennirn- ir hafa litið svo á að til þess baráttu- mál flokksins verði ekki knúin fram án valda og til þess að komast í valdastól verði að slá af þegar það á við. Samhliða þessari þróun hafa Græningjar smátt og smátt verið að vinna sér sess á þingi. Þegar flokkurinn fýrst komst á þing voru þingmenn hans sniðgengnir í flest- um málum og lítið mark á þeim tekið. Nú er öldin önnur og Græn- ingjar eiga nú menn í ýmsum áhrifastöðum á þingi. Leiðtogi raunsæismannanna er Joschka Fischer, sem þykir þeirra skeleggasti og mælskasti stjórn- málamaður. Fischer hefur tekið af skarið um ýmis mál, sem eitt sinn hefðu ekki komist á dagskrá hjá flokknum, og lætur ekkert tækifæri ónotað til að sýna að hann hefur munninn fyrir neðan nefið. Ástæða þess að Fischer hefur tekist að sveigja flokkinn er hins vegar sú að flokksmenn gera sér grein fyrir því að án hans komast þeir ekki langt. Hann er einn ötulasti mál- svari þess að Þjóðverjar axli hernað- arlegar skuldbindingar í Bosníu og með yfirlýsingum sínum í þá veru tókst honum að hrifsa frumkvæðið af jafnaðarmönnum, sem hafa verið mjög hikandi í þessu máli. Einnig hefur mörgum komið á óvart hversu vel Fischer kemur saman við Kohl og hefur samband þeirra gefið vangaveltum um sam- starf græningja byr undir báða vængi. Það er til marks um velgengni Græningja að Kohl reynir nú að yfirtaka baráttumál þeirra. Kohl hefur lýst yfir því að hann hyggist nú sérstaklega láta til sín taka í umhverfismálum og líta flestir á það sem tilraun til að lokka til sín fylgi Græningja. Eins og sakir standa gnæfir BÆTT ÞJÓNUSTA OG BREYTINGAR Á LEIÐAKERFI SVR BORGIN VEX OG STRÆTÓ SVR kynnir breytingar á leiðakerfi, sem taka gildi n.k. mánudag, 23. október Breytingar í Árbæ Leið 110 mun tímabundið aka um Borgarmýrina. Á morgnana mun leið 110 fara Dragháls inn í hverfið, ekki Rofabæ og fara síðdegis Dragháls út úr hverfinu, ekki Rofabæ. Leið 2 fyrr á ferðinni Brottfarartíma verður flýtt um kvöld og helgar til að auðvelda farþegum að skipta úr leið 2. alveg ómissandi Hafðu samband í þjónustusíma SVR: 551 2700 og fáðu nánari upplýsingar um leiðir sem henta þér og þínum. Ýtarlegar upplýsingar um þjónustu SVR er að finna í leiðabók. WOLFGANG Schauble, formaður þing- flokks CDU, blæs reyk á leiðtoga sinn á flokksþinginu í Karlsruhe. eitt sinn réði ríkjum í Slésvík og Holtsetalandi, sem þríeykið, er skyldi leiðajafnaðarmenn. Hneyksl- ismál ýttu Engholm til hliðar og Lafontaine fékk sitt tækifæri. Nú standa átökin um forystu jafnaðar- manna milli Scharpings og Ger- hards Schröders. Það vekur hins vegar athygli að Lafontaine hefur nú blandað sér í þennan slag og þykir jafnvel veikleikamerki og bera því vitni að flokkurinn geti ekki endumýjað sig. Meðan á þingi kristilegra demó- krata stóð gekk Lafontaine fram fyrir skjöldu og krafðist þess að verkaskipting flokksforystunnar yrði endurskoðuð. Hann sagði blaðamönnum í Bonn að hann vildi að Schröder gegndi ábyrgðarmeira hlutverki. Scharping hefur margoft lýst yfir því að nú myndu jafnaðarmenp snúa bökum saman í andstöðunni gegn Kohl. Þessar yfirlýsingar hafa Helmut Kohl yfir aðra stjórnmála- menn í Þýskalandi, jafnt í bókstaf- legri, sem yfirfærðri merkingu. En Kohl hefur ekki aðeins tekist að kveða niður andstæðinga. Hann nýtur ekki heldur samkeppni í eigin röðum og segja má að við flokknum blasi forystuvandi þegar Kohl fer frá. Kohl vill hafa jábræður í kringum sig. Hans nánustu samstarfsmenn era Friedrich Bohl,. stjórnandi kanslaraembættisins, Juliane We- ber skrifstofustjóri og Andreas Fritzenkötter, sem sér um fjölmiðla fýrir Kohl. Hans keppinautar eru fáir og enginn mælir honum mót. Heiner GeiSler var eitt sinn hans helsti andstæðingur á fijálslynda væng flokksins og haft var eftir honum að Kohl „gæti þetta ekki“. Nú segir GeiSler Kohl í sérflokki og hugsar sig lengi um þegar hann er beðinn um að fínna honum eitt- hvað til foráttu. Helst sé framgöngu Kohls í þágu mannréttinda í Kína ábótavant. Ef Kohl verður við völd til ársins 2002 geta ýmsir gefið vonir um að taka við af honum upp á bátinn. Skyndilega beinist sviðsljósið að flokksmönnum um fertugt og á þinginu var Jurgen Ruttgers, sem er 43 og hefur mennta- mál og vísindi með höndum, mikið hampað. Hann hef- ur verið nefndur „ráðherra framtíð- arinnar" og á þing- inu sá hann sér- staklega um heils dags umræður um framtíðina. Týnda kynslóðin Eftir sitja hins vegar kristilegir demókratar milli fímmtugs og sextugs, sem nú sjá fram á að ná aldrei á tindinn. Þess- ir menn ganga nú undir nafninu „týnda kynslóðin" og meðal þeirra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.