Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 35 BRÉF TIL BLAÐSINS Stríð stj órnmálamanna við smábátasjómenn Frá Alberti Jensen: VALDIMAR Samúelsson fær þakkir mínar fyrir góða grein um þá með- ferð sem smábátaútgerð fær frá þingheimi. Honum virðist sadista- háttur stjórnmálamanna einkenna flest sem að smábátaútgerð lýtur. Framkoma þeirra við trillusjómenn hlýtur þó frekar að byggjast á skiln- ingsleysi en illgirni. Eitt er þó alveg ljóst, þingmenn þurfa að verða sér méðvitaðri um hvað þjóðinni í heild er fyrir bestu í þessum efnum sem öðrum. Stórtogara seiðaskrap upp í land- steinum, eyðilegging smábátaút- gerðar og þar með útilokun vist- vænna veiða og vernd hrygninga- stöðva, segir okkur nokkuð um vinnubrögð þings okkar. Nú þegar nokkrir okurkarlar eru að eignast ísland er okkur margt nauðsynlegra en makráðir þingmenn. Það er hrikalegt að koma engum vörnum við, þegar póiitíkúsar gefa baktjaldamökkurum eigur þjóðar- innar í þágu einkavæðingar. Nú er svo komið, að þjóðin má ekkert eiga sem hægt er að hagnast á. Það er glæpur gagnvart einkavæðingu. Á íslandi er ekki bara hamast á skynseminni í því er að framan seg- ir. Það er gert víðreist í þeim efnum og fært sér í nyt að þjóðarheildin á sér fáa einlæga málsvara í valda- stétt. Misbrestir í rekstri þjóðarbúsins eru í raun yfirþynnandi. Er þjóðfé- lag vel rekið sem komið er langleið- ina með að gefa nokkrum tilbúnum auðmönnum stærstu auðlind okkar og um leið þá sem gerir landið byggilegt? Er þjóðfélag vel rekið sem borgar hæstaréttardómara nær helmingi hærri eftirlaun en starfandi prófess- or við háskólann fær í laun? Er þjóðfélag vel rekið sem borgar bankastjórum tíföld laun hjúkrun- arfræðinga, sem í mörgum tilfellum þurfa að vinna í 15 ár á móti 1 ári þeirra ef allt er talið? Er þjóðfélag vel rekið sem kaupir niðurgreidd skip frá útlöndum og færir kunnáttufólk skipaiðnaðarins á atvinnuleysisbætur? Þjóðin er þarna látin borga sameiginlega eyðileggingarstarfsemi ríkisstjórnar og stórútgerðar. Er þjóðfélag vel rekið sem selur fiskvinnslufyrirtækjum staðsettum í USA stóran hluta af fiskafurðum okkar óunninn og undir verði? Þaðan sem engan gróða má flytja úr landi. Spyrji hver sjálfan sig hver þann gróða hirðir. Er þjóðfélag vel rekið sem borgar mönnum 4 milljarða fyrir að gera ekki neitt en flytur inn erlend fólk í störf sem þeir geta og eiga að vinna? Samkvæmt upplýsingum úr leiðara Morgunblaðsins er meðal- talskostnaður vegna hvers atvinnu- lauss manns kr. 1,5 milljónir, en atvinnuleysið kostar í heild tíu millj- arða. Er virkilega viturlegt í slíkri stöðu, að haga sér eins og vanþróað hráefnisaflandi land fyrir, já, fyrir hveija? Er viturlegt að eyðileggja fágæta og mikla möguleika okkar til land- vinninga á sviði ferðamála með ótrú- lega glámskyggnum undirbúnings- ákvörðunum um ofurvirkjunarfram- kvæmdir til sölu rafmagns úr landi? Kostnaðurinn er fyrirsjáanlega stór- skemmt land og óviðráðanlegar fjár- skuldbindingar. Á tímum framfara gæti margfalt ódýrari aðferð til framleiðslu rafmagns verið komin í gagnið áður en við værum hálfnuð leiðina. Vitað er að margt er í deigl- unni í þeim efnum. Nokkrir sjálf- skipaðir sérfræðingar aðallega úr röðum pólitíkusa, hafa skorað á þjóðina að heíja rándýran undirbún- ing nú þegar. Menn þessir sjá ekki fram fyrir tærnar á sér í nærtæk- ustu vandamálum þjóðarinnar en kjósa í vanmætti sínum að gerast spámenn hennar og brautryðjendur án ábyrgðar. Kemur það þjóðarheildinni vel, að borga milljarða í geymslu gam- alla kjötbirgða áður en þeim er farg- að? Auðvitað með ærnum auka kostnaði. Er þjóðfélag vel rekið sem mis- munar þegnum sínum svo mikið, að engu sé líkara en þar búi aðals- menn og leiguliðar þeirra? Er dómgreind þeirra í lagi sem þjóðin kýs til að annast sín mál á Alþingi, miðað við forréttindakröfur þeirra og glundroðasköpun? Svo í lokin ósk um að starfsmenn álvers- ins láti ekki erlenda og í bland ís- lenska hagsmunaaðila blekkja sig í samningum. Þeir geta alls ekki án ykkar verið. Standið saman. Enga verktakasamninga án samráðs við ykkur, hveiju sinni. Stækkun álvers tryggir hvorki öryggi ykkar né kaup. Fargið ekki réttindum fyrir slíkt. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Flísin í auga náungans og bjálkinn í eigin auga Frá Kristjáni Þ. Sigurðssyni: SÁ LÆVÍSI áróður að ólöglegu vímuefnin séu okkar aðalvandamál vex og dafnar, sem aldrei fyrr. Vissulega er vandinn staðreynd og full ástæða til að staldra við og at- huga okkar gang. Mannfólkið hefur frá alda öðli neytt margs konar efna til að komast í vímu og virðist manni þessi þörf fara vaxandi. Langalgengasta vímuefnið hér á jörð er alkohól. Þess vegna ætti það ekki að koma á óvart að engin önn- ur ávana- og fíkniefni ein sér eða samanlagt komast neitt nálægt alkohólinu í keppninni, „þjóðfé- lagsóvinur númer eitt“. Það er sama hvar við berum niður, slys, dauðs- föll, morð, ofbeldi, nauðganir o.s.frv., alls staðar gnæfir alkohól- ið, sem meðvirkandi þáttur, yfir öll önnur ávana- og fíkniefni. Þetta er staðreynd sem flest okkar vilja ekki horfast í augu við. Vitið þið af hveiju? Það er af því að þá þurfum við að líta í eigin barm og það ger- um við ekki ótilneydd vegna þess að það getur verið svo andsk . . . sárt. Þess í stað finnum við okkur blóraböggla. Þeir eru nauðsynlegir þeim, sem ekki vilja taka á raun- verulegum vanda og eru þarfir til að taka við þeirri reiði og gremju, sem óhjákvæmilega safnast upp út af eigin aðgerðarleysi. Það eru til ýmsar leiðir til að koma sér í vímu og til eru margar gerðir af fíklum. Óumdeilanlega eru flestir háðir alkohóli, á eftir þeim koma lík- lega fæðufíklar, þá læknadópsfíklar, spilafíklar, kynlífsfíklar og sennilega reka þeir lestina, sem neyta ólög- legra vímugjafa til að svala fíkn sinni. Einmitt þess vegna eru þeir upplagðir blórabögglar fyrir íslensku þjóðina til að fela sig og sinn ak- feita fíkil á bak við. Engin vanda- mál hér, svo heitið geti, styðjum bara vel við bakið á fíkniefnalögregl- unni okkar og þá sér hún um það litla sem er!! Ég efast ekki um að fíkniefnalög- reglan geri allt sem í hennar valdi stendur til að stemma stigu við inn- flutningi og neyslu ólöglegra fíkni- efna en hún berst vonlausri baráttu. Maður, sem hefur orðið einhverri fíkn að bráð er stjórnlaus, það getur enginn mannlegur máttur fengið hann til að hætta. Þess vegna eru tilraunir lögreglumanna um heim allan til að stemma stigu við þessum vanda, í besta falli, tilgangslausar. Gott dæmi um ruglið og blekking- una í sambandi við þessi mál er þegar Bandaríkjastjórn setti nefnd sérfræðinga í málið (vímuefnavand- ann). Þeir sökktu sér ofan í það og skiluðu síðan af sér skýrslu, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið: Avana- og fíkniefnavandi bandarísku þjóð- arinnar er nær eingöngu bundinn við alkohól. Þremur mánuðum síðar setti sama stjórn risavaxna upphæð í baráttuna gegn kókaíni, sömu upphæð og árið á undan en nær ekkert til áfengisfor- varna. Þeir hljóta að hafa verið í einhveiju annarlegu ástandi menn- irnir, skyldu þeir hafa sagt „skál“ fyrir þessari afgreiðslu. Patentlausnir eru ekki til á þessu máli en ég skora á íslensku þjóðina að stijúka áfengisþokuna frá andlit- inu og líta edrú augum framávið. KRISTJÁN Þ. SIGURÐSSON, Spóahólum 8, Reykjavík. Viltu eiga þitt eigið atvinnuhúsnæði í stað þess að leigja? Bíldshöfði 18 - einstakt fjárfestingartækifæri Nú gefst þér tækifæri á að eignast eigið atvinnuhús- næði, tæplega 290 fm með 1.300.000 kr. útborgun á árinu og 73 þús. kr. greiðslu að meðaltali á mánuði í 15 ár eða sem svarar til 250 kr. leigu pr. fermetra. Húsnæðið afhendist óskipt með tvennum innkeyrslu- dyrum en bíður upp á möguleika á að skipta upp og leigja frá sér hluta og minnka þannig greiðslubyrðina umtalsvert. Húsnæðið hentar vel til ýmiss konar iðnað- ar og rekstrar. Laust strax, leitið frekari uppiýsinga hjá sölumönnum okkar. HUSAKAUP, Suðurlandsbraut 52, Rvík, sími 568 2800. - kjarni málsins! Stakfell Fasteignasala Sudurlandsbraut 6 568-7633 if Logfrædingur Þórhildur Sandholt Solumenn Gisli Sigurbjornsson Sigurbjorn Þorbergsson Móaflöt - Garðabæ - raðhús Gullfallegt raðhús á einni hæð með sólstofu, glæsilegum garði og innb. bílskúr. í húsinu eru 4 herb. og góðar stof- ur. Vel umgengin og mikið endurn. eign. Húsið er skráð 176,9 fm auk 10 fm sólstofu. Verð 12,9 millj. Heimasími sölumanns 553 3771. :: EIGMMTOUJMN % i ► - Abyrg þjónusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Stigahlíð — einbýli/tvíbýli/þríbýli Vorum að fá í einkasölu þetta glæsil. hús sem nú er skipt í 3 íbúðir. Efri hæðin sem er um 175 fm hefur öll verið standsett m.a. gólfefni, glæsil. eldhúsinnr., nýtt baö o.fl. I kjallara er 2ja-3ja herb. íb. m. sérinng., stúdíóíbúð m. sérinng. og bílskúr. Fallegur gróinn garöur. Áhv. 1,5 millj. Skipti á minni eign koma til greina. Þetta er eign sem býður upp á mikla möguleika. Verð 25,0 millj. 4860. 1 EKWMTÐUININ % 1 - Ábyrg þjónusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Símatími í dag summdag kl. 13 - 15. Bjarmaland 22 - OPIÐ HÚS. í dag milli kl. 15 og 17 verður þetta fallega um 230 fm einb. til sýnis. Góðar innr. Arinn í stofu. Gróin og falleg lóð. Fráb. staðsetning neðst í Fossvogsdalnum. V. aðeins 16,9 m. 4839 Klyfjasel. Vandað og vel staðsett tvíl. 187 fm einb. ásamt 28 fm bílsk. 4-5 svefnh. Fallegt útsýni. Skipti á 4ra herb. íb. koma til greina. Áhv. 7,5 m. V. 14,9 m. 3661 Háaleitisbraut. Falleg og björt um 96 fm íb. á 3. hæð auk bílskúrs. Parket og góöar innr. Tvennar svalir. Topp eign. V. 8,5 m. eða 7,7 m. án bílskúrs. 4862 Blómvallagata 11 - OPIÐ HÚS.Snyrtileg ca 80 fm íb. á 1. hæð f góðu húsi. Gluggar og gler endurn. að hluta. Sérhiti. Ib. er laus strax. Opið hús í dag kl. 14-16. V. aðeins 5,9 m. 4470 Hjallaveg 30 rishæð- OPIÐ HUS í dag milli kl. 14 og 16 verður þessi ágæta rish. til sýnis. 3 herb. Gott manngengt geymsiurls. Fallegt hús og lóð. Nýtt rafmagn. Laus strax. V. 5,9 m. 4468 Sólvallagata. vorum að fá i söiu mjög góða risíb. um 70 fm (gólfflötur). Parket. Endurnýjað rafm. og gler. Áhv. ca. 2,8 m. húsbr. V. 5,9 m. 4871 Brekkubyggð - Gbæ. séri. glæsil. 3ja herb. hæð í eins konar raðh. Park- et. Vandaðar innr. Fráb. staðsetning. íb. er laus nú þegar. V. 8,7 m. 4666 Hraunbær. 4ra herb. falleg og björt Ib. ó 3. hæð ásamt aúkaherb. ( kj. Nýleg beykiinnr. I eldh. Skipti á minni eign koma til greina. Áhv. 2,2 m. V. 7,5 m. 3051 Frostafold 22 - OPIÐ HÚS. Mjög falleg 87 fm 3ja herb. íb. f litlu fjöleignarhúsi ásamt 28 fm st. I bílag. Parket, tlis- ar og sérþvottah. Uaus fijótt. Áhv. ca. 5,1 m. byggsj. Margrét sýnir íb. í dag, sunnudag kl. 14-16. V. 7,4 m. í gamla vesturbænum. Nýleg og falleg 77 fm Ib. á 1. hæð I húsi frá 1987. Stórar suöursv. Útsýni út á sjóinn. V. 7,5 m. 4858 Melabraut - seitj. Falieg 42 fm risíb. i góöu standi, mikiö endurn. m.a. gler, ofnar, rafmagn o.fl. Áhv. hagst. lán 2 m. V. 4,5 m. 4572 Dvergabakki - útsýni. 2ja herb. 57 fm vönduð og mjög björt íb. með tvennum svölum og glæsil. útsýni yfir borgina. Laus strax. Parket. V. 5,0 m.4734 4782 Hörgshlíð 2 Vorum að fá glæsil. ESKIHLIÐ. Snyrtileg og björt um 48 fm kjallaraíb. á góöum stað í Hlíöun- um. Áhv. ca. 2,6 m. byggsj. Laus strax. V. 3,8 m. 4856 96 fm íb. á 1. hæð í þessu eftirsótta húsi. Parket á stofu, eldh. og herb. Vandaöar Innr. og tæki. Sérverönd í garði. Mjög góð sameign. Getur losnað fljótl. Áhv. ca. 3,5 m. Veðd. V. 9,0 m. 4867 MíðtÚn 2ja herb. 59 fm glæsil. íb. I kj. í bakh. Ný vönduð eldhúsinnr. Nýtt gler, raflagnir o.fl. Fallegur garður og ró- legt umhverfi. Áhv. 2,2 m. V. 5,5 m. 469

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.