Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 Æþ Æ f f . -.sMm w&fjafunciur með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Fossvogs- Smáíbúða- Háaleitis- og Múlahverfis í Réttarholtsskóla mánudaginn 23. október kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. Abendingará mjólkurumbúðum, nr. 4 af 60. Hljónstræng? (Orðið „hljómsveitaræfing" ef það er skrifað eins og margir bera það fram!) A: Ér f’rá hljónstrængu. B: Kvasiru? A: Etthiddnalus mar? Ér f’rá HLJÓNSTRÆNGU! B: Ettí hljónst? A: Já, vissir þaggi? B: Nei, e vissi þaggi. Hvað eru þessir piltar að segja? Getur þú leyst gátuna? Tölum skýrt! MJÓLKURSAMSALAN Islenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, Islenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. ÍDAG skák Umsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp í viður- eign Taflfélags Akraness og Skáksambands Vestfjarða í annarrar deildar keppninni. Jón Hálfdánarson (2.145), Akranesi, var með hvítt, en Guðmundur Gíslason (2.305), Vestfjörðum, hafði svart og átti leik. 30. - Rxf3+! 31. Khl (Eft- ir 31. gxf3 - Dxf3 hefur svartur óstöðvandi sókn vegna hótunarinnar Dhl mát) 31. - Rce5! 32. Rc5 - Rxh2! 33. Re5 - Dh6 34. Kgl - Rg4 35. Bg3 - Rf3+!! (Þriðja mannsfómin í fimm leikjum. Nú verður ekki lengur skorast undan því að þiggja:) 36. gxf3 — Bd4+, 37. Rf2 - Bxf3, 38. Bg2 - Bxg2, 39. Kxg2 - Re3+ og hvítur gafst upp, því hann tapar drottn- ingunni. Ekki nein smá- ræðis sóknarlota þetta og ekki þarf að taka fram að allar fórnir svarts stóðust fyllilega! Vestfirðingar féllu í aðra deild í fyrra og var þá ekki að sökum að spyija. Mannaveiðarar fyrstu deild- ar liðanna runnu á blóðlykt- ina og náðu nokrum sterkum skákmönnum til sín frá SSV. Samt sem áður gæti þó dvöl þeirra í annarri deild ekki þurft að verða löng. Þeir eru í efsta sæti með 16' vinning eftir fyrri hluta keppninnar, en UMSE er ekki langt und- an með 16 v. Eyfirðingamir em mun sterkari en undan- farin ár. HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKAJNDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Taska tekin í misgripum í Leifsstöð UNGUR maður varð fyr- ir því að tapa töskunni sinni í Leifsstöð föstu- daginn 13. október. Hann var með þeim síð- ustu að færibandinu sem töskumar koma á úr flugvélinni og var þá búið að taka töskuna hans af bandinu en önnur skilin eftir. Taskan hans var svört vinylferða- taska, með styrktum homum, og hjólum á hliðinni. Var hún merkt og í henni m.a. skilríki. Sú sem var skilin eftir var hins vegar miklu eldri og verr farin, og merkt Sigurðsson. Kann- ist einhver við að hafa villst á töskum í Leifsstöð eftir flug frá New York upp úr kl. 6 föstudaginn 13. október sl., er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 567-3147 eða hafa samband við Leifsstöð, því hin taskan liggur þar. Lítill hringur fannst SMÁGERÐUR hringur, líklega módelhringur frá Jens, fannst í Austur- stræti sl. fóstudag. Hringurinn fæst afhent- ur gegn greinargóðri lýs- ingu. Upplýsingar í síma 562-1953 (heimasími) eða 553-5150 (vinnu- sími). Aldís. Tímabundið fóstur FÓSTURHEIMILI ósk- ast í eitt ár fyrir falleg- an, ljúfan, geldan fress- kött. Upplýsingar í síma 565-1826. Farsi /, E-f þer lákar etblþessi, /><á ættirðu ab sja ué/inCK. eLsjötta fvcéirtni! " Yíkveiji skrifar... YÍKVERJA hefur borist eftir- farandi frá Sigurði G. Val- geirssyni, ritstjóra Dagsljóss: „Miðvikudaginn 18. október kvartar Víkveiji yfir því að Dagsljós hafi verið að reyna að setja á svið viðtal í beinni útsendingu við David Attenborough með því að frétta- maðurinn Helgi H. Jónsson sagði í kynningu að hann væri hjá okkur í kvöld. Víkveiji segir síðan að það hafi komist upp um okkur á pínleg- an hátt þegar þýðingartexti fór ekki af stað með viðtalinu og við urðum að stoppa það og byija aft- ur. Víkveiji virðist misskilja aðferð- ir okkar við kynningu. Þær eru að sumu leyti svipaðar og í blaði. Ef blaðamaður skrifar á miðvikudegi um eitthvað sem gerist á fimmtu- degi og birtist þann dag skrifar hann: í dag í fréttinni og enginn vænir hann um að þykast hafa skrifað fréttina um morguninn. Við sögðum aldrei að David Att- enborough væri í beinni útsendinu hjá okkur en hann var vissulega hjá okkur sama kvöld, nánar til tekið klukkustund áður en viðtalið við hann fór í loftið til þess að hægt yrði að þýða það. Okkur fannst hins vegar sjálfgefið að allir sem á viðtalið horfðu skynjuðu strax er þeir sæju textann að viðtal- ið hafði verið tekið upp áður. í Dagsljósþáttunum er nánast vinnuregla að taka það aldrei fram ef viðtöl eru í beinni útsendingu, eins og þau eru raunar oftast. Það hafa nógu margir gert á undan okkur og okkur finnst það satt að segja heldur ekki nein sérstök tíð- indi eftir tæplega tvö hundurð og sjötíu þætti.“ xxx AD VERÐUR sitt hvað sem íslendingar þrátta um á þess- um vetri, sem reyndar hefst ekki fyrr en á laugardaginn kemur. Þá er fyrsti vetrardagur og tveggja- postulamessa. En hvað verður efst á baugi í almannaumræðu fram á aðvent- una? Efalítið kjaramálin, sem þegar rýkur úr. Og þar sem er reykur er eldur undir! Kjaramálum tengist sjálf fjárlagagerðin, þ.e.a.s. skatt- heimtan, sem fyrr getur og farið hefur fyrir bijóstið á mörlandanum allar götur síðan hann flúði frá Noregi fýrir margt löngu - út hing- að þar sem smjör draup skattlaust af hveiju strái, þ.e.a.s. í þá tíð. Ofan f kaupið verður talað - og talað mikið - um líkleg og ólíkleg forsetaefni. Sitt sýnist hveijum eins og geng- ur. Og allir vitum við öðrum betur, íslendingar. Hætt er því við að ýmsum hitni í hamsi á köldum vetr- ardögum, sem fram undan eru, þegar hittast stálin stinn, strákur- inn og kerlingin. Vonandi halda menn þó hugarró og sálaijafnvægi - svona fram yfir friðarins hátíð - sem nálgast með degi hvetjum. VETURINN hefur ýmsar góðar hliðar, þrátt fyrir allt. Þegar myrkrið er mest skín ljósið skær- ast. Jólaljósin lýsa upp skammdeg- ið, bæði í hugum okkar og umhverf- inu. Vetraríþróttir eru með skemmtilegri heilsubótarleiðum. Þorrablót og hátíðir af ýmsum toga hjálpa okkur að þreyja þorrann og góuna. Skólar, félagslíf, leikhús, tónlist og menningarstarf hvers konar blómstrar betur í skammdeg- inu en í annan tíma. Og einn góðan veðurdag er vorið komið á nýjan leik; veturinn orðinn að augnabliki í eilífðinni. „Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýngur / og kýrnar leika við hvurn sinn fíngur,“ segir Nó- belsskáldið okkar í Ijóðkorni. Veturinn endar alltaf í vori. Það leika ekki aðrar árstíðir eftir hon- um! Og vorið er engu líkt. „Það seytlar inn í hjarta mitt sem sólskin fagurhvítt,“ sagði Jóhannes skáld úr Kötlum. Og Víkveiji slær botninn í þetta hugleiðingakvartil með tveimur vorstökum hans: Svo lifna blómin einn ljósan dag og lóan kvakar í mónum. Og fjallið roðnar af feginleik og fikrar sig upp úr snjónum. Og börnin hlæja og hoppa út með hörpudiskana sína. - Og einn á skel yfir fjörð ég fer að finna stúlkuna mína!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.