Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 37
ÍDAG
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
SPIL dagsins kom upp í
leik Svía og Kínverja í riðla-
keppninni á HM. Svíinn
Mats Nilsland var heillum
horfínn í sögnunum - þrisv-
ar tók hann afbrigðilega
ákvörðun og greiddi það
dýru verði þegar yfir lauk.
Vestur hættu. gefur; enginn á Norður ♦ KD2 V - ♦ KD87643 ♦ G108
Vestur Austur
♦ Á873 ♦ G10
V 543 1 V ÁKD1Ö987
♦ G2 '''''' ♦ 105
+ 9642 ♦ Á3 Suður ♦ V 9654 ♦ G62 * Á9
KD75
Nilsland er vorkunn að
passa ekki þijú grönd, því
makker hans átti út og það
var engin trygging fyrir því
að hann myndi velja hjarta
frekar en spaða. Doblið var
hins vegar útspilsvísandi og
bað um styttri hálit. En það
var afbrigðileg ákvörðun að
segja ekki 4 hjörtu við 4 tígl-
um og ennfremur að sitja í
4 spöðum dobluðum. Fellen-
ius endaði flóra niður, sem
þýddi 800 til Kínverja.
Svíar töpuðu þó aðeins 6
IMPum á spilinu, því á hinu
borðinu unnu Bennet og
Wirgren 5 tígla doblaða á
spil NS. Þar gengu sagnir
þannig:
Vestur Norður Austur Suður
Xu Wirgren Hu Bennet
Pass 1 tígull 3 tíglar* Dobl
Pass 4 tíglar 4 hjörtu Dobl
Pass 4 spaðar Pass Pass
Ðobl 5 tíglar Pass Pass
Dobl Allir pass
* Beiðni til makkers um
að segja 3gr. með tígulfyrir-
stöðu.
Kínverjinn Xu hafði ríka
ástæðu til að iðrast að spili
loknu, því 4 spaðar er von-
laus samningur. í 5 tíglum
gefur sagnhafi hins vegar
aðeins tvo slagi á svörtu ás-
ana.
Pennavinir
TVÆR 15 ára stúlkur frá
Noregi með ýmis áhugamál
óska eftir pennavinum á
aldrinum 15-20 ára:
Therese Mjes,
Holevegen 8,
5870 0vre Árdal,
Norway.
Beate Jokobsen,
Mjohakken 9,
5870 0vre Árdal,
Norway.
Árnað heilla
Ljósm. Myndsmiðjan Akranesi
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 12. ágúst sl. í Akra-
neskirkju af sr. Birni Jóns-
syni Jórunn María Ólafs-
dóttir og Krislján Ingi
Hjörvarsson. Einnig gengu
þau í hjónaband að hætti
Baha’ia. Heimili þeirra er í
Vallholti 21, Akranesi.
Ljósm. Myndsmiðjan Akranesi
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 20. ágúst sl. í Innri-
Hólmskirkju af sr. Jóni ein-
arssyni Inga Ósk Jónsdótt-
ir og Hálfdán Ingólfsson.
Heimili þeirra er í Fjarðar-
stræti 11, ísafirði.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 8. júlí sl. í Dómkirkj-
unni af sr. Valgeiri Ástráðs-
syni Guðrún Reynisdóttir
og Robert James Kilian.
Heimili þeirra er í Minne-
sota í Bandaríkjunum.
Ljósm. Myndsmiðjan Akranesi
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 22. júlí sl._ í Borgar-
neskirkju af sr. Árna Páls-
syni Elsa Þorgrímsdóttir
og Valdimar Guðmunds-
son. Heimili þeirra er í
Borgarnesi.
Ljósm. Myndsmiðjan Akranesi
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 19. ágúst sl. í Akra-
neskirkju af sr. Bimi Jóns-
syni Kristjana Jónsdóttir
og Hafsteinn Gunnarsson.
Heimili þeirra er á Granda-
vegi 45, Reykjavík.
Ljósm. Arndís G.B. Linn
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 9. september í Lága-
fellskirkju af sr. Bjarna_Þór
Bjarnasyni Stefanía Ólöf
Hafsteinsdóttir og Pálmi
Bernhardsson. Heimili
þeirra er á Kaplaskjólsvegi
29, Reykjavík.
Misritun í gagnrýni
MISTÖK urðu við vinnslu
gagnrýni Ragnars
Björnssonar á tónleika í
Langholtskirkju, sem
birtist í gær. Þegar höf-
undur ræddi um orgel-
smíði misritaðist að þá
hefðu komið til „ýmis
hjálpargögn sem fyrri
tímar þekktu vel“ en þar
átti að standa ,,..sem fyrri
tímar þekktu ekki“
o.s.frv. Þá átti setning,
sem ritaðist svo: „En
svona skulum við allir
verða ánægðir í lokin....“
o.s.frv., að hefjast á: „En
vona skulum við að allir
verði ánægðir..." o.s.frv.
Röng mynd
ÞAU mistök urðu á fjöl-
miðlaopnu í blaðinu í gær
að röng mynd birtist með
LEIÐRETT
frétt um þingsályktunar-
tillögu um mótun opin-
berrar stefnu í fjöjmiðlun.
Það var Lilja Á. Guð-
mundsdóttir sem mælti
fyrir tilögunni.
Lijja Á.
Guðmundsdóttir
Varðandi
pillunotkun
VEGNA fréttar í blaðinu
í gær um að varað hefði
verið við notkun sjö til-
greindra tegunda getnað-
arvarnapillna í Bretlandi
er rétt að það komi fram,
að fjórar þessara tegunda
eru á markaði hérlendis.
Þær eru Marvelon, Merc-
ilon, Minulet og Gynera,
sem er annað heiti á
Femodene. Það skal einn-
ig áréttað, að einn þeirra,
sem unnu að rannsókn-
inni í Bretlandi, framleið-
endur og virtur, danskur
sérfræðingur hafa mót-
mælt viðvöruninni sem
upphlaupi og telja litla
ástæðu til að óttast skað-
leg áhrif pillnanna.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
VOG
Afmælisbam dagsins:
Þú íhugar vel alla kosti
áður en þú tekur endan-
lega ákvörðun.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Listrænir hæfileikar þínir
láta til sín taka heima. Þú
hefur tilhneigingu til að of-
keyra þig og þarft að reyna
að slaka á.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Gerðu ekki of lítið úr vanda-
máli sem upp kom í vikunni
í vinnunni. Einhugur ríkir
hjá ástvinum sem eiga rólegt
kvöld heima.
Tvíburar
(21.ma!-20.júní)
Þú þarft ekki að bregðast
vini, sem á við vandamál að
stríða, þótt þú viljir eyða
deginum með ástvini. Ráð
þín reynast góð.
Krabbi
(21.júnf - 22. júlf) m
Þú þarft tíma útaf fyrir þig
til að sinna einkamálunum í
dag. í kvöld gefst svo tími
til heimsækja nána ættingja.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst)
Þú ert í vandasamri aðstöðu
vegna vinar, sem þarf á fjár-
hagsaðstoð að halda. Ef þú
neitar, getur það valdið mikl-
um sárindum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) áf
Þú átt ánægjulegan dag með
vinum og fjölskyidu og þér
býðst tækifæri til að axla
aukna ábyrgð í starfi, en því
fylgir tekjuauki.
FÖg
(23. sept. - 22. október)
Þú sækir mannfagnað í dag
þar sem þér gefst óvænt
tækifæri til að styrkja stöðu
þína í vinnunni. Hafðu augun
opin.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þér býðst þátttaka í félaga-
samtökum, sem þú hefur
lengi haft áhuga á. Varastu
óþarfa gagnrýni í garð þinna
nánustu í kvöld.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember)
Framkoma ættingja veldur
þér nokkrum vonbrigðum.
Þar sem þetta er ekki í fyrsta
sinn, ættir þú að geta leyst
vandann.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það hentar ástvinum vel að
skreppa í stutt ferðalag sam-
an í dag. Þér tekst að ná
mjög hagstæðum samning-
um í gömiu máli.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Þú verður fyrir óvæntum
útgjöldum eftir helgina, og
ættir að fara sparlega með
fjármuni þlna. Einhugur rík-
ir hjá ástvinum.
Fiskar
(19. febrúar-20. mars) -
Vertu ekkert að flýta þér að
taka mikilvæga ákvörðun.
Hugsaðu málið vel fyrst.
Njóttu svo kvöldsins heima
með fjölskyldunni.
Stjörnuspá á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu
tagi byggjast ekki á traust-
um grunni vísindalegra stað-
reynda.
HýttbótelíLondon
.aðeinslOh«bergl
London
á kr.
16.930
Flug og hótel
kr. 19.930
Nýr frábær kostur í London
fyrir Heimsferðafarþega.
Earls Court hótelið er smekklegt
ráðstefnuhótel með veitingastöðum og
verslunum, öll herbergi með sjónvarpi, síma
og baði. Staðsetningin er góð og stutt í lestarstöðina
sem gengur beint inn í hjarta London, Piccadilly Circus.
Við höfum nú bætt við sætum í nóvember.
Bókaðu meðan enn er laust og tryggðu þér ferð
til heimsborgarinnar á ótrúlegu verði.
Verð kr. 16.930
Verð með flugvallasköttum, 30. okt. - 6. nóvember.
Verð kr. 19.930
M.v. 2 í herbergi, Earls Court, 3 nætur, 30. okt. - 6. nóv.
Verð með flugvallasköttum.
Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600.
9510