Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lagning Borgarfj arðarbrautar á nýjum stað Rætt við eigendur vegna verkhönnunar STARFSMENN Vegagerðarinnar í Borgarnesi munu fljótlega hefja verkhönnun vegna lagningar Borg- arfjarðarbrautar á nýjum stað en umhverfísráðherra hefur nú staðfest áform stofnunarinnar um legu veg- arins. Birgir Guðmundsson umdæm- isverkfræðingur segir að vegna þeirrar vinnu verði teknar upp við- ræður við landeigendur um endan- lega ákvörðun um veglínuna. „Mér fínnst mjög mikilvægt að niðurstaða varðandi Borgarfjarðar- braut skuli nú liggja fyrir,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sem er fyrsti þingmaður Vesturlandskjördæmis. „Umhverfisráðherra hefur full rök fyrir úrskurði sínum og bendir á að frá veðurfarslegu sjónarmiði, og ef litið er til umferðaröryggis og kostn- aðar, sé rétt að fara að tillögum Vegagerðarinnar. Menn hafa nefnt rök með og á móti, en umhverfisráð- herra þurfti að höggva á hnútinn 'Og það hefur hann gert.“ Ingibjörg segir að hún myndi sakna þess ef Jón Kjartansson á Stóra-Kroppi hætti myndarlegum búskap sínum. „Það er vissulega eftirsjá að slíkum mönnum." Áfram verði leitað sátta Sturla Böðvarsson,' þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ákvörðun umhverfisráðherra hafí komi sér að nokkru leyti ájóvart. Segist hann hafa búist við að ráð- herra myndi skoða málið nánar. „Ég vona hins vegar að áfram verði reynt að leita sátta og sam- komulags við landeigendur og reynt að koma til móts við fólkið á Stóra- Kroppi, Runnum og Ásgarði," segir Sturla. Birgir Guðmundsson segir að eftir sé að ákvarða endanlega veglínuna, til dæmis hjá Stóra-Kroppi. Mögulegt sé að færa veginn nokkuð frá bænum. en það hafí í för með sér meiri skerð- ingu á túnum en þegar vegurinn er lagður nær flósinu. Segir hann að Jón Kjartansson, bóndi á Stóra-Kroppi, geti haft tölu- vert um þetta að segja. Aðspurður hvort til greina kæmi að leggja göng undir veginn til að minnka óhagræði ábúenda, segir Birgir að það hafi ekki verið rætt. Segir hann hugsan- legt að um slíkt gæti orðið sam- komulag en bendir jafnframt á að vegna lítillar umferðar yrði með því gefið erfitt fordæmi því víða væru kröfur um undirgöng við sveitabæi. Fyrirhugað er að hefja byggingu brúa næsta vor og að byija lagningu vegar þá um haustið. Stefnt væri að því að vegurinn yrði tilbúinn snemma sumars 1997, að sögn Birgis. Dagbók frá Kairó EFTIR fyrstu kennsluvikuna kunni ég mér ekki læti, ég hvorki lagðist í leti né fór í bæinn. Nú var tímabært að hafa þvottadag. Á baðinu er sem sé grip- ur sem ég er viss um að amma mín hefði talið algert undur, svo ég nefndi hann Valgerði og hófst handa. Það tók hálftíma að hita vatnið og síðan jós ég því í vélina - hnefa af þvottadufti, sneri takka og viti menn: hún hamaðist af stað með lök, koddaver, tisjört, nærföt og sokka. Síðan tók við skolumferð og eftir að hafa undið þvottinn skellti ég honum á snúrurnar. Að vísu fyrirfundust engar klemmur, það gerði minnst til í þessu dægi- lega ijómalogni. Svo hlaut þessi myndarlega vim- húsfrú að stijúka af gólfunum og þurrka af, skárra væri nú annað. Meðan ég þeyttist með skrúbb yfir gólfin, raulaðio ég: elif - be - Elif - be - te - þe - gym - ha Jóhanna Kristjóns- dóttur dvelur nú í Egyptalandi og nemur arabísku te - þe - gym - ha - hra - del - ðel - ra - lin - sin - shín - sad - dod - ta - ða - æin - reim - fa - kof - kef - lem - min - nún - he - va - je. Að vísu varð ég að hagræða a - b - c- laginu og bæta inn íslenskum orðum. En þarna voru þeir komnir allir arabísku bókstafirnir og fyrsta stílabókin að verða útskrifuð. Ég húgsaði með mér, þegar ég fór í kaffipásu, að ég kynni ekki bara starfrófið heldur gæti ég myndað einfaldar setningar, þó svo þær séu nú ekki flóknar. Fyr- ir viku hefði ég ekki getað stunið upp vísdómi á borð við: A1 kursi, we al ard fírúrfa la gúlvis, í stof- unni eru stóll og borð og þaðan af síður: A1 barrat sjei, al kúúb we al millaka fi madbakk, teketill- inn, bollinn og teskeiðin eru í eld- húsinu. Og síðast en ekki síst það sem var réttnefni um mig á þessum góða þvottadegi: Heðihi al sa’afhia fi hammem bi sa’bún, þessi blaða- kona er á baðherberginu með sápu. Einfalt? Ojæja, ég læt það allt vera. En „ana giddan saida“, ég hef það stórfínt. Formaður Rjúpnaverndarfélagsins Skotveiði hefur umtalsverð áhrif á fækkun rjúpu l| j úpnavemdarfélag- ið var stofnað á Húsavík árið 1991. í félaginu em um 60 manns, einkum úr Þing- eyjarsýslum, enda ijúpur mörgum Þingeyingum kærar þar sem þingeysku lyngheiðarnar eru helstu uppeldisstöðvar ijúpunnar hér á landi. Einn helsti hvatamaður að stofnun félagsins var Héðinn Ól- afsson á Fjöllum í Keldu: hverfí sem nú er látinn. í stjórn félagsins em auk Atla þeir Tryggvi Stefáns- son á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal og Indriði Ket- ilsson á Ytra-Fjalli í Aðal- dal. „Þegar félagið var stofn- að var tjúpnastofninn í mikilli lægð, meiri lægð en menn töldu sig áður hafa séð og höfðu því margir vemlegar áhyggj- ur. Við vorum að velta þessu fyrir okkur, m.a. að skoða hvort ein- hveijar þær breytingar hefðu orðið frá því á fyrri hluta aldarinnar þegar mikið var um ijúpu sem hefðu leitt til fækkunar í stofninum. Það em auðvitað margar skýringar á þessari fækkun, en við teljum að skotveiðin hafí þar umtalsverð áhrif,“ sagði Atli. Hver eru helstu markmið félagsins og hvernig fer starfsemin fram? „Við komum á sínum tíma fram með þá tillögu að gerð yrði tilraun með að friða ijúpuna í þijú ár. Við sendum þá tillögu til umhverf- isráðherra og í framahaldi af henni og öðrum þrýstingi var veiðitíma- bilið stytt um einn mánuð haustið 1993. Við teljum að það hafí haft áhrif og á Náttúrufræðistofnun telja menn að þessi friðun hafí bjargað einhverjum fugli. Við fylgjumst vel með því sem er að gerast í þessum málum bæði hér heima og í útlöndum. Við höf- um til dæmis fengið af því fregnir að í Noregi séu menn áhyggjufull- ir og telji að of mikið sé skotið af henni þar. Veiðar hafa óumdeil- anlega áhrif á stofnana, það hefur áhrif á þorskstofninn ef mikið er veitt og það sama gildir um ijúp- una. Okkur þykir sem það hafi verið blásið mikið út að veiðar hafi engin áhrif og munum reyna að koma okkar sjónarmiðum í þeim efnum á framfæri." Að sögn Atla er vitað að ijúpna- stofninn sveiflast ævin- ________ Iega til, en nú séu sveiflurnar svo langt niður á við að eldri menn reki ekki minni til þess að svo mikil — lægð hafði áður verið í stofninum. Auk skotveiðanna hafi ýmis ytri skilyrði eflaust einnig haft áhrif, m.a. breytingar á veður- og gróðurfari, samkeppni um ijúpuna hafí aukist til mikilla muna og þá hafi maðurinn yfir mun öflugri tækjum að ráða nú en á fytri hluta aldarinnar, m.a. vélsleðum og íjallabílum sem beri hann hratt yfir stór svæði. Hvað vita menn um veiðar hér áður fyrr? „Við höfum verið að segja frá því að fyrr á öldinni unnu menn fyrir sér með því að veiða ijúpur. Þær voru útflutningsvara á árum áður, einkum seldar til Bretlands. Það þótti fundið fé að ganga til ijúpna daglega og var mikið bjarg- ræði. Ég hef heyrt af því sögur að ötulustu veiðimennirnir gátu keypt sér bíla fyrir ijúpnapeninga. Rétt fyrir miðja öldina voru krakk- Atli Vigfússon ► Atli Vigfússon er fæddur á Húsavík árið 1956 og ólst upp á Laxamýri í Aðaldal þar sem hann býr nú. Atli lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1976 og B.ed- prófi frá Kennaraháskóla ís- lands árið 1981. Hann hefur stundað frönskunám í Mont- pellier og í útlendingadeiid Sor- bonne í París 1985-86. Þá stund- aði hann nám við lýðháskólann Sánga-Saby í Stokkhólmi með styrk frá sænsku bændasamtök- unum veturinn 1989-90. Atli kenndi við Hafralækjarskóla í Aðaldal 1982-85 og frönsku við Framhaldsskólann á Húsavík 1989-90. Hann var formaður Búnaðarsambands Suður-Þing- eyjarsýslu 1992-95. Atli er félagi í Rithöfundasambandi Islands og hefur gefið út fjórar barnabækur. Hann er formaður Rjúpnaverndarfélagsins. ar á bæjum sendir út til að tína ijúpur' sem flogið höfðu á símalín- ur, en af þeim var nóg. Eitt haustið á fýrri hluta aldar- innar voru lagðar inn um 80 þús- und ijúpur í Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík, en sú tala nálgast það mjög sem veiðimenn á öllu landinu eru að skjóta um þessar mundir, en það er um 100 þúsund rjúpur árlega. Þegar menn horfa til þessa tíma er ekki undarlegt að þeir spyrji sig hvað hafí orðið til þess að þessar breiður séu horfnar. Það má vera að ein skýringin sé sú að ----------------- ijúpan var friðuð á Höfum vakið stríðsárunum en á þeim tima rjolgaði henm mjög mikið. Það styður þá kenningu okkar að friðun hafí áhrif. Þú talar um að samkeppni um ijúpuna hafí aukist. „Já hún hefur gert það á síð- ustu árum, það er ekki bara mað- urinn sem er á eftir henni. Ég nefni fálkann í þessu sambandi, öll viljum við að honum fjölgi og þá verður hann að hafa æti. Refur verður friðaður í nokkrum sveitar- félögum á næstunni, en hann étur mikið af ijúpu og loks get ég nefnt nýjan landnema, sílamáfínn. Hon- um hefur íjölgað mikið hér á landi en hann étur mikið af ijúpu.“ Hvað er framundan hjá Rjúpna- verndarfélaginu? „Það eru engar stórar aðgerðir á döfinni nú á næstunni. Við höfum komið þessari umræðu af stað og vakið menn til umhugsunar. Þessi umræða hefur ýtt við skotveiði- mönnum sem sýna þessu sporti aukna virðingu og því ber að fagna.“ menn til um- hugsunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.