Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTOBER 1995 LISTIR Með tungn og tilfinningum MYNDLIST Hcilsustofnun NLFI, Ilverageröi HÖGGMYNDIR OG BLÖNDUÐ TÆKNI Hannes Lárusson og Þorbjörg Páls- dóttir. Opið til loka október. SEM betur fer er myndlist sýnd víðar um landið en á höfuðborgar- svæðinu og þá ekki aðeins í söfnum og sýningarsölum. Meginreglan við umfjöllun um myndlist beinist þó skiljanlega að sýningum á þeim vettvangi, því möguleikarnir til að ná yfír aðra sýningarstarfsemi hljóta ætíð að vera takmarkaðir; hins vegar hafa verið gerðar stöku undantekningar frá meginreglunni og hér er komið að einni slíkri. Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags íslands í Hveragerði er með- al virtustu stofnana landsins fýrir það starf sem þar er unnið; þúsund- ir landsmanna hafa notið þess í gegnum árin sjálfum sér til endur- hæfingar, ánægju, lífsfyllingar og heilsubótar. í ár er haldið upp á fjörutíu ára afmæli stofnunarinnar, og í tilefni þess hefur m.a. verið sett upp myndlistarsýning, sem vert er að minna lítillega á. Frá því í sumar hefur verið hægt að skoða verka þeirra Hannesar Lárussonar og Þorbjargar Pálsdótt- ur í og við húsnæði stofnunarinnar, þar sem þau njóta sín oft og tíðum með ágætum. Hin ólíku vinnubrögð þeirra fara hér vel saman, og í þeim birtast með fjörlegum hætti tvö meginstef myndlistarinnar, hið per- sónulega og hið táknræna. Þorbjörg hélt fyrir nokkrum árum einkasýningu í Gallerí einn einn, þar sem glögglega kom fram að hin persónubundna listsköpun hennar á vaxandi erindi til sam- tímans, ef eitthvað er. Hér getur að líta tíu verk Þorbjargar frá ýms- um tímum, en öll mörkuð höfuðein- kennum hennar sem listakonu; umfjöllun um hið tjáningu líkamans á persónunni og líðan hennar. Fölskvalaus gleði verksins „Dansleikur" (1970) er þegar orð- inn hluti af íslenskri listasögu, og fer vel á að hún taki á móti gestum við innganginn. Nokkur önnur verk Þorbjargar eru utandyra eins og eðli þeirra kallar á, t.d. „Stelpa með sippuband" og „Strákur í sand- kassa“ (1983), sem líkt og „Ferð á heimsenda" (1982) bera með sér sakleysi og jmdi æskunnar yfir því einfalda í lífmu. <<<I<I<I<<<I<I<I<I<I<I<I Harkollur • Dömuhárkollur • Herrahárkollur • Nýjar gerðir, fisléttar. Hár; Sérvcrslun Borgarkringlunni, s. 553-2347.1 <><><><><><><><><►<><><> Listakonan nær einnig að túlka flóknari mannlegar tilfinningar í þessum opnu fígúrum sínum, svo að við fátt er að líkja. „Móðir og barn“ (1972) er þannig afar inni- legt verk, og „Sorg“ (1984) er ein sterkasta ímynd þeirrar tilfínning- ar, sem hægt er að ímynda sér. Þessi sýning minnir á hversu lítið hefúr í raun sést til verka Þorbjarg- ar um nok'kurt skeið og væri vel þess virði að efna til stærri sýning- ar á verkum hennar fyrr en seinna. Framlag Hannesar hér gefur nokkurt yfirlit yfir viðfangsefni hans síðasta áratuginn, þó verk unnin í tré séu í öndvegi. Hnitmiðað handverkið ber hér hæst, hvort sem það varðar vinnu lita eða trés, ein- staka hluti heilda, teikningar eða útsaum; andstæðan í ærslaleik lít- illa tréforma sem fýlla einn vegginn verða aðeins til að skerpa þessa ímynd. Þó af mörgu sé að taka má segja að hér njóti 16 ausur (1987-93) sín sem aldrei fyrr, enda umhverfið eins og sniðið fýrir þær. Útskurður og tilvísanir þeirra koma skemmti- lega fram, og má einkum benda á verkin „Dragbítur" og „Power - Perfume" í því sambandi; síðari ausan vísar til ákveðinnar stöðu í listalífinu með afar fínlegum hætti. Hér eru nokkur dæmi um ímynd lóunnar sem hefur verið áberandi í verkum Hannesar í gegnum árin, og loks ber að nefna einfalda hönn- un bolsins „Með tungunni", sem er bæði skemmtileg í sjálfu sér og hentar afar vel á þessum stað. Við lifum með tungu og tilfinn- ingum og hvoru tveggja er ræktað á þessum stað; hvoru tveggja birt- ist okkur einnig með skýrum hætti í verkum þessara listamanna. Er vonandi að gestir stofnunarinnar hafi notið framlags þeirra undan- farið, en sýningunni lýkur um næstu mánaðamót. Eiríkur Þorláksson Leikendur: Róbert Arnfinnsson, Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, ÁrniTryggvason.Anna Kristín Arngrímsdóttir, Magnús Ragnarsson, Hinrik Ólafsson, Kristján Franklín Magnús, Benedikt Erlingsson, Sveinn Þ. Geirsson, Bergur Þór Ingólfsson.Agnes Kristjónsdóttir, Guðbjörg Helga Jóhannsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson.Jónas Óskar Magnússon, Þorgeir Arason o.fl. Þýðing: HuldaValtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk Leikmynd: Finnur A.Arnarsson Búningar: Guðrún Auðunsdóttir Leikmynd og búningar eru byggð á hugmyndumThorbjörns Egners Dýragervi: Katrln Þorvaldsdóttir Lýsing: Björn B. Guðmundsson Dansar: Agnes Kristjónsdóttir og Kolbrún K. Halldórsdóttir Hljóðstjórn: Sveinn Kjartansson Tónlistar- og hljómsveitarstjórn: Jóhann G.Jóhannsson Listrænn ráðgjafi: Klemens Jónsson Leikstjóri: KolBrún K. Halldórsdóttir d> ÞJOÐLEIKHUSIÐ Sími 551 1200 ■IMB 30»? Al^RI j 10 hamingjuríkir houstdogor í Newcostle og nánosto umhverfi. ^ Newcastle og nánasta umhverfi anga ag sögu og menningu sem auðvell er að njóta. I sérstakri tíu daga ferð heldri borgara verður stigið aftur í aldir; fólk tekur þátt í eldfjörugu miðaldarævintýri í dularfullum kastala, skoðar sögu víkinganna, stórbrotna menningu Rómverja og einhverja mestu náttúrufegurð Englands. Ferðin hefst í Newcastle, heimilislegu heimsborginni, þar sem gist verður fyrstu þrjár næturnar. I Newcastle er gaman að gera góð kaup og hægt að skreppa til dómkirkjubærjarins Durham og í Beamissafnið, óviðjafnanlegt safn þar sem gestirnir upplifa enska smábæjarrómantík frá árinu 1913. Frá Newcastle er stuttur akstur til York, en þessi fallegi bær bókstaflega angar af sögu Rómverja og víkinga. Þá tvo sólarhringa sem dvalið er í York gefst golt tækifæri til að kynnast notalegri gestrisni Englendinga, sem á enga sér líka. Það er engin tilviljun að Vatnasvæðið skuli talið fegursta svæði Englands. Fjöllin, dalirnir og vötnin á Vatngsvæðinu mynda stórkostlega umgjörð um litlu bæina sem skemmtilegt er að heimsækja þá tvo sólarhringa sem dvalið er þar. Ferðinni lýkur síðan í Newcastle, en á leiðinni þangað verður ekið meðfram virkisveggnum sem Rómverjar reistu þvert yfir England. Síðasta kvöldið í Newcastle verður farið í ógleymanlega kastalaveislu. Brottför 30. október, heimkoma 9. nóvember. íslenskur fararstjóri og íslenskur hjúkrunarfræóingur. Verð kr. S*>': a Verð miðast við sta6grei&slu fyrir 15. september. Innifalib í verði er: Flug, flugvallaslcattar, gisting, hálft fæái, ferðir til og frá flugvelli í Newcastle og rútufer&ir. Ver6 miðast við einn í tveggja manna herbergi. FERÐASKRIFSTOFAN BÆJARHRAUNI 1 0 SÍMI 565 2266 Helgar- og vikuferðir alla fimmtudaga og mánudaga 19. október - 23. nóvember. Tölvu' m s .a d ka .ð' u r... í cc ..er opinn á meðan takmarkaðar birgðir endast. Misstu ekki af því! Tæknival Tímabundinn markaður á nýjum og nýlegum tölvubúnaði ásamt uppítöku-búnaði í nýjum hluta verslunarTæknivals að Skeifunni 17 (hægra megin / áður Örtölvutækni). Tölvur, hugbúnaður, jaðartæki o.fl. á góðu verði. Takmarkað magn! Skeifunni 17-1 nýjum hluta verslunar hægria megin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.