Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Eldhugar o g afreksmenn“ MYNPLIST Mokka TEIKNINGAR Birgir Schiöth. Opið á tíma kaffistof- unnar. Alla daga til 27. október. Aðgangur ókeypis. VEGGI Mokka-kaffis prýða um þessar mundir þrjátíu og fimm teikningar af „oddvit- um og helstu málsvör- um íslenzkrar mynd- listar“, sem Birgir Schi- öth, verk- og mynd- menntakennari frá Ak- ureyri, hefur útfært. Myndimar eru hengdar upp í stafrófs- röð réttsælis um salinn, sem er afar skynsamleg ákvörðun hvemig sem á málið er litið, því hér eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Munu ýmsir réttilega sakna þess að vera ekki með þessum hópi og svo er ekki víst að í öllum tilvik- um séu menn sammála um að við- komandi eigi þar heima , í öllu falli má það vera umdeilanlegt. Maður verður strax var við tvennt við skoðun teikninganna, hið fyrsta er að þær em allar gerð- ar eftir ljósmyndum og auk þess sumum víðkunnum, og svo að það er handlaginn og naskur leikmaður á sviði risslistarinnar sem stendur að baki þeirra. Hið síðara telst þó í anda núviðhorfa, því oftar en ekki er leikmönnum lyft á stall á sýningavettvangi auk þess að margur hinna svonefndu hug- myndafræðilegu listamanna búa trúlega yfir enn minni teiknikunn- áttu en hér kemur fram, að því viðbættu að ófáir myndhöggvarar hafa aldrei tekið sér hamar og meitil í hönd. Annað áberandi við sýninguna, er að ljósmyndirnar eru teknar á ýmsum æviskeiðum „eldhuganna" og við mjög breytilegar aðstæður, auk þess að vera misvel unnar og heppnaðar, Og þar sem gerandinn fer mjög samvisku- lega eftir þeim hvað útlínur og skugga snertir verður útkom- an eðlilega næf og missönn heimild, oftar en ekki meiri fróðleik- ur um ljósmyndunina en myndefnið. Þannig eru sumir gamlir og lúnir á svipinn, en aðrir eins og ferming- arstrákar miðað við útlit þeirra í dag, ein- stakir eru eins og bís- ar en mun fleiri líkast- ir skólastjórum við lýðháskóla eins og einn listsögufræðingurinn sagði við mig á dögunum. Hið eina sam- stæða á sýningunni verður þá ein- hæft skuggaferlið en það er lokað og pólerað og sem slíkt fær það frekar lága einkunn, því aðall lif- andi skugga er að vera opinn sem svo aftur heitir að hann andi. Allt um það er þetta óvenjuleg fram- kvæmd, sem ber að líta öðru ljósi en riss „hálistarinnar" og má þá hafa lúmskt gaman af leiknum. Vel er búið að sýningunni og fréttatilkynningin, sem uppi hangir fróðleg og skilvirk. Bragi Asgeirsson. Komdu og sjáðu OGNA ve„ . V ð/. & - 'tf - SJAÐU - ''r t Gylfi Bjömsson, sjóntækjafræðingur, þakkar góðar móttökur og býður viðskiptavini sina velkomna í nýja og gkosilega gleraugnaverslun sína að Laugavegi40. l.a.JEyeworks BUBBI sýnir höggmyndir í gallerí Fold. Gaf fólki sólargeisla Morgunblaðið/Ásdís GUÐBJÖRN Gunnarsson, Bubbi, sýnir verk í Gallerí Fold til 29. þessa mánaðar. Bubbi vinnur í ýmis efni og þegar litið er inn á sýningu hans má sjá að þar fer hagleiksmaður á járn og tré. Auk þess notar hann gifs, brons og gler við sína myndsköpun. Höggmyndir af öllum stærðum oggerðum er að finna á sýningunni auk ljós- mynda af listamanninum við vinnu sína, lágmynda og teikn- inga. Morgunblaðið tók lista- manninn tali. Landslag Islands og land- vernd heillar hann, eins og sést á titlum verka hans, eins og orka, jarðmyndun og fantasía í landslagi. „Það sem ég er eink- um að glíma við eru íslénsku jarðlögin og krafturinn í jörð- inni,“ sagði Bubbi og bendir á þrjár lágmyndir á veggnum, þar sem saga um umgengni manns- ins við jörðina er sögð. „Ég vinn alltar útfrá rökstuðningi,“ bætir hann við,„ „þetta verk hér, til dæmis, heitir Vernd og sýnir hvernig við erum að missa tökin á uppblæstri jarðarinnar og því er þetta stálþil hér fyrir fram- an, “ sagði hann og ekki er laust við að verkið sé ögn tengt leik- myndum enda hefur Bubbi m.a. fengist við leikmyndagerð og hönnun í gegnum tíðina. Einnig liggja eftir hann m.a. innrétting- ar í veitingahús, sólbaðsstofu og isbúð. Lýsingin mikilvæg Auk myndlistarmenntunar er Bubbi menntaður húsgagna- smiður og vinnur hann í iðninni meðfram listinni. „Ég fór út í myndlistina vegna þess að mig langaði að tjá mig sjálfur og koma mínum hugmyndum og boðskap á framfæri. Það er ekki laust við að formin mín og túlk- un séu farin að koma fram í hönnun minni á innréttingum líka.“ Með notkun járnsins í verkun- um reynir hann að sýna fram á kraftinn í landslaginu og segir að járnið sé eins og hraunið sem bráðnar og rennur fram og gler- ið líkist ís. „Ég læt slípa endana á glerinu til að það líkist ís énn frekar,“ sagði hann. Bubbi sagðist leggja mikið upp úr lýsingu verkanna vegna þess að skuggaspil verkanna væri ekki síður mikilvægt en verkin sjálf alveg eins og í nátt- úrunni sjálfri. Frásögn er rík í verkunum eins og í fyrrnefndum lágmynd- um en einnig í teikningunni og lágmyndaröðnni Jarðmyndun. Einnig má sjá frásagnar og upp- lýsingahlið Bubba í ljósmyndum af honum sjálfum við brons- steypu þar sem fólk getur séð hvernig hann vinnur. ^ Bubbi kvaðst ánægður með viðtökur gesta á sýningunni. Á opnunardag hefði fjöldi fólks mætt og hann hefði orðið mjög hamingjusamur með að sjá hve góð áhrif verkin höfðu á fólk, „það var eins og ég hafi verið að gefa þeim einhvern sólar- geisla og þá er takmarkinu með listsköpuninni náð“, sagði Bubbi að lokum. > l L l » f : Unglist ’95 Á dagskrá í dag og á morgun í GÆR, laugardag, var Unglist, listahátíð ungs fólks, ýtt úr vör frá Ráðhúsi Reykjavíkur. Það eru menningarsamtök ungs fólks og Hitt húsið sem standa að hátíðinni sem ætluð er fólki á aldrinum 16-25 ára, Þetta er fjórða árið í röð sem listahátíðin er haldin en á henni gefst yfirlit yfir hvað ungt fólk er að fást við í listum. Tónlist, myndlist, ljósmyndun, leiklist, kvikmyndir og dans er meðal þess sem verður í boði auk intemet- smiðju í Síberíu. í lok listahátíðarinnar verður haldið málþing um stöðu og mál- efni ungs fólks fyrr og nú og hefst það kl. 14 laugardaginn 27. októ- ber í Hinu húsinu. Listahátíðin stendur til 29. október og liggur dagskrá hennar frammi í fram- haldsskólum, háskólanum og kaffihúsum víðs vegar um bæinn. Fatahönnunarsýning Iðnskól- ans í Reykjavík var opnuð í gær og stendur frá kl.10 -18 alla daga. í dag verða opnaðar tvær sýning- ar. I Gallerí Geysir í Hinu húsinu opnar myndlistarsýning kl. 15 og kl.13 opnar hönnunarsýning Iðn- skólans þar sem sjá má meðal annars verk unnin í tré, málm og prent. Internet-smiðjan verður í Síberíu netkaffi frá kl. 12 - 16 alla daga. í kvöld kl. 20.30 verða klassískir tónleikar í Tjarnarbíó í umsjón tónlistarskólanna. Á morgun, mánudag, verður sýning á ljósmyndum frá ljós- myndamaraþoni sem haldið var í gær. Listasmiðja verður í Hafnar- húsinu frá kl. 13-19 og kl. 20.30 verður listakvöld framhaldsskól- anna haldið í Tjarnarbíói. Auður H. Ingvars Lúsamurl- ingar S ÚT er komin ljóðabókin Lúsamurl- ® ingar eftir Auði H. Ingvars. Þett.a er fyrsta Ijóðabók höfundar, en áður hafa komið út eftir hana tva;r skáldsögur undir höfundarheitinu Auður Ingvars. Þessa nýju ljóðabók tileinkar höf- undur minningu systur sinnar, Fjolu S. Ingvarsdóttur, sem hefði orðið i sextíu og fimm ára á þessu ári. Auðurgefur bókina út sjálf. Bók- in er 80 blaðsíður, en prentun ann- £ aðist Félagsprentsmiðjan. Innilegar þakkir til œttingja og vina fyrir ógleymanlegan dag í tilefni af 90 ára afmœli mínu 12. október sl. Bestu þakkir fyrir heim- sóknir, gjafir og kveðjur. Lifið heil. Matthías Jochumsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.