Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Þorkell Líf við frystihúsvegginn Aðaleigandi Col- umbia Aluminium til Islands í dag Akvörðun ánæstu vikum SENDINEFND bandaríska álfyrir- tækisins Columbia Aluminium Corp- oration kemur til landsins í dag til áframhaidandi könnunarviðræðna um hugsanlega staðsetningu álvers í Hvalfirði, sem yrði með 60 þúsund tonna framleiðslugetu en hægt yrði að auka í 180 þúsund tonn. í hópnum eru m.a. forstjóri og - -aðaleigandi fyrirtækisins, Kenneth Petersen jr., og fleiri æðstu stjórn- endur þess. Viðræður við ráðherra og fulltrúa Landsvirkjunar Hópurinn verður á íslandi fram yfir miðja viku á vegum Markaðs- skrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar og mun m.a. eiga viðræður við iðnaðarráðherra og fulltrúa Landsvirkjunar auk þess að kynna sér aðstæður. Fyrirtækið leit- |Mh£r að staðsetningu fyrir álver í nokkrum löndum og er talið að valið standi fyrst og fremst á milli íslands og Venesúela. Skv. heimildum Morgunblaðsins er að því stefnt að ákvörðun um staðsetningu liggi fyrir ekki síðar en um næstu mánaðamót þannig að unnt verði að ganga frá samningum og taka ákvarðanir um bygginguna fyrir áramót. Héðan halda stjórnend- ur fyrirtækisins til Venesúela til að skoða aðstæður þar í landi. Kenneth Peterson, aðaleigandi Columbia Aluminium Corp., er 42 ára lögfræðingur. Hann hóf afskipti af áliðnaðinum þegar hann stóð fyr- ir kaupum á álveri í Washington- fylki á vesturströnd Bandaríkjanna, " sem stóð til að loka og kom hann þar til liðs við starfsmenn, sem eiga 30% á móti 70% hlut Petersons og fleiri fjárfesta. TRILLUKARLAR á Eskifirði hafa verið í góðu fiskiríi undan- farna daga. I fyrradag fengu margir 1,5 til 2 tonn og sá afla- hæsti kom með tæp 3 tonn að landi, samkvæmt upplýsingum hafnarvarðar. Aflann hafa trill- urnar aðallega fengið í mynni Reyðarfjarðar. Minnstu trillum- ar sækja ekki eins langt, hafa mikið verið á Eskifirði, og landa gjarnan 200-400 kg eftir daginn. Einar Eyjólfsson á Rúnu SH-21 fer enn skemmra eða rétt út fyr- ir Hraðfrystihús Eskifjarðar þar sem þessi mynd var tekin um miðja vikuna. Þar er oft töluvert líf, þorskurinn virðist sækja í úrganginn frá síldarfrystingunni og rækjuvinnslunni. Formaður bæjarráðs Kópavogs vill fiýta endurbótum á Reykjanesbraut Ottast vand- ræðaástand vegna tafa FLJÓTLEGA horfír til vandræða- ástands ef ekki verða gerðar endur- bætur á Reykjanesbraut og séð fyrir góðum vegtengingum við Fífu- hvammsveg í Kópavogi, að mati Gunnars I. Birgissonar, formanns bæjarráðs Kópavogs. Gunnar kveðst óttast ófremdarástand á mótum þessara vega, ef ekki verður lokið við byggingu mislægra gatnamóta fyrr en 1998 eins og hann telur hættu á vegna umræðu um niður- skurð á vegaáætlun. Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa óskað eftir því að ráðist verði í gerð gatnamótanna á næsta ári og hafa boðist til að brúa það fjárhagslega bil sem það myndi skapa. Undirbúningur fyrir framkvæmdir við gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar er á vegaáætlun næsta árs og gert er ráð fyrir að ráðist verði í sjálfa framkvæmdina á árinu 1997. Áætlað er að verkið kosti um 250 milljónir kr. Vegagerð ríkisins greiðir kostnað við þessa tengingu. Fífuhvammsvegurinn fer í undirgöngum undir Reykjanesbraut- ina og tengir nýja hverfið austan Reykjanesbrautar við aðra hluta bæjarins og mun bærinn því einnig koma að verkinu. Að sögn Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra er enn óvissa með framkvæmdir sam- kvæmt vegaáætlun á næsta ári því að í fjárlögum sé ekki gert ráð fyrir sama fjármagni og gengið sé út frá í vegaáætlun. Hins vegar sé verið að skoða tekjustofna og liggi niður- staða ekki fyrir. Gunnar I. Birgisson segir að verði einhver niðurskurður að ráði telji hann hætt við að þessi framkvæmd færist að hluta eða öllu leyti yfir á 1998. „Bæjaryfirvöid í Kópavogi hafa óskað eftir því að þessari fram- kvæmd verði flýtt til ársins 1996 og lýst því yfir að þau séu rejðubúin að fjármagna framkvæmdirnar þar til flárveiting fæst frá Alþingi," Stegir Gunnar. Vegamálastjóri segir að Vega- gerðin telji sig ekki hafa heimild til að taka boði Kópavogskaupstaðar, um það verði þingmenn kjördæmisins og ríkisstjórn að fjalla. Stefnir í 30 þúsund bíla á sólarhring Gunnar segir að umferðarástand á Reykjanesbraut sunnan Nýbýlavegar fari hratt versnandi. „Vegurinn er aðeins tvær akreinar en umferðar- magnið er fasið að nálgast 20 þúsund bíla á sólarhring. Til viðmiðunar má nefna að umferðarmagnið á Reykja- nesbraut sunnan Hafnarfjarðar er 5 þúsund bílar á sólarhring," segir Gunnar og minnir á að nýlega var úthlutað lóðum undir 300 íbúðir í Fífuhvammslandi austan Reykjanes- brautar og öðru eins í fyrra. „Á næsta ári verður búið að út- hluta lóðum undir 900 íbúðir austan brautarinnar. Fyrstu íbúarnir eru þegar fluttir inn en á endanum verð- ur þetta nálægt 3.000 manna byggð. Sú íbúðarbyggð kemur til með að skapa umferð upp á nálægt níu þús- und bíla á sólarhring. Öll sú umferð lendir á Reykjanesbraut, því ekki er um aðrar leiðir að ræða.“ Yiðskiptaráðherra vill afnema einkarétt lífeyrissjóða Halda uppi háu vaxtastigi í skjóli yfirburðastöðu VIÐSKIPTARÁÐHERRA segir að aðeins með því að afnema einkarétt lífeyrissjóðanna til að taka á móti lífeyrissparnaði landsmanna, verði unnt að skapa aukna samkeppni á íslenskum fjármagnsmarkaði, eins og mjög mikilvægt sé. Lífeyrissjóðirnir hafi í skjóli einkaréttar síns yfirburðastöðu á markaðnum, og þeim hafi tek- ist í ljósi stöðu sinnar að halda uppi mjög háu vaxtastigi hér á landi. I ávarpi Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra á ársfundi Sambands íslenskra sparisjóða, sem haldinn var í gær og á föstudag, vék ráðherra meðal annars að vaxtaþróuninni hér á landi og ýmsum ástæðum fyrir hærri vöxtum hér á landi en í nágrannalöndunum. Finnur sagði að þrátt fyrir ýmsar aðgerðir Seðlabanka að undanförnu, sem orðið hefðu til að lækka vexti, þá væru vextir á peningamarkaði hér á landi enn veru- lega hærri en sambærilegir vextir erlendis. Þann- ig sé ávöxtun þriggja mánaða ríkisvíxla hálfu öðru prósenti hærri en gengisvegin ávöxtun rík- isvíxla í nágrannalöndunum. Háir vextir hérlendis á undanförnum árum hafí fyrst og fremst verið skýrðir með mikilli lánsfjáreftirspurn ríkissjóðs vegna mikils ríkis- sjóðshalla, og mætti það til sanns vegar færa. Hins vegar hafí ríkisstjórnin sett sér að eyða hallanum á tveimur árum. Nú þegar fjárlaga- frumvarp, frumvarp til lánsfjárlaga og þjóð- hagsáætlun hefur verið lögð fram á Alþingi, þar sem gert væri ráð fyrir að draga verulega úr lánsfjárþörfmni, ættu að skapast góðar aðstæður til vaxtalækkunar. Prófsteinn á innlendan fjármagnsmarkað „í raun má segja að þróun vaxtamála á næstu vikum og mánuðum sé prófsteinn á hvemig inn- lendur fjármagnsmarkaður starfar,“ sagði ráð- herra. „Við höfum á undanförnum árum verið æ meir að tengjast erlendum fjármagnsmark- aði, vaxtaþróun og vaxtabreytingar erlendis hafa verið að hafa æ meiri áhrif á vexti hér á landi. Bankar og aðrar lánastofnanir hafa oft á tíðum verið mjög fljót að hækka vexti sína í takt við þær vaxtahækkanir sem orðið hafa er- lendis og hefur það fyrst og fremst verið rök- stutt með því að allar vaxtabreytingar erlendis hafi einnig áhrif hér á landi. Þegar hins vegar vextir erlendis hafa farið lækkandi, eins og gerst hefur á undanförnum árum, þá hafa vextir ekki Iækkað að sama skapi hér á landi. Það getur ekki talist fullkominn markaður sem starfar með þessum hætti enda eru aðstæður á markaðinum mjög ójafnar. Lífeyrissjóðirnir, í skjóli einkaréttar á því að fara með lífeyrissparn- að landsmanna, hafa yfirburðastöðu á þessum markaði og þar af leiðandi geta þeir haft afger- andi áhrif á vaxtastigið. Afkoma lífeyrissjóðanna hefur verið að batna á undanförnum árum. í skjóli þessara aðstæðna hefur þeim tekist að halda uppi háu vaxtastigi. Það er því mikilvægt að skapa aukna samkeppni á markaðnum. Það verður aðeins gert með því að afnema einkarétt lífeyrissjóðanna til þess að taka á móti lífeyrissparnaði landsmanna. Fleiri aðilar verða að fá þann rétt, bankar, sparisjóðir, verð- bréfafyrirtæki, tryggingafélög og önnur fjár- málafyrirtæki sem talin eru trausts verð að fara með lífeyrissparnað landsmanna. Kæra send ESA vegna reglna um sérleyfi GISTIHÚ SASAMBANDIÐ í Reykjavík hf. hefur sent kæru til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA í Brussel, þar sem því er haldið fram að íslensk löggjöf um fólksflutninga með lang- ferðabifreiðum stangist á við samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði, einkum sam- keppnisreglur hans. Kjartan R. Stefánsson sendir kæruna fyrir hönd Gistihúsa- sambandsins og segir hann í fréttatilkynningu að hér á landi sé ríkjandi kerfí þar sem menn þurfí ákveðin leyfí til fólksflutn- inga, þ.á m. svokallað sérleyfi, sem veiti þeim einkarétt til fólks- flutninga á ákveðnum leiðum. „Með þessu fyrirkomulagi út- deila íslensk stjómvöld sérleyf- um til fólksflutninga til þeirra sem þeim þykir henta, í stað þess að leyfa þeim sem uppfylla ákveðin grundvallarskilyrði að keppa um fólksflutninga á þess- um markaði, í fijálsri sam- keppni,“ segir í tilkynningunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.