Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 15/10 -21/10. ÉlllMa ►BÚNAÐARBANKINN og Iðnþróunarsjóður, eigendur stálverksmiðju íslenska stálféiagsins í Kapellu- hrauni, sem hefur staðið ónotuð frá gjaldþroti fé- lagsins árið 1991, hafa gert samkomulag við enskt fyrir- tæki um að það taki að sé að selja verksmiðjuna til erlendra aðila til niðurrifs. ► UMFERÐIN í ár hefur kostað 21 mannslíf, en á síð- asta ári létust 12 í umferð- inni. Af þeim, sem látist hafa í ár.létust 8 á tæpum mánuði. Á undanförnum 10 árum hafa 56 Iátist í slysum, sem urðu þegar bílar mætt- ust á vegi. ►VARÐSKIPIÐ Óðinn kom til Reykjavikur á þriðjudag, eftir tveggja mánaða úthald í Smugunni. Læknirinn um borð sinnti 50-60 tilfellum á þessum tveimur mánuðum, en færri alvarlewg slys urðu á miðunum í Smugunni í ár en í fyrra. ► 18 ÁRA Hafnfirðingur var dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir aðð hafa orðið fyrrverandi sambýlismanni móður sinni að bana með því að aka bifreið sinni á hann. í niðurstöðu dómar- am sagði, að í málinu birtist algengar fjölskyldu- og for- ræðisdeilur í sinni svörtustu mynd og pilturinn hafi orðið leiksoppur þeirra atvika. ►MÁL Sophiu Hansen fer aftur fyrir Hæstarétt í Ank- ara í Tyrklandi þann 28. nóvember. Búist er við að rétturinn taki efnislega af- stöðu til málsins. ► RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að ibúðarhús á Súðavik og í Hnífsdal, sem eru á hættusvæði vegna snjóflóða, verði keypt. Á Súðavík eru liðlega 60 hús- eignir á hættusvæði. Dagsbrún segir samningumupp FJÖLMENNUR fundur Dagsbrúnar í Bíóborginni á fímmtudag sam- þykkti samhljóða að segja upp kjara- samningum, þannig að þeir verði lausir um næstu áramót. Formaður félagsins, Guðmundur J. Guðmunds- son, skoraði á önnur félög að segja samningum upp, enda væri ljóst að hugmyndafræði síðustu kjarasamn- inga hefði brostið. Forsætisráðherra kynnti á föstu- dag helstu forsendur fyrir úrskurði Kjaradóms um laun æðstu starfs- manna ríkisins. Formaður Verka- mannasambandsins sagði þær engu breyta um þá ólgu, sem væri á vinnu- markaðinum. Dæmdur í fangelsi eftir sólarhring 34 ÁRA Reykvíkingur var dæmdur í 6 mánaða fangelsi á fimmtudag, einum sólarhring eftir að hann reyndi að stela fé úr Háaleitisútibúi Lands- banka íslands. Maðurinn hljóp inn í bankann skömmu fyrir hádegi á mið- vikudag, stökk yfír afgreiðsluborð, greip báðar lúkur fullar af seðlum úr peningaskúffu gjaldkera og ætlaði við svo búið að hlaupa á brott. Við- skiptavinur bankans stöðvaði för hans. Skjót meðferð málsins fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur byggir á 125. grein laga um meðferð opinberra mála, en í henni felst að þegar sak- bomingur játar brot að fullu og dóm- ari hefur enga ástæðu til að efast um sannleikgildi játningarinnar megi dæma í málinu án tafar. Claes Claes segir af sér WILLY Claes sagði af sér sem fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, NATO, í fyrra- dag en þá hafði belgíska þingið samþykkt að svipta hann þinghelgi svo unnt yrði að ákæra hann fyrir spill- ingu. Þetta er í fyrstá sinn í 46 ára sögu bandalagsins, að æðsti embættis- maður þess segir af sér. Sendiherrar NATO-ríkjanna eru nú farnir að huga að eftirmanni Claes en líklegastir eru taldir þeir Uffe Elle- mann-Jensen, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Danmerkur, Ruud Lubbers, fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, og Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins, Kozyrev fórnað? BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, til- kynnti á fímmtudag, að Andrei Koz- yrev utanríkisráðherra yrði látinn víkja strax og hæfur maður fyndist í hann stað. Hefur neðri deild rúss- neska þingsins, einkum þjóðernis- sinnar og kommúnistar, krafíst brott- vikningar hans og sakar hann um undanlátssemi við Vesturlönd, eink- um í Bosníumálum. Jeltsín sagði á fimmtudag, að ákvörðun sín um að láta Kozyrev fara myndi standa óhögguð en á föstudag venti hann sinu kvæði í kross að nokkru leyti og sagði, að hugsanlega yrði hann áfram í embætti en með aðstoðarut- anríkisráðherra sér við hlið. ► LOUIS Farrakhan, leið- togi samtakanna „Þjóðar ísl- ams“, boðaði til mikillar göngu blökkumanna í Was- hington á mánudag og er áætlað, að hátt í hálfa milljón manna hafi tekið þátt í henni. Skoraði Farrakhan á þátttakendur að treysta á sjálfa sig í baráttunni fyrir betra Iífi en að öðru leyti er hann kunnur fyrir hatur á öðrum kynþáttum. ► TUTTUGU og átta manns slösuðust er sprengja sprakk í neðanjarðarlest í miðborg Parísar á þriðju- dagsmorgni og er víst talið, að samtök alsírskra öfga- manna eigi sök á hryðju- verkinu. Alain Juppe, for- sætisráðherra Frakklands, hefur Iýst yfir, að ekki verði gefist upp fyrir villimennsk- unni en alsirsku öfgamenn- irnir hafa sett frönsku stjórninni þá úrslitakosti, að annaðhvort hætti hún stuðn- ingi við stjómvöld í Alsír eða hryðjuverkum verði haldið áfram. ► HAFIN verður rannsókn á misferli Monu Sahlin, að- stoðarforsætisráðherra Sví- þjóðar, á opinberu greiðslu- korti og er hugsanlegt, að hún verið ákærð fyrir fjár- svik. Á mánudag kvaðst hún ekki ætla að sækjast eftir að verða eftirmaður Ingvars Carlssons sem leiðtogi jafn- aðarmanna meðan á rann- sókninni stæði. FRÉTTIR HUGINN frá Hindisvík undan Glóblesa, sem Ástmundur Nor- land situr hér, er dæmigerður Hindisvíkingur, léttbyggður, spor- léttur og viljugur. • Morgunblaðið Valdimar Kristinsson NÝLEGA fóru 12 hross frá Hindisvík til Þýskalands og voru þar á meðal nokkrar af betri hryssunum úr stóðinu. Steinn Steinsson héraðsdýralæknir skoðar hér eitt hrossanna sem fór utan ásamt Lillu Hjaltadóttur og syni Agnars, Ástmundi Norland. Hrossarækt í Hindisvík hætt VERULEGAR breytingar verða á ræktun Hindisvíkurhrossanna sem almennt eru talin mynda heilstæðasta og hreinræktaðasta hrossastofn hér á landi. Eigendur hrossanna, þeir bræður Agnar og Sverrir Norland, höfðu í hyggju að hætta ræktun þessara fomfrægu hrossa en ýmsir hafa við þessi tfðindi sett sig í samband við þá og þykir nú ljóst á þessari stundu að ræktun Hindisvíkurhrossa verði framhaldið þrátt fyrir að hrossin verði ekki lengur í Hindisvík. Ekki er ljóst hvort einhvér hluti hrossanna verður áfram í Hindisvík til að bytja með en viðræður eru í gangi um að ræktun í einhverri mynd verði fram haldið af einum eða fleiri aðilum í samvinnu við þá bræður. Um ástæður þess að þeir drægju seglin svo verulega saman sagði Agnar Norland að þar mætti meðal annars nefna ýmsa erfiðleika vegna fjarlægðar. Erfítt væri að reka hrossabú f 300 kílómetra fjarlægð þar sem vetrarríki gæti orðið mikið. Þá spilaði einnig inn í sú staðreynd að hrossarækt er erfíð fjárhagslega. Agnar þvertók hinsvegar fyrir að ræktunarlegt skipbrot væri ein af ástæðunum. Teldi hann gæði stofns- ins hafa aukist síðustu árin og væri það mat þeirra sem fylgst hafi náið með ræktuninni að fram- farir væru mjög greinileg- ar. Þá benti Agnar á að í Þýsklandi stæði ræktun Hindisvíkurhrossa með miklum blóma og þar stæðu hross af þessum stofni í fremstu röð á kyn- bótasýningum. Þeir bræður munu halda eftir ein- hveijum hluta af yngstu hrossunum og verðu. þau tamin á næstu áium á þeirra vegum en á þessari stundu væri ekkert ákveðið með ræktun þessara hrossa í þeirra nafni. „Vissulega er þetta erfið ákvörð- un“ sagði Agnar, “við höfum mjög sterkar tilfínningar til bæði hross- anna og jarðarinnar sem verið hefur í eigu ættarinnar f marga ættliði, vel á aðra öld. Jörðin verður áfram í eigu fjölskyldunnar þótt engin verði hross- in.“ Umdeildur stofn Hindisvíkurstofninn er talinn vera ura 140 ára gamall. í 110 ár hefur hann verið kenndur við Hindisvík og tóku þeir bræður við ræktuninni 1970 af föðurbróður þeirra, séra Sigurði Norland. Hindisvíkurhrossin þykja þurrbyggð og fremur fríð, vilji góður en skapið stundum í harðari kantin- um. Páll Agnar Pálsson, fyrrverandi yfírdýralæknir, sem hefur fylgst vel með þessum hrossum segir þau oft hafa verið rægð að ósekju, þyki ýms- um þau viðkvæm og skapmikil og þurfi því að fara að þeim með sérstök- um hætti. Sé það gert skili þau góð- um kostum sem oft er ieitun að í öðrum hrossum. Þá hafí þessi hross áberandi góða fætur og hófa og þol þeirra sé með eindæmum gott. Páll sagði það vissulega slæm tíð- indi að þessi stofn skuli tvístrast því í honum séu ákveðin verðmæti fyrir íslenska hrossastofninn. Því sé mikill skaði að einn litríkur þáttur hverfí af Sjónarsviðinu. Angar Hindisvíkur- ræktunarinnar hafa teygt sig víða og hafa hross af stofninum einnig skilað góðum einstaklingum í blöndu við aðra stofna. Bera þar án efa af hross frá Kirkjubæ undan og útaf Glóblesa frá Hindisvík. Má þar nefna hross eins og Strák, Seif og Sóta sem allir hafa gert garðinn frægan á erlendri grund og svo að Brönu og dóttur hennar hestagullið Rauðhettu sem sló eftirminnilega í gegn á landsmótinu í fyrra. Kynning á Vínarborg AUSTURRÍSKI félagsfræð- ingurinn dr. Lisa Fischer heldur kynningarfyrirlestur á þýsku um Vínarborg í boði austur- ríska menntamálaráðuneytis- ins og í samvinnu við Endur- menntunarstofnun Háskóla ís- lands 24. október næstkom- andi. Um er að ræða sögulegt og bókmenntalegt yfírlit yfir Vín- arborg á tuttugustu öld með sérstakri áherslu á Vín um aidamótin 1900. Fjallað verður um þekkt atriði í sögu borgar- innar og brugðið ljósi á atriði sem sjaldnar er fjallað um. Fyrirlesturinn verður haldinn í hátíðarsal HÍ og hefst kl. 20.15 og verður svo endurtekinn 25. október á sama tíma. ■ - •' Tuttugn ár frá kvenna- frídeg’inum TUTTUGU ár verða liðin frá kvennafrídeginum 1975’mæsta þriðjudag, 24. október. Af því tilefni verða haldnir baráttu- og hátíðarfundir á tveimur stöðum á landinu, í Deiglunni á Akureyri og íslensku óper- unni í Reylqavík. í undirbúningsnefnd sitja konur frá öllum stjórnmála- flokkum, Kvenréttindafélagi íslands, Kvenfélagssambandi íslands, verkalýðsfélögum og Jafnréttisráði. Fjölmennt skólamót í skák UM helgina fer fram á Blöndu- ósi 16. landsmótið í skólaskák. Mótið er haldið á Blönduósi vegna þess að Skáksamband íslands var stofnað þar árið 1925. Talið er að ekki færri en þijú þúsund nemendur taki þátt í undankeppninni víðs veg- ar um land og er þetta því fjöl- mennasti skákviðburður sem haldinn er á hveiju ári. Mótið nú er eitt hið sterkasta frá upphafí. Rættum sjófugla FYRSTI fræðslufundur vetr- arins hjá Fuglaverndarfélagi íslands verður haldinn mánu- daginn 23. október í Odda, stofu 101, og hefst klukkan 20.30. Þar flytur Ævar Peters- en fuglafræðingur erindi um vernd sjófugla á norðurslóðum og segir frá starfi innan sjó- fuglahópsins innan CAFF. Mikill hluti stofnsins seldur innan lands og utan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.