Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ Karldýrin til mikils ama London. The Daily Telegraph. KYNFERÐISLEG áreitni af hálfu karldýra virðist vera algeng í nátt- úrunni og þekkist jafnt meðal apa og skordýra, að sögn breskra vís: indamanna við Oxford-háskóla. I grein í tímaritinu Animal Behaviour segja líffræðingarnir að þeir ræði einvörðungu um áreitni meðal dýra ef ljóst megi telja að kvendýrið bíði tjón af atferlinu. Hjá býflugnategund einni getur kvenflugan í sumum tilvikum gert ráð fyrir harkalegri áreitni á þriggja sekúndna fresti og þetta veldur því að hún er tvisvar sinnum lengri tíma en ella að safna fæðu handa afkvæmum sínum. Sjimpansar beita kvendýrin miklu harðræði þegar þeir elta þau uppi, þeir bíta, klóra og beija. Otr- ar bíta kvendýrið í trýnið og draga það niður í vatnið, stundum drukknar fórnarlambið í látunum. Ungir órangutang-apar nauðga öli- um kvendýrum sem þeir ná í. Til eru dæmi um vamarviðbrögð. Oft reyna kvendýrin að halda sig í eða nálægt þéttum hóp, reyna að hverfa í fjöldann. Kvendýr lítillar sjimpansategundar, bonbo- pygmea, mynda hópa er reka með sameiginlegu átaki ágengustu karl- ana burt og drepa þá stundum. Meðal hákarla hefur veikara kynið komið sér upp þykkari skráp til að þola betur bit ágengra karla. Hýenulæðan er vel stödd, kynfæri hennar líkjast svo mjög kynfærum karlsins að hún verður að jafnaði fyrir minni áreitni en nokkurt ann- að kvendýr. London. Reuter. COLIN Powell, hershöfðingi sem orðaður hefur verið við forseta- framboð í Bandaríkjunum, á ættir sínar að rekja til stríðskonungsins Játvarðs I Englandskonungs, og er fjarskyldur ættingi Elísabetar Englandsdrottningar og Díönu prinsessu. Frá þessu var greint í Bretlandi. Powell er sonur jamaískra inn- flyljenda og varð fyrsti blökku- maðurinn til að gegna æðstu valdastöðu í Bandaríkjaher. Harold Brooks-Baker, útgáfu- stjóri þjá Burke’s Peerage, sem er viðurkennd ættfræðistofnun, sérhæfð í ættartré bresku kon- ungsfjölskyldunnar, lýsti því yfir Powell skyld- ur bresku konungsfjöl- skyldunni að auk tengsla Powells við kong- ungsfjölskylduna, geti hann hreykt sér af því að vera skyldur Bandaríkjaforsetunum George Washington, Thomas Jefferson og George Bush. „Bjóði hershöfðing- inn sig fram til forseta og nái ekki kjöri, verður það í fyrsta sinn sem maður með slík ættartengsl kemst ekki í Hvíta húsið," sagði Brooks-Baker. Rannsóknir hans hafa leitt í ljós að Powell, sem er kominn af Jama- íkamönnum í sjötta ættlið, er beinn afkomandi Coote-fjölskyldunnar, sem var ætt írskra hermanna. Sir Eyre Coote (1762-1824), landsstjóri á Jamaíka, átti barn með svartri ambátt, Sally að nafni og barnið, sem fæddist 1807, var langalanga- langamma Powells. Coote tengdist öllum helstu hefðarættum Bret- lands, þar á meðal konungsfjöl- skyldunni og mörgum konungs- og aðalsættum í Evrópu. SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 23 Ráðstefna um sjúkraflutninga Rauði kross íslands heldur ráðstefnu um skipulag og framkvæmd sjúkraflutninga. Ráðstefnan verður á Hótel Loftleiðum föstudaginn 27. október næstkomandi kl. 10 til 16. Frummælendur eru: Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra. Jón Viðar Matthíasson, aðstoðarslökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Reykjavíkur. Magnús Hreinsson, formaður Rauðakrossdeildar á Djúpavogi. Dögg Pálsdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Þórir Sigurbjörnsson, fulltrúi RKl í Sjúkraflutningaráði Landlæknis. Dr. Eelco H. Dykstra, forstöðumaður Evrópsku upplýsingamiðstöðvarinnar um sjúkraflutninga. Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Borgarspítalans. Úlfar Hauksson, formaður Heilbrigðis- og almannavarnanefndar RKl. Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður og fyrirspurnir. Skráning á ráðstefnuna er hjá Rauða krossi íslands í síma 562-6722 fyrir 25. október. Þátttaka í ráðstefnunni er án endurgjalds. j T Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! DÓMUR ER FALLINN ÞÉR í HAG - lífeyrissjóðsframlag sjálfstæðra atvinnurekanda er nú frádráttarbært! íslenski lífeyrissjóðurinn - hæsta raunávöxtun ■ séreignasjóða verðbréfafyrirtækja 1991, 1992, 1993 og 1994 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hnekkt þeirri lagatúlkun skattayfirvalda að atvinnurekstrarframlag einyrkja til lífeyrissjóðs falli ekki undir rekstrarkostnað. bað misrétti sem ríkt hefúr milli rekstrarforma varðandi lífeyrissjóðsmál er því væntanlega úr sögunni. Hafir þú ekki greitt í lífeyrissjóð til þessa - þá er rétti tíminn núna! Með því að sýna fyrirhyggju í lífeyrismálum tryggir þú þér tekjur á eftirlaunaárunum. H LANDSBREF HF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aöili að Verðbréfaþingi islands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598 ■s «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.