Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YFIRLYSINGAR IÐNAÐAR- RÁÐHERRA UM ÞRÍR áratugir eru liðnir frá því, að samningar tókust við Svissneska álfélagið um bygg- ingu álversins í Straumsvík. Á síð- asta aldarfjórðungi hefur mikil áherzla verið lögð á að finna nýjan samstarfsaðila um byggingu ann- ars álvers. Þessi leit hefur engan árangur borið til þessa. Hins veg- ar höfum við öðlast mikla þekk- ingu á viðhorfum álfyrirtækjanna og á álmarkaðnum sjálfum. Við eigum að vera reynslunni ríkari, þótt það virðist því miður ekki eiga við um Finn Ingólfsson, iðn- aðarráðherra. Herferð Hjörleifs Guttormsson- ar, þáverandi iðnaðarráðherra, gegn Svissneska álfélaginu í upp- hafi síðasta áratugar hefur skaðað íslenzka hagsmuni ótrúlega mikið hjá álfyrirtækjunum, sem eru fá en yfirleitt stór. Málflutningur hans og tilraunir til að gera Sviss- neska álfélagið tortryggilegt fóru ekki fram hjá nokkrum manni í forystu álfyrirtækjanna. Enn í dag mæta spurningar um þetta mál fulltrúum íslenzkra stjórnvalda, þegar þeir leitast við að vekja áhuga á íslandi, sem fjárfest- ingarkosti. Ekkert eitt mál hefur dregið jafn mikið úr möguleikum okkar til að ná samstarfi um bygg- ingu nýs álvers og þetta. Undir lok síðasta áratugar voru samningaviðræður við Atlantsál- hópinn um byggingu stórs álvers komnar vel á veg. Jón Sigurðsson, þáverandi iðnaðarráðherra, var afar bjartsýnn í opinberum yfirlýs- ingum á þeim tíma. Bjartsýni hans ýtti undir væntingar landsmanna um að loks yrði af nýjum stórfram- kvæmdum í landinu. Vonbrigðin urðu þeim mun meiri, þegar í ljós kom, að bjartsýni Jóns Sigurðs- sonar var ótímabær. í fyrradag lýsti Finnur Ingólfs- son opinberlega þeirri skoðun sinni, að samkomulag hefði náðst í meginatriðum við Svissneska ál- félagið um stækkun álversins í Straumsvík. Vonandi hefur ráð- herrann rétt fyrir sér. En viðbrögð Svisslendinga vekja ugg. Christ- ian Roth, forstjóri ÍSAL, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að yfirlýsing ráðherrans hefði ver- ið ótímabær, ekkert hefði breytzt, samkomulag hefði náðst um mikil- væg atriði en smærri atriði væru ófrágengin og engin ákvörðun hefði verið tekin af hálfu Sviss- lendinga. Jafnframt fullyrti Roth, að yfirlýsing Finns Ingólfssonar hefði leitt til verðlækkunar á ál- mörkuðum í fyrradag. Það fer ekkert á milli mála, að yfirlýsingar iðnaðarráðherra hafa fallið í grýttan jarðveg hjá við- semjendum okkar. Það lýsir ótrú- legri vanþekkingu og reynsluleysi hjá ráðherra í ríkisstjórn íslands á eðli samskipta við fyrirtæki af þessu tagi, að gefa slíkar yfirlýs- ingar án þess, að fyrir liggi sam- komulag á milli ríkisstjórnarinnar og Svissneska álfélagsins þar um. Eitt er þótt fjölmiðlar fullyrði, að samningar liggi fyrir annað að ráðherra eða háttsettir embættis- menn haldi slíku fram. Við íslendingar höfum þá reynslu af alþjóðlegum fyrirtækj- um á sviði stóriðju að ráðamenn okkar eiga að hafa vit á því að fara sér hægt í opinberum yfirlýs- ingum þar til samningar liggja fyrir undirritaðir. Vonandi verður frumhlaup iðnaðarráðherrans ekki til að veikja stöðu okkar að ráði í samningaviðræðum við Sviss- neska álfélagið en það veldur truflun í samskiptum okkar við fyrirtækið, truflun sem við þurft- um sízt á að halda. HALLAÐA ÞÁ SEM SÍZT SKYLDI BÆTUR almannatrygginga hafa ekki náð að fylgja hækkunum lægstu launa undan- farin ár, að því er fram kom í umræðum á Álþingi á dögunum hjá Ástu Ragnheiði Jóhannesdótt- ur, þingmanni Þjóðvaka. Lág- markskaup, samkvæmt lægstu töxtum sem Kjararannsóknar- nefnd fjallar um, hefur hækkað um 41% frá fyrsta ársfjórðungi 1989. „Ef miðað er við greitttíma- kaup verkakarla,“ segir í frétta- frásögn hér í blaðinu í fyrradag, „kemur fram 42,8% hækkun á þessu tímabili og 37% hækkun ef miðað er við meðaltal allra launa sem Kjararannsóknarnefnd at- hugar“. Heildarbætur til ellilífeyr- isþega, sem býr einn og hefur litl- ar sem engar aðrar tekjur en frá almannatryggingum, hafa á hinn bóginn hækkað minna, eða innan við 35% á sama tima. Samkvæmt almannatrygginga- lögum eru bætur óbeint tengdar vikukaupi í almennri verkamanna- vinnu en ekki ákveðnum kauptöxt- um. Getur því myndast þarna mis- ræmi, m.a. þegar verið er að breyta krónutöluhækkunum sam- kvæmt kjarasamningum í pró- sentuhækkanir á bætur. Það stríðir á hinn bóginn gegn réttlætistilfinningu fólks - og stangast raunar einnig á við anda almannatryggingalaganna - að hér skuli hallað á þá sem sízt skyldi og ekki hafa annað sér til framfæris en bætur trygginganna. Eðlilegt verður að telja að bætur trygginganna breytist í takt við breytingar lægstu launa. Aðhalds- ól má fremur herða á öðrum vett- vangi. MERKILEGT • að sjá það í skemmtilegri ferða- sögu Boswells og dr. Samúels Johnsons Til Orkneyja að mesti samtalssnillingur enskrar tungu, sem Boswell gerði ódauðlegan skuli hafa haft tilhneig- ingu til að þegja tímum saman. Segir sjálfur það sé rétt lýsing á sér að hann sé einsog draugur; segi ekkert nema á sig sé yrt. Hann talaði semsagt ekki af sér. Og hann hefur á einum stað orð á því að alltof margir skrifí bækur sem ekki geti það. Mér varð hugsað til jóla- bókaflóðsins hér heima! Þóað sagt hafí verið að dr. John- son hafí litið niður á Skota talar hann oftast vel um land og þjóð og er þakklátur þeim viðtökum sem hann fær. Honum líður augsýnilega vel í návist Boswells sem var mun yngri og leit upp til lærimeistarans einsog hann væri tákn á himni. Dr. Johnson saknar tijánna og fyrstu 300 kílómetrana segist Boswell ekki hafa séð nema eitt tré í Skot- landi sem sé eldra en hann sjálfur. Dr. Johnson þykir landið óþægilega nakið og segist ekki hafa séð þar fleiri tré en Boswell hesta í Feneyj- um. Þar sagðist hann hafa séð einn hest. Dr. Johnson lætur vel af Skot- um en tekur undir að þeir hljóti að vera meiri skepnur en Englendingar vegna þess þeir séu íjær sólinni og þeir hafí af þeim sökum þykkara blóð en Bretar. Þeir félagar eiga í miklum samtölum hvarsem þeir koma og þykir einna skemmti- legast að hitta fyrir- menn af aðalsættum. Þá fer dr. Jbhnson á kostum. Þá upplifa áheyrendur þennan eftirminnilega samtímamann af jafnmikilli áfergju og hann upplifír umhverfi Makbeðs. Honum þykir skemmtilegt þegar alþýðukona lýsir yfír því hvað sér þyki mikið til um að hitta þennan frægasta Englending sem uppi sé, að Mansfield lávarði undanskildum. Og vegna þessarar einu undantekn- ingar trúir dr. Johnson því að hún sé ekki að gæla við hann með yfír- borðskurteisi heldur meini hún það sem hún hafí sagt. Þannig getur undantekningin gert frásögnina sennilegri en ella. Af því mættu þeir draga lærdóm sem alltaf er verið að gæla við. Hundar hafa engar undantekningar. I lífí þeirra er enginn Mansfíeld lávarður; ekki- heldur litlu nagdýrin; klifurmýsnar sem þenja sig ósýnilegar í myrkrinu og stjórna músaganginum í þjóðfé- laginu. BOSWELL OG DR. JOHN- • son fóru til Skotlands síð- sumars 1773, einsog tíundað er í ævisögu dr. Johnsons, sem er held- ur langdregin og raunar lítið um skemmtileg samtöl en því meir um allskyns bréf. Samtölin eru ávallt stutt, en stundum dálítið skemmti- leg. Það er ekkisízt athyglisvert fyrir okkur íslendinga að sjá hvern- ig doktorinn lýsir deilum og hern- aði fólksins í fjallahéruðum Norður- Skotlands. Hann er þeirrar skoðun- ar að fjalllendið ýti undir deilur og misklíð og alls kyns samkeppni sem leiði til átaka. Úr einangrun vex tortryggni og henni fylgir úlfúð og illur hugur. Það skyldi þó ekki vera að hér sé loks komin skýringin á hatri og hefndum sturlungaaldar sem vekur því meiri undrun sem maður kynnist betur þessari blóðugu öld. En dr. Johnson talar einnig um annað; þær framfarir sem fylgt geta ofbeldi. Skotar voru ávallt andvígir Cromwell en dr. Johnson talar um nytsamlegt ofbeldi þegar hann minnist herfarar hans í hálönd Skot- lands. Hann segir tilaðmynda að ' herskarar Englendingsins hafi kennt Skotum að gera sér skó á fæturna. Því miður getum við vart talað um nytsamlegt ofbeldi á þessari öld, svo óhugnanlegt sem grimmdaræðið hefur verið, ekkisízt í hálfnýlendum sovézka kommúnismans þar sem öllu hefur hrakað frá því sem var og engin blessun orðið af útbreiðslu marxismans. Fyrir hans tilstilli hefur engin þjóð lært að gera sér skó sem ekki kunni það áður. Fremur mætti fullyrða að verkkunnáttu hafi hrak- að og hagsæld minnkað miðað við það sem efni stóðu til. Ofbeldi hefur þannig ekki orðið neinni þjóð nyt- samlegt á þessari öld. Þekkingin hefur verið notuð í þágu hernaðar og peningunum varið í skriðdreka og eldflaugar. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 21. október ATHYGLISVERÐ og sérlega ánægjuleg um- skipti hafa átt sér stað í íslensku viðskipta- og atvinnulífí á undan- fömum misserum. Stórhugur einkennir nú framfarasókn fjöl- marga íslenskra fyrirtækja, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Sjóndeildarhringur þessara fyrirtækja hefur stækkað og þau hafa í auknum mæli freistað þess að hasla sér völl á erlendum markaði. Umsvif margra þeirra rniðast ekki lengur við Is- land eingöngu, aðstæður hér og markað. Sýn forstöðumanna fjölmargra fyrirtækja hefur einfaldlega tekið grundvallarbreyt- ingum á síðustu árum. Á þessu eru ýmsar skýringar en þær helstar að aflasamdráttur hefur kallað fram aðlögun að nýjum aðstæðum, fólk sem menntast hefur erlendis sækir í aukn- um mæli fram á þessum markaði og mik- il breyting hefur orðið á alþjóðlegu við- skiptaumhverfi og því hugarfari sem þar ríkir. Þessu hafa Islendingar fengið að kynnast beint og milliliðalaust í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Miklu skiptir að menn geri sér ljóst að þessar breytingar verða ekki aftur tekn- ar. Nýjasta dæmið um þennan stórhug, þessa nýju sýn, sem tekin er að einkenna viðskipta- og atvinnulífið, er samningur sá sem íslenskar sjávarafurðir hf. hafa gert við útgerðarfyrirtæki á Kamtsjatka í Rússlandi um aðstoð við veiðar og vinnslu sjávarfangs. Áætlað er að vinnslan taki alls til um 120.000 tonna af bolfíski og afurðirnar eru áætlaðar um 55.000 tonn. Samningurinn mun auka árlega veltu ís- lenska fyrirtækisins um 30% og tekjur þess enn meira. Hjá rússneska fyrirtæk- inu, sem nefnist UTRF, starfa um 2.000 manns og alls gerir það út 26 skip. Gert er ráð fyrir að 30 íslendingar haldi til starfa í Rússlandi. Hermann HannesSon, formaður stjómar íslenskra sjávarafurða hf., sagði í samtali við Morgunblaðið þegar samningurinn lá fyrir: „Þetta er gífurlegt verkefni og nokkrir möguleikar eru á vexti þess, bæði í auknum afla og auknu vinnsluvirði. Það er mikilvægt á sama tíma og verið er að koma stjóm á allar veiðar á úthafinu og loka fyrir tækifæri á „landvinningum" þar að auka umsvifin með þessum hætti.“ í þessu sama tölublaði Morgunblaðsins sagði Benedikt Sveinsson, framkvæmda- stjóri Islenskra sjávarafurða: „Við fáum verulegar tekjur af þessu og styrkir það fjárhag ÍS mikið. Þetta gefur okkur mögu- leika á að koma okkur upp aðstöðu í Aust- ur-Asíu, sem er mikill styrkur, þetta opnar okkur leið inn á markaðinn í Kína en veru- legur hluti aflans verður seldur þar og við verðum mjög gildandi í sölu á alaskaufsa, sem er um helmingur alls bolfísks í heimin- um.“ Þessi orð stjórnarformanns og fram- kvæmdastjóra Islenskra sjávarafurða hf. gefa glögga mynd af því hve hér er um mikilvægan samning að ræða. Þau sýna einnig ljóslega þá viðhorfsbreytingu sem gerð var að umtalsefni hér að ofan og gefa tilefni til bjartsýni á að um frekari framsókn verði að ræða á þessu sviði. ÍSLENSK SJÁV- arútvegsfyrirtæki hafa víða látið til aðstæður sín taka á undan- fömum missemm og hafa á margan hátt verið í fararbroddi þessarar þróunar hér á landi. Islendingar koma nú nærri veiðum og vinnslu í Chile, Namibíu og í Þýskalandi svo nokkur dæmi séu nefnd og uppi em áform um samstarf við fyrirtæki m.a. í Víetnam og á Indlandi. Sú viðhorfsbreyting sem hér hefur verið vikið að er til marks um framfarasókn og viðleitni fyrirtækja og framsýnna ráða- manna þeirra að laga sig að breyttum og á ýmsan hátt erfiðari aðstæðum. Aflasam- dráttur á íslandsmiðum hefur vitanlega Breyttar orðið til þess að víkka sjóndeildarhring íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Kvóta- kerfí og erfiðari rekstrarskilyrði hafa gert að verkum að forsvarsmenn fyrirtækja hafa þurft að leita nýrra leiða til að treysta afkomuna. Nú er yfír allan vafa hafíð, að íslending- ar geta verulega látið til sín taka á þessu sviði á alþjóðavettvangi. Skilyrði íslenskra fyrirtækja til að keppa á mörkuðum sem em að opnast, líkt og t.a.m. í Rússlandi og Asíu, eru á ýmsan hátt sérlega hag- stæð. Miklu skiptir, að erlendir menn hafa ekki af því áhyggjur að risafyrirtæki eða hópar þeirra ætli sér að gína yfir starfsem- inni þegar afráðið er að ganga til sam- starfs við íslendinga. Alkunna er að sér- þekking íslendinga á þessu sviði nýtur virðingar erlendis og nú þurfa menn tæp- ast að velkjast í vafa um að þá þekkingu má nýta til að bæta lífskjör þjóðarinnar. Þetta er enn ein sönnun þess hve mikil- vægt það er fyrir þjóð sem íslendinga að geta tryggt að ávallt sé í boði besta fáan- lega menntun á sjávarútvegssviðinu og að þess sé ætíð freistað að nýta nýjustu tækni á þessum vettvangi. Þegar horft er yfír sviðið og litið til þeirrar sérhæfðu sam- keppni sem einkennir hið alþjóðlega við- skiptaumhverfi hlýtur sú spurning að vakna hvort menntun í sjávarútvegsfræð- um hafi hlotið þann sess sem henni ber í íslensku samfélagi og hvort ráðamenn þessarar þjóðar hafi sýnt þessu viðunandi skilning. En hin nýju viðhorf em ekki eingöngu bundin við sjávarútvegsfyrirtæki á Is- landi. Nokkuð er um liðið frá því að for- ráðamenn Eimskips lýstu yfír því að hug- takið „heimamarkaður“ hefði verið skil- greint á ný og nú hygðist fyrirtækið láta til sín taka á öllu Norður-Átlantshafinu. Gjörsamlega ný viðmið einkenna einnig allan rekstur Flugleiða, sem aðlagað hafa sig sérlega vel að gjörbreyttum aðstæðum á þessu sviði. Fyrirtækið tekur óhikað þátt í samkeppni og leitar jafnframt eftir samstarfsaðilum erlendis til að treysta reksturinn. Mikill framfarahugur einkenn- ir einnig mörg íslensk iðnfyrirtæki, sem gert hafa sér ljóst hvað til þarf til að stand- ast samkeppnina. Bylting hefur t.a.m. átt sér stað á sviði hönnunar á íslandi og þar er yfir allan vafa hafið að erlend áhrif hafa verið mjög til góðs eins og sá hópur íslenskra ungmenna sem lagt hefur stund á hönnunarnám í útlöndum ber vitni um. Sífellt fleiri fyrirtæki láta til sín taka er- lendis á sviði tölvutækni og ljóst virðist að miklir möguleikar eru fyrir hendi þegar þekkingariðnaðurinn svonefndi er annars vegar. Heimsviðskiptin hafa tekið grundvallar- breytingum ekki síst sökum þeirrar nýju tækni sem rutt hefur sér til rúms. Fjar- lægðir skipta minna máli en áður, markað- ir eru ekki lengur skilgreindir með sama hætti og áður, tungumál og menningar- heimar eru ekki lengur tilvísun á óbrúan- legt gap í samskiptum þjóða. Sá grundvall- armunur sem gerður hefur verið á hugtök- unum „heima" og „erlendis" er óðum að hverfa með tilkomu nýrra kynslóða og nýrrar tækni. Þeirri þróun verður ekki snúið við. Vissulega getur verið erfítt fyrir dverg- þjóð að feta sig áfram leiðina á slíkum umbrotatímum og víða þarf að staldra við. Þróunin hér á landi á undanförnum árum gefur þó til kynna að í íslensku viðskipta- og atvinnulífi séu menn fullfærir um að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. í þessu felst von um bætt lífskjör þjóðarinn- ar og þetta gefur einnig tilefni til bjart- sýni um framtíðarmöguleika íslendinga. Því verður ekki mótmælt að samningur- inn um hið evrópska efnahagssvæði (EES) hefur orðið til þess að ýta mjög undir þá viðhorfsbreytingu sem fjallað er um í þessu Reykjavíkurbréfi. Auk þess sem samning- ur þessi hefur á ýmsan hátt stuðlað að heilbrigðara viðskiptaumhverfi hér á landi hafa ýmsir möguleikar opnast erlendis. Mestu skiptir þó ef til vill sú staðreynd að íslendingar eru nú hluti af einu sam- felldu, risastóru efnahagssvæði. Þetta kall- ar fram nýtt hugarfar, nútímalegt og fram- sækið. Með hvaða hætti ætli komandi kynslóðir minnist þeirra stjómmálamanna á íslandi sem fundu EES-samningnum allt til foráttu og reyndu að koma í veg fyrir aðild íslendinga? Innhverf stjórnmála- umræða ÞVI SKAL HALDIÐ fram hér að við- horfsbreytingin í viðskipta- og at- vinnulífinu, hin nú- tímalegu viðmið, sem breyttar aðstæður valda, hafi ekki náð að setja mark sitt á þjóðmálaumræð- una hér á landi. Það er miður. Raunar verður ekki betur séð en að stjórnmálaum- ræðan á íslandi sé á ýmsan hátt innhverf- ari en áður. Umræðan endurspeglar að minnsta kosti ekki þau nýju sjónarmið, þá nýju strauma, sem ríkja í atvinnu- og efnahagsmálum, nema að mjög litlu leyti. Hverri þjóð ber að skilgreina hagsmuni sína og þeim mönnum sem veljast til for- ystu í samfélaginu er ætlað að standa vörð um þá. En hvernig ber að skilgreina þjóðarhagsmuni á þessum miklu umbrota- tímum? Er hin furðulega umræða um GATT-samninginn og þær einkennilegu hliðarverkanir sem hann hefur haft til marks um að verið sé að gæta raunveru- legra þjóðarhagsmuna? Endurspeglar stjórnmálaumræðan á íslandi að verið sé að takast á um grundvallaratriði sem snerta vöxt og viðgang samfélagsins á tím- um gífurlegra breytinga? Tekur hún til aðlögunar smáþjóðar að breyttum aðstæð- um? Snertir hún grundvöll þjóðlífs, mennta og menningar með tilliti til þeirrar alþjóða- væðingar og fjöldamenningar sem Islend- ingar standa frammi fyrir? Hið sama á við þegar horft er til annarr- ar umræðu, sem verið hefur fyrirferðamik- il í þjóðfélaginu og varðar velferðarkerfið og framtíð þess. Á stundum hefur þessi umræða verið með ólíkindum. Stjórnarand- staðan og talsmenn verkalýðshreyfingar- innar hafa á undanförnum árum þráfald- lega verið tilbúin til þess að halda því fram að stjórnvöld stefni beinlínis að því að eyðileggja velferðarkerfið. Á hvaða stigi er slíkur málflutningur og hvaða lýsingar- orð hæfa honum best?! Slíkar yfirlýsingar eru ekki til þess falln- ar að greiða fyrir raunverulegri umræðu um rót vandans, þvert á móti spilla þær fyrir. Hin innhverfa hugsun sem hér hefur verið gerð að umtalsefni lýsir sér einnig í pólitískri hentistefnu og því miður er það svo að slíkar yfirlýsingar eru eitt helsta kraftbirtingarform hennar hér á landi. Vanda velferðarkerfísins er t.a.m. ekki unnt að ræða án þess að tekið sé tillit til þeirra lýðfræðilegu breytinga sem samfé- lag íslendinga stendur frammi fyrir á allra næstu áratugum. Fólki á eftirlaunaaldri mun fjölga mjög ört á næstu tíu til fímmt- án árum. Þetta þýðir augljóslega að hlut- fall skattborgara gagnvart eftirlaunaþeg- um mun breytast með afdrifaríkum hætti. Með hvaða móti hyggst samfélagið taka á þessum breytingum sem ríða munu yfir öldungis óháð því hvaða skoðanir stjórn- málamenn og talsmenn hagsmunahópa hafa á þeim? Kröfur um aukna skatt- heimtu og hefðbundna miðstýringu á þessu sviði fela í sér nánast hróplegan misskiln- ing á eðli þessa vanda. Eða eru þær ef til vill til marks um úrræðaleysi þeirra sem fastir eru í viðjum vanans? Breytt aldurs- samsetning og breytt hlutfall skattborgara er grundvallarvandi sem flest vestræn ríki standa nú frammi fyrir og það ber að harma hversu lítil og ómarkviss umræða fer fram um hann hér á landi. Samanburð- arfræði FYRIRFERÐAR- mikil umræða um kaup og kjör al- þingismanna og æðstu embættis- manna ríkisvaldsins er enn eitt dæmi þess hvemig íslensk þjóðmálaumræða hefur leitað inn á við að undanfömu. Áður hefur verið fjallað um ákvarðanir ráðamanna á þessum vettvangi sem sumar eru tímabær- ar en aðrar hæpnar. Vafasöm samanburð- arfræði hafa einkennt málflutning bæði ráðherra, þingmanna, stjórnarandstöðu, verkalýðshreyfingarinnar og fleiri. Þannig hlýtur að teljast einkennilegt að bera sam- an kjör ráðamanna á íslandi og á Norður- löndum en neita því síðan að slíkt eigi við þegar borin séu saman lífskjör á íslandi og í nágrannalöndum. Ef til vill er rétt að leita einnig nýrra leiða í slíkum samanburðarfræðum og huga frekar að hag þeirra sem kostnaðinn bera en þeirra sem launin þiggja. Væri ef til vill rétt að bera saman kostnað skatt- borgara á hvern þing- eða embættismann á Islandi og á Norðurlöndum? Hversu margir skattborgarar standa að baki hveij- um þingmanni eða ráðherra hér á landi og á Norðurlöndunum.? Finnar eru t.a.m. 20 sinnum fjölmennari þjóð en íslending- ar. Þýðir það að skattborgarar þar í landi gætu sætt sig við að þar sætu 1.260 menn á þingi í stað 200 nú? Víða erlendis er lit- ið svo á að ráðamenn séu „í þjónustu" fólksins í landinu og er hugmyndin þá sú að þeir sem sannanlega teljast hæfir eigi að vera tilbúnir til að láta gott af sér leiða í þjóðfélaginu um ákveðinn tíma án þess að til komi verulegur fjárhagslegur ávinn*' ingur. Á þetta sjónarmið einnig við hér á landi? Verra er þó að þessi umræða kemst aldrei að kjarna málsins sem er hlutverk ríkisvaldsins á breyttum tímum og síaukn- ar kröfur um aukin framlög skattborg- ara, sem fara mun fækkandi. Eðlileg for- gangsröðun í þjóðfélaginu situr á hakan- um vegna krafna sérhagsmunahópa. Sí- fellt meiri byrðar eru lagðar á sömu þjóð- félagshópana, þ.e. skattgreiðendur og einkum og sér í lagi yngra fólk. Og um- ræðan hjakkar í sama farinu með hefð- bundnum yfirlýsingum á borð við þær að álögur hafi í rauninni ekki verið auknar og að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar í ríkis- stjórn hafi sameinast í þeim ásetningi að leggja velferðarkerfið í rúst. Þessi um- ræða er. vitanlega afskaplega þreytandi en verra er að hún skilar engum árangri, engum niðurstöðum á miklum umbrota- tímum þegar þörf er á nýjum viðhorfum og skýrum svörum. Atvinnulífið í landinu hefur ávallt verið drifkraftur framfara og hin nýju viðhorf sem þar eru að ryðja sér til rúms eru enn ein sönnun þess. Á tímum örra breytinga getur stöðnun reynst alvarlegasta ógnunin við smáþjóð sem okkur íslendinga. „Raunar verður ekki betur séð en að stjórnmálaum- ræðan á íslandi sé á ýmsan hátt inn- hverfari en áður. Umræðan endur- speglar að minnsta kosti ekki þau nýju sjónarmið, þá nýju strauma, sem ríkja í at- vinnu- og efna- hagsmálum, nema að mjög litlu leyti.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.