Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/Stjörnubíó og Sambíóin sýna spennumyndina Netið með Söndru Bullock í aðalhlutverki. Hún leikur einmana tölvufræðing sem flækist í margvísleg sakamál þeg- ar hún kemst yfír leynilegar upplýsingar sem snerta þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Flækt í netinu ANGELA. Bennett (Sandra Bullock) lifir og hrærist í heimi upplýsingastreymis eins og svo margir nú til dags og hvert smáatriði um líf hennar er að finna einhvers staðar í gagnabönkum. Þótt Angela sé tölvufræðingur er þetta nokkuð sem hún hefur ekki gert sér fylli- lega grein fyrir þar til daginn sem henni er eytt af öllum skrám. Segja má að söguþráður- inn í Netinu sé tekinn beint upp úr fyrirsögnum dagblaðanna, þar sem fjallað er um upplýsinga- byltingu samtímans sem gerir fólki kleift með aðstoð tölvunnar sinnar að panta pizzu eða nálg- ast flókinn gögn heimshoma á milli í gegnum alnetið. Þetta er heimur þar sem þeir sem búa yfir nægilegri þekkingu og réttu forritunum geta tengst fjarlæg- um tölvum og breytt hvaða upp- lýsingum sem þeir kjósa, t.d. flugáætlunum, sjúkra- og saka- skrám og leynilegum upplýsing- um stjómvalda. Helsta starf Angelu Bennett er að eyða villum í leikjaforritum og ganga úr skugga um að ekki Ieynist tölvuvírusar í tölvubúnaði fyrirtækja og einstaklinga. Nótt- inni eyðir hún svo gjarnan í að „spjalla" við kunningja á alnet- inu. Hún er nokkuð hamingju- söm í þessu öragga en heldur einmanalega lífí eða allt þar til straumhvörf verða í lífí hennar er hún fær sendar upplýsingar á disklingi sem allskyns illþýði er á höttunum eftir. Hún kynnist óvænt manni að nafni Jack Devl- in (Jeremy Northam) sem reynir að drepa hana og fyrr en varir er hún flækt inn i lífshættulegan vef spillingar og samsæris. Leikstjóri, framleiðandi og meðhöfundur handrits myndar- innar Netsins er Irwin Winkler, en hann nýtur ómældrar virðing- ar í kvikmyndaheiminum sem einn framsæknasti og virtasti kvikmyndagerðarmaður sam- tímans. Myndir sem hann hefur átt þátt i að gera hafa samtals hlotið 12 Óskarsverðlaun af 45 tilnefningum, en meðal annars hafa fjórar mynda hans verið tilnefndar sem besta myndin og er það met sem enn hefur ekki verið slegið í Hollywoód. Winkler og samstarfsmaður hans til langs tíma, Robert Chartoff, hlutu Óskarsverðlaunin árið 1976 fýrir „Rocky“, með Sylvest- er Stallone í aðalhlutverki, en einnig hafa myndir hans „Rag- ing Bull“, „The Right Stuff“ og „GoodFellas" verið tilnefndar sem bestu myndir og „They Sho- ot Horses, Don’t They?“ hlaut 9 tilnefningar til verðlaunanna. Framraun Winklers sem leik- stjóra var þegar hann gerði „Gu- ilty By Suspicion“ árið 1989, en hann var jafnframt höfundur kvikmyndahandritsins. - Robert DeNiro fer með aðalhlutverkið í þeirri mynd, en hún fjallar um Þótti ekki nógu falleg UNDANFARIÐ eitt og hálft ár hefur svo sannarlega verið árið hennar Söndru Bullock. Gífur- legar vinsældir myndanna „Speed“ (1994) og „While You Were Sleeping" (1995) hafa skotið henni fram úr mörgum áf þekktustu kvikmyndaleik- konunum í Hollywood og gert hana að einhverri eftirsóttustu og vinsælustu leikkonu sam- tímans. Þegar hún tiltölulega lítt þekkt tók að sér hlutverkið í „Speed“ fékk hún reyndar um háifa milljón dollara fyrir sinn snúð, en núna þýðir ekkert að bjóða henni minna en sex milljónir dollara fyrir hlutverk. Það er einmitt sú upphæð sem hún þiggur fyrir að fara með aðalhlutverkið í myndinni „A Time to Kill“, sem leikstjórinn Joel Schumacher („Dying Yo- ung“, „Falling Down“) er að gera þessa dagana eftir met- sölubók Johns Grishams, en í henni Ieikur Sandra á móti Samuel L. Jackson. Hún hefur stofnað eigið fyrirtæki sem næsta vor gerir myndina „Kate and LeopoId“, en auk þess að framleiða mynd- ina fer Sandra að sjálfsögðu með aðalhlutverkið í henni. Þá hefur hún nýlega lokið við að leika á móti Denis Leary í myndinni „Two If By Sea“, sem frumsýnd verður í byrjun næsta árs. Þótt Sandra virðist hafa skotið upp kollinum nánast upp úr engu þá er frami hennar í sjálfu sér ekkert ævintýraleg- ur, því hún hafði leikið i um 12 kvikmyndum og sjónvarps- myndum áður en frægðin knúði dyra hjá henni fyrir alvöru, en fyrstu myndinni lék hún í 1989, „The Preppie Murder“. Flestar kvikmyndirnar rötuðu hins vegar svo til beint á mynd- bandaleigurnar, en meðal þeirra eru „When the Party’s Over“ (1992), „The Vanishing" (1993) og „The Thing Called Love“ (1993). Staðreyndin var nefnilega sú að henni var neitað um bitastæðustu aðalhlutverk- in á þeirri forsendu að fegurð hennar væri ekki nógu hefð- bundin. Tækifærið kom svo skyndi- lega þegar tökur á myndinni „Demolition Man“ með Sylvest- er Stallone í aðalhlutverki voru DeNiro sem fór með aðalhlut- verkið í mynd Winklers, en þetta var í sjöunda skiptið sem þeir höfðu unnið saman að gerð kvik- myndar. Fyrsta myndin sem Winkler framleiddi var „Double Trouble" með Elvis Presley í aðalhlut- verki, en þeir Winkler og Chart- off fylgdu þeirri mynd eftir með „Point Blank“ með Lee Marvin í aðalhlutverki. Sú mynd hefur skipað sér sess sem klassík í kvikmyndasögunni og opnaði hún dyrnar að bandarískri kvik- myndagerð fyrir breska leik- stjórann John Boorman. Þriðja mynd þeirra félaga var svo „They Shoot Horses, Don’t They?“ og hún ásamt myndunum „Leo the Last“ og „The Straw- berry Statement" unnu til verð- launa á kvikmyndahátíðinni í Cannes 1970. Leiðir Winklers og leikstjórans Martins Scorsese lágu saman á kvikmyndahátíðinni í New York þegar sá síðarnefndi var að framsýna mynd sína „Mean Streets“. Með þeim tókst vinátta og samstarf sem leitt hefur af sér myndirnar „New York, New York,“ með Robert DeNiro og Lizu Minelli, „Raging Bull“, „Go- odFellas", „Round Midnight", sem Bertrand Tavernier leik- stýrði, og „Guilty By Suspicion“. Þykir samstarf Winklers og leik- stjóra á borð við Scorsese, Boor- man, Tavernier, Sidney Pollack, Costa-Gavras, Alan Pakula og Phillip Kaufman hafa getið af sér einhveijar trúverðugustu kannanir á mannlegu eðli sem frá Hollywood hafa komið. Irwin Winkler hefur hlotnast margvíslegur heiður fyrir störf við kvikmyndagerð og af þeim má nefna að ríkisstjórn Frakk- lands hefur veitt honum æðstu viðurkenningu fyrir framlag til lista og Breska kvikmyndastofn- unin hefur neiðrað hann sérstak- lega. IRWIN Winkler leikstjóri Netsins. að hefjast, en þá var leikkonan Lori Petty rekin á síðustu stundu. Joel Silver, framleiðandi myndarinnar, var í mestu vandræðum með að finna leikkonu í hennar stað, en var honum bent á Söndru. Hann hreifst af kynn- ingarmyndbandi hennar og eftir stuttan fund með henni afréð hann að láta hana fá hlutverk- ið og þar með var Sandra komin á fulla ferð á framabrautinni. Sandra Bullock er fædd í úthverfi Washing- ton DC 26. júlí 1966. Pabbi hennar er söngkenn- ari en mamman þýskættuð óperusöngkona og ólst Sandra upp á flakki með foreldrum sínum og yngri systur. Mamma hennar starfaði mikið í Þýskalandi og Austurriki og tók Sandra gjaman þátt í þeim óperusýningum sem mamma hennar var með í. Þetta kom sér reynd- ar vel þegar hún fékk hlutverk sem sveitasöng- kona í myndinni „The Thing Called Love“, en í henni syngur hún m.a. eigið lag sem kallast „Heaven Knocking On My Door“. Þegar Sandra var 12 ára gömul fluttist fjöl- skyldan aftur til Washington og eftir menntaskóla- nám lagði Sandra stund á leiklistarnám í East Caro- lina University, en hún lauk ekki því námi. Hún flutti til New York til að reyna fyrir sér í leiklist- inni og bjó þar í þrjú ár og fékk hún ýmis smá- hlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum. Því næst flutti hún til Los Angeles og þar fóru svo tæki- færin að gera vart við sig fyrir alvöru. Eitt helsta áhugamál Söndru Bullock er að sækja salsaklúbba, en þegar hún lék með þeim Robert Duvall og Richard Harris í „Wrestling With Ernest Hemingway" (1993) kenndi Du- vall henni að dansa tangó. Þar með fékk hún dansbakteríuna og við hvert tækifæri sem henni býðst dansar hún nú salsa, tangó og rúmbu. Hún er Iíka áhugasöm um alnetið og eyðir þó nokkrum tíma í að skiptast á skoðunum við aðdáendur sína. JACK Devlin (Jeremy Northam) er á hælunum á Angelu til að nálgast upplýsingarnar sem hún býr yfir. EFTIR mikinn eltingaleik og ofsaakstur á hraðbrautinni reyna lögreglumenn að króa Angelu af. leikstjóra í Hollywood sem er á svarta listanum á tímum McCarthy-ofsóknanna. Næsta mynd sem Winkler leikstýrði var „Night and the City,“ en hún var gerð eftir mynd Jules Dassins frá 1950. Aftur var það Robert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.