Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Hveragerði - útborgun 800 þús. Til sölu fallegt 160 fm raðhús við Heiðarbrún, ásamt bílskúr. Húsið er til afh. fljótl. Verð 7,8 millj. Útborgun aðeins 800 þús. og hér þarf ekkert greiðslumat. Talaðu við Kristinn Kristjánsson í Hveragerði í síma 483-4848 - hann veit allt um þessa eign. i EIGMMH)IJONINh/f i m - Abyrg þjénusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðumúla 21 Ásmundarsalur — Freyjugata 41 — til sölu Petta virðulega og sögulega hús er til sölu. Það er á tveimur hæðum og samtals 310 fm. ( húsinu eru m.a. 6-7 herb. auk 80 fm sýningarsalar á efri hæð. Einnig eldhús, snyrtingar, gangar, geymslur o.fl. Á þaki hússins eru um 40 fm svalir og af þeim er fallegt útsýni. Eignin er í góðu ástandi. Verð 22,0 millj. 2085. - í dúndurstuði! hÓLl FASTEIGN ASALA Skipholti 50B, 2. hæð t.v. ® 55 10090 Fax 5629091 Leirutangi - Mosfellsbæ. Vel skipul. 103 fm efri hæð í fal- legu steinh. m. sérinng. 2 rúmg. svefnh. Björt og skemmtileg stofa. Risloft fylgir og maetti þar útbúa herb. Verðið er aldeilis sanngj. aðeins 7,5 millj. 7863. Skipholti 50B, 2. hæð t.v. Blikahólar - 4ra herb. með 25 fm bflskúr. vorum að fá í sölu mjög fallega 100 fm 4ra herb. endaíb. á 2. hæð í nýl. viðg. fjölb. á frábærum útsýnis- stað. Rúmgóður 35 fm bílskúr fylg- ir. Getur losnað fljótlega. Verðið er sanngjarnt 7,7 millj. Áhv. byggsj. 2,2 millj. 4040. Melbær - endaraðhús. Vorum að fá í sölu bráðfallegt 270 fm endaraðh. á þremur hæðum með möguleika á séríb. í kj. 4 góð svefnh. o.fl. á efri hæð, eldhús, stofur og snyrting á miðhæð. Mikl- ir mögul. í kj. þar sem finna má 3 svefnh., baðherb. og þvottah. Verð 14,1 millj. 6020. OPIÐHUSIDAGKL. 14-17 Lundarbrekka 8, Kóp. - 3ja herb. Faiieg 86 fm 3ja herb. íb. á 3. hæð í nýviðg. fjölb. m. sérinng. af svölum. Þetta er afar snyrtileg og vel umgengin eign á góðum stað. Verð 6,3 millj. Hún Jónina býður þig hjartanlega velkomin(n) í opið hús í dag. Takk fyrir. Sjáumst! 3795. Berjarimi 25 — parh. Afar skemmtílegt og vel skipul. nánast full.b. 184 fm parh. á tveimur hæðum ásamt innb. bílsk. Eignin skiptist í 4 svefnh., sólskála og eldhús með glæsilegri mahoní-innr. Skipti möguleg á minni eign. Líttu á verðið aðeins 11,9 millj. Húsráðendur opna slotið fyrir þér og þfnum í dag kl. 14-17. Gakktu í bæinn! 6766. Viö á Hóli vinnum . .. fyrirþigaf lífíogr sál! OPIÐ A HOLII DAG KL. 14-17 + ÞROSTUR DANÍELSSON + Þröstur Daníelsson fæddist í Reykjavík 14. júní 1973. Hann lést af slysförum 14. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 20. október. MÉR sortnaði fyrir augum er ég frétti að góður vinur minn hefði látið lífið í hörmulegu bílslysi um sl. helgi, ásamt tveimur öðrum. Enn einu sinni horfi ég á eftir góðum vini yfír móðuna miklu. Elsku Þröstur minn, þá er hinni miklu baráttu í lífsins ólgu sjó lokið hjá þér hérna megin, og nú veit ég að við tekur annað og betra líf hin- um megin. í gegnum vinskap okkar vissi ég að líf þitt var ekki alltaf dans á rósum eða eins og þú þráðir svo mikið að það yrði, þar til nú síðustu árin, eftir að þú kynntist unnustu þinni henni Maju sem þú sagðir mér svo oft að væri þín eina sanna ást og veit ég að það var gagn- kvæmt. Allt virtist ætla að ganga ykkur í haginn, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Líf þitt, þótt stutt væri, reyndi mjög á þig og þurftir þú að ganga í gegnum marga og mikla erfíð- leika, meira en margur hefði þolað, þótt lifað hefði margfalt fleiri ár en þú fékkst að lifa. Þessi örlaga- ríka ferð er þú lagðir í austur fyrir fjall laugardaginn 14. október og endaði með þessum hörmungum verður ekki aftur tekin. En eitt er víst, svo vel þekkti ég þig, að síst af öllu hefðir þú viljað verða öðrum að aldurtila. Bið ég góðan guð að styrkja og styðja aðstandendur þeirra er þarna létu líf sitt um leið og ég bið þá að reyna að skoða málið frá því sjónarhomi að þarna var um hörmulegt slys að ræða. Ekki hvarflaði að mér er ég sá þig síðast, kæri vinur, að ég hitti þig ekki aftur á lífí og við værum að kveðjast í hinsta sinn, elsku drengurinn minn. Þeir sem kynnt- ust þér vel eins og ég vissu að þarna var góður drengur og mikið ljúf- menni á ferð. Minningin um góðan dreng sem engum vildi til byrði vera, mun lifa með mér það sem eftir er ólifað. Að lokum vil ég þakka þér, elsku vinur, fyrir þær góðu stundir er við áttum saman og bið þér guðs- blessunar þar til við hittumst á ný hinum megin. Ég votta þér, Maja mín, mína dýpstu samúð, svo og ykkur Sigríði móður og Óskari stúpföður Þrastar og öðrum ættingjum hans. Enn fremur sendi ég samúðarkveðjur til ættingja þeirra er einnig létu lífið í þessu hörmulega slysi. Hvíl í friði, kæri vinur. Pálmar Smári Gunnarsson. EKTA HANDHNÝTT AUSTURLENSK TEPPI EWÍRf-: JL-húsinu. Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. Opið í dag f rá kl. 11-17 Þingholtin Rúml. 100 fm sjarmerandi hæð og ris í timburhúsi. 3 svefn- herb., sjónvarpshol o.fl. Útb. 2,4 millj. 25 þús pr.m. Vogar- Sundin Um 100-150 fm hæð eða s'érbýli óskast. Sterkar greiðslur í boði. Þú hringir - það ber árangur Finnbogi Kristjánsson, löggiltur fasteignasali, Síðumúla 1, 2. hæð, fax 533-1314, sími 533-1313. Innan veggja heimilisins Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 29. okóber nk., fylgir blaðauki sem heitir Innan veggja heimilisins. í blaðaukanum verður komið víða við og heimilið skoðað í krók og kring. Eldhúsinu og unglingaherberginu verða gerð góð skil ásamt allri þeirri nútíma tækni sem heimilið er búið. íbúar nýrra og gamalla húsa veröa heimsóttir og teknir tali. Rætt verður við innanhússráðgjafa, fjallað um gólfefni, val á rúmdýnum, gluggatjöld skoðuð og sýnt hvernig lífga megi upp á heimilið með blómum og forvitnast um uppáhaldshúsgagnið. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 23. október. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í sima 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarni málsins! ! « C i « « « ; « « «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.