Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.10.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ október 1945. Haustið eftir tóku þær til starfa í heimssýningarbygfflngu frá 1939 í Flushing Meadows við NY. Þar var íslenski fáninn dreginn að húni í nóvem- ^ • • ber 1946 er Island fékk ingöngu, Orygfflsráðið og skrifstofur voru í iðjuveri í Lake Success. Elín Pálmadóttir starfaði þar 1949 og segir frá samtökun- um o g fyrstu árum þeirra. Ahálfrar aldar afmæli Sameinuðu þjóðanna er litið til baka. Rifjuð upp sú mikla bjartsýni sem ríkti þegar þessi alþjóðasamtök tóku til starfa. Það var í lok skelfi- legrar heimsstyijaldar og markmiðið að koma í veg fyrir að nokkum tímann aftur gæti komið til slíks stríðs. Þó menn segi réttilega nú að í upphafi hafi þetta ekki verið samtök þjóða heims þá var það mark- mið stórþjóðanna, sem höfðu sigrað í heims- styrjöldinni síðari og höfðu forustuna, að finna ráð til að forða heiminum frá ófriði. Að hafa stað þar sem þjóðimar gætu talað saman um það sem upp á kæmi í heiminum, „forum“ til að ræða málin. Og það hefur gengið eftir, þrátt fyrir allar þæ breytingar sem orðið hafa í heim- inum og á aðstæðum Samein- uðu þjóðanna. Það sannast best á öllu því sem vísað er til Sameinuðu þjóðanna og tekist á um þar, margt sem aldrei var ætlunin að Sameinuðu þjóðimar hefðu eða yrðu í stakk búnar til að fást við.„Nærvera þín er að verða blóraböggull heimsins," spáði illa dís- in á fyrsta fundinum í San Francisco í júní 1945, eins og þeir kom- ust svo réttilega að orði í blaðinu Economist. Mikið vatn er mnnið til sjávar síðan hugmyndin um sameinaðar þjóð- ir kom fram hjá þeim Franklín D. Roosevelt Bandaríkjaforseta og Windston Churchill á ámnum 1941-42, meðan nasistar réðu yfir stómm hluta Evrópu og höfðu ráðist á Sovét- ríkin. Síðar náðist samkomulag um það milli þeirra og Stalíns á Jaltaráðstefnunni 1945 að „samstarfsríkjum" Sameinuðu þjóðanna yrði boðið að gerast stofnaðilar, ef þessi 10 ríki segðu Öxulveldunum stríð á hendur fyrir 1. mars það ár. Nafn samtakanna kom frá Roosevelt. Á ráðstefnu í San Franscisco 26. júní 1945 var gerður sáttmáli um Sameinuðu þjóðimar og tók gildi eftir að stórveldin fimm — Frakkar og Kínverjar komnir með — höfðu fullgilt hann, svo og tilskilinn fjöldi annarra ríkja. Þá var talað um nýja heimsskipan, þar sem sjálfsákvörðunarréttur og virðing fyrir lýð- ræði yrði ríkjandi í þessu alþjóðlega sam- starfí. Öllum var ljóst að ekkert af því kæm- ist í framkvæmd eða að trygging yrði fyrir friði ef þessar öflugustu þjóðir heims væru ekki með og samþykkar. Og þær voldugu þjóðir á þeim tíma vom ekki á þeim buxunum að láta aðra fara að taka af sér ráðin. Þess vegna sættust menn á að setja upp Öryggis- ráð við hliðina á Allsheijarþingi SÞ, þar sem allar þáttökuþjóðir gætu átt jafnan rétt til umræðna og tillöguflutnings og jafnan at- kvæðisrétt burt séð frá stærð eða afli. í Ör- yggisráðinu ættu þessar stórþjóðir fímm fastafulltrúa og svo á víxl nokkrar aðrar þjóð- ir og að hver þessara fimm hefði neitun- arvald á að mál færi í gegn. Ljóst var að ef ætti að neyða einhveija þessara stórþjóða til einhvers mundi allt bara sprynga í loft upp. Það var líka eins gott, því brátt var kalda stríðið í algleymingi, með skiptingu heimsins í blokkir, gráar fyrir jámum. En þarna í fund- arsal Öryggisráðsins gátu stórveldin tekist á í orðum um það sem upp kom. Þar var viss öryggisventill, sem í raun dugði þótt stundum væri með illyrðum. Svo var allar götur þar til Berlínarmúrinn féll fyrir fimm árum og kalda stríðinu lauk. Þetta sama neitunarvald hefur líka jafn- lengi hamlað því að hægt væri að taka á málum og gerir enn. Skemmst að minnast tregðunnar og áhrifanna sem það hefur á alla ákvarðanatöku í málum Júgóslavíu heit- innar, þar sem Rússar eru hallir undir Serba og Þjóðvetjar og margar Evrópuþjóðir undir Króata og Bandaríkjamenn þykja oft veija Bosníumúslima. Þótt ekki hafí mikið verið beitt neitunarvaldi þá svífur það sífellt yfir vötnunum. Frá upphafí voru menn sér meðvit- andi um hvernig fór eftir fyrri heimsstyijöld- ina um Þjóðabandalagið, sem ekki gat tekið á brotlegum aðilum sem fóru sínu fram. En þessi samstarfsvettvangur hefur lifað af og er orðinn vel brúklegri eftir kalda stríðið. íslenski fáninn í hóp þjóðfánanna ísland var ekki meðal 50 stofnþjóða SÞ. Var að vísu í hópi 10 svokallaðra samstarfs- aðila, sem stóð það til boða, svo fremi löndin segðu Öxulveldunum stríð á hendur fyrir 1. mars 1945 og undirrituðu sáttmála Samein- uðu þjóðanna. Enda höfðu íslendingar lagt Sameinaðar þjóðir í hálfa öld: GOLLUD en ómissandi samtök «r Stofnsáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gíldi 24. stríð á hendur, hvað þá að vopnlaust land færi í stríð. Var farið fram á undanþágu, en engu varð um þokað án óað- gengilegra skilyrða. Því varð ísland hið eina af sambandsríkjunum sem ekki féllst á að segja föllnum stríð á hendur og hélt reisn sinni. Fyrir framhaldsaðalfund fyrsta allsheijarþingsins í Flushing við New York haustið 1946 bárust svo boð frá Bretum, Banda- ríkjamönnum og Frökk- um um að þeir mundu stuðla að því að ísland fengi aðild að sam- tökunum, ef þeir sæktu um. Afhenti ísland að- ildarumsókn sína, en það gerðu líka sjö önnur ríki. Umræður um um- sóknirnar fóru fram í Öryggisráðinu, að við- stöddum Thor Thors sendiherra og Ásgeiri Ásgeirssyni, síðar forseta, og voru stórveldin alls ekki sammála. Fulltrúi Sovétríkjanna beitti neitunarvaldi og loks varð samkomulag um aðild þriggja ríkja, íslands, Svíþjóðar og Afganistan. Var það samþykkt á Allsheijar- þinginu 9. nóvember 1946 og 19. nóvember skrifaði Thor Thors undir sáttmála Sameinðu Áður en íslendingar fengu aðild var hjá Samein- uðu þjóðunum einn íslend- ingur starfandi, Kristín Bjömsdóttir frá Litlu Giljá, sem hafði átt að selja þess- ari nýju stofnun reikni- og ritvélar fyrir IBM, en skipti yfír, enda hafði hún lent í hörmungum stríðsins í fangabúðum á Ítalíu og eins og svo margir aðrir af fyrstu starfsmönnum sam- takanna fundist öllu skipta að forða heiminum frá ' stríðsátökum. Daginn sem umsókn íslands var sam- þykkt var hún því fengin til að draga íslenska fánann að húni innan um hina fán- ana 51 í Lake Success. Þann 19. nóvember við upp- haf Allsheijarþingsins sat svo Thor Thors fundinn og skrifaði undir sáttmála SÞ fyrir Island, og síðar komu inn á þingið auk hans_Finn- ur Jónsson, Bjami Benediktsson og Ólafur Jóhannesson. Næsta ár sátu þingið auk fasta- fulltrúans Thors, sem var formaður og fasta- fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 1947 til 1965, Ólafur Thors, Ásgeir Ásgeirs- son og Hermann Jónasson. Bjartsýni fyrstu áranna Morgunblaðið/Epá FRIÐARGÆSLA verður æ stærri þáttur í starfsemi Samein- uðu þjóðanna. Hér er rússneskur friðargæsluliði í Sarajevo. KRISTÍN Björnsdóttir, starfsmaður Samein- uðu þjóðanna, dregur íslenska fánann að húni við bráðabirgðastöðvar samtakanna I Lake Success 9. nóvember 1946, daginn sem inn- ganga Islands var samþykkt. sitt af mörkUm í stríðinu. En Islendingar töldu með öllu fráleitt að segja öðrum þjóðum þjóðanna. Er sá dagur talinn aðildardagur Islands. Það var sérstakt andrúmsloft í þessum bráðabirgða aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í gömlum risaskálum fyrstu árin. Ég kom þangað árið 1949 og í starfslið Samein- uðu þjóðanna, á þriðja ári frá því þær tóku þama til starfa og allt í mótun. Sem fyrr er sagt var þarna mikið af hugsjónafólki, fólki sem hafði lifað af heimsstyijöld og vildi leggja sitt af mörkum. Allir komu akandi út á Long Island úr New York-borg á morgnana, hóp- uðu sig saman um bíla. Þar kynntist fólk úr öllum áttum strax. Það vann svo saman dag- langt í gömlu hergagnaverksmiðjunni, sem hólfuð var sundur með hálfskilrúmum. Að vísu var til diplómatasalur, en almennt borð- uðu allir, jafnt fulltrúar þjóðanna sem starfs- menn, í gríðarstórri kaffíteríu og settust við langborð þar sem rúm var. Maður þekkti stundum þetta fræga fólk með bakka fyrir framan sig í röðinni við buffið og kom fyrir að það settist hjá einhveijum kunnugum við borðið og kynnti sig. Eins var ég fyrstu 3 mánuðina í vinnandi námi, þannig að maður mátti fara frá til að sitja inni á fundum Alls- heijarþingsins eða annars staðar og sá þá og heyrði í öllu þessu fólki sem áberandi var í heimsmálunum, sem sumt verður minnis- stætt, svo sem Visjisnky, aðalfulltrúi Rússa, sem alltaf var að beita neitunarvaldinu og sat með tvo áberandi lífverði með byssubung- ur á rassvösunum þótt vopn væru bönnuð innandyra. Thor Thors var einn, að ég held, á Allsheijarþinginu 1949 og var auðheyrilega mikils metinn. Þriðji íslenski almenni starfs- maðurinn var Daði heitinn Hjörvar. í biðröðinni í kaffíteríunni man ég eftir Kanadamanninum Leaster B. Pearsson sem keppt hafði við Norðmanninn Trygve Lie, utanríkisráðherra norsku útlagastjórnarinn- ar, um embætti aðalritarans. Fyrir frændsem- is sakir fannst manni Tryggve, fyrsti aðalrit- ari SÞ, standa okkur Islendingum nær í þess- um sæg af fólki af öllum litarhætti og marg- víslegum búningum og notalegt _ að heyra hann tala sína fínu ensku með svo norskum hreim að það var. norska ef ekki var hlustað eftir orðunum. Seinna rifjuðum við þetta andrúmsloft upp er ég hafði Leaster Pear- son, þá forsætisráðherra Kanada, þennan notalega og bangsalega mann, til borðs í lokahófi heimssýningarinnar í Montreal 1967. Minnisstæðust úr matsal Sameinuðu þjóð- anna í Lake Success er þó Eleanor Roosvelt, þessi stóra, svipmikla kona í einföldum lér- eftskjól, nánast „Hagkaupsslopp", með gráa hárið þyrlandi í allar áttir; hún stóð oft ná- lægt manni í biðröðinni. Mannréttindayfirlýs- ingai Sameinuðu þjóðanna, sem hún átti mest- an þátt í að móta og fá samþykkta, náðist sapikomulag um og samþykki í árslok 1948, eftir þriggja og hálfs árs baráttu og jag fram og aftur. Var þá loks í höfn. En það var ekki heiglum hent í þeim kaldastríðsátökum sem hafin voru. Hún-bauð okkur, nokkrum ungmennum víðsvegar að úr heiminum, einn sunnudag heim til sín þar sem hún bjó í Hyde Park, þar sem nú er minnisvarði um Roosevelt og ræddi þá við okkur um hugsjón- ir sínar og vonir. Á þessum fyrstu árum samtakanna var starfsfólk jafnt sem fulltrúar bjartsýnt og fannst það vera að leggja lið einhveiju sem var þess virði og lagði sig flest fram. Þama á vinnustaðnum á Long Island vann fólk í stórum hópi og blandaðist í samræðum, háir og lágir. Því fannst það tilheyra. Stutt var í að flytt yrði í „nýju bygginguna“, eldspýtu- stokkinn sem gnæfír á bökkum Eastriver inni í New York. Þar hafa samtökin þanist út og eru nú nær 185 þjóðir í þeim eða vel yfír þrisvar sinnum fleiri en í upphafi. Starfs- mannafjöldi hefur aukist eftir því, nú um 50 þúsund manns alls, en það sem verra er, starfshæfni og áhugi hefur ekki aukist í sama hlutfalli. Það skynjaði ég vel er ég 1975 var þar sem fulltrúi á einu Allsheijarþingi og þá auðvitað í byggingunni á Manhattan. Starfs- fólkið kom að sínu skrifborði, fór út í hádeg- inu og blandaði ekki mikið geði við aðrar deildir. í staðinn var straumur gesta inn, til að skoða, og fyllti matsalina. Þetta persónu- lega, áhugasama andrúmsloft sýndist mér horfið. Ég spurði og skildist að nú væri margt fólk ráðið af ýmsum öðrum ástæðum en áhuga á að vinna málefninu. Þótt ekki séu niðurnegldir starfsmanna- kvótar fyrir þjóðimar voru fyrir löngu lagðar þær línur að jafna skyldi starfsfólki eftir land- svæðum og þjóðum. Það hefur orðið til þess að fulltrúar landanna og stjórnmálamenn hafa með þrýstingi getað komið þar inn skjól- stæðingum sínum, sem ekki reynast allir jafn hæfir. Hæfnismat hefur hingað til lítt verið virkt. Fram undir þetta hafa menn verið æviráðnir og ekki auðvelt að rýma fyrir öðr- um hæfari. Stundum sagt að fáir mjög færir og þrælduglegir vinni sér til óbóta hjá Sam- einuðu þjóðunum meðan allt of stór hópur sitji í makindum í þægilegum stöðum og bíði leiðir eftirlaunaaldurs. Aðsókn er gífurleg að komast í störf hjá alþjóðastofnunum á borð við Sameinuðu þjóð- tt. ► > > ! I ! I i i I í i » i f í 9 1 9 9 i 9 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.