Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.11.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 254. TBL. 83. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fjöldi þjóðarleiðtoga viðstaddur útför Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra ísraels, í Jerúsalem „Hann hefur kallað okkur hingað í nafni friðarins Jerúsalem. Reuter. STRÍÐSHETJAN og friðflytjandinn Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, var lagður til hinstu hvíldar í Jerúsalem í gær. Er öll ísraelska þjóðin harmi slegin yfír fráfalli hans og á erfitt með að skilja, að hann skuli hafa fallið fyrir hendi landa síns og trúbróður, sem var andvfgur friðarsamningunum við Palestínu- menn. _ Tveggja mínútna þögn var um allt ísrael og við upphaf útfararinn- ar voru sírenur þeyttar, þær sömu og hljóma ár hvert til minningar um Helförina á hendur gyðingum. Skutu sex hermenn af byssurji sín- um við gröf Rabins til heiðurs hetj- unni í Sex daga stríðinu, en tugir þúsunda manna fylgdu kistunni til grafreitsins, sem er á Herzl-fjalli í Jerúsalem. Afram á braut friðar Fjöldi þjóðarleiðtoga var viðstadd- ur útförina og í minningarorðum sínum sögðu þeir Bill Clinton, for- seti Bandaríkjanna, Hussein Jórdan- íukonungur og Hosni Mubarak, for- seti Egyptalands, að ekki væri hægt að reisa Rabin fegurri bautastein en að halda áfram á braut friðarins. „Skyggnumst um og skoðum þá mynd, sem við okkur blasir' í dag. Leiðtogar margra ríkja í Miðaustur- löndum og alls staðar að úr heimi hafa safnast hér saman í dag vegna Rabins. Við heyrum ekki lengur hans miklu og djúpu rödd, en það er hann, sem hefur kallað okkur hingað í nafni friðarins," sagði Clin- ton í minningarorðum sínum. Þjóðhöfðingjar og fulltrúar 80 ríkja, þar á meðal sex arabaríkja, voru 'við útförina, en af öryggis- ástæðum sendi Yasser Arafat, leið- togi Frelsissamtaka Palestínu- manna, PLO, háttsetta embættis- menn í sinn stað. Bróðirinn í vitorði Eytan Haber, aðstoðarmaður Rabins og ræðuritari um 35 ára skeið, las upp úr blóðugu söng- kveri, sem Rabin var með þegar Yigal Amir, 25 ára gamall lagastúd- ent og hatursmaður friðarsamning- anna við Palestínumenn, skaut hann tveimur skotum. Játaði Amir á sig verknaðinn, kvaðst hafa verið einn af verki en farið að skipun guðs. Að sögn ísraelsku lögreglunnar hefur bróðir Amirs, Hagai, viður- kennt að hafa breytt kúlunum, sem Amir notaði, til að þær yllu sem mestum skaða, en einnig er verið að kanna tengsl Amirs við samtök öfgamanna. Þá hefur verið fyrir- skipuð opinber rannsókn á því hvernig honum tókst að komast jafn nærri Rabin og raun ber vitni. Haft er eftir heimildum, að ör- yggisgæslan hafi fyrst og fremst miðast við að halda aröbum fjarri Rabin en ekki gyðingum. Sameinuð í sorginni Dauði Rabins hefur sameinað flesta ísraela í sorginni en sumir ísraelskir landnemar á Vesturbakk- anum sungu og dönsuðu til að fagna dauða Rabins. Aðrir hörmuðu hann og sögðust kvíða morgundeginum. ■ Rabin/20, 21 og á miðopnu Rabin kvaddur LEIÐTOGAR og fulltrúar 80 ríkja voru viðstaddir útför Yitz- haks Rabins, forsætisráðherra Israels, í Jerúsalem í gær. Næst- ir kistu hans, talið frá vinstri, eru Helmut Kohl, kanslari Þýska- iands, Roman Herzog, forseti Þýskalands, Boutros Boutros- Ghali, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, Hosni Mubar- ak, forseti Egyptalands, Bill Clin- ton, forseti Bandaríkjanna, Wim Kok, forsætisráðherra Hollands, Beatrix Hollandsdrottning og fyrir aftan kistuna er Shimon Peres, sem tekið hefur við for- sætisráðherraembættinu að fé- laga sínum föllnum. Á minni myndinni kveikir ísraelskur her- maður á kerti við þinghúsið þar sem kistan hvíldi á stalli þar til útförin hófst. Walesa boðar þingrof Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Póllands, herti enn kosningabaráttu sína í gær eftir að hafa náð meira fylgi í fyrri umferð forsetakosninganna á sunnudag en spáð hafði verið. Fylgi forsetans var innan við 10% fyrir nokkrum mánuðum en hann fékk 33,3% í fyrri umferðinni. Wal- esa etur kappi við Aleksander Kwasniewski, fyrrverandi komm- únista, í síðari umferðinni og féllst í gær á að þeir efndu til kappræðna í beinni sjónvarpsútsendingu. Walesa lýsti því ennfremur yfir að ef hann næði endurkjöri 19. nóvember yrði næsta markmið hans að ijúfa þingið, þar sem fyrrver- andi kommúnistar og bandamenn þeirra eru í meirihluta. ■ Walesa fékk meira/19 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra var vjðstaddur útför Yitzhaks Rabins fyrir íslands hönd. Davíð sagði að þeir erlendu ráðamanna, sem þarna voru samankomnir, hefðu haft mjög sterka tilfinningu fyrir þessum at- burði og hversu einstæður hann væri. Þarna hefðu verið margir, sem ættu ekki auðvelt með að hnika dag- skrá sinni, en hefðu komið með hálfs sólarhrings fyrirvara til að sýna stuðning sinn við vilja meirihluta ísraelsku þjóðarinnar og þessa fallna forystumanns sérstaklega. „Maður fann fyrir mjög sterkum tilfinning- um, ekki síst þegar barnabarn Rab- ins, fimmtán ára stúlka, flutti ræðu með miklum ágætum um tilfinninga- legt samband stúlku við afa sinn.“ „Athöfnin var afar sérstæð og áhrifamikil og gjörólík því sem við eigum að venjast varðandi útfarir þó að um þjóðarleiðtoga væri að ræða. Hún fór fram undir berum himni, mörg þúsund manns voru viðstaddir og mikill viðbúnaður af hálfu hers og lögreglu. Engu að síður var mjög hátíðlegur eða að minnsta kosti tilfinn- ingaþrunginn bragur á athöfninni. Það var ekki mikið um sálmasöng en meira um ræður, og þá jafnt ræður ættingja og for- ystumanna í Israel sem erlendra stórmenna," sagði forsætisráðherra. Tekst ekki að spilla fyrir friði Hann sagði að ef tilgangur tilræð- ismannsins hefði verið að spilla fyrir friði hefði það ekki tekist. „Ég held að þessi athöfn sendi mjög sterk skilaboð inn í þetta þjóðfélag og þessi atburður verði frekar til að styrkja stöðu þeirra, sem vilja leið sátta og friðar." Rabin og Davíð hitt- ust tvívegis í New York fyrir tilviljun í síðustu viku í kringum hátíðar- höld vegna afmælis SÞ. „Við settumst íjögur saman, við Rabin ásamt eiginkonum okkar, og töluðum í 30-40 mínútur þar til Jórdaníukonung- ur kom að. Þá stóðum við öll upp og ræddum saman nokkra stund. Daginn eftir vorum við í boði hjá framkvæmda- stjóra SÞ og töluðum mikið saman. Ég kynntist þessum manni dálítið öðruvísi við þessi tækifæri og gerði mér aðra mynd af honum. Hann var alvörugefinn en þó mjög eðlilegur í allri framkomu, áhugasamur og ræð- inn. Hann ræddi mjög um það, sem honum var efst í huga, stöðuna gagn- vart Sýrlandi og innanlands. Hann vissi töluvert um ísland og þekkti til þjóðar, efnahagslífs og ut- anríkismála. Hann sýndi áhuga á að sækja landið heim og vissi að ísland hafði verið aðili að tillögu um að Israel gengi í SÞ á sínum tíma. Vegna þessara nýlegu funda var það enn meira áfall að fá þessar fréttir svo skömmu síðar. Þjóðin treysti Rabin Rabin var fyrrum, stríðshetja og sigursæll hershöfðingi. Þjóðin treysti á dómgreind hans og að hann myndi ekki stefna hagsmunum hennar í tvísýnu. Þegar hann ræddi um þessi mál var það maður sem var búinn að gei'a upp við sig að ein leið væri fær og önnur ekki og hin færa yrði farin." Davíð Oddsson forsætisráðherra var við útför Yitzhaks Rabins Styrkir þá er vilja sættir Davíð Oddsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.