Morgunblaðið - 07.11.1995, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.11.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 1995 19 ERLENT Paul Edding- ton dó úr húðkrabba London. Reuter. BRESKI leikarinn Paul Eddington, sem fór með aðalhlutverk í sjón- varpsþáttunum Já, ráðherra! lést í London á laugardag á 69. aldursári. Eddington lék ráðherra og síðar forsætisráðherra í sjónvarpsþáttun- um. Margaret Thate’ner forsætisráð- herra hreifst svo mjög að þáttunum að hún lét sæma hann heiðursmerki bresku krúnunnar, CBE-orðunni. Banamein Eddingtons var fágætt afbrigði húðkrabba sem hann hafði glímt við í fjóra áratugi. Morðákæra á hend- ur Giulio Andreotti Perugia. Reuter. GIULIO Andreotti, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu, var á sunnudag ákærður fyrir að vera samsekur um morð og verður leiddur fyrir rétt ásamt þremur af alræmdustu glæpa- mönnum mafíunnar. Andreotti sagði ákæruna „harla lygilega" og kvaðst treysta á að sannleikurinn í málinu kæmi fram í réttarhöldunum. Andreotti er sagður hafa fyrirskip- að morð á ítalska rannsóknarblaða- manninum Mino Pecorelli ásamt Claudio Vitalone, fyrrverandi utan- ríkisviðskiptaráðherra, og tveimur mafíuforingjum, Gaetano Badala- menti og Pippo Calo, sem afplána nú fangelsisdóma. Mafíumorðinginn Michelangelo la Barbera var sakaður um að hafa framfylgt fyrirmælunum og myrt blaðamanninn í mars árið 1979. Sakborningamir fimm verða leidd- ir fyrir rétt 2. febrúar. Ákæran er byggð á vitnisburði fyrrverandi fé- laga í mafíunni. Einn þeirra, Tomm- aso Buscetta, hafði eftir öðrum maf- íuforingjanna, Badalamenti, að Andreotti hefði óttast að blaðamað- urinn vissi of mikið um ástæður þess að hryðjuverkamenn í Rauðu her- deildinni rændu og myrtu Aldo Moro, fyrrverandi 'forsætisráðherra, árið 1978. Andreotti var forsætisráðherra á þessum tíma. „Harla lygilegt" „Mér finnst þetta allt harla lygi- iegt, bæði þetta með mafíuna og Pecorelli," sagði Andreotti. „Sem borgari gengst ég samt undir vand- lega rannsókn dómaranna og treysti því að þeir komist að sannleikanum í málinu og vonandi ekki eftir mjög langan tíma.“ Andreotti er 76 ára og hefur þeg- ar verið leiddur fyrir rétt í Palermo á Sikiley, sakaður um að hafa verið pólitískur verndari mafíunnar. Reuter She- vardnadze lýsir yfir sigri EDÚARD Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, lýsti í gær yfir sigri í forsetakosn- ingunum í Georgíu á sunnu- dag. Talningu atkvæða var ekki lokið í gær en formaður yfirkjörstjórnar sagði að She- vardnadze hefði fengið 70% atkvæða á þeim kjörstöðum þar sem talið hafði verið. „Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst yfir stuðningi við fyrirhugaðar aðgerðir mínar til að bjarga landinu," sagði Shevardnadze. Myndin var tekin þegar talning hófst á kjörstað í Tbilisi. Fyrri umferð forsetakosningamia í Póllandi Fylgi Walesa varð meira en spáð var Varsjá. Reuter. LECH Walesa, forseti Póllands, varð í öðru sæti í fyrri umferð forsetakosn- inganna í Póllandi á sunnudag og fékk litlu minna fylgi en Aleksander Kwasniewski, sem var með mikið for- skot í byijun kosningabaráttunnar. Mikið kjörfylgi forsetans kom and- stæðingum hans og jafnvel stuðnings- mönnum á óvart. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Walesa 33,3% atkvæðanna og Kwasniewski 34,8%. Nokkrum mán- uðum áður höfðu margir talið að Walesa væri búinn að vera sem for- seti, enda fór fylgi hans niður í 6% samkvæmt skoðakönnunum. I fyrri umferð kosninganna fyrir fimm árum fékk hann rúm 39% atkvæðanna. Síðari umferð kosninganna fer fram 19. nóvember og þá verða Wa- lesa og Kwasniewski, sem er fyrrver- andi kommúnisti, einir í framboði. Ellefu aðrir frambjóðendur fengu alls um þriðjung atkvæðanna í fyrri um- ferðinni og búist er við harðri baráttu milli Walesa og Kwasniewski um þau á næstu tveimur vikum. Frétta- skýrendur telja að Walesa standi bet- ur að vígi í þeirri baráttu. Um 20% kjósendanna kusu aðra frambjóðend- ur sem teijast til miðju- eða hægri- manna og líklegt er að stór hluti þeirra styðji forsetann í síðari umferð- inni. Flestir frambjóðendanna voru áður bandamenn Walesa en sögðu skilið við hann eftir að hann var kjör- inn forseti árið 1990. Búist er við að þeir fylki sér um Samstöðuleiðtogann fyrrverandi til að koma í veg fyrir að fyrrverandi kommúnisti nái kjöri. Styðja Uffe Elle- mann Jensen Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR að Uffe Ellemann-Jensen frambjóðandi til starfs framkvæmda- stjóra Atlantshafsbandalagsins (NATO) hitti William Perry vamar- málaráðherra Bandaríkjanna þykir staða hans hafa styrkst. Perry ræddi ekki við Ruud Lubbers fyrrum forsæt- isráðherra Hollands, hinn frambjóð- andann, þegar hann var í Washington daginn áður en Ellemann-Jensen var þar. Danskir ijölmiðlar leiða að því lík- um að Uffe Ellemann-Jensen sé kjör- frambjóðandi bandarísku stjórnarinn- ar, sem ekki sé sátt við að Frakk- land, Þýskaland og England ákveði framkvæmdastjóraráðninguna upp á eigin spýtur. Samkvæmt Politiken sé Lubbers ekki jafn öruggur um útnefn- ingu, eins og ætla mætti. Ágreiningur Evrópulandanna og Bandaríkjanna gæti orðið til þess að hvorki Lubbers né Ellemann-Jensen verði valinn, heldur einhver þriðji maður, svo út- nefningin verði ekki sigur fyrir annan og ósigur fyrir hinn. SPARISJOÐIRIMIR SYIMA VIÐSKIPTAVINUM SÍNUM NOTALEGT VIÐMÓT HEIMABANKI Heimabanki Sparisjóöanna mætir kröfum nútímans um skýrt og myndrænt notendaviömót. þegarþérhentar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.