Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 09.11.1995, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar HÍ Morgunblaðið lesa dag- lega 62% þjóðarinnar MORGUNBLAÐIÐ er mest lesna dagblað landsins og lesa að meðal- tali 62% þjóðarinnar blaðið dag- lega samkvæmt fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands, sem gerð var vikuna 13. til 19. október og birt í gær. Þetta er sama lesendahlutfall og kom fram í könnun, sem gerð var í mars, en þá hafði lesendum fjölgað um 5% á sex mánuðum. Samkvæmt könnuninni lesa að meðaltali 48% Dagblaðið-Vísi, eða 3% fleiri en kváðust lesa DV í mars. 11% kváðust lesa Helgar- póstinn, sem kemur út' á fímmtu- dögum. Morgunblaðið var mest lesið alla útgáfudaga, sem könnunin tók til, jafnt meðal karla sem kvenna og af öllum aldurshópum. Daglega lásu milli 59% og 65% aðspurðra blaðið og mest var það lesið föstu- dag og sunnudag. 77% þeirra, sem þátt tóku í könnuninni, sögðust lesa Morgun- blaðið „eitthvað í vikunni“ og þrír fjórðu þátttakenda í Reykjavík og á Reykjanesi kváðust lesa það daglega. 70% kváðust hafa séð DV í vikunni og 11% eitthvað lesið Helgarpóstinn. Ríkissjónvarpið með forskot Fleiri kváðust „einhvem tímann" hafa stillt á Ríkissjónvarpið, en Stöð 2 á landinu öllu, og munaði 11 prósentustigum þegar litið er á vikuna í heild. Þegar aðeins er litið á þá, sem hafa myndlykla snerist dæmið við. Einstaka daga hafði Stöð tvö nokkra yfirburði, en 96 af hundraði kváðust einhvem tím- ann hafa stillt á hana vikuna, sem könnunin var gerð, en 93% Ríkis- sjónvarpið. í mars höfðu 83% ein- hvem tímann stillt á Stöð 2, en 94% einhvem tímann stillt á Ríkis- sjópvarpið. í mars hafði þátturinn Á tali í umsjón Hermanns Gunnarssonar yfirburði og höfðu 49% horft á hann vikuna, sem könnunin var gerð. Könnunarvikuna í október náðu aðeins fréttir Ríkissjónvarps- ins meira en 40% áhorfi, en þó ekki alla þá daga, sem könnunin var gerð. Fréttatími Stöðvar 2 náði mest 38% áhorfí. Enginn þáttur náði 30% áhorfenda utan Happ í hendi í umsjón Hermanns Gunnars- sonar og Unnar Steinsson, grín- þátturinn Radíus og fréttatengdi þátturinn Dagsljós, sem em í Ríkis- sjónvarpinu. Könnunin tók einnig til útvarps- stöðva. Umrædda viku höfðu 70% aðspurðra á landinu öllu einhvern tímann stillt á Rás 2, 58% á Bylgj- una, 52% á Rás 1, 29% á FM 95,7, 21% á Aðalstöðina og 15% á X-ið. Könnun Félagsvísindastofnunar var í dagbókarformi og náði til notkunar sjónvarps og útvarps og lestrar dagblaða vikuna 13. til 19. október. Hún var unnin fyrir DV, Morgunblaðið, Helgarpóstinn, ís- lenska útvarpsfélagið hf., Ríkisút- varpið, Samtök auglýsenda og Samband íslenskra auglýsinga- stofa. Tekið var úrtak 1.500 manna á aldrinum 12 til 80 ára og þátttak- endur fengu sendar dagbækur til að fýlla út. 906 dagbækur vom sendar til baka, eða 63,4% af heild- arúrtaki. Að sögn Félagsvísinda- stofnunar endurspeglar úrtakið aldurs- og búsetuskiptingu þjóðar- innar. Lestur dagblaða í viku í október 1995 Landsliðsþjálfarinn í handknattleik Minna hlut- verk dómara Þorbjörn Jensson ORBJÖRN var lengi í eldlínunni sem leik- maður og fyrirliði íslenska landsliðsins í mörg ár. Hann segist horfa öðr- um augum á leikinn eftir að hann gerðist þjálfari. „Maður ber einhvern vegin meira skynbragð á leikinn núna og hugsar þetta allt öðmvísi og neyðist sjálfsagt til þess vegna þess að mað- ur er ekki inná vellinum. Ég reyni að koma þessu til skila til leikmanna minna.“ Talsvert hefur verið rætt um þátt dómara í hand- knattleik að undanförnu og einnig um að iið hagræði jafnvel. úrslitum leikja. Er ástandið svipað núna og þegar þú varst leikmaður? „Já, já. Það má eiginlega segja að allt í kringum handboltann sé svipað og þegar ég var leikmaður. Það sem hefur ef til vill tekið mestum breytingum era þjálfunaraðferðir. Menn eru farnir að gera meiri rannsóknir en áður var.“ Eru „austantjaldsaðferðirnar" á undanhaldi? „Já, ég held það. Ég þekki þær aðferðir einna best, en ég þekki einnig þær aðferðir sem beitt er fyrir vestan, var meðal annars í Svíþjóð hjá mjög góðum þjálfara og svo lærði maður auðvitað af mönnum eins og Hilmari Björns- syni sem fékk sína þjálfaramennt- un í Svíþjóð. Hvað sjálfan mig varðar hef ég reynt að blanda þessum aðferðum saman og það er óhemjumargt sem ég hef lært um hvernig á ekki að gera.“ Skrifaðir þú hjá þér æfingar og annað á meðan þú varst leik- maður? „Já,.það gerði ég og líka hvern- ig mér hafí fundist æfíngamar og ég nota það talsvert og þegar ég er að búa til æfingaseðil þá spyr ég sjálfan mig hvort ég hefði látið bjóða mér þetta á sínum tíma, og það vegur rosalega þungt hjá mér. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að leikmenn hér em ekki atvinnumenn og þeir eru í íþróttum vegna þess að þeir hafa gaman af íþróttinni. Þetta hef ég lært í gegnum árin því ég hef lif- að hrikalega leiðinlegar stundir í handboltanum, sérstaklega þegar Bogdan [Kowalczyk] var með okkur — en maður lét sig hafa það.“ Finnst þér eðlilegt að lið og dómarar í handboltanum ákveði ef til vill hvernig leikir eigi að enda? „Nei, það sér auðvitað hver viti borinn maður að þetta er ekki eðlilegt ástand. Ég hef verið þeirrar skoðunar í mörg ár að það þurfi að hræra ærlega upp í Alþjóðahandknattleiks- sambandinu [IHF]. Mér er sagt að umræða um hinar og þessar breytingar komi upp innan IHF, en íhaldssemin er mikil þar og því ganga breytingar mjög seint í gegn, ef þær þá gera það. Fyrir mörgum, mörgum árum fóru Rússar fram á að lið yrðu skipúð fjórtán leikmönnum, yrðu sem sagt tvö lið. Þessi umræða hefur oft komið upp hjá IHF en margar þjóðir voru á móti þessu og töldu að Rússar myndu bara mæta með tvö lið og þar með yrðu hin liðin afgreidd. Þetta fínnst mér afskap- lega þröngur hugsunarháttur. Ég vil sjá meiri breytingar á leiknum. Ég vil fá skotklukku þannig að dómararnir þurfí ekki að vega og meta hvenær á að ► Þorbjörn Jensson er fæddur í Vesturbænum 7. september 1953. Hann byrjaði í handbolta hjá Val 11 ára, lék með Þór á Ákureyri í nokkur ár, aftur í Val og siðan til Svíþjóðar 1986 þar sem hann lék í tvö ár. Síð- ustu sex árin hefur hann þjálfað Val með góðum árangri en tók við íslenska landsliðinu i sumar. Þorbjörn er rafvirki og hefur unnið við þá iðn á Landspítalan- um í rúm 15 ár en er nú í tveggja ára leyfi. Hann er giftur Guð- rúnu Kristinsdóttur og eiga þau tvö börn, 23 ára stelpu og 14 ára strák. dæma leiktöf og skotklukka mun skilja betur á milli góðu og lélegu liðanna. Ég vil líka hefja leik eftir mark frá markinu, ekki byija á miðju, og ég æfí mikið þannig því þá verður leikurinn hraðari og mér fínnst þetta koma mjög vel út. En því miður er mjög erfítt að fá svona breytingar í gegn í alþjóðaboltanum." Hefur þú lent illa í dómurum? „Nei, ég hef reyndar ekki lent í mjög miklum sveiflum á milli leikja en þegar við Valsmenri lent- um á móti Essen um árið töpuðum við í Þýskalandi með átta eða níu mörkum og þar voru frægir dóm- arar, Jug og Jeglic. Ég sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að þegar ég hefði séð hvaða dómarar voru mættir, hefði ég vitað að við yrðum fimm mörkum undir. Þetta vakti ekki mikla kátínu, en mér fannst það allt í lagi, því ég hef ógeð á svona löguðu. Sport- ið er leikur sem allir eiga að hafa gaman af og ég hef oft sagt að sá sem er klókari og meiri refur, hann vinn- ur, en ekki sá sem er heppnari með dómara. Svona vil ég hafa það en vil alls ekki þurfa að hafa einhveija menn sem mað- ur verður að klappa á bakið fyrir leik og biðja þá um að hugsa vel til sín á meðan leikurinn er. Það er sjúkt.“ Það virðast allir sammála um að þarna sé pottur brotinn, en hvað er til ráða? „Ég held að það sé heillavæn- legast að minnka hlutverk dóm- ara. Það verður að leggjast yfír leikinn og fínna út einveija aðferð þannig að ákvarðanataka dómar- anna verði alltaf minni og minni. Haldboltinn er þannig leikur að dómarararnir geta ráðið ansi miklu um hvernig leikurinn þróast og ég held að það verði að minnka hlutverk þeirra." Það þarf að hræra ærlega upp íIHF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.