Morgunblaðið - 09.11.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 19
ERLENT
Franska sljórniii býr sig undir sparnað í velferðarkerfinu
Boðar atlögii gegii
fjárlagahallanum
París. Reuter.
Reuter
JACQUES Chirac, forseti Frakklands (fyrir miðju), ásamt Al-
ain Juppe forsætisráðherra (2. t.v.) og fleiri ráðherrum í nýju
stjórninni.
BA gert
að greiða
gíslum
bætur
FRANSKUR dómstóll úr-
skurðaði í gær að British
Airways bæri að greiða 61
frönskum farþega skaðabætur
vegna gíslingar þeirra í Kúveit
eftir innrás íraka árið 1990.
Farþegarnir sökuðu flugfélag-
ið um að hafa flutt þá til Kúv-
eits nokkrum klukkustundum
eftir innrásina. Flugfélaginu
var gert að greiða hveijum
farþega jafnvirði 5,2-7,8 millj-
óna króna.
Mokaba
kærður fyrir
skotárás
SUÐUR-afríski blökkumaður-
inn Peter Mokaba, einn af
þekktustu þingmönnum Afr-
íska þjóðarráðsins (ANC),
særði í gær hvítan bílstjóra
og kærði síðan lögreglumann
fyrir ofbeldi. Bflstjórinn kærði
Mokaba fyrir morðtilraun eftir
að hafa særst á hendi. Þing-
maðurinn kvaðst aðeins hafa
skotið tveimur viðvörunarskot-
um upp í loftið með skamm-
byssu þegar þeim sinnaðist.
Þegar þingmaðurinn hélt
inn í lögreglustöð til að biðja
um aðstoð fór hann inn um
rangar dyr og lögreglumaður,
sem kvaðst hafa séð „óþekkt-
an blökkumann með byssu“, ■>
sló hann í höfuðið.
Mokaba á sæti í fram-
kyæmdastjórn ANC og nýtur
mikilla vinsælda meðal stuðn-
ingsmanna flokksins. Hann
féll hins vegar í ónáð hjá
flokksforystunni skömmu fyrir
afnám aðskilnaðarstefnunnar
fyrir að ávarpa stuðningsmenn
sína með vígorðinu „Drepum
Búana!“
Reynt að
myrða
Savimbi?
UNITA, hreyfing uppreisnar-
manna í Angóla, kvaðst í gær
hafa hand-
samað fjóra
suður-afríska
málaliða, sem
hefðu játað
að hafa ætlað
að mýrða
Jonas Sav-
imbi, leiðtoga
hreyfingar-
innar. Fregn-
ir hafa hermt að suður-afrískir
málaliðar hafi starfað fyrir
stjórnarher Angóla, en margir
þeirra börðust með UNITA í
borgarastyijöldinni á síðasta
áratug.
Varað við
mengun
í París
YFIRVÖLD í París ráðlögðu í
gær börnum og gömlu fólki
að varast að vera of lengi úti
við vegna mengunar sem
magnaðist sökum kulda. Yfír-
völdin sögðu að kuldinn og
lognið kæmu í veg fyrir að
niturdíoxíð í útblæstri bíla
eyddist. Þetta er þriðji dagur-
inn í röð sem varað er við
mengun í borginni.
NY STJÓRN Alains Juppe, forsæt-
isráðherra Frakklands, hóf störf í
gær og nýi atvinnu- og félagsmála-
ráðherrann lofaði að minnka vax-
andi halla ríkissjóðs vegna velferð-
arkerfisins. Jacques Chirac forseti
lagði áherslu á að leggja þyrfti til
atlögu gegn fjárlagahallanum til
að stuðla að vaxtalækkunum og
fjölga störfum.
Jacques Chirac stjórnaði fyrsta
fundi ríkisstjórnarinnar, sem er
skipuð 32 ráðherrum í stað 41 áð-
ur. Alain Juppe viðurkenndi að
stjórnin ætti erfitt verk fyrir hönd-
um og búist er við að áform henn-
ar um breytingar á velferðarkerfinu
mæti harðri andstöðu verkalýðsfé-
laga og á þinginu.
Jacques Barrot, atvinnu- og fé-
lagsmálaráðherra, lofaði að ein-
beita sér að því verkefni að minnka
tekjuhalla velferðarkerfisins um
rúman helming á næsta ári og eyða
honum alveg árið 1997. Hann neit-
aði hins vegar að svara spurningum
um hvort hann hygðist hækka sér-
stakan tekjuskatt, sem nemur nú
2,5% og er lagður á flesta skatt-
greiðendur. Þessi skattur fjár-
magnar heilbrigðiskerfið, greiðslur
til fjölskyldna og lífeyrisgreiðslur.
Forystumenn verkalýðssamtak-
anna fögnuðu þeirri ákvörðun að
fela einum ráðherra að semja um
þessar breytingar, en þær heyrðu
áður undir þijá ráðherra. Þeir
sögðu að Barrot væri betri viðsemj-
andi en hinir ráðherrarnir tveir.
Vonast eftir vaxtalækkunum
Chirac hafði áður boðað áherslu-
breytingu í efnahagsmálum, fallið
frá því að baráttan gegn atvinnu-
leysi hefði forgang, eins og hann
lofaði í kosningabaráttunni, og sagt
að fyrst þyrfti að minnka fjárlaga-
hallann. Forsetinn áréttaði þetta
eftir fundinn í gær. „Við getum
ekki barist gegn atvinnuleysinu ef
við leggjum ekki til atlögu gegn
hallanum og skuldum ríkissjóðs."
Stjórnin verður að minnka hall-
ann úr 5% af vergri þjóðarfram-
leiðslu í 3% árið 1997 til að full-
nægja skilyrðum um aðild að mynt-
bandalagi Evrópusambandsins.
Hlutabréf héldu áfram að hækka
í verði í gær þar sem fjármálamenn
vonast til að aðhaldsstefna stjómar-
innar leiði til vaxtalækkana.
Flest dagblaða Frakklands komu
ekki út í gær vegna verkfalls prent-
ara en þau fáu blöð sem sluppu
við verkfallið sögðu að nýja stjórn-
in gæfi Chirac og Juppe nýtt tæki-
færi til að endurheimta traust kjós-
enda.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var á þriðjudag, hefur fylgi
Chiracs og Juppe aukist að nýju
eftir að hafa farið síminnkandi frá
því að forsetinn var kjörinn fyrir
sex mánuðum. Óvinsældirnar eru
einkum raktar til óánægju með
efnahagsástandið, nýja skatta,
frystingu launa opinberra starfs-
manna, mikið atvinnuleysi og minni
hagvöxt.
Ihugar
framboð
DIMITRA Papandreou, eigin-
kona Andreas Papandreou, for-
sætisráðherra Grikklands, hefur
komið af stað pólitískum deilum
í Grikkiandi eftir að hún greindi
frá því í fyrradag að hún skamm-
aðist sín ekki fyrir nektarmyndir
af sér, sem undanfarið hafa birst
í grískum blöðum og tímaritum.
Þá sagði frú Papandreou að hún
íhugaði að bjóða sig fram í kosn-
ingum.
------------
Mótmæli
á Spáni
Almeria. Reuter.
ALLT að 15.000 sjómenn og bænd-
ur á Suður-Spáni lokuðu vegum í
gær til að mótmæla viðskiptasamn-
ingi ESB við Marokkó.
Samkvæmt samningnum verður
Marokkó leyft að flytja meira af
ávöxtum, grænmeti og blómum til
ESB-ríkja gegn því, að gengið verði
frá nýjum fiskveiðisamningi. Með
það eru bændur á Spáni óánægðir.
Sljómmálin í Miðausturlöndum
Löng saga til-
ræða og morða
Nikosiu, Jerúsalem. Reuter.
ÞRISVAR í 47 ára sögu ísraels
hefur með vissu verið gerð morð-
tilraun við forsætisráðherra
landsins en aðeins tilræðið við
Yitzhak Rabin tókst. Morðárásir
á ráðamenn í Miðausturlöndum
hafa á hinn bóginn verið tíðar
síðustu áratugina og margar
þeirra hafa tekist. Margsinnis
hefur verið reynt að ráða Hussein -
Jórdaníukonung af dögum og hef-
ur hann stundum sloppið svo
naumlega að jaðrar við krafta-
verk.
Árið 1949 komst 23 gamall
gyðingur með vélbyssu inn í bráð-
birgðaaðsetur ísraelska þingsins
og beindi henni að Davíð Ben-
Gurion forsætisráðherra en nær-
stöddum tókst að yfirbuga mann-
inn. Hann mun hafa verið veill á
geði og haldinn trúarofstæki.
1957 fleygði ofstækisfullur
hægrisinni, Moshe Dweik, hand-
sprengju að bekkjum ríkisstjórn-
arinnar í þinginu. Ben-Gurion,
Golda Meir utanríkisráðherra og
tveir aðrir ráðherrar særðust,
annar þeirra alvarlega. Dweik var
dæmdur í 15 ára fangelsi.
Í september 1971 myrtu liðs-
menn palestínska hópsins Svarta
september forsætis- og varnar-
málaráðherra Jórdaníu, Wasfi at-
Tal. Þetta gerðist skömmu eftir
að her Jórdaníu hafði verið látinn
ganga milli bols og höfuðs á uppi-
vöðslusömum skæruliðahópum
Palestínumanna með aðsetur í
landinu.
Sadat tók mikla áhættu
Hinn 6. október 1981 var Ariw-
ar Sadat Egyptalandsforseti við-
staddur mikla hersýningu í Kaíró
til að minnast stríðs araba við
ísrael 1973. Hópur liðsforingja í
hernum úr bönnuðum samtökum
ofsatrúarmanna, íslamska jihad,
taldi Sadat vera svikara við mál-
stað araba. Liðsmenn hópsins
skutu á forsetann á sýningunni
og urðu honum að bana.
Sadat var gamall baráttumaður
gegn stofnun Ísraelsríkis og tókst
að bæta mjög sjálfsálit Egypta
með stríðinu 1973. Það var fyrsta
viðureign araba og ísraela þar
sem hinir fyrrnefndu áttu nokk-
urn veginn í fullu tré við andstæð-
inginn þótt oft hafi verið bent á
að stórveldin hafi skorist í leikinn
og komið á vopnahléi er halla tók
á Egypta.
Sadat hafði brotið bjað í sögu
samskipta araba og ísraela er
hann fór í friðarför til Jerúsalem
árið 1977 og ávarpaði ísraelska
þingið. Tveim árum siðar undirrit-
aði hann ásamt Menachem Begin,
ANWAR Sadat ásamt Menachem Begin, fyrrverandi
forsætisráðherra ísraels.
forsætisráðherra ísraels, friðar-
samning þjóðanna tveggja í Camp
David í Bandaríkjunum fyrir til-
stuðlan Jimmys Carters Banda-
ríkjaforseta.
1981 voru forseti og forsætis-
ráðherra írans, þeir Mohammad
Ali Rajai og Mohammad Javad
Bahonar, myrtir í sprengjutilræði
í Teheran.
1982 var nýkjörinn forseti Líb-
anons, Bashir Gemayel, myrtur í
sprengjutilræði.
1987 lést forsætisráðherra Líb-
anons, Rashid Karami, er
sprengja tætti í sundur herþyrlu
sem hann var farþegi í.
1989. Enn einn líbanskur ráða-
maður myrtur, í þetta sinn Rene
Muawad forsætisráðherra er varð
fórnarlamb bílsprengju.
1992. Ijóðhöfðingi Alsírs, Mo-
hamed Boudiaf, skotinn til bana
er hann var að vígja menningar-
setur. Hann var í útlegð í 27 ár
en herforingjarnir sem ráða Alsír
kölluðu Boudiaf heim í von um
að honum tækist að vinna sigur
á samtökum bókstafstrúarmanna
múslima.