Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 27

Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 27 LISTIR SIGURÐUR Bragason og Bjarni Jónatansson Eftirtektarverðir tónleikar ís- lensks baritons BORIST hefur gagnrýni um tón- leika Sigurðar Bragasonar og Bjarna Jónatanssonar sem þeir héldu í september síðastliðnum í Buenos Aires. Tónlistargagnrýn- andinn Carlos Alberto Vera skrifar um þá félaga: „Hinn íslenski bariton Sigurður Bragason bauð upp á þann seinni af sínum snjöllu tónleikum á alþjóð- legu nútímatónlistarhátíðinni Encu- entros ’95. Með honum lék annar afburða túlkandi Bjarni Jónatans- son. Konsert söngvarans og píanóleik- arans var að mestu tileinkaður sí- gildri, nútíma og þjóðlegri íslenskri tónlist eftir helstu tónskáld þjóðar- innar, er nú heyrðist í fyrsta skipti í Argentínu. Eftir Jón Leifs, einn af frum- kvöðlum íslenskrar tónlistar, söng söngvarinn tvö falleg lög á frum- málinu, Máninn líður og Vögguvísu, síðan söng hann lag frá hinu fjar- læga austri um móður sem er að hugga son sinn í Víetnam (Róa róa rambinn, Jónas Tómasson yngri ) í huga mínum kyssi ég þig og strýk hár þitt, söng Sigurður á blíðlegan hátt í laginu Gamalt ljóð eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Eftir það komu tvö lög eftir Árna Bjömsson, Rökk- urljóð og Við dagsetur, tveir litlir gimsteinar þar sem söngvarinn túlkaði alla hina samanþjöppuðu spennu og innra líf ljóðanna. Eitt af áhrifamestu andartökum kvöldsins kom með laginu Þótt form þín hjúpi graflín eftir Jón Ásgeirs- son. Þá kom lagaflokkur eftir Atla Heimi Sveinsson með fyndnum alle- goríum eins og um köttinn sem kemur frá London og heldur því stoltur fram að hann hafi verið að veiða mýs í höllu drottningar. Eftir Atla Heimi söng baritonsöngvarinn einnig lagið um stúlkuna og hið rómantíska lag Sumarnótt. Hann frumflutti þijú lög eftir Ríkarð Örn Pálsson, Cesar og Rubico, Robinson Cruso, og hið bráðfyndna Hillary á Everest. í lokahluta tónleikanna söng hann Canciones para ninos eftir Terzian og eftir Jón Leifs söng hann Söngva Sögusinfóníunnar sem túlkaðir voru af dramatískri innlif- un, með söng og píanóleik, tveggja sannra listamanna. Gerð kynningarefnis styrkt MYNDLISTARSJ ÓÐUR íslands hefur auglýst eftir umsóknum um styrki til myndlistarmanna til þess að stuðla að gerð kynningarefnis í tengslum við myndlistarsýningar einstaklinga á tímabilinu 1995- 1997. Sjóðurinn var stofnaður árið 1987 og er byggður á fylgiréttar- gjöldum sem innheimtast af öllum þeim verkum sem seld eru á upp- boðum eða eru endurseld í galleríum í atvinnuskyni. Þetta er í fyrsta skipti sem auglýst er eftir umsækj- endum um styrki og sagði Sigur- laug Löfdal, starfsmaður sjóðsins, að styrkirnir, sem verða sennilega átta og hver um 50.000 krónur, væru einungis ætlaðir til að létta undir með listamönnum sem ætla að halda sýningar. „Það þarf að semja og gefa út heilmikið af kynningarefni þegar sýning er haldin og allt kostar það peninga sem getur verið erfitt fyr- ir listamanninn að afla. Það getur kostað á bilinu frá 50.000- 300.000 krónur að halda sýningu og styrkurinn á að létta mönnum þá byrði.“ ' s- < l A * t I arde; KYMNIMG Kynning áARDEN snyrtivörum í Hygea Kringlunni, dagana 9. og 10. nóvember frákl. 13-18. 20% kynningarafsláttur. 3 nýjar tegundir af andlitsfarða svo nú er ARDEN með 5 gerðir af mismunandi farða. Ein þeirra hentar þér örugglega. Einnig nýr ilmur frá ARDEN True Love. Óvœntur glaðtiitigur. H Y G E A dnyrtivöruverjlun Skefur þú r • rT w r / i þættinum hjá Hemma? Fáðu þér „Happ í Hendi" skafmiða fyrir föstudagskvöldið og taktu þátt í leiknum. Þú getur líka unnið flBB i^aaasKtfA strax • p Fjöldi aukavirminga dreginn út í þættinum Skafðu fyrst og horfðu svo! Samvliuiuterálr Linðsýii

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.