Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 39 Fréttaauki frá Lyfja- verslun Islands hf. ÞAÐ MÁTTI vart tæpara standa fyrir Jón Þorstein Gunnars- sonar að fá grein sína birta í Morgublaðinu föstudaginn 3. nóvem- ber sl. undir fyrirsögn- inni „Hvað er að frétta af starfsemi Lyfja- verslunar íslands?“ Ástæða þess er sú að einmitt daginn áður hafði 1. tbl. fréttabréfs Lyfjaverslunarinnar, sem hlotið hefur nafnið „Lyfseðill", verið póst- lagðt til hluthafa og viðskiptamanna. Gefin munu verða út 3 tölublöð á ári. í greininni fullyrðir Jón einnig að fyrstu níu og hálfan mánuðinn hafi hluthafar ekki fengið sendar neinar upplýsingar frá félaginu. Þetta er beinlínis rangt og fram sett gegn betri vitund. Þann 29. maí sl. sendi Lyfjaverslun Islands ársskýrslu félagsins þar sm ítarlega er skýrt frá starfsemi, niðurstöðu stjórnarkjörs ogþær lagabreytingar sem samþykktar voru á fundinum til hluthafa. í lok ágúst sendi Lyfjaverslun íslands frá sér fréttatilkynningu til allra stærstu fjölmiðla landsins um afkomu fyrri hluta ársins 1995. Jón sakar stjómendur Lyfjaversl- unar íslands hf. um að láta frá sér „ófaglegar og blekkjandi upplýs- ingar“. Varðandi þetta efni vísast til hjálagðs minnisblaðs endurskoð- anda félagsins. Það er undirrituðum lítt skiljanlegt að hluthafi, sem hlot- ið hefur 57% ávöxtun af fjárfest- ingu sinni yfir aðeins átta mánuða tímabil, skuli á opinberum vettvangi ófrægja félag sitt og jafnframt verða uppvís að því að fara með hrein ósannindi í þessari viðleitni sinni. Oft skiptir ekki máli hver í hlut á og þótt skrifín séu ótrúverð- ug þá skaða þau ímynd þess sem fyrir þeim verður. í þessu tilviki skaða þau Lyijaverslun íslands og þar með hagsmuni allra hluthafa. Minnisblað Stefáns Svavarssonar endurskoðanda, dagsett 5. nóvem- ber sl., fer orðrétt hér á eftir: „Að ósk þinni [Þórs Sigþórsson- ar] hef ég tekið saman eftirfarandi umsögn um skrif Jóns Þorsteins Gunnarsson- ar, rekstrarhagfræð- ings, um fjárhagsleg málefni fyrirtækisins eins og þau birtust í grein eftir hann í Morg- unblaðinu 3. nóvember sl. Tvennt gerir Jón að umtalsefni í þessu sam- bandi. í fýrsta lagi heldur hánn því fram að hagnaður á fyrri helmingi árs 1995 hafí verið rýrari en fyrir sama tímabil 1994 þrátt fyrir aukningu í veltu og fyrirtækið hafí látið ógert að skýra frá því. Og Jón ýjað að því fýrirtækið hafí látið ógert að skýra frá því. Jón ber saman hagn- að fyrirtækisins að íjárhæð 30,6 milljónir fýrir fyrstu sex mánuði ársins 1995 við hagnað fyrir sama tímabil á árinu 1994 en þá var hann 37,1 milljón króna. Þessi sam- anburður er órökréttur og til þess eru tvær ástæður. Önnur er sú að óreglulegar tekjur að fjárhæð 20,5 milljónir króna eru innifaldar í 37 milljónunum, fyrir árið 1994. Þann- ig var hagnaður af reglulegri starf- semi 16,5 milljónir á árinu 1994, þ.e. fyrir sex mánuði, en sambæri- legur hagnaður var 34 milljónir króna á árinu 1995 fýrir sama tíma- bil. Hagnaðurinn sem sambærilegur er hafði því aukist um 113% en ekki dregist saman um 16% eins og Jón heldur í raun fram. Hin ástæðan er sú að Jón lætur ógert að skýra frá því að reiknaðir skatt- ar að fjárhæð 3,5 milljónir króna eru færðir í rekstrarreikning fyrir fyrri helming 1995 en hins vegar voru engir skattar tilfærðir í upp- gjöri fyrir sama tímabil 1994, enda var fyrirtækið ekki skattskylt af starfsemi sinni þá. Niðurstöðutölur rekstraiTeiknings fyrir umrædd tímabil eru því ekki samanburðar- hæfar að þessu leyti. í öðru lagi ræðir Jón um þann samanburð fyrirtækisins á hagnaði fyrir fyrri helming 1995 og seinni hluta árs 1994, sem gerður er að umtalsefni í fréttatilkynningu þess. Slíkur samanburður finnst Jóni Það er lítt skiljanlegt, segir Þór Sigþórsson, að hluthafi, sem hlotið hefur 57% ávöxtun, skuli ófrægja félag sitt. greinilega óeðlilegur. Því er til að svara að hlutafélag um rekstur fyrirtækisins var stofnað 1. júlí 1994. Þannig er ljóst að frá stofn- un félagsins liggja aðeins fyrir tvö sex mánaða tímabil. Það var af þeim sökum sem samanburðarfjár- hæðir í rekstrarreikningi fyrir fyrri hluta 1995 voru fyrir seinni hluta árs 1994. Félagið varð almennings- hlutafélag þegar ríkissjóður hafði selt helming af sínum hlut í félag- inu síðla árs 1994 og að mínum dómi er ekki við hæfí að birta til samanburðar reikningsskil fyrir tímabil fyrir stofnun félagsins, enda var rekstrarformið allt annað. Hitt er svo annað mál að í útboðs- gögnum vegna stofnunar hlutafé- lagsins var að sjálfsögðu eðlilegt að birta reikningsskil um rekstur þegar fyrirtækið var í eigu ríkis- ins. Þá er. einnig á það að líta að engar meiriháttar sveiflur eru í rekstri fyrirtækisins; hann er í öll- um meginatriðum jafn á milli árs- hluta. Við slíkar aðstæður er auk- inheldur ekki ástæða til þess að óttast að samanburður á milli fyrri og seinni hluta árs getið verið vill- andi; svo er ekki. Þá þykir rétt að benda á að sérstaklega var tekið fram í fréttatilkynningu fyrirtæk- isins að afkoman fyrir seinni hluta árs 1994 væri rýrari en á fyrri hluta 1995, þar sem nokkur röskun á starfseminni fylgdi endurbygg- ingu verksmiðjunnar sem þá fór fram, þ.e. á seinni hluta ársins 1994. Frásögn fyrirtækisins er því að mínu mati upplýsandi og saman- burðurinn í stuttri tilkynningu eins skýr og búast mátti við.“ Höfundur er forstjóri Lyfjaversl- unar íslnnds og jafnframt hlut- hafi. Þór Sigþórsson Áróðursbarátta stúdenta _ HAGSMUNABAR- ÁTTA stúdenta hefur löngum verið áberandi í þjóðfélaginu. Á seinni árum hefur þó sífellt borið meira á því hversu langt stúdentar þora að ganga í svigur- mælum á hendur þeim sem landinu stjóma. Það er e.t.v. ekkert nýtt að menn séu hér ókurteisir, en það er áberandi hversu ákveðnir aðilar hafa orðið fyrir aðkasti og jafnframt óhróðri af völdum stúdenta og jafnvel menntaskóla- nemenda. Þetta á m.a. við fyrrver- andi menntamálaráðherra, Ölaf G. Einarsson. Allt frá því að fyrrverandi menntamálaráðherra tók til starfa og þar til hann skipti um starfsvett- vang var Stúdentablað Háskóla Is- lands notað m.a. í þeim tilgangi að koma á hann óhróðri. Sannleikurinn er nefnilega sá að stúdentar heyja ekki lengur hagsmunabaráttu held- ur frekar áróðursbaráttu. í apríl síðastliðnum, þegar nýr menntamálaráðherra hafði tekið við störfum, birtist síðan lokaóhróður um fyrrverandi ráð- herra menntamála. Stúdentablaðinu fannst gréinilega ekki nóg komið. Þar var birt mynd af menntamála- ráðherra og undir myndinni var texti á þessa leið: „Ef myndin prentast vel, má sjá Ólaf G. Einarsson, menntamálaráð- herra(?), fyrir miðri mynd með landsföður- legt yfirbragð og ráð- herrasvip (hefur áhuga en litla þekkingu)." Hér er aðeins um táknrænt dæmi að ræða þar sem búið var að hamra á sama boðskapnum um langa tíð. Allt vegna þess að ekki var sagt já og amen við flestum kröfum stúd- enta. Vitanlega prentaðist umrædd mynd afskaplega vel, en þeim mun betur var ljóst að verið var einfald- lega að gera grín að umræddum aðila með illkvittni í huga. Ólafur G. Einarsson gerði margt nytsamlegt í sinni ráðherratíð þótt ekki væri allt jafnvinsælt. Það af- sakar þó á engan hátt illkvittni og ókurteisi stúdenta. Í sama blaði stúdenta frá apríl Ekkert afsakar þann * óhróður, segir Olafur Reynir Guðmundsson, sem hefur komið fram í blöðum stúdenta. síðastliðnum var birt ályktun frá því æruverðuga félagi Mími, félagi stúdenta í íslenskum fræðum við H.í . Sú ályktun var á þá leið að aðalfundur Mímis teldi mennta- málaráðherra ekki njóta trausts félagsins. Ekki veit ég hvort hrikt hafi í stoðum þáverandi ríkisstjórn- ar vegna ummæla aðalfundar Mím- is, en yfírlýsingin sýnir þó glögg- lega hvað menn líta stórt á sig. Það er mjög alvarlegt að stúdent- ar skuli ekki sjá sóma sinn í því að vera kurteisir gagnvart æðstu ráðamönnum þjóðarinnar. Menn getur greint á um ýmislegt en það er ekkert sem afsakar þann óhróður sem hefur komið fram í blöðum stúdenta. Allt skapast þetta þó af taumlausu agaleysi sem kemur m.a. fram í virðingarleysi. Eitt besta dæmið um það var eggjakast í átt Ólafur Reynlr Guðmundsson Ganga - til betri heilsu Gönffudagur ÍFA og ISÍ ÍÞRÓTTIR fyrir alla og íþrótta- samband íslands ætla að standa fyrir göngudegi í dag, fimmtu- daginn 9. nóvember, fyrir alla landsmenn undir kjörorðinu Ganga - til betri heilsu. Þetta er í annað sinn sem landssamtökin íþróttir fyrir alla standa að göngu- degi um allt land. Árið 1992 þegar samtökin voru stofnuð var talið að um 40% þjóðar- innar hafí tekið þátt í göngudeg- inum sem þá var haldinn. Nú er vonast til að bæta um betur og fá 50% þjóðarinnar til að ganga - til betri heilsu. Markmiðið er að sem flestir taki þátt í göngudeginum og líti á gönguna sem sjálfsagðan þátt í daglegu lífi. Það er ekki sjálfsagt mál að ferðast allt í bíl. ís- lendingar eru hvattir til að fara út að ganga og nota hvern dag til þess að koma sér í betra form. íþróttir fyrir alla hafa gefið út göngu- handbækur sem dreift hefur verið víða. Gönguhand- bókin inniheldur þjálfunaráætlun í 12 vikur sem hver og einn getur fyllt út markmiði og íslendingar eru hvattir til að fara út að ganga, segir Helga Guð- mundsdóttir, og nota hvern dag til þess að koma sér í betra form. 1ÞR0TT1R FVRIR RLLfl Helga Guðmundsdóttir eftir eigin þjálfunarástandi. Þannig fær hver og einn tilefni til að keppa við sjálfan sig og finna framfarir í þjálfun sinni. Skipulagðar göngur verða á flestum stöðum á landinu. Mjög mörg fyrirtæki, skólar, leikskþlar, eldri borgarar og fjölskyldur ætla að vera þátttakendur í göngudeg- inum. í Reykjavík verður farin sameig- inleg ganga frá Ráð- húsinu klukkan 12 á hádegi og hvetjum við sem flesta til að taka þátt í henni. Einnig verður ganga frá Perlunni kl. 20.00 og gengið verður um skógar- stíga Öskjuhlíðar. Gönguhandbókun- um verður dreift í þessum göngum og á 60 stöðum á lands- byggðinni. Ekkert er því til fyrirstöðu að fara í göngu í minni hópum eða þegar þér hentar. Tileinkum okkur að ganga - til betri heilsu í dag og alla daga. Höfundur er fræðslufulltrúi hjá landssamtökunum íþróttir fyrir alla. að fyrrv. menntamálaráðherra sem átti sér stað fyrir nokkrum misser- um. Hin svonefnda hagsmunabarátta stúdenta er orðin brennimerkt óhróðri þeim er stúdentar láta oft falla í garð þeirra sem ekki eru í náð framvarðasveitar áróðursbar- áttunnar. Svo virðist sem menn telji sig engum aga þurfa að hlíta ef þeir geta titlað sig ritsjóra eða dálkahöfund. Þá eru menn nú aldeil- is miklir höfðingjar. Þótt þetta sé að vísu þjóðfélags- legt vandamál er afar slæmt að menn geti komist upp með slíkt í blöðum sem ekki eru keypt á fijáls- um markaði heldur eru send til þúsunda námsmanna og sem reynd- ar eru gefín út í nafni stúdenta. Til þess að sýna að lokum í hvers konar farvegi kröfur stúdenta eru má nefna að í fyrrnefndu tölublaði stúdenta frá apríl síðastliðnum var birt viðtal við núverandi utanríkis- ráðherra sem og núverandi formann Stúdentaráðs. Þar var að vanda fjallað um erfíðleika stúdenta og það m.a. að brýnt væri að endur- skoða endurgreiðslubyrði náms- lána. Fáum línum neðar var hins vegar auglýsing þess efnis að allar ferðir Ferðaskrifstofu stúdenta til Istanbúl og Aþenu væru næstum uppseldar þar sem „vitlaust væri að gera“. Höfundur er laganemi. CNmV\FC/FP ■ru Framúrskarandi 19- 'rí*. m hönnun HVjWSi- með þægindi ^00"^ ökumanns í fyrirrúmi. Gámagengur lyftari. 2, 2 % og 3 tonna lyftigeta. UMBOBS- OG HEILDVERSLUN SMIÐJUVEGI 70, KÓP. • SlMI S64 4711 • FAX 564 4725
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.