Morgunblaðið - 09.11.1995, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ARNFRÍÐUR
SMÁRADÓTTIR
+ Arnfríður
Smáradóttir
var fædd á Akur-
eyri 28. júlí 1969.
Hún lést 31. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Smári Aðal-
steinsson og Gerð-
ur Garðarsdóttir.
Arnfríður ólst upp
á Króksstöðum í
Eyjafjarðarsveit til
tíu ára aldurs.
Fluttist þá með for-
eldrum sinum og
systkinum tU Hafn-
arfjarðar. Arnfríður hóf sam-
búð með Eggerti Lárussyni
1989, börn þeirra eru Ríkey, f.
4.1. 1991, og Smári Aðalsteinn,
f. 11.9. 1992.
Útför Arnfríðar fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 13.30.
MIG TEKUR sárt að kveðja elsku
bestu frænku mína, hana Óddu.
. _ Það datt stundum í hana nú síð-
ustu ár að bruna með mig fyrirvara-
laust uppí Elliðaárdal eða Oskjuhlíð
ef við vorum tvær saman að keyra.
Þá hafði hún ævinlega teppi og
svefnpoka í bflnum því hugmyndina
fékk hún jafnt á köldum sem hlýjum
dögum. Við hjúfruðum okkur þá
saman undir teppi við árbakkann
eða í ijóðri og létum móðan mása
og hlógum frá okkur allt vit.
Ég man þig Adda, fallega og
káta einsog þú varst þessi kvöld,
svo lengi sem ég lifí.
Elsku litla Ríkey og Smári Aðal-
steinn, Eggert, Gerður, Smári, Hall-
dóra, Garðar, Finna og synir og
Amfríður, ég samhryggist ykkur,
sem og öðrum ástvinum innilega.
Hildigunnur Þráinsdóttir.
í aðra veröld.
Hún var sérstakur
persónuleiki; Falleg,
hæfileikarík, næm,
viljasterk og skarp-
skyggn, listræn,
skyggn.
Hún var hlý og
nærgætin móðir barn-
anna sínna beggja og
bjó þeim og föður
þeirra fallegt og nota-
legt heimili, mótað af
ömggum og listræn-
um smekk hennar.
Næmleiki hennar á
líðan fólks og persónu-
leika var óvenjulegur, og gerði
henni lífið oft erfítt. Manni fannst
stundum að hún, rétt liðlega tvítug,
hefði á sumum sviðum meiri lífs-
reynslu og þroska en mörg okkar
hinna öðlast á langri ævi.
Skyggnigáfa hennar var e.t.v.
önnur hlið næmleikans. Hún flíkaði
þeim hæfíleika ekki, en var tilbúin
að segja frá ef einhver sýndi áhuga
og þá blátt áfram og einlæglega.
Við áttum mikið eftir órætt, bæði
um þau mál og önnur.
Hún gaf bömunum sínum alla
þá umhyggju sem hún var megnug
og sá til þess síðustu mánuðina að
viðskilnaðurinn yrði þeim ekki of
erfíður. Það er sárt að þurfa að
kveðja hana svona snemma. En við,
sem vitum ekki enn hvað við tekur,
viljum gjaman trúa því, sem var
henni svo sjálfsagt, að hún sé núna
í annarri og betri veröld, þar sem
hún getur hjálpað okkur sem eftir
erum, og vakað yfir börnunum sín-
um.
Hjarta yðar skelfíst ekki, trúið á Guð
og trúið á mig.
í húsi fóður míns eru margar vistarverur.
Guð blessi minningu hennar.
Hrafnhildur Lárusdóttir.
Engill
kom inn í hús mitt,
las mér boðskap um lífíð
og hvarf.
Hún Adda er horfín, eða farin
eins og hún mundi vilja orða það
því samkvæmt kenningum hennar
hverfur enginn, maður fer bara yfír
Ég sá hana Öddu fyrst með Egg-
erti bróður mínum fyrir 6 árum.
Þau vora að skoða íbúð í gamla
bænum sem þau hugðust festa kaup
á og hamingjan og gleðin skein af
þeim báðum. Hún svona opin, bros-
andi og ljós yfírlitum eins og lítið
og viðkvæmt blóm. Greindarleg og
ótrúlega þroskuð sagði hún mér frá
kynnum þeirra og helstu framtíð-
aráformum. Hann með reynsluna
og viskuna, hún með lífsfjörið, gleð-
ina og tilhlökkunina um hamingju-
sama framtíð. Saman áttu þau ást-
ina. Þau byijuðu að búa síðla árs
1989 og keyptu sér fallega íbúð í
rómantísku timburhúsi við Njáls-
götuna sem þau fluttust í í janúar
1990. Ári síðar fæddist lítill sólar-
geisli, hún Ríkey. Ljós og björt yfír-
litum, athugul og greind. Lík báðum
foreldrum sínum sem reyndust
henni bæði framúrskarandi sem og
honum Smára sem fæddist rúmlega
hálfu öðru ári seinna. Smári með
sama ljósa yfírbragðið kom í heim-
inn með eftirminnilegum látum og
hefur varla unnt sér hvíldar síðan,
svo mikil er lífsgleðin.
Adda reyndist bömum sínum hin
besta móðir er alltaf vakti yfir vel-
ferð þeirra og umgekkst þau af
virðingu, nærgætni og mikilli vænt-
umþykju. Var eftir því tekið hversu
blíðlega hún talaði til þeirra er hún
þurfti að vanda um við þau og lagði
ríka áherslu á að persónuleikar
þeirra fengju að njóta sín. Ríkey
og Smári hafa misst mikið.
í maí síðastliðnum skildu leiðir
þeirra Eggerts og Öddu. Hefur
hann siðan verið með börnin og er
ég þess fullviss að betri og nær-
gætnari föður gætu þau ekki eign-
ast. Næmi hans og blíða á eftir að
reynast þeim vel á þymum stráðum
vegi lífsins.
Á stundum greip Öddu óyndi svo
mikið að erfítt var að veijast. Gráa
þykknið festist oft fyrir sjónum
hennar og villti henni sýn. Viðkvæm
sál Öddu var oft of opin og ber-
skjölduð. Enn minnti hún mig á lít-
ið viðkvæmt blóm, að nema land í
hijóstrugum jarðvegi og harðgerð-
um heimi. Hugsunin um framhalds-
líf á æðra tilverustigi getur þá orð-
ið sterk í viðkvæmri sál. Dauðinn
var áfangi í hennar augum þannig
að hún hvílir nú í friði.
Hún sagði mér nýlega að hún
væri svo ánægð fyrir hönd bam-
anna sinna að vera hjá pabba sínum
sem væri þeim svo góður, með föð-
urömmu sína nánast í næsta húsi,
Ólu frænku hinum megin við göt-
una og Heimi frænda niðri í búð.
Samhent fjölskyldan veitti þeim
skjól. Hún gæti ekki hugsað sér
neitt betra fyrir þeirra hönd. Síðan
klykkti hún út með að hún væri
að fara að skoða íbúð sem hún
ætlaði að taka á leigu í næsta ná-
grenni til að vera sem næst bömun-
um.
En skjótt skipast veður í lofti.
Adda vart búin að koma sér fýrir
í nýju íbúðinni þegar kallið kom svo
miskunnarlaust. Eftir sitja aðstand-
endur og hórfa tómum augum í
gaupnir sér, spyija spurninga sem
enginn getur nokkurn tímann svar-
að.
Foreldmm, systkinum og bömum
er eina huggunin að hugsa um allt
það góða sem Adda eftirlætur í
minningum hvers um sig. Ég votta
foreldrum hennar og systkinum
mína innilegustu samúð og bið góð-
an Guð að hjálpa þeim í þeirra miklu
sorg. Börnunum óska ég þess að
minningin um góða móður megi
ávallt vera þeim efst í huga er þau
minnast hennar.
Heimir Lárusson Fjeldsted.
Send ljós þitt og trúfesti þína,
þau skulu leiða mig,
þau skulu fara með mig til fjallsins þíns
helga,
til bústaðar þíns.
Svo að ég megi inn ganga að altari
Guðs,
til Guðs minnar fapandi gleði,
og lofa þig með gjgjuhljómi,
ó Guð, þú Guð minn.
(Sálm. 43,3-4.)
Ég var harmi slegin þegar ég
fékk þær fréttir að Adda vinkona
mín væri dáin. Hvemig gat það
verið? Það gat bara ekki staðist.
Hver ætlast líka til að maður skilji
því um líkt? Ung kona á besta aldri
sem á allt lífíð framundan er hrifin
á brott í einni svipan. Skyndilega
er hún ekki á meðal okkar lengur
og við munum aldrei sjá hana fram-
ar í þessu jarðlífí okkar. Maður
stendur gjörsamlega agndofa eftir,
með þúsund spurningar á vörum
sér. Af hveiju? Því svo fljótt? Hver
er tilgangurinn? En fátt er um svör.
Það er svo hrikalega erfítt, svo
ógerlegt að skilja því um líkt. Dauð-
inn er eitthvað sem heimsækir okk-
ur öll einhvern daginn, en jafnframt
þó að við höfum þá vitneskju kemur
hann okkur alltaf í opna skjöldu.
Þá sérstaklega þegar ungt fólk í
blóma lífsins mætir dauða sínum
svo fljótt, svo alltof, alltof fljótt.
Það held ég að sé lang erfíðast fyr-
ir okkur að meðtaka og skilja. En
vegir Guðs eru órannsakanlegir og
ég trúi því að henni hafí verið ætl-
að eitthvert mikilvægt hlutverk hjá
Guði okkar almáttugum. Ég veit
og ég trúi því að þar er hún í góð-
um höndum og vel er um hana séð
og að þar muni hana ekkert skorta.
Er ég fékk þessar hræðilegu fréttir
flugu minningarnar með leiftur-
hraða í gegnum huga mér. Minning-
arnar um æskuárin, allar samveru-
stundimar, andlit hennar, bros og
kímni.
Ég kynntist Öddu þegar ég var
12-13 ára gömul, þegar hún kom
til náms í Lækjarskóla. Ég man
sérstaklega vel eftir þessum degi.
Hún stóð þama í neðsta gangi skól-
ans, með sitt sérstaka prakkaralega
bros á vörum sér. Vinkonur mínár
kynntu mig fýrir henni og hún heils-
aði mér og faðmaði mig að sér.
Mér fannst ég skyndilega ekki vera
að heilsa ókunnugri manneskju
heldur einhverri sem ég hafði þekkt
allt mitt líf. Sterk vináttutengsl
mynduðust strax á milli okkar og
okkar allra vinkvennanna. Við vin-
konumar, ég, Adda, Kristín og Lísa,
urðum allar mjög góðar vinkonur
og áttum við margar góðar stundir
saman. Við vonira mjög stór vina-
hópurinn hér í Hafnarfirði. Þetta
vom skemmtilegir tímar. Mikið að
gerast. Hraði og spenna unglingsár-
anna vom ríkjandi. Ég man eftir
að mjög oft fórum við vinkonurnar
eftir skóla heim í foreldrahús Öddu.
Þar sátum við oft tímunum saman
og ræddum allt milli himins og jarð-
ar. Strákamál, ást, ástarsorg, böll
og unglingavandamál voru þó alltaf
í brennidepli. Adda var mjög sér-
stakur persónuleiki. Hún var ákveð-
in, sterk og lét engan vaða yfír sig.
Svaraði fyrir sig og sagði sína mein-
ingu. En fyrir innan þessa hörðu
skel var mjög ljúf og tilfínningamik-
il sál. Hún tók alltaf inn á sig öll
vandamál annarra. Fann alltaf til
með öðram og þeim sem minna
máttu sín. Hún fann alltaf þá til-
hneigingu og þörf til þess að leggja
fram hjálparhönd. En þessi mikla
þörf hennar til þess að leggja öðrum
lið varð henni oft um megn. Það
vildi oft svo til að hún gleymdi sjálfri
sér, sínum eigin tilfinningum og
vandamálum. En þannig var Adda.
Ef einhvers staðar var einmana,
hrædd eða lítil sál, var hún alltaf
boðin og búin til þess að hjálpa og
leggja sitt fram.
011 andleg málefni voru Öddu
mjög hugleikin. Manneskjan og
mannshugurinn vora henni stórt og
mikið viðfangsefni. Ávallt leitaði
hún dýpri skilnings á öllu og vildi
kryfja allt til mergjar. Oftar en einu
sinni voru einmitt þessi málefni
GUÐMUNDUR
GUÐNASON
+ Guðmundur
Guðnason
fæddist í Hattadal
í Álftafirði 24. sept-
ember árið 1900.
Hann lést í Sjúkra-
húsi Akraness 1.
nóvember sl. For-
eldrar hans voru
Guðni Einarsson
' bóndi og Bjamveig
Guðmundsdóttir
húsfreyja. Fyrri
eiginkona hans var
Guðrún Eiríksdótt-
ir, eftirlifandi eig-
inkona er Þórunn
Friðriksdóttir.
Hann átti tvö börn með fyrri
konu; Eirík, fæddur 1920, lát-
inn 1960, og Bjamveigu, fædd
1930. Eiginmaður Bjamveigar
er Jömndur Engilbertsson.
Útför Guðmundar fer fram
— frá Akraneskirkju í dag og
hefst athöfnin kl. 14.
í DAG kveðjum við elskulegan afa
okkar. í huganum blasir við minn-
I ing um heiðursmann og dugnaðar-
; fork sem lifði tímana tvenna. Hann
fæddist inn í aldagamalt samfélag
sem fólki í dag er ókunnugt og
framandi í allsnægtum nútímans.
Alla sína tíð vann hann hörðum
höndum við að sjá sér
og sínum farborða og
er okkur minnisstæð
eljusemi hans og
starfsorka. Fyrir hug-
skotssjónum stendur
hann afi, grannur og
spengilegur, með orfið
og ljáinn, kroppandi
hveija þúfuna af ann-
arri til að ná sem
mestri tuggu í hlöðu,
enda veitti ekki af. Afi
var gjarnan ósínkur á
fóðrið víð kindumar,
jafnvel svo að mörgum
þótti nóg um. Og oft
skýtur upp í kollinn minningunni
um hrútslambið sem afí fékk ekki
af sér að farga þegar nafni hans
og hjálparhella í fjárhúsunum tímdi
ekki að láta heimaalninginn sinn.
Kindurnar vora afa, að hætti eldri
sveitamanna, hugleiknar og gaf
hann þeim ýmis skrítin nöfn sem
við hentum oft gaman að.
Afi ólst upp við aðstæður í Álfta-
fírði þar sem mönnum var ekki
boðlegt að sinna sveitastörfum ein-
göngu. Landrými var takmarkað,
en sjórinn mikið forðabúr, þótt oft
væri erfítt að draga feng úr greip-
um Ægis. Þegar á unglingsáram
var afí farinn að róa með föður sín-
um og föðurbróður líkt og bændur
höfðu gert mann fram af manni. Á
vertíðum hírðust menn í nöturlegum
verbúðum fremst í fírðinum, en reru
heim um helgar. Seinna léttist þó
róðurinn með nýrri tækni og ætíð
stundaði afi sjóinn jafnframt því
að halda skepnur. Sú tilfínning var
rík í þessum aldamótahetjum að
nýta vel og stunda báða bjargræðis-
vegina.
Kröfumar sem afi gerði til lífsins
voru eins og lífsstíll hans, fábreytt-
ar og nægjusamar. Mikilvægast af
öllu var að hafa næga vinnu og að
allir hefðu nóg að borða í þokkalegu
húsi, allt umfram það af veraldleg-
um gæðum kærði hann sig næsta
lítið um. Þegar við hittumst á efri
áram innti hann ætíð eftir því hvort
við hefðum næga vinnu, og væri
svarið játandi ljómaði gamli maður-
inn. Undir niðri hafði hann þó gam-
an af því þegar einhver í fjölskyld-
unni keypti stærra hús eða nýrri
bíl, þá hafði hann ekki um það
mörg orð, en í svip hans mátti lesa
velþóknun á „afrekunum.“ Sjálfur
bruðlaði hann í engu og fannst nóg
um skuldasöfnun unga fólksins,
sem hann kallaði oft „skulda-
kónga“.
Ekki varð afa margra barna
auðið og einkason sinn missti hann
sem og fyrri konu sína. Þá fluttist
hann inn á heimili dóttur sinnar,
Bjarnveigar, og með þessari litlu
fjölskyldu sinni yfirgaf hann fjörð-
inn sem hann hafði alist upp í og
fluttist til Akraness. Þar kviknaði
ástin á ný er hann kynntist eftirlif-
andi eiginkonu sinni, henni Þóru,
og stækkaði fjölskylda hans þá til
muna, því ætíð voru samskipti
hans og hennar barna eins og best
verður á kosið. Enda var afi hvers
manns hugljúfi, þótt oft væri hann
fámáll og dulur, og hrókur alls
fagnaðar þegar svo bar undir.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við barnabörn hans minnast
þessa mæta manns, sem við eigin-
lega héldum að yrði alltaf til stað-
ar, því orka hans og heilsa var
með þeim hætti að erfitt var að
kyngja því þegar heilsan loks fór
að gefa sig fyrir fáum mártuðum.
Hann átti langa og gæfuríka ævi,
þótt oft brygði til beggja vona, en
eins og afi vissi best sjálfur þá er
lífið ekki eintómur dans á rósum.
Það er með hlýju í hjarta og sökn-
uði í bijósti sem við kveðjum hann
afa okkar.
Að lokum viljum við færa starfs-
fólki á dvalarheimiiinu Höfða á
Akranesi þakklæti fyrir góða
umönnun og alúð sem afí naut þar
á ævikvöldi sínu.
Brynja, Guðmundur,
Atli og Eiríkur Páll.
Tengdaafí eins og ég kallaði
hann gjarnan er dáinn. Þessum
sómamanni kynntist ég fyrst þegar
ég kom inn á heimili tilvonandi
tengdaforeldra minna, en við
Brynja, dótturdóttir hans, höfðum
nýlega trúlofað okkur.
Ekki var ég fyrr kominn inn og
við búnir að heilsast þegar .hann
spurði mig hvort ég kynni að tefla.
Þegar ég svaraði því að ég hafði
nú aðeins fiktað við þetta á ungl-
ingsárunum var ekki um annað að
ræða en að taka eina eða tvær,
eins og hann orðaði það. Þær urðu
þó miklu fleiri en tvær og varð
veisluborðið hjá Bubbu að bíða all-
lengi eftir okkur. Ekki stóð þessi
nýi aðkomumaður honum á sporði
og varð að játa sig sigraðan í öllum
skákunum sem tefldar vora þann
daginn og margar eftir það. Það
var fyrst eftir að Guðmundur var
fluttur upp á Akranes sem ég var
farinn að fá næga æfingu til að
veita honum viðnám í þeim orr-
ustum sem við háðum við hvert
tækifæri sem gafst og ekki veit
ég hvor okkar var ánægðari þegar
ég ]oks vann fyrstu skákina mína.
Á góðum stundum ræddi ég oft
við hann um liðna tíma og var
unun að hlusta á hann lýsa
bernsku- og unglingsárunum, þar
sem þeir tímar eru manni á mínum
aldri sem ævintýri. Þessi ár hafa
sjálfsagt verið honum erfið en ein-
hvern veginn stóðu helst uppúr
minningar um skemmtilega tíma.
Alloft ræddum við um þau mál
sem efst voru á baugi hveiju sinni
og kom það manni alltaf jafnt á
óvart, hvað hann fylgdist vel með
öllu alveg fram á síðasta ár. Hann
bar hag fjölskyldu minnar alltaf
fyrir bijósti og gladdist mjög yfír
hveijum nýjum áfanga í lífi dætra
minna.
Þessi aldni, síungi heiðursmaður
er nú farinn héðan, mun ég minn-
ast hans með mikilli hlýju um
ókomin ár. Blessuð sé minning
hans.
Birgir Úlfsson