Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 48

Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 48
48 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HALLDÓR SVA VAR ÓLAFSSON + Halldór Svavar Ólafsson fædd- ist á ísafirði 18. maí 1971, en ólst upp í Bolungarvik. Hann lést i snjóflóðinu á Flateyri 26. októ- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 2. nóvember. MIG langar með fá- tæklegum orðum að minnast þín, vinur minn Halldór. Fyrstu kynni mín af þér voru þegar þú dvaldir hér á mínu heim- ili 16 ára gamall. Svo skildi leiðir eins og gengur. En samband milli okkar rofnaði aldrei upp frá því því vinátta hefur verið á milli okk- ar alltaf síðan og ég hef mikið umgengist þig og foreldra þína og bræður. Hinn 26. október líður mér seint úr minni. Snemma um morguninn vakti mig hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsinu á ísafirði, en þar hafði ég dvalið um tíma. Hún sagði mér að búið væri að koma mér fyrir niðri á hóteli því það þyrfti að rýma spítalann eins og hægt væri vegna þess að það hefði fallið snjóflóð á Flateyri og væri búist við að nota þyrfti meira pláss. Ég reif mig á fætur. En í gegn- um huga minn fór enginn gleði- straumur. Mér fannst þessi frétt boða eitthvað voðalegt. Ég vissi að þú varst veðurtepptur á Flat- eyri og þar á ég fleiri vini. Og af einhveijum ástseðum var ég með einhvem ótta, en mamma þín sagði mér kvöldið áður að þú værir á alveg öruggum stað. Ég hélt samt áfram að hugsa um þetta. Um kvöldið var qg að borða kvöldmatinn niðri í borðsal á hótel- inu, þá heyrði ég lesið upp nafnið þitt í út- varpinu. Mér fannst hjartað stoppa, ég stóð upp, greip fyrir eymn, snerist i hring og fór í lyftuna og upp á herbergi. Ein harmafregnin enn og það eftir snjóflóð. Það flaug í gegnum huga minn, hvers á ég að gjalda að missa allt sem mér þykir vænst um í snjóflóði. Þvílíkt líf. En eftir hörmungamar í Súðavík, þar sem ég missti dóttur og dótturdóttur, þá varst það einmitt þú sem fórst inn á Laugaból og tókst þar til við að stjóma mínu búi og gerðir það með sóma meðan ég dvaldi á spít- ala í marga mánuði eftir að bömin mín fórust í snjóflóðinu. Þú varst svo hjá mér eftir að ég kom heim og allt vorið. Það var unun að sjá þig handleika litlu lömbin þegar þau voru að fæðast í vor enda varst þú sérstakur dýra- vinur. Og það sem ég hlakkaði til þeg- ar ég vissi að þú kæmir í heyskap- inn í sumar. Síðast þegar þú talað- ir við mig sagðir þú: Þegar snjór- inn kemur þá kem ég inn á Lauga- ból. Enda var það þitt líf og yndi að ganga upp um fyöll og njóta útiveru. Mér er minnisstætt hve ánægjan geislaði af þér eftir lang- ar gönguferðir. Líf þitt var ekki alltaf dans á rósum en einmitt nú þegar heiðríkj- an virtist framundan þá er klippt á lífsþráðinn. Fólk í blóma lífsins og lítil böm hrifsuð burtu. Okkur er ekki ætlað að skilja þetta, við verðum að trúa að það sé einhver tilgangur með öllu þessu. Við töluðum oft um lífið og til- vemna. Það var gott að tala við þig, þú tókst mikinn þátt í mínum sorgum og við reyndum að sjá ein- hvem tilgang. í vor sagði ég við þig: Við skulum fá Hrafnhildi Ósk í heimsókn en það var augasteinn- inn þinn. Það var svo gaman þegar þessi fjögurra ára dóttir þín var að ræða við mig um hvað þú vær- ir að vinna og spurði mig svo: Er gaman í sveit? Komdu bara og athugaðu málið, sagði ég. Við ræddum svo oft um litlu dóttur þína og svo ótal margt í þessu lífi. Þú varst bæði dýravinur og bamavinur og það segir nokkuð um manngerðina. Á unglingsámm áttir þú hesta og svo komst þú með þýskan ij'árhund sem þér þótti svo vænt um, hana Kötlu sem nú saknar þín sárt. Nú er þetta allt breytt og þú horfinn. Mér finnst eins og þetta ætli aldrei að taka enda. Það er óbærilegt að missa þrjú börn í snjóflóð og svo ferð þú á sama hátt. Hvað kemur næst, spyr maður ósjálfrátt. Sem betur fer vitum við það ekki. En einhvers konar óhugur var í mér þegar þið feðgar fómð að stunda sjó frá Flateyri. Kannski vora það ferð- irnar yfir Breiðadalsheiði sem ég óttaðist. Það var gott að hafa þig í kring um sig, þú varst með hlýtt hjarta og næmur á líðan annarra og fyrir okkar samfylgd þakka ég nú: Og því var allt svo hljótt við helfór þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega þá blómgast enn og biómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Öllum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Megi góður Guð hjálpa ykkur gegn um sorgina. Ragna Aðalsteins, Laugabóli. Það kom eins og reiðarslag yfir mig þegar ég frétti að snjó- flóð hefði fallið yfir byggðina á Flateyri og nú þegar væra 12 manns fundnir dánir. Ég fór strax að hugsa um það hvort ég þekkti einhvern og datt mér þá strax í hug gamall vihur sem bjó þar síðast þegar ég vissi. Það var svo ekki fyrr en ég hringdi vestur að mamma sagði mér að það hefði verið hann Halldór hennar Sigurlaugar og hans Óla sem var einn af þeim sem fórast. Ég á erfitt með að lýsa viðbrögðum mínum, en sjálfsagt voru þau eins og flestra annarra íslendinga. Ég kynntist Halldóri fyrst árið 1987, þá var hann 17 ára gamall. Við voram þá saman á sjó á litlum rælqufrystitogara. Ég var töluvert eldri en Dóri, eins og ég kallaði hann alltaf, eða einum 6 árum. Ég hafði alltaf gaman af Dóra; hann var alveg sérstaklega bros- mildur og mjög einlægur strákur. Hann var líka skapmikill og dug- legur og mér fannst alltaf gott að vera í kringum hann. Eftir að við höfðum verið tæplega ár saman á sjó, skildust leiðir okkar og ég fór suður og fljótlega eftir þetta hætti ég alfarið á sjónum. I fl Leiðir okkar lágu svo ekki sam- * an fyrr en 1991, en þá voram við 4 samstiga í að taka okkur á í lífinu og hittumst við oft eftir það og má segja að kynni okkar hafí endurnýjast þá enda báðir orðnir breyttir menn. Það sem mér fannst svo sérstakt við Dóra var hvað hann sýndi manni alltaf mikla virðingu. í hvert skipti sem ég hitti Dóra fannst mér ég alltaf betri maður á eftir. Ég hitti hann ^ síðast í haust og hann heilsaði , mér innilega með brosi, sem kom ' beint frá hjartanu. Þannig var Dóri, hann mat aðra meira en sjálfan sig og lýsir það kærleika hans vel. En nú er þessi mæti sveinn all- ur og hefur lokið sínu hlutverki hér á jörðu. Eftir lifír aðeins minn- ingin um góðan dreng. Um leið og ég kveð þennan látna vin minn, vil ég votta foreldram hans, systk- * inum og öðram aðstandendum ( innilega samúð mína og ég bið þess af heilum hug að Drottinn vor og Guð, Jesús Kristur megi hugga ykkur og styrkja í þeirri sorg sem vitjað hefur ykkar. Og vil ég enda þetta á nokkram bibl- íutilvitnunum. Sú fyrri á vel við Halldór eins og hann kom mér fyrir sjónir: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glað- , ir: Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum, Drottinn er í nánd. Verið ekki hugsjúkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og frið- ur Guðs, sem er æðri öllum skiln- ingi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Filippíbréfíð :4,4 - 7 „Sælir eru sorgbitnir því að þeir munu hugg- aðir verða.“ Matt:5,4. Jón Sigurður Norðkvist. Þegar maður er svona langt í burtu dettur manni síst í hug að eitthvað hræðilegt geti gerst heima. Þegar við fréttum af snjóflóðinu á Flat- eyri sem tók 20 mannslíf fyllti sorg- in okkar islensku hjörtu. Hvemig getur svona hörmung gengið tvisv- ar sinnum yfir svona litla þjóð á einu ári? Þar sem við sitjum hér svona langt frá íslandi, er þetta svo fjarlægt og það er ekkert sem við getum gert. Við sjáum á eftir 20 mannslífum, þar á meðal skólabróð- ur tveggja okkar. Við sendum ykkur öllum, ætt- ingjum, aðstandendum og þjóðinni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur, við hugsum til ykkar og biðjum fyrir ykkur. Berglind Káradóttir, Guðlaug Rannveig Jónsdóttir, Svana Helgadóttir, Þorgerður K. Guðmundsdóttir, Þórður Þórarinn Þórðarson. ÞAÐ VAR bylur og gott að geta verið heima, öraggur fyrir illviðrinu. Það mátti svo sem búast við öllu af veðrátt- unni eftir að þessi tími var kominn og bylur um þetta leyti árs ekki einsdæmi, hafði gerst áður og síð- an batnað og verið gott, jafnvel fram yfír áramót. Talsverður snjór var í fjallinu en það átti ekki að vera nein hætta á ferðum, ekki þarna. Það var gott að hvflast og búa sig undir önn morgundagsins. En þá reið ólagið yfir. Náköld flóðalda fleygð- ist úr fjallinu, stjómlaus og æðis- gengin og í kjölfar hennar dauði og eyðilegging. í hópi þeirra sem fórast á Flateyri þessa nótt var æskuvinur minn og jafnaldri Benjamín Gunnar Oddsson. Hann ólst upp á Flateyri hjá sæmdar- hjónunum Guðrúnu Eiríksdóttur og Hinrik Guðmundssyni og átti heima á Flateyri alla ævi. Hjá fóst- urforeldram sínum hlaut hann það veganesti sem einkenndi hann alla tíð, að vera trúr öllu sem honum var falið og að vera ábyrgur gagn- vart sjálfum sér og öðrum. Kynni mín af Benna urðu kannske mest og best þegar við voram samstarfsmenn hjá Vega- gerðinni mörg sumur. Benni eign- aðist vörubíl fljótlega eftir að hann hafði aldur til að stjóma bifreið og bif- reiðasijórn var aðalat- vinna hans upp frá því. Hann var farsæll í því starfi eins og öðru sem hann tók sér fyr- ir hendur. í öllum sín- um störfum var hann með hugann við færið sitt. Fjarri honum var að hugsa um það mest að láta tímann líða og komast létt af. Hann var ævin- lega með augun opin fyrir því að vinnan bæri sem mestan árangur. Slæpingsháttur og augnaþjónusta fundust ekki í hans orðabók. Ég veit að verkstjórar hans og aðrir yfirmenn hjá Vegagerðinni fengu hjá honum margar góðar og skynsamlegar ábendingar enda var Benni auðvitað þaulkunnugur öllum vegum á VestQörðum jafnt sumar sem vetur og þar að auki verkhygginn og útsjónarsamur í besta lagi. Fátt ergði hann meira en hyskni og vinnusvik og gat þá hvesst hressilega því Benni var skapmik- ill og óragur að láta skóðanir sín- ar í ljós. Utan vinnunnar átti hann áhugamál að sjálfsögðu. En hann dreifði þar ekki kröftum sínum heldur tók eitthvert viðfangsefni hug hans allan og varð hann marg- fróður, mátti kallast sérfræðingur í því sem hann fékkst við. Nú síð- ustu árin var það hestamennskan sem hann stundaði af sömu gjör- hygli og allt annað og var orðinn mjög fróður um allt er að henni laut. En var Benni þá alvaran upp- máluð og eintóm? Það var öðru nær. Hann var afar skemmtilegur félagi og fann upp á mörgu til að gera mönnum glatt í geði. Um það á ég margar óborganlegar minn- ingar. Benni hóf á ungum aldri þátt- töku í atvinnulífinu og skólaganga hans var því stutt en það leyndist engum að hann var prýðilega greindur, afburða minnugur og ríkulega búinn þeim hyggindum sem í hag koma. Engum manni hef ég kynnst sem var jafn athug- ull og læs á umhverfi sitt, alla náttúrana, dýr og gróður og var stórfróðlegt að hlusta á vangavelt- ur hans um þau efni. Það var á sumarkvöldi að við Benni voram staddir við sjó á Ingj- aldssandi þaðan sem sér Sauðanes við Önundarfjörð og hlíðar þess. Hann var vel kunnugur þessum slóðum, hafði smalað þessar hlíðar margoft. Og meðan sólin hné í sæ og litaði Sauðanesið kveldroðans eldi sýndi Benni mér hlíðarnar, kunni nafn á hveiju gili, hveijum læk og hveijum drætti í landinu og sagði mér margar sögur af ævintýram sínum og annarra í þessum íjöllum. Þessa minningu um vin minn og fegurð önfirskrar náttúru ætla ég að geyma hjarta nær. Benjamín var kvæntur Guðrúnu Kristjánsdóttur frá Þingeyri, hinni mætustu konu. Þau eignuðust fjór- ar dætur sem nú era uppkomnar og allar á lífi. Guðrún og Benni reistu sér hús við Brimnesveg á Flateyri en fyrir nokkrum árum keyptu þau húsið að Hjallavegi 12. Þar lauk ævi Benjamíns Oddssonar í þeim óskaplegu náttúrahamföram sem urðu hinn 26. okt. síðastliðinn. Af honum lærði ég margt, um hann á ég margar dýrmætar minn- ingar og fyrir samfylgdina við hann er ég innilega þakklátur. Við Anna sendum fjölskyldu Benna, eiginkonu hai)s og dætram innilegustu samúðarkveðjur okk- ar. Emil R. Hjartarson. Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamár í símbréfi í númer 691181. Það era vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfín Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 - sími 587 1960 IMINNINGU ÞEIRRA SEM FÓRUST í SNJÓ- FLÓÐIÁ FLATEYRI BENJAMIN GUNNAR ODDSSON + Benjamín Gunnar Odds- son fæddist á Flat- eyri við Önundar- fjörð 23. júní 1936. Hann fórst í snjó- flóðinu á Flateyri 26. október síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Flat- eyrarkirkju 3. nóv- ember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.