Morgunblaðið - 09.11.1995, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 65
- kjarni málsins!
Póstvagninn
í Regnboganum
Á HVERJUM fimmtudegi eru
haldnár sýningar í Regnboganum
á klassískum kvikmyndum í tilefni
aldarafmælis kvikmyndanna.
I kvöld kl. 19 og 21 verða sýn-
mgar á myndinni Póstvagninn
(The Stagecoach) eftir John Ford
frá 1939. Myndin er yfirleitt talin
fyrsti nútímavestrinn, enda var
r ord einn frægasti vestraleikstjóri
sem uppi hefur verið og breytti
listrænum áherslum í gerð þeirra
meðal annars með notkun ljóss og
skugga sem hann hafði hrifist af
í myndum þýsku expressjónist-
anna.
Myndin márkaði líka upphafið
af hinu fijóa samstarfi hans við
John Wayne, sem leikur hér útlag-
ann Ringo Kid sem rænir póst-
vagni til að hefna dauða föður síns
og bróður. í vagninum eru alls
kyns furðufuglar en þeir tákna
spillingu siðmenningarinnar sem
er stillt upp gagnvart hinni
ósnortnu náttúru vestursins.
ATRIÐI úr kvikmyndinni Póstvagninn.
pöntunarlistinn
Sœnskar
úrvals
vörur
á
góöu
veröi
552-9494
H.B.D. pöntunarfélag,
Skúlagötu 63, Fossbergshúsið.
I
SÝNINGIN var Iífleg.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Sápa 3‘/2 frumsýnd
► LEIKRITIÐ Sápa 3'/2 var
frumsýnt í Hlaðvarpanum á
^Sardaginn. Leikstjóri er
Sigríður Margrét Guðmunds
dóttir og höfundur Edda
Björgvinsdóttir. Áhorfendur,
sem voru fjölmargir, skemmtu
sér vel.