Morgunblaðið - 17.11.1995, Page 2

Morgunblaðið - 17.11.1995, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjármálaráðherra um kjarasamninga sem ríkið hefur gert á árinu Launastefnan hin sama og á almenniun markaði HÆKKUN launagreiðslna ríkisins er einna mest til félaga innan vébanda ASÍ, eða 13,22% að meðaltali. Heild- arhækkun til félaga innan BHMR nemur 10,83%, til félaga innan BSRB nemur hún 10,29%, 11,55% tij félaga innan FFSÍ, kennarar innan KÍ hækk- uðu sýnu mest, eða um 19,84%, og hækkanir til ýmissa stéttarfélaga utan bandalaga nema 12,11%. Heild- arhækkun til ríkisstarfsmanna nemur 12,72%. „Þessar tölur sýna að ríkið hefur í meginatriðum fylgt sömu launastefnu og fylgt var á almennum markaði," sagði Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Tölumar koma fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspum Sighvatar Björgvinssonar, alþingis- manns, um kjarasamninga sem ríkið Telur 10 til 15 árí aðra mynt ÞORSTEINN Þorsteihsson, einn af æðstu yfirmönnum Norræna fjár- festingarbankans, segir í viðtali við Ftjálsa verslun, að íslenska krónan eigi aðeins um 10 til 15 ár eftir sem gjaldmiðill. Íslendingar verði að finna aðra lausn í myntmálum sínum og tengjast stómm myntbandalögum. Hann segir að ólíklegt sé að lítið myntsvæði eins og ísland geti lifað af þegar komin verði stór mynt- bandalög eins og allt stefni í. „Ég held að þróunin hljóti að verða þessi með auknu fijálsræði í peninga- málum._ Þegar erlendir fjárfestar skoða ísland líta þeir náttúrlega á stöðu krónunnar og þeir koma til með að setja fram hærri ávöxtunar- kröfu vegna gengisáhættu. Og ís- lenskir fjárfestar -koma til með að hugsa þannig líka, aðeins með öfug- um formerkjum. Þetta þýðir að þeg- ar til lengdar lætur verður vaxtastig- ið á íslandi yfirleitt hærra en í sam- keppnislöndum okkar. Þá er það spuming, þegar til lengri tíma er lit- ið, hvort það sé ásættanlegt, eða mögulegt, að íslenskur iðnaður geti alltaf gefið af sér meiri arð svo að hægt sé að borga hærri vexti en gengur og gerist í samkeppnislönd- unum,“ segir Þorsteinn í viðtalinu. og ríkisstofnanir hafa gert við við- semjendur sína eftir að samningar náðust á almennum vinnumarkaði í febrúar sl, en svarið var sent Alþingi í gær. Aukagreiðslur tíðkuðust síður hjá ríki í svari fjármálaráðherra eru tíund- aðar launahækkanir, sem. ná til 18.900 ársverka, eða tii meginþorra ríkisstarfsmanna. Fyrst er talin veg- in taxtahækkun til félaga innan ASÍ og nemur hún 13,22% og vegin heild- arhækkun er hin sama. Fjármálaráð- herra sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær, að flestir samningar ríkisins við félög innan ASÍ væru nákvæm- lega þeir sömu og á almennum mark- aði. Þeim fylgdi hins vegar e.t.v. meiri kostnaður hjá ríkinu vegna LÖGREGLAN í Reykjavík fór í gærkvöldi í kvikmyndahús borgarinnar til að fylgjast með því hvort unglingum undir 16 ára aldri væri hleypt inn á 11- S'ningar kvikmyndahúsanna. mar Smári Ármannsson að- stoðaryfirlögregluþjónn segir þetta gert til að tryggja að starfsfólk kvikmyndahúsanna fari að fyrirmælum laga hvað þess að ýmsar yfirborganir og auka- greiðslur, sem færðar hefðu verið inn í taxta, hefðu síður tíðkast þar. Vegin taxtahækkun félaga innan BHMR nemur 5,52%, en vegin önnur hækkun 5,01%. Þar munar mest um hækkanir vegna samninga við HÍK, en „önnur hækkun" kennara nemur 12,18%. Þar af þýða aukin kaup á vinnuframlagi kennara innan HÍK tæplega 4% hækkun. Heildarhækkun til BHMR er 10,83%. Taxti félaga innan BSRB hækkaði að meðaltali um 9,38%, önnur hækk- un nær ekki einu prósenti og vegin heildarhækkun er því 10,29%. FFSÍ samdi eingöngu um taxtahækkun, sem nam 11,55%, en KÍ samdi um 6,20% taxtahækkun og vegin önnur hækkun nemur 12,84% en þar af eru tæp 4% vegna aukinnar vinnu. Vegin Myndin er ekki ætluð bömum þetta varðar. Vera barna undir 16 ára aldri á 11-sýningum heildarhækkun kennara í KÍ nemur því 19,84%. Loks eru nefnd til sögunnar stétt- arfélög utan bandalaga, þar sem taxtahækkun nemur rúmum 10%, önnur hækkun er tæp 2% og vegin heildarhækkun 12,11%. í samantekt kemur fram, að taxta- hækkun hjá 153 stéttarfélögum nem- ur 8,53%, en heildarhækkun 12,72%. Ef stéttarfélög kennara, HÍK og KÍ, eru ekki tekin með er vegin taxta- hækkun 9,26% og vegin heildar- hækkun 10,51%. Fjármálaráðherra sagði vert að benda á, að aðgerðir ríkisvaldsins í skattamálum vegna h'feyrisgreiðslna hefðu haft jákvæðari áhrif á almenn- um markaði en meðal ríkisstarfs- manna, því að lífeyrisgreiðslur þeirra miðuðust aðeins við dagvinnulaun. kvikmyndahúsa brjóti gegn reglum um útivistartíma þeirra, auk þess sem enginn undir 16 ára aldri megi sjá kvikmyndir sem Kvikmynda- eftirlit ríkisins hafi bannað áhorfendum yngri en 16 ára. Það bann eigi við án tillits til þess hvort barn eða unglingur sé eitt á ferð eða í fylgd með forráðamanni. • Morgunblaðið/Ásdís Fjármálaráðherra um það ef tilfærsla í skattakerfinu yrði afnumin Tekjuskattshlut- faU gæú orðið 17% FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra sagði, er hann mæltí fyrir breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt á Alþingi í gær, að lækka mætti skatthlutfallið niður í 17% án þess að það myndi skerða tekjur rík- is- og sveitarfélaga, ef öll laun væru skattlögð eins og jöfnun í gegnum tilfærslu skattakerfisins yrði afnum- in. Það væri einungis þriðjungur framteljenda sem greiddi skatta eins og nú væri málum háttað. Friðrik sagði að þetta sýndi hve tilfærslan væri mikil í íslenska skatt- kerfinu og það væri mjög athyglis- vert að Alþýðusamband íslands sem talaði fyrir félagslegum umbótum væri farið að vekja athygli á háum jaðarsköttum hér'á landi. Hann væri alveg sammála því að það væri full ástæða til að endurskoða skattakerf- ið. Lítill metnaður Jón Baldvin Hannibalsson, Al- þýðuflokki, sagði að frumvarpið bæri vott um lítinn metnað til að taka á þessum málum og koma á umbótum, þrátt fyrir að allir talsmenn stjóm- málaflokka fyrir síðustu kosningar hefðu verið sammála um það að af- leiðing af samspili tekjuskatts- og bótakerfisins væri að jaðarskattar væru of háir og kæmu niður með tilviljunarkenndum og ósanngjörnum hætti. Sagðjst hann hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum við þetta mikla metnaðarleysi til að koma á umbót- um sem allflestir væru sammála um að væru nauðsynlegar. Benti hann sérstaklega á að fjármagnstekjur væru ennþá skattfrjálsar og spurði hvort það væri ágreiningur um það milli stjórnarflokkana eða innan þeirra að íjármagnstekjuskattur kæmi til framkvæmda og hvort það tefði tillögur þeirrar nefndar sem væri að undirbúa málið. Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, sem er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni sem undirbýr tillögur um fjármagnstekjuskattinn, sagði að það væri ekki sjálfgefið að skattleggja vaxtatekjur. Mikið væri rætt um hvaða áhrif það myndi hafa á vaxta- stigið í landinu og hugsanlega á fjár- magnsflótta til annarra landa. Síðar við umræðuna sagði Pétur að hann teldi að það gæti verið andstætt heil- brigðri skynsemi að leggja á fjár- magnstekjuskatt. Sparnaður hér á landi væri miklu minni en í öðrum löndum vegna þeirrar reynslu sem sparifjáreigendur hefðu haft af óða- verðbólgu. Við umræður í nefndinni hefði komið fram að menn væru hreinlega hræddir við að leggja skatt á þann veikburða sparnað sem væri í landinu. Talsverðar umræður urðu um það ákvæði frumvarpyas að afnema sjálfvirka viðmiðun hækkana ýmissa bótagreiðslna. Ágúst Einarsson, Þjóðvaka, sagði að í þessu birtist loksins pólitísk stefna ríkisstjórnar- innar. Tekjurnar aukast með aðgerðaleysi Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, sagði að breytingar varðandi sjálf- virkni beindust að því að tryggja ríkis- sjóði öryggi en öðrum óöryggi. Það væri verið að festa persónuafslátt, bamabætur og aðrar bætur við fasta krónutölu, þannig að ríkisstjómin gæti, með því að gera ekki neitt, hækkað skatta. Bætur til aldraðra og öryrkja væru skertar og það gilti einnig um framlög í ýmsá sjóði. Þann- ig yki ríkissjóður tekjur sínar með aðgerðaleysi fjármálaráðherrans. Minkur inná 2. liæð Syðra-LangholU. Morgunblaðið. HJALTI Gunnarsson, bóndi á Fossnesi í Gnúpveijahreppi, varð heldur undrandi fyrir nokkrum dögum þegar hann rakst á svartan mink í eldhúsinu á 2. hæð íbúðarhússins. Mink- urinn var hinn rólegasti, enda hafði hann komist í brauð- mylsnu að gæða sér á. Hjalti rak minkinn fram á gang og kom honum í gildru, bar hann síðan út á hlað og skaut hann þar. Hjalti, sem er vön grenjaskytta, sagði að sér þætti merkilegt að minkurinn hefði farið aila leið inn í bæ og það kæmi sér einnig spánskt fyrir sjónir að rekast á tinnu- svartan mink. Taldi Hjalti lík- legast að minkurinn hefði slopp- ið úr búri. Hjalti fullyrðir einnig að tóf- unni sé mjög að fjölga, enda vanti 10-30 lömb á haustin á hvern bæ efst í Gnúpveija- hreppi og tófa sjáist oft á veg- um í sveitinni. Hjalti segir nóg basl í sauðfjárræktinni án þess að fjölgun tófu hætist við. Þá sámi honum að sjá tófuna leggjast á mófugla. Ti! dæmis hafi hann séð tófu bera marga lifandi lóuunga í kjaftinum til yrðlinganna í greninu. Marínu vegnar vel MARÍNU Hafsteinsdóttur, litlu stúlkunni, sem í síðustu viku fór í erfiða hjartaaðgerð í Bos- ton í Bandaríkjunum, vegnar vel og í gær fékk hún sína fyrstu máltíð. „Líðan hennar skánar alltaf," sagði Hafsteinn Hinriksson, faðir Marínar, í gær. „Nú er bara að bíða og sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“ Marín var tekin úr öndunar- vél á miðvikudag. Hún hefur fengið næringu í æð og gégnum slöngu, en í gær var henni gef- ið eplamauk í morgunmat. Haf- steinn sagði að svo gæti farið að hún yrði flutt á almenna deild í dag. Marín á að fara i aðra að- gerð eftir tvo til þrjá mánuði og foreldrar hennar, Hafsteinn og Anna Óðinsdóttir, ætla að koma með hana heim til íslands milli aðgerða. Marín fæddist með sjaldgæfan hjartagalla og í síðustu viku var komið fyrir slagæð við hjarta hennar. Hafsteinn sagði að umönnun í Boston hefði verið „frábær" og fólkið „gott og indælt". Hannes H. með fullt hús ÞRIÐJU umferð í landsliðs- flokki Skákþings íslands lauk í gærkvöldi. Úrslit urðu: Jón G. Viðarsson vann Bene- dikt Jónasson, Ágúst Sindri Karlsson vann Rúnar Sigur- pálsson, Hannes Hlífar Stefáns- son vann Kristján Eðvarðsson og Magnús Pálmi Örnólfsson vann Júlíus Friðjónsson. Jafn- tefli gerðu Áskell Öm Kárason og Helgi Áss Grétarsson og Jóhann Hjartarson og Sævar Bjarnason. Hánnes Hlífar er með 3 vinn- inga. í 2.-3. sæti eru Ágúst Sindri og Jón Garðar með 2‘A vinning og síðan er Jóhann í 4. sæti með 2 vinninga. Næsta umferð verður tefld klukkan 17 á laugardaginn á Lynghálsi 10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.