Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FANNEY JSALLDÓRSDÓTTIR + Fanney Hall- dórsdóttir var fædd á Akureyri 19. janúar 1973. Hún lést á Borgarspítal- anum 7. nóvember siðastliðinn. For- eldrar hennar eru Ólína E. Jónsdóttir móttökuritari, f. 13.8. 1953, og Hall- dór M. Rafnsson, húsasmíðameistari, Ífl7.8. 1949. Fann- ey var elsta barn þeirra hjóna. Næst- ur er Ómar, f. 2.2. 1979, þá Elvar, f. 27.3. 1986. Fanney átti tvö hálfsystkini samfeðra, þau Torfa Rafn, f. 18.8. 1969, og Unni, f. 21.6. 1972, en sambýlismaður hennar er Þorsteinn Þorsteinsson, f. 18.3. 1972, og þeirra sonur Viktor Orri, f. 21.8. 1994. Útför Fanneyjar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. en Fanney bað okkur blessuð að hafa engar áhyggjur af sér. Hún ætlaði að koma aftur heim að ári og halda áfram námi. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er og nú eru dýr- mætar minningar það eina sem við höldum eftir. Margt er það, og margt er það, sem minningarnar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson) Það var gott að hafa hana Fann- eyju nálægt sér því hún lýsti upp umhverfi sitt með bjargfastri bjart- sýni og fölskvalausri gleði. Stórt skarð er nú komið í hópinn okkar, skarð sem aldrei verður fyllt. Við biðjum góðan Guð að styrkja Ólínu og Halldór, Elfar, Ómar, Torfa Rafn og Unni í sorg þeirra. Guð geymi Fanneyju okkar Halldórs- dóttur. Afi og amma í Kambsmýri. NÚ'HAUSTAR að á köldu landi ísa og sólin nær vart að rísa upp yfir fjallsbrúnir við Eyjafjörð. Litla stúlkan sem kom eins og sólar- geisli inn í líf okkar fyrir rúmum tuttugu og tveimur árum, hefur kvatt okkur fyrirvaralaust og stigið til hærri hæða. Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þinum og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mín- um. ra skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum árum, og alltaf mun ég fagna og þjást með þér og þú skalt verða mín - í söng og tárum. (Davið Stefánsson) Fanney Halldórsdóttir, elsta barnabarn okkar hjóna, átti sér dýra drauma og bjó yfir öllum þeim þrótti sem þurfti til þess að láta þá rætast. En Drottinn gaf og Drottinn tók, og nú sjáum við hana aldrei framar, heyrum aldrei framar hláturinn hennar bjarta. Minningarnar lifa þó eftir og af góðum minningum eigum við nóg til að lina þrautirnar og styrkja hvert annað. Við fylgdumst með þessari lífsglöðu stúlku vaxa úr grasi í skjóli ástríkra foreldra sinna. Og nú streyma fram hjartfólgnar minningar um góðar samverustund- ir fjölskyldunnar þar sem Fanney var iðulega hrókur alls fagnaðar. Hún varð fljótt sjálfstæð í skoðun- um, ljómaði af hreysti og vildi fara sínar eigin leiðir. Fyrir þremur mánuðum fór hún til Bandaríkjanna þar sem hún ætl- aði að skoða svo margt. Það setti ugg að okkur, afa hennar og ömmu, Nú ertu farin, litla frænka. Allt of fljótt - allt of ung. Við þekktumst ekki mikið þú og ég, til þess var aldursmunurinn og fjarlægðin of mikil. Þú norður á Akureyri en ég í Reykjavík. Það breytir því þó ekki að ég fylgdist með uppvexti þínum og annarra frændsystkina. Ég man fyrst eftir þér heima hjá ömmu og afa í Kringlumýri 17. Þú vildir ekki tala mikið við ókunnuga konu en kúrðir þig í fanginu á mömmu og varst feimin. Samt tók ég eftir því að þú skoðaðir mig lengi og vel. Næst hittumst við í húsi ömmu Emmu og afa Jóns í Ólafsfirði. Þá varstu orðin eldri og feimnin horfin. Þú varst kotroskin ung dama, skemmtileg blanda foreldra þinna. Þá var margt hægt að skrafa við frænku. Svo liðu árin og allt í einu varstu orðin fullorðin og stúdent. Lífið blasti við og þú fórst sem au pair til Bandaríkjanna. Sú dvöl hlaut þó snöggan endi þar sem þú veiktist, komst heim og kveðjustundin rann upp fyrr en nokkurn óraði fyrir. Mig langar að kveðja þig með lítilli bæn sem hefur verið mér ofar- lega í huga undanfarna daga. Þessa bæn var amma Emma vön að fara með á kvöldin þegar ég gisti hjá henni sem lítil stúlka. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Sofðu rótt, vina mín. Ég bið góð- an Guð að hugga foreldra þína og t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir og amma, ÁGÚSTA GUNNLAUGSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést mánudaginn 13. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Börn, fósturbörn og barnabörn. t Bróðir okkar, - GUNNAR ERLENDSSON, Kálfatjörn, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnar- kirkju laugardaginn 18. nóvember kl. 15.00. Systkini og fóstursystkini. ástvini. Við munum varðveita minn- ingu þína um ókomna tíð. Þín frænka, Bergþóra. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Hún Fanney frænka mín er látin. Þessi lífsglaða stúlka, sem átti sér marga framtíðardrauma, lést á Borgarspítalanum 7. nóvember síð- astliðinn. Hveijum gat dottið í hug, þegar hún kvaddi vini og vandamenn í ágúst og hélt til Bandaríkjanna, að lífshlaupi hennar væri brátt lokið. Rétt áður en hún fór, kom hún hress og kát til mín í sundlaugina með Elfar litla bróður sinn, sem henni þótti svo vænt um. Þar sagði hún mér frá vinnunni sem hún væri búin að fá vestan hafs. Við töluðum um hina fyrirhuguðu ferð, og tilhlökkunin hjá henni var mikil. Ég sé hana fyrir sjónum mér, þar sem hún gekk niður Þingvalla- strætið ásamt bróður sínum, og kvöldsólin glóði í fallega síða hárinu hennar. Þetta minningabrot um okkar hinsta fund verður mér ætíð dýrmætt. Ég kveð Fanneyju frænku mína hinstu kveðju í fullvissu þess að opnir armar taki á móti henni og umvefji hana elsku og birtu í Guðs ríki. Elsku Ólína, Halldór, Ómar, Elf- ar, Torfi Rafn og Unnur. Afar, ömmur, skyldfólk og vinir. Mikill er missir ykkar. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Bless- uð sé minning frænku minnar, Fan- neyjar Halldórsdóttur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þorsteinn, Sesselja, Arnar Þór og Ásta Eybjörg. Þegar sorgin knýr dyra finnum við glöggt hversu lítils við erum megnug og hversu yfirþyrmandi fánýti jarðlífsins getur verið. En þá finnum við einnig hvers virði kærleikurinn er og hvers virði góð- ar minningar eru. Elskuleg frænka og vinkona, Fanney Halldórsdóttir, er horfin á braut svo snögglega að við eigum erfitt með að trúa því sem hefur gerst. Ljósið sem tendrað var fyrir góðum tuttugu árum, slokknaði á skammri stundu í vályndum veðr- um. Slokknaði fagurt lista ljós. Snjókólgudaga hriðir harðar til heljar draga blómann jarðar. Fyrst deyr í haga rauðust rós. (J.H.) Það er bágt að horfast í augu við það sem orðið er. Hins vegar er ekki vandasamt að lýsa því sem Fanney var. Hún var gleðin og hún var hreystin í öllu sínu veldi. Það geislaði af henni lífsþróttur og kæti. Aldrei var nein lognmolla í kringum Fanneyju Halldórsdóttur. Henni var einkar ljúft að tjá sig og hún var óhrædd við að segja það sem aðrir hefðu ef til vill kinokað sér við að nefna. Leikurinn var henni allt og hún hafði yndi af íþróttum. Fanney æfði bæði fótbolta og handbolta, og keppti með báðum Akureyrarlið- unum, KA og Þór. En hún kunni líka að slappa af og varði þá gjarn- an löngum stundum við að horfa á bíómyndir. Það er varla hægt að nefna þá kvikmynd sem hún hafði ekki séð og ef um ágæta mynd var að ræða þá var henni alveg sama þótt hún sæi hana aftur í góðum félagsskap. Síðasta vor lauk Fanney stúd- entsprófí frá Verkmenntaskóla Ak- ureyrar en ákvað síðan að taka sér hlé til að hugsa sinn gang. Hún fór í vist til Bandaríkjanna 18. ágúst og hugðist dvelja þar í ár. Dagana áður var hún á heimili okkar og það leyndi sér ekki að tilhlökkunin var mikil að upplifa ný ævintýr vestan hafs. En því miður hafa ör- lögin hagað því svo að við tökum ekki á móti henni Fanneyju okkar næsta sumar. Hún er nú þegar komin heim og farin þá leið sem við förum öll fyrr eða síðar. Snemma á þessu ári bað hún okkur hjónin að teikna skopmynd af sér fyrir útskriftarbók Verk- menntaskólans en við færðumst undan. í staðinn teiknaði hún mynd af okkur fyrirhafnarlaust og fórst það einkar vel úr hendi. Á mynd- inni er að fínna allt það sem henni fannst í fáum dráttum einkenna okkur hjónin: Skæri, gítar, veiði- stöng og sandalar. Slíkar skop- myndir hafði hún gert af mikilli natni fyrir aðra sem útskrifuðust með henni og líklega var það á þessu sviði sem framtíð hennar lá. Fanney hafði mikinn áhuga á að hasla sér völl sem auglýsingateikn- ari og þar hefðu hæfíleikar hennar fengið að njóta sín. Þessi fallega stúlka var okkur mikils virði og minning hennar lifír á meðan við drögum andann. Mikil er sú sorg sem foreldrar hennar, systkini, afar og ömmur, og aðrir aðstandendur mega þola. Við biðj- um þess af heilum hug að góðar vættir styrki þau og verði þeim stoð um ókomna framtíð. Nú grúfir dimmur vetur yfír hjörtum okkar en þótt flest geti brugðist þá bregst það ekki að sumarið kemur aftur með birtu og yl - það er eins víst og að Fanney hefði brosað við mér þar sem ég sit nú og skrifa þessi fánýtu orð. Við kveðjum elskulega frænku og vinkonu með sárum trega. Hægur er dúr á daggamótt. Dreytni þig ljósið, sofðu rótt. (J.H.) Margrét Elfa Jónsdóttir og Ragnar Hólm. Mig setti hljóða þegar mér barst sú harmafregn að Fanney Halldórs- dóttir væri fallin frá, aðeins 22 ára gömul. Það er á vorin sem lífið kviknar og hin fegurstu blóm dafna og veita von um vaxandi þroska, en þá kem- ur hret og hinir þrúgnandi sprotar visna og sumir falla. Þannig er það í þeirri baráttu mannsins sem við köllum líf. Undarleg ósköp að deyja, hafna í holum stokki. Himinninn fúablá fjöl með fáeina kvisti að stjömum. (Hannes Pétursson) Já, þetta líf. Þetta líf, mikið er það undarlegt. Það fæðist nýr ein- staklingur í þennan heim. Einstakl- ingur sem á líf eins og rósin sem tekur þakklát við geislum sólarinn- ar þegar hún kemur upp í austri og vermir jörðina og þúsundir geisla klappa henni á kollinn. Þá gægist rósin upp úr moldinni. Hún horfir til móts við þessa undursamlegu veröld og brosir. Hún brosir þar til sólin hnígur í vestri og dimmir skuggar næturinnar setjast að. Það er erfitt að sætta sig við að bros rósarinnar er horfið, hún hnigin að grundu, visnar og kemur ei aftur. En í gegn um sorta og myrkur grillir í skin morgunsins og geisla rísandi sólar sem segja okkur að lifið haldi áfram í öllum sínum fjöl- breytileika þar sem við erum áfram þátttakendur. Það er á slíkum stundum sem maður vill að vináttan verði áþreif- anleg, að hún skilji eitthvað eftir sig og veiti okkur öllum styrk í vanmætti okkar og smæð gagnvart hinu óumflýjanlega. Guðdómlegasta reynsla sem nbkkrum getur hlotnast er að heyra rödd vináttunnar þegar neyðin sverfur að. (Ch.v. Schiller) Og enn um þátt vináttunnar: Ég þekki giidi vináttunnar. Hver vildi lifa án hennar? Hún er ágæt í meðbyr. Ómetanleg í mótbyr. Elsku Ólína mín, Halldór, Ómar, Elvar og aðrir aðstandendur. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð við fráfall þessarar lífsglöðu, fallegu stúlku sem átti svo margt eftir í þessu lífi, en j>arf nú að sinna öðru. Ég þakka hlýjuna og vináttuna gegnum árin. Margrét Jóhannsdóttir, Húnavöllum. Ég vil minnast ungrar og yndis- legrar stúlku og þakka henni góð- vild í minn garð og dóttur minnar, Ernu. Hún var kát og kraftmikil og ekki fór hjá því að glaðværð hennar og hressilegur hlátur smit- uðu út frá sér og hefðu bætandi og ánægjurík áhrif á alla sem í návist hennar voru. Stundir með þessari ljúfu stúlku hefðu mátt verða miklu fleiri. Ég votta elsku- legum foreldrum hennar, systkin- um, ömmum og öfum og öðrum nánum vandamönnum mína dýpstu samúð. Guð geymi elsku Fanneyju. Sigurlaug Hólm. í dag kveðjum við ástkæra frænku okkar Fanneyju Halldórs- dóttur. Fanney H, eins og hún var alltaf kölluð á okkar heimili, var kát og skemmtileg stelpa. Við frændsystk- ini hennar á ísafirði umgengumst hana ekki daglega sökum fjarlægð- arinnar milli heimila okkar, en þær minningar sem við eigum um hana eru góðar. Við minnumst glaðværrar skelli- bjöllu sem ávallt var líf í kringum. Við minnumst hennar líka fyrir hversu blíð og gjafmild hún var. Meðal yndislegra og ómetanlegra minninga sem við eigum um Fann- eyju frænku eru öll þau skipti sem við hittumst hjá ömmu og afa. Þar var margt brallað. Við systurnar munum sérstaklega eftir því þegar Fanney kenndi okkur hvernig við gátum séð gegnum spil hver draumaprinsanna væri ákjósanleg- asta framtíðarmannsefnið. Við minnumst líka jólanna í Kringlumýr- inni þar sem við vorum allar stilltar og prúðar með slöngulokka í hárinu, boltaspilið hans afa minnir á allar keppnimar sem við háðum í því. Fanney kom iíka vestur til okkar á skíði um páska og lögðumst við systkinin á eitt um að æfa hana í íþróttinni. I sumarheimsóknunum var svo ólmast í fótbolta. Síðustu sam- verustundir okkar með Fanney vora sl. sumar er við hittumst á ættar- móti fjölskyldunnar. Þar var kátt á hjalla, sungið og dansað fram á nótt. Margs er að minnast og margs er að sakna. Minningin um Fanney mun ávallt lifa í hjörtum okkar sem þekktum og þótti vænt um hana. Elsku Halldór, Ólína, Ómar, Elf- ar, Torfi Rafn, Unnur, amma, afi, Snjólaug og Jón. Sorg ykkar er mikil og ótímabær missir elskulegr- ar dóttur, systur og barnabarns er sár. Við sendum ykkur okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorginni. Þau ljós sem skærast lýsa þau Ijós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast. Og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. , Þótt burt úr heimi hörðum, nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.