Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 37 HALLDÓR VALDIMARSSON Halldór Valdi- marsson var fæddur á Guðna- bakka í Stafholts- tungum 20. maí 1928. Hann andaðist í Borgarnesi hinn 9. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Davíðsson, f. 1899, d. 1974, og Helga Ingibjörg Halldórs- dóttir, f. 1895, d. 1985. Systkini hans eru Ástrún, f. 1920, Guðrún, f. 1924, Þórður, f. 1925, Valdís, f. 1927, d. 26.9. 1995, Þorsteinn, f. 1929, og Guðbjörg, f. 1934. Hinn 2. apríl 1955 kvæntist Halldór Maríu Ingólfsdóttur, f. 6.12. 1935. Foreldrar Maríu voru Ingólfur Guðbrandsson, f. 1902, d. 1972, og Lifla Guðrún Kristjánsdóttir, f. 1912, d. 1991. Börn Halldórs og Maríu eru: Helga Ólöf, f. 3.3. 1953, Lilja Guðrún, f. 13.4. 1954, gift Guðmundi Jónssyni, f. 1952, f. 29.10. 1956, sambýliskona hans er Guðlaug Sandra Guðlaugs- dóttir, f. 1961, Ing- ólfur, f. 18.5. 1958, kvæntur Oddnýju Ó. Sigurðardóttur, f. 1961, Ólöf, f. 13.4. 1960, gift Sveini Guðnasyni, f. 1952, f. 24.7. 1966, d. 21.8. 1995. Afabörn Halldórs eru orðin 12 og langafabarn eitt. Halldór starfaði lengst af við akstur hjá Kaupfélagi Borgfirð- inga og við afgreiðslustörf hjá BTB varahlutaverslun. Einnig starfaði hann við ökukennslu í 30 ár. Halldór var meðlimur í Félagi húsbílaeigenda. Útför Halldórs verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. OKKUR langar til að minnast í fá- einum orðum tengdaföður okkar, Halldórs Valdimarssonar. Halldór ólst upp í stórum systk- inahópi á Guðnabakka í Stafholts- tungum, Borgarfirði. Heimilið var dæmigert bændaheimili stríðsár- anna þar sem lífskjörin voru knöpp og hver dagur í raun barátta fyrir lífsnauðsynjum. Halldór tók ungur þátt í að afla til heimilisins enda ábyrgð hvers fjölskyldumeðlims mik- il á uppvaxtarárum hans. Þau hjónin Halldór og María Ing- ólfsdóttir eignuðust sex börn og bjuggu lgngst af á Kjartansgötu 7 í Borgarnesi. Þau voru alla tíð ákaf- lega samhent hvað varðar það að skapa börnum sínum sem best skil- yrði til uppvaxtar og einnig voru þau miklir félagar. Þau stóðu saman við hvaðeina og gilti einu hvort um var að ræða kleinubakstur eða annað er laut að heimilinu. í einu og öllu voru þau einhuga teymi og samvinna þeirra einstæð. Halldór var mikið náttúrubarn og þau hjónin ferðuðust mikið um land- ið og reyndu að hafa börnin með hvert sem þau fóru. Oft mátti þröngt sitja í bílakosti þeirra daga með mörg börn og farangur, en það hafð- ist með góðum vilja. Þekktu þau hjón því landið vel og þótti okkur einstakt hversu margar myndir þau áttu frá ferðalögum sínum með börn- in. Þegar börnin voru flogin úr hreiðrinu gafst þeim meiri tími hvoru fyrir annað og þau notuðu þann tíma vel. Þau ferðuðust áfram mikið sam- an um landið og félagsskapur hús- bílaeigenda var þeim báðum mikils virði. Halldór lagði mikla alúð við það að kynna sér vel staðhætti og sögu landsins áður en í ferð var far- ið. Nutum við þeirrar þekkingar hans vel þegar komið var við í kaffi að lokinni ferð. Halldór fylgdist grannt með þjóð- málum og unni lestri góðra bóka. En heimili hans og fjölskylda voru honum alltaf efst í huga. Hann bar hag barna sinna fyrir brjósti og var alltaf tilbúinn til að létta undir með þeim eftir bestu getu. Okkur tengdadætrunum var hann afskap- lega góður og gerði sér farum að setja sig inn í það umhverfi sem við vorum sprottnar úr og hafði mikinn áhuga á líðan og gengi fólksins okk- ar. Barnabörnin muna einnig góðan afa þar sem styggðaryrði féllu aldr- ei þótt fyrirgangur væri oft mikill í þeim. Hann var einstaklega laghentur maður og allt lék í höndunum á honum. Það skipti þá engu hvort laga þurfti eitthvað á heimili hans eða í bílakosti. Það voru t.d. ófáar stundir sem fóru í ferðabíl þeirra hjóna enda bar allur hans umbúnað- ur og ástand vott um natni og alúð. Hann var lítillátur maður, lét verkin tala og framkvæmdi þau af lipurð og yfirvegun. Halldór var afar dulur maður og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Þó duldist það engum að hann var vandaður til orðs og æðis og góð- mennskan í fyrirrúmi. Það voru ófá- ir sem nutu þolinmæði hans við öku- kennslu á þrjátíu ára tímabili og oft voru reikningar fyrir þá þjónustu gerðir með efnahag nemandans í huga. Þegar Halldór greindist með krabbamein á alvarlegu stigi duldi hann það eins lengi og kostur var því hann vildi ekki að kona hans og börn væru með áhyggjur af honum. í þetta þurfti innri styrk og ró, en þar lágu hans grunneðlisþættir. í ágúst sl. lést yngsti sonur Halldórs og þá féllu eflaust fleiri tár en sáust, því hann einbeitti sér að því að fjöl- skylda hans stæði saman í því sorg- arferli. Hann barðist við sjúkdóm sinn í tvö ár og hélt alltaf reisn sinni og virðingu. Honum var það mikils virði að geta verið sem mest heima í umsjá konu sinnar og svo fór að lokum að hann var staddur á heim- ili þeirra er hann lét undan mannin- um með ljáinn, umvafinn kærleika eiginkonu sinnar. Við erum þakklátar fyrir það að hafa átt Halldór sem tengdaföður. Hann reyndist okkur afar vel á alla lund og við söknum hans. En við erum einnig Guði þakklátar að stríði hans er lokið með þá vissu að ókönn- uð lönd og farnir ástvinir bíði hans handan þessa heims. Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða með sælu sumrin löng. Þar angar blómabreiða við blíðan fuglasöng. Þar aðeins yndi fann ég, þar aðeins við mig kann ég, þar batt mig tryggðaband, því þar er allt sem ann ég. Það er mitt draumaland. (Jón Trausti.) Við vottum eiginkonu háns, börn- um og öðrum aðstandendum dýpstu samúð okkar. Blessuð sé minning Halldórs Valdimarssonar. Oddný Ólafía Sigurðardóttir, Guðlaug Sandra Guðlaugsdóttir. Elsku afí minn. Það er erfitt að hugsa til þess að eiga ekki eftir að hitta þig aftur og tala við þig. Það er samt huggun í því að nú hefur þú fengið hvíld frá harðri baráttu við veikindin sem hijáðu þig. Þó að ég hefði þá vitn- eskju um að innan tíðar mundir þú hverfa frá virtist það eitthvað svo fjarlægt. Það er margt sem hefur komið upp í huga minn síðan þú fórst. MIIMNIIMGAR Allt frá því að minnast þess þegar ég var bara lítill strumpur og þú „stalst“ nefinu mínu og ég í sak- leysi mínu greip um andlitið á mér til að athuga hvort það væri ekki örugglega ennþá á réttum stað, til allra spjallstundanna sem við áttum þegar þú varst að kenna mér að keyra. Þú varst alltaf svo áhugasam- ur um það sem ég var að gera og hver framtíðaráform mín væru. Þó þú sért ekki hérna hjá mér veit ég að þú fylgist með mér úr fjarlægð þegar ég tekst á við framtíðina. Minningin um þig mun ætíð lifa. Lilja. Manni verður litið um öxl á stundu sem þessari. Það eru ekki mörg ár síðan ég kom inn í fjölskyldu manns- ins míns, dóttursonar Dóra, en samt finnst mér ég hafa þekkt hann Dóra árum saman. Þegar ég hugsa til baka sé ég fyrir mér þar sem ég, Jón Halldór og langafastelpan Alexandra Dís rennum í hlaðið á Kjartansgötunni. Við komum inn þvottahúsmegin og þegar við opnum inn í eldhús kemur hlátur Mæju og bros Dóra á móti okkur og okkur er fagnað með viðeig- andi hætti. Dóri tekur um höfuðið á Alexöndru, hristir og hlær og spyr svo hvernig stelpan hans hafi það. Við rötum sjálf inn í stofu þar sem sest er niður og spjaJlað um daginn og veginn, alltaf er um eitthvað að spjalia og flolskyldufréttir eru bomar á milli, síðan setjast allir að veislu- borði ömmu Mæju og borða sig sadda. Dóri var manna fróðastur um landið okkar enda ekki nema von þar sem þau hjónin höfðu ferðast um landið þvert og endilangt á hús- bílnum sínum og oft í fylgd vina úr Húsbílaklúbbnum. Dóri var einnig mannþekkjari mikill og er mér það minnisstætt er hann sagði mér að hann teldi sig hafa komið inn á alla sveitabæi í Borgarfirði. Tveimur dögum fyrir andlát Dóra fórum ég og dóttir mín með tengda- mömmu upp í Borgarnes til að heilsa upp á þau hjónin og það var sama sagan með hann Dóra, þó svo að hann væri orðinn rúmliggjandi og mikið veikur var hann jafn ánægður að sjá okkur sem fyrr, og hún Mæja mín alltaf jafn jákvæð og yndisleg, þrátt fyrir áföllin sem hún hefur þurft að takast á við. Ég sat dálitla stund inni hjá honum Dóra og við spjölluðum um veðrið og helstu frétt- ir líðandi stundar, það var ekki að heyra á honum að senn færi hann yfir móðuna miklu í faðm fjölskyldu sinnar sem þar biði eftir honum. *■ Ég vil að lokum þakka þér, kæri vinur, fyrir allar samverustundirnar sem ég, Jón Halldór og Alexandra höfum átt með þér. Guð geymi þig og varðveiti. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, < hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Mæja mín, Lilja, Olla, Helga, Ingólfur, Garðar og fjölskyld- ur, megi algóður guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Una Marsibil. í byrjun aðventu, sunnudaginn 3.desember nk., kemur út hinn árlegi jólablaðauki Jólamatur, gjafir og föndur.Til að hafa blaðaukann sem glæsilegastan verður hann sérprentaður á þykkan pappír og prentaður í auknu upplagi, þar sem jólablaðaukar fyrri ára hafa selst upp. í blaðaukanum verða birtar uppskriftir að jólamat, smákökum, tertum, konfekti og fleira góðgæti sem er ómissandi um jólahátíðina. Þá verður fjallað um jólagjafir, jólaföndur og jólaskraut. Farið verður í heimsókn til fólks, bæði hér heima og erlendis.og forvitnast um jólasiði.mat og undirbúninginn fyrir jólin. Nánari upplýsingar veita Dóra Guðný Sigurðardóttir, Agnes Erlingsdóttir og Petrína Olafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í símum 569 1171 og 569 1111 eða með símbréfi 569 1110. Þeim,sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka,er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 þriðjudaginn 21. nóvember. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.