Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 11 Morgunblaðið/Ingólfur Margir á svellinu MARGT er um manninn á skauta- léku listir sínar fyrir ljósmyndar- svellinu í Laugardal þessa dag- ann þegar hann var á ferðinni í ana enda veðrið gott. Stúlkurnar Laugardalnum fyrr í vikunni. Islenska sendiráðið í Washington Ráðning ráðgjafa tengist endur- skiplugningu STEPHEN J. Boynton, sem fyrir skömmu var ráðinn ráðgjafi sendi- ráðs íslands í Washington, hefur um langt skeið verið sendiráðinu hjálplegur og tengist ráðning hans endurskipulagningu sendiráðsins án þess að sérstök mál hafí verið höfð í huga. „Eins og sakir standa hef ég engin ákveðin verkefni," sagði Boynton í samtali við Morgunblað- ið. Boynton er lögfræðingur og hefur starfað á eigin vegum í Wash- ington frá árinu 1965. Hann kvaðst aðeins hafa unnið við opinber störf í tvö og hálft ár. „Frá 1969 til 1971 vann ég við löggjafarstörf hjá Ernest F. Hollings öldungadeildar- þingmanni,“ sagði Boynton. Hollings er demókrati frá Suður- Karolínu og einn af þekktari þing- mönnum öldungadeildarinnar. Hann situr í ýmsum nefndum deild- arinnar og hefur meðal annars látið sig varða sjávarútvegsmál. Þekkir sjávarútvegsmál Að sögn heimildarmanns Morg- unblaðsins í utanríkisráðuneytinu er ein ástæða þess að Boynton varð fyrir valinu sú, að hann var einn helsti aðstoðarmaður Hollings þeg- ar þingmaðurinn var að vinna að stofnun umhverfis- og sjávarút- vegsdeildar við bandaríska við- skiptaráðuneytið. „Hann þekkir til þessara mála og hefur mikinn áhuga á sjálfbærri nýtingu auð- Iinda,“ sagði heimirdarmaðurinn. „Það hefur kannski gert að verkum að hann hefur sýnt íslandi meiri skilning en aðrir.“ Samkvæmt heimildarmanninum, sem ekki vildi láta nafns getið, hef- ur Boynton verið tengdur sendiráð- inu í Washington „í töluvert langan tíma“. Hann hefði til dæmis greitt götu utanríkismálanefndar Alþingis þegar hún kom til Washington fyr- ir tveimur árum og komið á fundum með Hollings og fleiri málsmetandi mönnum í bandarískri stjórnsýslu. Hingað til hefði Boynton unnið fyrir sendiráðið af áhuga og vin- fengi, en nú væri mikil uppsveifla í sendiráðinu og Boynton gæti stytt sendiráðinu leið að yfirvöldum í flóknu stjórnkerfi Bandaríkjanna. Hann hefði ekki verið ráðinn til að leysa sérstök verkefni, heldur til að sinna málum, sem tengdust þingi og væru lögfræðilegs eðlis. Búist við að lítið verði úr flensu INFLÚENSU hefur orðið vart á Suður- og Norðurlandi, en búist er við að hún verði ekki jafn skæð nú og oft áður vegna víðtækra bólusetninga. „Ég hef grun um að það verði ekki mikið úr þessu vegna þess að geysilega margir hafa verið bólusettir, meðal annars fyrir þessum stofni," sagði Art- hur Löve, yfirlæknir á rann- sóknastofu Landspítalans í veirufræði. „Þótt bóluefnið sé ekki fullkomið þá er öruggt að það dregur verulega úr sjúk- dómnum." Umferðarátak lögreglunnar Fylgst með gangandi vegfarendum LÖGREGLAN á Suðvesturlandi menn að líta eftir því hvort gang- mun á næstunni athuga hvort gang- andi vegfarendur noti merktar andi vegfarendur á ferð í myrkri gangbrautir, þar sem þær eru, og eru á ferð án endurskinsmerkja. virði gangbrautarljós. Lögreglan Lögreglan mun hafa tal af vegfar- hvetur alla, bæði börn og fullorðna, endum og vekja athygli þeirra á sem eiga endurskinsmerki, en nota nauðsyn þess að þeir noti endur- þau ekki, að taka þau fram og koma skinsmerki. Einnig ætla lögreglu- þeim í gagnið. FRÉTTIR Talsmenn Securitas, Vara og Sívaka um álit Samkeppnisráðs Breytir forsendum samn- ingsins við ráðuneytið TALSMENN öryggisþjónustufyrir- tækjanna Securitas, Vara og Sívaka telja margt jákvætt í áliti Samkeppn- isráðs á fyrirkomulagi Neyðarlín- unnar hf., en auk ofangreindra fyrir- tækja standa að henni Slysavarnafé- lagið, Póstur og sími og Slökkvistöð Reykjavíkur. Hannes Guðmúndsson, fram- kvæmdastjóri Securitas, segir ábendingar um breytingar á fram- lögum einstakra aðila þó breyta for- sendum samnings Neyðarlínunnar hf. við dómsmálaráðuneytið. Annað- hvort verði að finna leið þar sem farið verður að óskum Samkeppnis- ráðs eða þá að samningurinn falli úr gildi. Hann segist hins vegar vera bjartsýnn á að það takist að leysa þetta mál. Reglur um starfsemi stærsta málið „Við aðstandendur Neyðarlínunn- ar ákváðum að senda þetta til Sam- keppnisráðs til umsagnar og það lá allan tímann fyrir að ef þar kæmu einhveijar athugasemdir þá yrði auðvitað tekið tillit til þeirra," sagði Hannes Guðmundsson í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði sumar athugasemd- anna vera hið besta mál frá sínum bæjardyrum séð. Sérstaklega at- hugasemd um að settar yrðu reglur um starfsemi öryggisþjónustufyrir- tækja, en það hefði verið baráttumál Securitas undanfarin 15 ár. „Samkeppnisráð beinir því til ráðuneytisins að þetta verði gert fyrir áramót og það finnst mér stærsta og besta málið í þessu. Þá fagna ég því líka að Neyðarlínan hf. geti ekki keppt á markaði við einkaaðila, en það er hlutur sem er alveg í samræmi við mínar óskir," sagði Hannes. Fallið verður frá viljayfirlýsingu í áliti Samkeppnisráðs er þeim tilmælum beint til dómsmálaráð- herra að árleg greiðsla þeirra einka- aðila sem vilja reka öryggisþjónustu sína í tengslum við hina sameigin- legu neyðarvaktstöð verði að há- marki 1-2 milljónir króna í stað 5 milljóna. Hannes segir að þetta komi sér á óvart og hann sjái ekki rökin fyrir því að lækka upphæðina. „Við erum að skoða hvort einhver önnur leið sé í þessu og hvort sú leið sem þeir benda á sé fær að hækka þjónustugjöldin. Þeir gera athugasemd vegna viljayfirlýsingar sem á sínum tíma var gerð milli Securitas, Vara, Slysavarnafélags- ins og Slökkviliðsins, en þeir segja hana vera brot á samkeppnislögum. Þessi viljayfirlýsing er fyrsta plaggið sem varð til þegar menn voru að velta því fyrir sér hvort einhver flöt- ur væri á málinu, og hún hefur ekk- ert verið notuð og aldrei dregin upp eftir það. Hún hefur aldrei haft neitt gildi í þessu samstarfi og menn munu falla frá henni. Það er ekki erfitt að verða við þeirri beiðni,“ sagði Hannes. Viðar Ágústsson, framkvæmda- stjóri Vara, sagðist vera mjög sáttur _ við álit Samkeppnisráðs og fagna því. Þau mál sem komið væri inn á í álitinu væru mjög í anda öryggis- þjónustufyrirtækjanna, og í sjálfu sér ekkert þar sem þau gætu ekki fellt sig við. „Við erum að taka málið upp á þessum nýja grunni við dómsmála- ráðuneytið, en það er alveg augljóst að það þarf að semja upp á nýtt, því þarna er grunni fyrir tekjunum breytt. En það er í sjálfu sér ekkert sem við getum ekki bara unnið okk- ur í gegnum á nýjum forsendum. Ég fagna mjög þeim liðum sem Sam- keppnisráð er að leggja áherslu á t.d. því að setja skýrar reglur um kröfur til þessara öryggisþjónustu- fyrirtækja sem þiggja þjónustu sína hjá Neyðarlínunni," sagði Viðar. Birgir Úlfsson, framkvæmdastjóri Sívaka, sagði ekkert í áliti Sam- keppnisráðs koma á óvart. Málið yrði skoðað og væntanlega yrði far- ið eftir þeim ábendingum sem fram koma í álitinu. „Það eru komnar nýjar vaktstöðv- ar og þetta virðist ekkert hræða þá út í samkeppni þessa nýju. Þeir bara eflast allir,“ sagði Birgir. ÉÉSsi AFL OG ORYGGI Vitara V6 Nýr eðaljeppi þar sem afl og öryggi hafa forgang. Vitara V6 er einstaklega aflmikill, með hljóðláta V6 oél, 24 ventla, sem afkastar 136 hestöflum. Hann er byggður á sjálfstæða grind og er méð hátt og lágt drif. Nákvæmt vökvastýrið og lipur 5 gíra handskiptingin eðá 4ra gíra sjálfskiptingin gera Vitara V6 auðveldan í akstri á vegum sem utan vega. Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega, höfuðpúðar á fram og aftursætum og styrktarbitar í huiðum gera Vitara V6 að einum öruggasta jeppa sem býðst. Einstaklega hljóðlátt farþegarýmið er búið öllum þægindum sem eiga heima í eðaljeppa eins og Vitara V6. &&2Z£33 SUZUKI BILAR HF SKSFAN 17 - SÍMI: 568 5100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.