Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 47 FRÉTTIR i > ) > > I : I ; ; = 5 » . Basarar Síðbirt grein um jafnréttis- daga SHI UM MIÐJAN októbermánuð síð- astliðinn barst Morgunblaðinu til birtingar grein eftir Vilhjálm H. Vilhjálmsson, formann hagsmuna- nefndar SHI, í tilefni jafnréttis- daga, sem SHÍ stóð fyrir um þær mundir undir yfirskriftinni Kynleg- ir dagar. Greinin, sem bar yfirskriftina „Aldingarðurinn Eden, forboðnir ávextir og Kynlegir dagar“ birtist síðan á blaðsíðu 36 hér í blaðinu í gær, löngu eftir að jafnréttisdag- arnir voru haldnir. Blaðið biður formann hags- munasamtaka SHÍ og aðra við- komendur velvirðingar á þessum mistökum. Aukið frelsi í áfengismálum? STEFNIR, félag ungra sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, gengst fyrir opnum stjórnmálafundi sem ber yfirskriftina, Frjáls opnunartími vínveitingahúsa og frelsi í áfengis- sölu, föstudaginn 17. nóvember í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29, Hafnarfirði. Á fundinn koma fjórir gestir sem hafa hver á sinn hátt lagt sitt af mörkum í umræðunni um áfengis- mál á undanförnum misserum. Þeir eru Vilhjálmur Egilsson, al- þingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs, Valdimar Jóhann- esson, formaður samtakanna Vímulaus æska, Glúmur Jón Björnsson, formaður Heimdallar, Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, og Jónas Jónasson frá Stórstúku íslands. Afmælisfundur Al-Anon OPINN afmælis- og kynningar- fundur Al-Anon samtakanna verð- ur haldinn laugardaginn 18. nóvember. Fundurinn, sem verður haldinn í Bústaðakirkju, hefst kl. 14 og er öllum opinn. Al-Anon samtökin voru stofnuð á íslandi 18. nóvember árið 1972 og eru félagsskapur ættingja og vina alkóhólista. Al-Anon samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa aðstandendum alkóhólista. Á fundinum 18. nóvember munu koma fram og segja sögu sína þrír félagar í Al-Anon og einn félagi í AA-samtökunum. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. Fundur afboðaður NÝSTOFNAÐ félag’ Sjávarnytjar, hafði boðað til fundar í dag á Grand Hótel Reykjavík, þar sem Bandaríkjamaðurinn Bruce Vinc- ent átti að flytja erindi. Fundinum hefur verið frestað um óákveðinn tíma, þar sem persónulegar ástæð- ur komu í veg fyrir að Vincent kæmi til landsins. Fundurinn verð- ur haldinn síðar. ■ LEIKHÚSKJALLARINN Á fimmtudag leikur Orri Harðar- son og hljómsveit. Húsið er opið frá kl. 22 til 1. Á föstudagskvöld sér Stjórnin um lifandi diskóstuð og á laugardagskvöld er Siggi Hlö í búrinu með meira diskó. Mánudaginn 20. nóvember er Lis- taklúbburinn með dagskrá um Ellu Fitzgerald þar sem sagt verður frá lífi þessarar ástsælu söngkona. Ólafía Hrönn og Tóm- as R. Einarsson flytja lög af nýút- komnum geisladiski, Kossi. ■ BASAR DÓMKIRKJUKVENNA Hinn árlegi basar Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar verður haldinn laugardaginn 18. nóvember í Safnað- arheimili Dómkirkjunnar, Lækjar- gðtu 14a og hefst hann kl. 14. Á bas- amum verða ýmsar hefðbundnar bas- arvörur á boðstólum og auk þess verð- ur þar kökubasar. Selt verður kaffi og vöfflur með ijóma. Allur ágóði af bas- amum rennur til þess starfs sem kirkju- nefndin vinnur í þágu Dómkirkjunnar. ■ HRINGURINN í HAFNARFIRÐI Kvenfélagið Hringurinn heldur sinn árlega basar sunnudaginn 19. nóvem- ber kl. 15 í Sjálfstæðishúsinu við Strandgötu. Margir fallegir handunnir munir til jólagjafa, góðar kökur og laufabrauð verða þar til sölu. Allur ágóði rennur til líknarmála. Hringskon- ur hafa af miklum dugnaði unnið að líknarmálum allt frá því félagið var stofnað 7. mars 1912. Hringskonur þakka öllum sem sýnt hafa starfi fé- lagsins velvild í gegnum árin, því án þess væri félagið ekki mikils megnugt. ■ KRISTNIBOÐSFÉLAGS KVENNA Árlegur basar félagsins er laugardaginn 18. nóvember í Kristni- boðssalnum, Háaleitisbraut 58 og hefst kl. 14. Fjöldi fallegra muna er á boðstólum og mikið af kökum. Kaffi selt á staðnum. Allur ágóði rennur til starfs Sambands (slenskra kristniboðs- félaga sem rekur umfangsmikið kristni- boðsstarf í Eþíópíu og Kenýju svo sem kunnugt er. Margar úölskyldur eru nú að störfum ytra. Sjúkdómar og fátækt eru mikið þjóðaböl í þessum löndum og menntunartækifæri takmörkuð. Kristniboðarnir vinna hörðum höndum við hlið innlendra starfsmanna. ■ HRINGURINN í REYKJAVÍK Kvenfélagið Hringurinn heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 í Perlunni. Margir fallegir handunnir munir til jólagjafa og góðar kökur verða þar til sölu. Basarmunír eru til sýnis fram að basardegi í glugga í Kirkju- hússins, Laugavegi 31. Ennfremur verða til sölu nýju jólakortin. Allur ágóði rennur til Bamaspítalasjóðs Hringsins. Hringskonur hafa af miklum dugnaði unnið að mannúðarmálum 1 marga áratugi. Sérstaka rækt hafa þær lagt við Bamaspítala Hringsins og allan búnað hans, aðalkappsmál þeirra nú er fyrirhuguð bygging sérhannaðs bamaspftala. ■ KVENFÉLAG KRISTSKIRKJU heldur basar, happdrætti og kaffisölu í safnaðarheimili Félags kaþólskra leik- manna, að Hávallagötu 16, næstkom- andi sunnudag kl. 15. Fjöldi fyrir- tækja brást vel við bón um stuðning og verða allskyns munir, handavinna og bækur á boðstólum. Allur ágóði rennur til safnaðarheimilis en kvenfé- lagskonur sjá um allan rekstur þess. Málþing um kjarnorkuvá Alnæmi o g andlegur stuðningur ALNÆMISSAMTOKIN, Rauði kross íslands og fræðslu- og þjón- ustudeild Þjóðkirkjunnar gangast fyrir ráðstefnu um alnæmi og and- legan stuðning að Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, föstudaginn 17. nóvember kl. 10-17. Lars-Olof Juhlin, prestur og al- næmisráðgjafi frá Malmö í Sví- þjóð, verður meðal frummælenda á ráðstefnunni. Hann ræðir m.a. um sálgæslu meðal HlV-jákvæðra og alnæmissjúkra og siðferðileg sjónarmið í afstöðu til þeirra. Ju- hlin er prestur í biskupsstofu Lund- arbiskupsdæmis. Hann hefur langa reynslu af starfi með HlV-jákvæð- um, alnæmissjúklingum og að- standendum þeirra. Aðrir frummælendur verða: Haraldur Briem, yfirlæknir á Borg- arspítalanum: HlV-sýking og al- næmi, Petrína Ásgeirsdóttir, fé- lagsráðgjafi á Borgarspítalanum: Félagsleg einangrun - hvað er til ráða? og Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, guðfræðingun Kirkjan og alnæmi. Morgunblaðið/Ásdís BÖRNIN í leikskóla KFUM og KFUK. Leikskóli KFUM og KFUK 20 ára LEIKSKÓLI KFUM og KFUK er 20 ára en hann tók til starfa 17. nóvember 1975. í leikskólanum eru 60 börn hálfan daginn á aldurskiptum deildum; tveggja til fjögurra ára og fjögurra til sex ára. Tvær deildir eru fyrir hádegi og tvær eftir hádegi og eru fimmtán börn í hverri deild. Fimm heilsdags- stöðvar eru við leikskólann auk stöðu leikskólasljóra. Leikskól- inn er einkarekinn en fær rekstr- arstyrk frá Reykjavíkurborg. Allar umsóknir berast leikskól- anum sjálfum og geta foreldrar sótt um vist fyrir börn sín strax við fæðingu. Leikskóli KFUM og KFUK stendur við Langagerði 1 í Reykavík. í tilefni afmælisins verður opið hús laugardaginn 18. nóvember kl. 13-17. Dagskráin verður þannig að kl. 14 verða börnin sem eru fyir hádegi með skemmtiatriði, kl. 14.30 verður gjöf til leikskólans afhent og kl. 15 verða börnin sem eru eftir hádegi með skemmtiatriði. LANDSRÁÐSTEFNA Samtaka her- stöðvaandstæðinga verður haldin á Kornhlöðuloftinu laugardaginn 18. nóvember. Dagskráin hefst með venjulegum aðalfundarstörfum og umræðum um starf og stefnu samtakanna. Kl. 14 hefst síðan málþing um Kjamorkuvá í hálfa öld. Frummælendur verða: Sveinn Rúnar Hauksson læknir: Frá Hiroshima til Thule og Einar Már Guðvarðarson myndhöggvari: Kjarn- orkusprengingar Frakka á Suður- Kyrrahafi. Á eftir verða umræðuF. og fyrirspurnir. Doktorsvörn DOKTORS V ÖRN fer fram við læknadeild Háskóla Islands laugar- daginn 18. nóvember. Reynir Arn- grímsson læknir ver doktorsritgerð sína um erfðir og meðgöngueitrun sem læknadeild hefur metið hæfa til doktorsprófs. Andmælendur af hálfu læknadeildar Reynir verða prófessor Arngrímsson E,M. Symonds frá Nottingham, Englandi og Ástríður Pálsdóttir, Ph.D., sérfræðingur við Tilraunastöð Háskóla íslands að Keldum. Deildarforseti læknadeildar, Helgi Valdimarsson prófessor, stjórnar athöfninni. Doktorsvömin fer fram í Háskóla- bíói, sal 4 og hefst kl. 13. Öllum er heimill aðgangur. Minningargjöf um Helga J. * Halldórsson MÁLRÆKTARSJÓÐI hefur borist gjöf til minningar um Helga J. Hall- dórsson cand. mag. í tilefni af áttræð- isafmæli Helga 17. nóvember 1995 hefur ekkja hans, Guðbjörg Guð- bjartsdóttir, fært Máiræktarsjóði 500.000 krónur. Fundur um nýskipan í ríkisrekstri FRÁ velferð til ölmusu er heiti á opnum fundi á vegum BSRB í Félagsmlðstöðinni, Grettisgötu 89, föstudaginn 17. nóvember kl. 9-11. David Thorp, framkvæmda- stjóri PSA - Public Service Assoc- iation, á Nýja Sjálandi flytur er- indi um reynsluna af umfangsm- iklum og umdeildum breytingum á ríkisrekstri þar í landi á undan- förnum ámm. PSA eru samtök starfsfólk ríkis og sveitarfélaga og er stærsta verkalýðsfélag landsins. Að erindinu loknu verða fyrir- spurnir og almennar umræður. Fyrirlestur um ullina HILDUR Hákon- ardóttir heldur fyrirlestur í Nor- ræna húsinu í Reykjavík á veg- um Heimilisiðnað- arskólans laugar- daginn 18. Hiidur nóvember. Fyrirlesturinn ber heitið: íslenska ullin; Við verð- um að sættast við hráefnið. Fyrir- lesturinn hefst kl. 14 og er að- gangur ókeypis. ...... Helgi J. Helgi J. Hall- Halldórsson dórsson fæddist 'l 7. nóvember 1915 á Kjalvararstöðum. Hann lauk kandí— datsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Islands lauk hann 1945. Helgi kenndi íslensku og ensku í Stýrimannaskólanum frá 1945 til 1985. Hann lést 13. október 1987. Helgi kvæntist Guðbjörgu Guðbjarts- dóttur 1945 og eignuðust þau fjórar dætur. Auk kennslu stundaði Helgi ýmis störf á sjó og landi og sumrin. Þrátt fyrir annríki sinnti hann ritstörfum alla tíð. Hann skrifaði m.a. kennslu- bækur, erindi um bókmenntaleg efni, og þýddi bækur og ljóð. Daglegt mál flutti hann í útvarpi. Svanur 65 ára LÚÐRASVEITIN Svanur var stofn- uð 16. nóvember 1930 og verður því 65 ára á þessui ári. í tilefni afmælisins verður opið hús fyrir styrktarfélaga og aðra velunn- ara sveitarinnar laugardaginn 18. nóvember kl. 18 í æfingasal Lúðra- sveitarinnar, Lindargötu 48, 3. hæð. Þar verða bornar fram veitingar með myndasýningu og annálum liðinna ára. #• jr -leikur að lara! Vinningstölur 16. nóv. 1995 8*10*11 *15 *20 *23 * 29 Eldri urslit á simsvara 568 1511
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.