Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 41« Megi minningarnar um öll góðu árin sem við áttum með þessari yndislegu stúlku, laða fram hjá okkur bros í gegnum tárin. Rabbi, Þórunn, Fanney, Arnar og Birna. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor i hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Fregnin um andlát Fanneyjar Halldórsdóttur laust okkur þungu höggi. Viðbrögðin voru á einn veg. Hvernig mátti það vera að þessi tápmikla og lífsglaða stúlka væri dáin? Hún sem var ímynd hreysti og æskufjörs. Fanney lauk stúdentsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Engum, sem voru við skólann samtíma henni, duldist að hér var mikil atorkukona á ferð. Það sýndi sig jafnt í náminu og í þátttöku hennar í félagsstörfum. Hún vann mikið og óeigingjarnt starf í þágu félaga sinna. Þar voru íþróttirnar efst á blaði en hún var um tíma formaður íþróttafélags skólans. Fanney vann einnig mikið að Mínervu, bók útskriftarnema. Þar komu listrænir hæfileikar henn- ar að góðum notum. Við sem kynntumst Fanneyju hér minnumst hennar þó fyrst og fremst vegna hressilegrar en jafn- framt einlægrar framkomu hennar. Það er sárt að horfa á eftir slíkri hæfileikamanneskju, en björt minn- ing hennar lifir. Við kveðjum Fann- eyju með kærri þökk fyrir góða samfylgd. Fjölskyldu Fanneyjar og vinum vottum við okkar innilegustú sam- úð. Starfsfólk Verkmenntaskól- ans á Akureyri. Á laugardagsmorgni fyrir rúmri viku var ég vakin með þeirri ógn- vænlegu frétt að hún Fanney væri að koma heim frá Bandaríkjunum næsta morgun vegna alvarlegra veikinda sem höfðu uppgötvast daginn áður. Þrátt fyrir þessi al- varlegu tíðindi óraði mig ekki fyrir að þessi sterka og þróttmikla íþróttastúlka yrði öll innan örfárra daga. A slíkri stundu koma manni í huga minningar frá öllum þeim stundum er ég og fjölskylda mín dvöldum á heimili foreldra hennar á Akureyri. Frá unga aldri ein- kenndi hana mikill kraftur og glað- værð. Hún var alltaf á þönum út og suður, í bolta eða öðrum íþrótt- um, enda alin upp á miklu íþrótta- heimili. En Fanney var ekki aðeins mikil íþróttakona, í henni blundaði einnig nokkurt listfengi sem birtist í hæfileikum hennar til að teikna samferðafólk sitt og draga fram í myndum sínum þau sérkenni sem henni þóttu einkenna viðkomandi. Notaði hún þessa hæfileika sína til að gleðja fólk og kæta og er mér minnisstætt eitt kvöld í fyrra- sumar að afloknum erfiðum degi á golfvellinum á Akureyri þá birtist hún hlæjandi með mynd sem hún hafði teiknað af mér í vandræðum mínum á golfvellinum. Glaðværð hennar og húmorinn í myndinni gerðu það að verkum að þungt skap mitt hvarf eins og dögg fyrir sólu og ég gat ekki annað en hleg- ið með henni að raunum mínum fyrr um daginn. Elsku Fanney, þú dvaldir skamma en dýrmæta stund hjá okkur í Háaberginu þessa síðustu daga þína. Mér mun alltaf verða minnisstætt að þrátt fyrir alvarleg veikindi þín þá varstu jafnkát og liress og ævinlega þegar þú varst að segja okkur frá dvöl þinni í Bandaríkjunum. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig að sinni, Fanney mín, en er við hittumst aftur veit ég að þá bíður mín þinn útbreiddi faðmur og þitt blíða bros eins og alltaf. Hjördís Ingvadóttir og fjölskyldan Háabergi 7. ELÍN BR YNJÓLFSDÓTTIR + Elín Brynjólfs- dóttir fæddist á Akureyri 7. október 1911. Hún lést á Borgarspítalanum 11. nóvember sl. Foreldrar hennar voru Ólafía Einars- dóttir frá Tann- staðabakka í Hrúta- firði, f. 23. ágúst 1877, d. 5. apríl 1960, og Bryiyólfur Jónsson trésmiður, frá Bálkastöðum i Hrútafirði, f. 10. maí 1875, d. 15. jan- úar 1957. Systkini Elínar eru öll látin og voru þau: Sigríður, f. 10. apríl 1903, d. 21. mars 1950, Ragnar, f. 17. júlí 1904, d. 24. júní 1964, Einar, f. 4. júlí 1906, d. 24. júlí 1981, Anna, f. 25. október 1907, d. 22. mai 1914, Hanna, f. 6. mars 1910, d. 8. mars 1989, Alda, f. 30. októ- ber 1914, d. 3. janúar 1936, Bragi, f. 6. ágúst 1916, d. 18. ágúst 1995. 10. október 1936 kvæntist Elín Karli Friðriki Davíðssyni, f. 2. september 1907, d. 6. júlí 1991. Foreldrar hans voru Sigurlína Baldvinsdóttir, f. 1868, d. 1939, og Davíð Einarsson, f. 1872, d. 1952. Voru þau bæði Eyfirðingar. Elín og Karl áttu eina dóttur, Önnu Línu, gjaldkera, f. 21. maí 1951, gifta Jónasi Hermanns- syni, f. 25. október 1946. Börn þeirra eru: Hermann, f. 31. ágúst 1969, maki Guðrún Sigtryggs- dóttir, hennar sonur er Alexander Bald- vin, Karl Friðrik f. 14. júní 1975, Ragn- ar, f. 25. júlí 1978, og Jónas Valur, f. 31. júlí '1984. Upp- eldisdóttur áttu þau, Huldu Haraldsdóttur, bókavörð, f. 13. febrúar 1940, gifta Þor- geiri Ólafssyni, f. 5. desember 1935. Börn þeirra eru: Karl Elí, f. 12. maí 1960, kvæntur Helgu B. Bragadóttur og eiga þau þijú börn: Tinnu Huld, Rut og Karl Elí. Ólafur Ágúst, f. 10. ágúst 1962, maki Jóhanna Þorgilsdótt- ir og eiga þau tvö börn, Þorgeir og Irisi. Rut, f. 4. apríl 1966, maki Benedikt Benediktsson og eiga þau eina dóttur, Ástrós Erlu, Reynir Haraldur f. 3. októ- ber 1976. Útförin fer fram frá Fossvogs- kirkju í dag og hefst. athöfnin kl. 15. MIG LANGAR til að kveðja ömmu mína Elínu Brynjólfsdóttur, með nokkrum orðum. Við andlát þitt koma upp í hugann margar góðar minningar um þig. Eg man hvernig þú dekraðir alltaf við mig á uppvaxtarárunum og kenndir mér marga hagnýta hluti. Þegar þú og afi fluttuð í Látraselið með okkur var ég 14 ára gamall og ég veit að það. hafði mikil áhrif á framtíð mína að hafa ykkur svona nálægt mér. Aldrei var skortur á ást eða umhyggju og alltaf voruð þið afi reiðubúin að hjálpa mér við það sem ég var að sýsla. Það sem einkenndi þig þó mest, amma mín, hvað þú varst alltaf skemmtileg og jákvæð. Amma mín, nú ert þú farin til guðs en þú munt ávallt lifa í minn- ingu minni. Ég þakka guði fyrir samverustundir okkar og vona að hann varðveiti þig og afa. Síðustu mánuðir lífs þíns voru þér mjög erf- iðir, enda glímdir þú við alvarlegan sjúkdóm. Það vakti alltaf stolt í bijósti mínu þegar ég kom að heimsækja þig í Seljahlíð, hversu vel þú barst þig, þrátt fyrir þín miklu veikindi. Hvíl þú í friði, ég mun alltaf muna þig. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Seljahlíðar fyrir að hafa annast ömmu svo vel síðustu æviár hennar. Hermann Jónasson. Kveðja til ömmu Nú er hún elsku amma mín dáin eftir mikil veikindi, sem hún hefur þurft að ganga í gegnum síðustu tvö árin. Ég var mikið hjá ömmu og afa. Þau bjuggu í sama húsi og við, þau kenndu mér svo margt og léku svo mikið við mig og voru mér svo góð. Oft var gott að koma til þeirra úr skólanum að fá heitt kakó og brauð. Amma vann við síldarsöltun á Siglufirði. Síðar vann hún á Kleppi í 10 ár. Afi dó fyrir fjórum árum. Það var mikill missir fyrir ömmu. Hann var sjómaður á yngri árum, en vann hin síðari ár hjá Reykjavík- urborg. Nú legg ég aupn aftur, ó, pð, þinn náðar kraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Jónas Valur. Kynni hófust með fjölskyldu minni og Éllu og Kalla, eins og þau voru ávallt kölluð, er þau fluttu í sama hús og við bjuggum í. Kalli eiginmað- ur hennar lést fyrir fjórum árum. Þessi kynni áttu eftir að marka stór spor í lífi minu. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að þekkja þau, elsku þeirrajjg umhyggju. Þau tóku slíku ástfóstri við mig strax í æsku, en svo einstaklega bamgóð voru þau. Er þær breytingar urðu á heimili mínu að móðir mín fluttist út á land fylgdi ég þeim hjónum og voru þau mér sem mínir aðrir foreldr- ar. Kalli var sjómaður og var því meira og minna að heiman. Öll mín unglingsár og allt þar til ég giftist og stofnaði heimili, átti ég mitt heim- ili og athvarf hjá þeim, ásamt dóttur þeirra Önnu Línu. Ekki fóru börnin okkar varhluta af ómældu ástríki þeirra og kærleika og voru þau þeirra Ella amma og Kalii afí. Svo mörg atvik og dýrmætar minningar hrann- ast upp í hugann, bæði er ég dvaldi hjá þeim í Skaftahlíðinni, en þau bjuggu þar, en þau ár öll átti ég hvað mest með þeim, og eins er þau fluttu í Skipholtið. Ella var mjög hrifnæm. Söngelsk var hún og söng um árabil í kór Hallgrímskirkju. Eins var henni einkar lagið að skapa fallega hluti úr leir og hafði af því sérstaka ánægju. Eftir að þau fluttu í Látra- selið ásamt dóttur sinni og fjölskyldu hennar,. sótti hún hin seinni ár fé- lagsstörf aldraðra, m.a. í Seljahlíð, en þangað var stutt að fara. Nokkru eftir að Kalli féll frá veikt- ist hún og varð Seljahlíð hennar dvalarstaður síðustu tvö árin. Hún naut þar frábærrar umönnunar, sem sérstaklega er hér þakkað. Ella var mjög jákvæð og glaðvær kona. Hún hugsaði fyrst og fremst um velferð annarra, en vildi láta sem minnst fyrir sér hafa. Svo ánægjulega vildi til að móðir mín kom einnig til dval- ar í Seljahlíð, og voru þær þar samt- íða þetta ár, og áttu þar þá aftur samleið og gátu hist oftar og rifjað upp gamlar og góðar minningar. Ég veit að móðir mín er henni eilíflega þakklát fyrir tryggðina og allt það sem hún og þau hjón hafa verið henni og mér. Með söknuði og djúpri þökk og virðingu kveð ég elsku Ellu og flyt þakkir frá eiginmanni mínum, böm- um og barnabömum. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Briem) Hulda Haraldsdóttir. Nú eru liðin rúm 26 ár frá fyrstu kynnum okkar af heiðurshjónunum Elínu og Karli í Skipholtinu. Karl lést fyrir fjórum árum og nú hefur Elín kvatt okkur líka. Allt byijaði það, þegar bróðir minn, Jónas, kynnti okkur fyrir kornungri stúlku, ljóshærðri og fallegri. Það var Anna, einkabarn þeirra Elínar og Karls. Þessi unga stúlka átti síðar eftir að verða eiginkona Jónasar og þrátt fyrir ungan aldur Önnu, tóku þau honum opnum örmum, þegar þau sáu að Önnu var alvara að eiga hann og elska. Okkur var tekið af einstökum hlý- hug og gestrisni á heimili þeirra hjóna og átti Elín stóran þátt í að skapa yndislegt andrúmsloft og margar skemmtilegar stundir. Anna og Jónas eignuðust fjóra syni, sem áttu hug og hjarta ömmu og afa. Þau voru alltaf boðin og búin, ef synirnir þurftu á athygli eða aðstoð að halda. Sérstaklega naut Her- mann, elsti sonur Önnu og Jónasar, elskusemi þeirra, ekki síst Ellu ömmu, eins og hún var jafnan kölluð af öllum börnum fjölskyldunnar. Hermann naut ástríkis ömmu sinnar og afa fyrstu árin sín, þar sem unga parið var að koma sér fyrir og bjó um tíma hjá Elínu og Karli. Elín var glæsileg kona, alltaf mjög vel til höfð og lagði mikla natni við heimil- ið. Stórhjarta var hún og sást það best, hvernig hún tók á móti bróður mínum, sem sínum eigin syni. Ekk- ert var of gott fyrir ungu hjónin og synina. Seinna þegar aldurinn færð- ist yfir Ellu ömmu og Kalla, fluttu þau í Látraselið til dótturfjölskyld- unnar, þar sem þau gátu sem best sinnt elskuðum dóttursonum, sem áttu hug þeirra allan. Elín var um margt óvenjuleg kona. Hún var fædd 1911, fékk litla menntun, eins og altítt var á þeim tíma, en var óvenju náttúrugreind. Elín var sjálfmenntuð í dönsku og ensku. Hún átti í áratugi bréfasam- band við hjón í Englandi, sem hún fékk tækifæri til að hitta fyrir nokkr- um árum og tala milliliðalaust við. Elín var mikill áhugamaður um brids og félagsvist. Hún var mjög vel lesin og tók óspart þátt í þjóð- málaumræðu, þegar þau mál bar á góma. Elín var einstaklega félags- lynd, mátti varla missa af uppákom-. um og félagsstarfí aldraðra. Éftir lát Karls fyrir fjórum árum, vann hún úr sárum missi með því að hella sér enn frekar í alls kyns tómstunda- starf og náði góðum tökum á leir- mótun og málun. Fyrir tveimur árum fór heilsu hennar skyndilega að hraka og á ótrúlega skömmum tíma sáum við þessa sterku konu neyðast í hjólastól. En viljaþrekið var ótrú- legt. Þrátt fyrir þjáningar og lömun, lét þessi mikilhæfa kona aka sér í hjólastól, sárþjáð en staðráðin í að fara í hárgreiðslu, nokkrum dögum fyrir andlátið. Nú horfi ég á hvítu og bláu leir- skálarnar hennar Ellu ömmu, sem ég nota daglega og hugsa með þakk- læti og virðingu til hennar, sem gaf mér svo mikið af sér og færði dóttur sinni í arf hjartagæsku og fórnfýsi, sem Anna hefur sannarlega sýnt móður sinni í erfiðum veikindum og vart frá henni vikið til síðasta andar- taks. Elsku Anna, Jónas, Hermann, Karl, Ragnar og Jónas Valur. Við vottum ykkur innilega samúð okkar. Einnig viljum við senda okkar dýpstu samúðarkveðjur til Huldu, uppeldis- dóttur Elínar og Karls og fjölskyldu hennar. Megi orðspor höfðinglegrar konu lengi lifa. Fyrir hönd móður minnar, Rögnu Bjarnadóttur, og fjöl- skyldu minnar, kveð ég Elínu með virðingu og þakklæti fyrir samfylgd- ina þessi ár. Sigrún Hermannsdóttir. t' Hver minning dýrmæt perla að liðnum lifsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fenp að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku vinkona mín hún Ella er dáin. Hún var ein af þeim mætustu konum áem ég hef kynnst. Hún er nú Iaus úr þeim fjötrum er líkaminn var bundinn vegna sýúkdóms henn- ar. En hún sýndi fádæma æðruleysi í veikindum sínum og hélt sinni and- legu reisn til dauðadags. Þegar ég var barn og unglingur og átti heima úti á landi, stóð heim- ili Ellu og Kalla mér alltaf opið þegar ég kom í heimsókn til Reykja- víkur. Það var svo sjálfsagt að ég héldi til þar og fengi að njóta gest- risni og vináttu þeirra. Á ég marg- ar dýrmætar minningar frá þessum árum og þakklæti er mér efst í huga. Heimilið var alltaf hlýlegt og nota- legt. Ella var afar dugleg og snyrti- leg í alla staði. Gestrisnin sat í fyrir^. rúmi og varla að komið væri inn úr dyrunum þegar hún var farin að bjóða upp á veitingar. Hún var glað- lynd og fundvís á spaugilegar hliðar tilverunnar, en jafnframt tilfínninga- næm, trygglynd og traust. Eftir að Kalli féll frá og sjúkdómur hennar ágerðist bjó Ella í Seljahlíð, en þar naut hún frábærrar umönnunar. Hún hafði tekið sérstakri tryggð við staðinn áður en hún flutti þangað og tekið lengi þátt í tómstundastarfí þar, en hún var eftirsótt í spila- mennsku, og svo höfðaði leirvinnan sérstaklega til hennar. Margir fal- legir munir liggja eftir hana, og á ég nokkra og geymi þá vandlega til minningar. __ Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér, sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. Með söknuð í huga biðjum við Trausti góðan Guð að varðveita elsku Ellu, og sendum öllum ástvin- um hennar einlægar samúðarkveðj- ur. Hrönn Haraldsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru cinnig auðveld I úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa- örk A-4 miðað við meðaliínubil og hæfilega linulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, JÓHANN SIGURBJÖRN MAGNÚSSON, Hornbrekku, Ólafsfirði, sem lést 11. nóvember, verður jarð- sunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugar- daginn 18. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, vinsam- lega látið dvalarheimilið Hornbrekku njóta þess. Rósbjörg Kristfn Magnúsdóttir, Jónas Stefánsson, Jakobma Anna Magnúsdóttir, Karl Olsen, Jón William Magnússon, Unnur Ingunn Steinþórsdóttir og frændsystkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.