Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 AÐSENDAR GREIIMAR Aldraðir mótmæla til- lögum fjármálaráð- herra um lagabreyting- ar og lækkun launa ÞEGAR frumvarp til fjárlaga var lagt fram í haust varð lífeyrisþeg- um strax ljóst að íjár- málaráðherra var enn í þeim hugleiðingum að ganga á réttindi og kjör -%lífeyrisþega frá næstu áramótum til þess að rétta af ijárlagahall- ann. Til þess að heimilt sé að lækka greiðslur til lífeyrisþega boðar fjármálaráðherra breytingar á lögum um almannatryggingar, en samkvæmt 65. grein þeirra laga er nú skylt að breyta greiðslum til lífeyrisþega til samræmis við breyt- ingar sem verða á vikukaupi verka- manna, eins og gert var 1. mars á þessu ári. Stjórn Landssambands aldraðra hefur að undanförnu kynnt sér þessar tillögur um lagabreytingar og fyrirhugaðar skerðingar á greiðslum til aldraðra ef þær verða samþykktar og rætt þær við fjár- málaráðherra. Það er mat stjórnar Landssambandsins að það sé alvar- leg skerðing á réttindum og afkomu aldraðra að ijúfa tengingu á lífeyr- isgreiðslum við önnur laun og verð- lag í iandinu. Verði lögunum breytt í það horf sem ráðherra leggur til verður lífsafkoma aldraðra í hönd- um stjómvalda á hverjum tíma án ‘ þess að lífeyrisþegar hafi svo mikið sem viðræðurétt við stjórnvöld um sín lífskjör. í fjárlagafrumvarpinu eru einnig kynntar sameiginlegar tillögur fjár- málaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um niður- skurð og skerðingar á greiðslum til lífeyrisþega. Ef þau fá þær tillögur samþykktar valda þær lækkun á , greiðslum til allra lífeyrisþega sem ! nemur 6-7% frá næstu áramótum ; og samtals einum milljarði eitt- ' hundrað og fimmtán milljónum á l'næsta ári. f Á fundi stjórnar Landssambands aldraðra, sem haldinn var 7. nóvem- Jxr var einnig rætt um þau vinnu- ®nrögð að loka heilum deildum á vel búnum spítölum þó að þörf sé fyrir ;;þjónustu þeirra og er ánægjulegt að þau mál hafa nú verið tekin til endurskoðunar. , Stjómarfundurinn I- samþykkti einróma eftirfarandi ' álitsgerð og sendi viðkomandi ráð- herrum: „Stjóm Landssambands aldraðra mótmælir eindregið þeirri stefnu- mörkun, sem fram kemur í frum- varpi tii fjárlaga fyrir árið 1996 að lífeyrisgreiðslur skuli ekki hækka til samræmis við verðiag og laun í ; landinu eins og jafnan hefur verið r- ? lögum um almannatryggingar. Engin stétt eða starfshópur getur nað því skipulagi að fjármálaráð- erra geri tillögur við samningu ijárlaga og Alþingi taki síðan árlega ákvörðun um laun og önnur lífskjör heilt ár fram í tímann. Ekki heldur lífeyrisþegar. Slíkt skipulag skapar tortryggni, óvissu og öryggisleysi sem ekki verður við unað. Jafnframt mótmæl- ir stjórnin grófum til- lögum ijármálaráð- herra um að iækka líf- eyrisgreiðslur til aldr- aðra og öryrkja sam- tals um 6-7% á sama tíma óg margir hópar launfólks hafa samið um 10-15% hækkun sinna launa. Með slíkum aðgerðum er markvisst stefnt að því að eyðileggja það vel- Landssamband aldraðra mótmælir lokun sjúkra- deilda, segir Ólafur Jónsson, meðan fjöl- margir aldraðir og sjúkir bíða þjáðir eftir þjónustu heilbrigðis- stofnana. ferðarkerfi sem hér hefur verið byggt upp og neyða fjölmarga líf- eyrisþega til að leita eftir ijárhags- legri aðstoð hjá sínu sveitarfélagi. í þriðja lagi skorar stjórn Lands- sambands aldraðra á ráðherra heil- brigðis- og tryggingamála að hefja nú þegar undirbúning að því að nýta betur spítala og sjúkradeildir um allt land á næsta ári því að fjöl- margir aldraðir og sjúkir bíða þjáð- ir eftir þjónustu heilbrigðisstofn- ana. Það eru óviðunandi vinnubrögð að loka mánuðum saman heilum deildum á vel búnum sjúkrahúsum og vísa sjúklingum út á gotuna eða senda þá heím þar sem aðstæður eru erfiðar. Stjóm Landssambands aldraðra minnir á metnaðarfulla þingsálykt- un, sem eftir vandaðan undirbúning var samþykkt á Alþingi hinn 19. mars 1991 og nefnd „Islensk heil- brigðisáætlun". Þar var að fordæmi Sameinuðu þjóðanna stefnt að heil- brigði allra um næstu aldamót. Vinnubrögð íslenskra stjórnvalda á síðustu árum í heilbrigðismálum eru í engu samræmi við þau markmið sem þar eru sett fram, og eru ekki sæmandi þjóð sem oft er talin með- al ríkustu þjóða heims.“ Höfundur er formadur Landssam bands aldraða. Ólafur Jónsson. Slysavamafélag Islands talar AÐ UNDANFÖRNU hefur spunnist umræða í ijölmiðlum hvernig staðið skuli að neyðar- símsvörun í landinu og hef ég látið í ljós þá skoðun mína að ég telji ekki rétt að „fela fyrir- tækjum á markaði eða öðrum aðilum sem ekki heyra undir stjórn- sýslulög eignarvald yfir svo viðkvæmri þjónustu sem hér er um að ræða. í því sambandi hef ég skírskotað til jafn- ræðis á markaði og bent á nauðsyn þess að stofnun á borð við vakt- stöð neyðarsímsvörunar sé hafin yfir viðskiptahagsmuni eða annan hags- munaágreining. Ekki síst skiptir þó máli að tryggja traust og trúnað varðandi þessa viðkvæmu þjónustu. Eins og málúm er komið eru eigend- ur Neyðarlínunnar hf. sem eiga að annast rekstur neyðarsímsvörunar í landinu, auk opinberra stofnana, fyrirtæki á borð við Securitas, Sí- vaka og Vara en á meðaþ eigenda er einnig Slysavarnafélag íslands. Ekki legg ég að jöfnu aðild Slysa- varnafélags íslands að Neyðarlín- unni og fyrrnefndra fyrirtækja í ör- yggisþjónustu sem eiga beinna við- skiptahagsmuna að gæta, þótt ég sé reyndar þeirrar skoðunar að stofnunin eigi að vera algerlega í almannaeign og undir forsjá aðila sem heyra undir stjórnsýslulög. Trúverðugleiki og traust Stjórnarmaður í Slysavarnafélagi íslands, Ingi Hans Jónsson, ritar grein í Morgunblaðið tii að skýra okkur frá því hvers vegna Slysa- varnafélaginu sé treystandi fyrir neyðarsímsvörun iandsmanna. Ekki er málflutningur hans sannfærándi, en í grein sinni leitast hann við að upplýsa mig um ýmis grundvallaratriði í þessum fræðum. Ingi Hans Jónsson beinir nokkrum spurn- ingum til mín, þar á meðal „hvaða lögreglu" og „hvaða slökkviliði" ég ætli að fela þessa þjónustu en ég hef ein- mitt lagt áherslu á að neyðarsímsvörun sé í höndum lögreglu og slökkviliðs. Hann spyr með nokkrum þjósti hvort ég „virkilega ætli að fela slökkviliðinu á Egilsstöðum vörsluna eða lögreglunni í Grundar- firði?“ Og í föðurlegum anda vill hann síðan taka mig á hné sér og leiða mér fyrir sjónir að ekki dugi bara að „góna út um gluggann", ísland sé annað og meira „en bara stór- Reykjavíkursvæðið". Samræming á réttum forsendum Ekki sé ég hvers vegna stjórnar- maður í Slysavarnafélagi íslands sér ástæðu til að fara niðrandi orðum um lögreglu og slökkvilið á lands- byggðinni. En tvennt vil ég leggja áherslu á. í fyrsta lagi finnst mér það vera framfaraspor að tengja saman á annað hundrað neyðarlínur í landinu, þar á meðal slökkviliðið á Egilsstöðum og lögregluna í Grund- arfirði eins og stendur til að gera. Þetta hefur komið fram í greina- skrifum mínum og hef ég sérstak- lega nefnt að þetta komi dreifbýlinu að gagni. Þá hef ég lagt áherslu á nauðsyn þess að samtengja og virkja saman alla þá sem sinna björgunar- starfi, þá ekki síst Slysavarnafélag Stjórnarmaður í Slysa- varnafélagi íslands ritar grein í Morgunblaðið, segir Ögmundur Jón- asson, til að skýra okk- ur frá því hvers vegna Slysavarnafélaginu sé treystandi fyrir neyðar- símsvörun landsmanna. íslands og björgunarsveitir almennt, auk þess sem ég tel eðlilegt að veita þeim fyrirtækjum þjónustu sem starfa á þessu sviði. Ég hef hins vegar gagnrýnt að stofnað skyldi hlutafélag um þessa þjónustu með eignarhaldsaðild Securitas og fleiri öryggisþjónustufyrirtækja. Ég tei þessa þjónustu vera það viðkvæma að forræði yfir henni eigi að vera hjá lögreglu og slökkviliði eins og ég hef fært rök fyrir. Ingi Hans Jónsson stjórnarmaður í Slysavarnafélaginu lítur öðru vísi á málið og er ekkert við því að gera þótt menn greini á. í niðurlagi grein- ar sinnar hvetur hann mig til sinna- skipta, svo hið nýja fyrirtæki, Neyð- arlínan hf., verði „okkar allra“, en „ekki með einhveiju baktjaldamakki sett undir eitthvert slökkvilið eða einhvern iögreglustjóra. Þú skilur.“ Nei ekki skil ég þetta. En ég vil -hins vegar þakka Inga Hans Jóns- syni fyrir að varpa ljósi á afstöðu Slysavarnafélags íslands í þessu máli. Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður. Ögmundur Jónasson Yinna starfsmanna SVR við endurskoðun á leiðakerfinu í DAG 15. október skrifar Kjartan Magnús- son, fulltrúi Sjálfstæðis- fiokksins í stjórn SVR, grein í Morgunblaðið, þar sem hann heldur því fram að meirihluti stjómar SVR taki ekki tillit til skoðana starfs- manna við endurskoðun á leiðakerfi Strætis- vagna Reykjavíkur. Þar sem þetta er íjarri sann- leikanum er rétt að eftir- farandi komi fram. Á undanförnum 18 mánuðum hefur leiða- kerfi SVR verið í endur- skoðun. Hafa verið fengnir til þess starfs sérfræðingar innanlands. og utan. Þann 26. júní sl. lágu fyrstu drög að tillögum danska ráðgjafarfyrirtækisins fyrir. En þeir höfðu þá tölvukeyrt allar leiðir og farþegastreymi jneð strætis- vögnum Reykjavíkur. Út frá þeim upplýsingum gera þeir síðan tillögur sínar að breytingum á leiðakerfinu. Tillögur þeirra voru þá þegar kynnt- ar stjórn SVR, borgarstjóra, borgar- ráðsmönnum og embættismönnum. Mikil áhersla hefur verið lögð á það bæði innan stjórnar og hjá for- stjóra, að starfsmenn væru með í ráðum við breytingar á leiðakerfinu. 1 kjölfarið á fyrrnefndri kynningu var því stofnaður starfshópur hjá SVR sem hefur það hlutverk að yfirf- ara tillögur danska ráðgjafarfyrir- tækisins, leita eftir ábendingum vagnstjóra og undirbúa tillögu að breytingum á leiðakerfinu fyrir stjórn fyrirtækfsins. Starfshópurinn er eingöngu skipaður starfsmönnum SVR. Starfsmönnum sem margir hveijir hafa mikla sérþekkingu og langa reynslu af skipu- lagi og störfum við akstur og leiðakerfi. Þessi starfshópur hefur undanfarna mán- uðum unnið að því að yfirfara tillögurnar, aka leiðir og tímamæla þær þannig að allur und- irbúningur sé sem best- ur þegar breytingarnar koma til stjórnar SVR, borgarráðs og borgar- stjórnar. Starfshópurinn hefur leitað eftir hugmyndum og ábendingum frá öllum vagnstjór- um, þ. á m. tillögu tveggja vagnstjóra sem Kjartan Magnússon gerir að umtalsefni í grein sinni í Morgunblað- inu. Þessi tillaga var kynnt á fundi stjómar SVR með starfsmönnum 2. október sl. en þar mættu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki frekar en áður þegar stjórn heldur fundi með starfsmönnum. Tillaga tvímenning- anna fékk síðan eins og aðrar tillögur og ábendingar vagnstjóra umfjöliun í starfshópnum, enda á annar tillögu- manna þar sæti. Stjórn SVR hefur fylgst grannt með vinnu starfshópsins og fengið drög að tillögum frá honum sem hafa fengið umfjöllun í stjórn. Stjómin hefur beðið eftir lokatillögum hópsins með eftirvæntingu vitandi það, að vönduð vinna þeirra yrði grundvöllurinn að þeim tillögum sem samþykktar yrðu af stjóm fyrirtækis- ins. Þriðjudaginn 7. nóvember lágu síðan lokatillögurnar fyrir í stjórn til afgreiðslu ásamt lokaskýrslu Anders Starfsmenn SVR voru hafðir með í ráðum, seg- ir Arthur Morthens, sem hér svarar gagn- rýni á meirihluta stjórn- ar SVR. Nyvig. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir frestun vegna þess að þeir hefðu ekki haft tíma til að skoða tillögumar. Tekið ska} fram að meg- intillögur Anders Nyvig hafa legið fyrir síðan í sumar og drög frá starfs- hópnum legið fyrir án teljandi breyt- inga síðan í september. Éðlilega var orðið við beiðni minnihiutans og fund- ur boðaður að nýju 11. nóvember, þar voru tillögur danska ráðgjafarfyrir- tækisins Anders Nyvig með endurbót- um starfsmanna SVR samþykktar. Eins og sjá má hafa starfsmenn Strætisvagna Reykjavíkur verið hafð- ir með í ráðum við endurskoðun á leiðakerfi SVR frá því að tillögur ráð- gjafanna dönsku lágu fyrir. Tillögum- ar hafa verið yfirfamar af hópi starfs- manna sem leggur þær fyrir stjórn sem hefur nú samþykkt þær. Stjórn SVR ber fullt traust til starfshópsins og veit að hann hefur unnið sitt starf af vandvirkni og alúð. Vill undirritað- ur nota tækifærið og þakka starf- mönnum þá miklu vinnu sem þeir hafa lagt fram á undanförnum mán- uðum við endurskoðun á leiðakerfínu. Höfundur er stjórnarformaður SVR. Arthur Morthens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.