Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.11.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Samþykkt að taka tilboði Þórarins Kristjánssonar í Krossanesverksmiðjuna Starfsfólk og ísfélag Vest- mannaevia samstarfsaðilar BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkti í gær að ganga til samninga við Þórarin Kristjánsson og fleiri um kaup á hlutabréfum bæjarins í loðnu- verksmiðju Krossaness. Þijú tilboð bárust í eignarhluta bæjarins í Krossanesi sem er að nafnverði 110 milljónir króna. Auk Þórarins bauð fóðurverksmiðjan Laxá í verksmiðj- una og Oddur Halldórsson fyrir hönd áhugamanna .um rekstur hennar. Þórarinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri Gúmmívinnslunnar hf. sendi tilboð í verksmiðjuna fyrir hönd hóps sem saman stendur af starfs- mönnum Krossaness, stofnanafjár- festum, eigendum loðnuskipa og fleiri aðilum. Hann vildi ekki gefa upp hveijir stæðu að tilboðinu með honum, en staðfesti að hann, Jóhann Pétur Andersen framkvæmdastjóri Krossaness og Sjóvá-Almennar tryggingar sem tóku þátt í hiutafjár- aukningu verksmiðjunnar upp á 25 milljónir í haust væru í hópnum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er ísfélag Vestmannaeyja hf. með í hópi Þórarins, en hún gerir m.a. út loðnuskipið Sigurð VE sem alloft hefur landað loðnu í Krossanesi. Öll hlutabréf bæjarins verði seld Þórarinn vildi ekki gefa upp hversu hátt tilboðið væri. „Það var samþykkt að gefa það ekki upp. En ég er mjög ánægður með að okkar tilboð var afgerandi best og að ákveðið var að ganga til samninga við okkur,“ sagði hann. Oddur Halldórsson, fyrir hönd áhugahóps um Krossanes, bauðst til að kaupa hlutabréfin á genginu 0,91 og staðgreiða við undirskrift. „Þetta er það verð sem við treystum okkur til að greiða fyrir verksmiðjuna. Við tökum því með stóískri ró þó tilboði okkar hafi ekki verið tekið og óskum væntanlegum nýjum eigendum velf- arnaðar," sagði Oddur. Fóðurverksmiðjan Laxá bauðst til að greiða 115 milljónir króna fyrir verksmiðjuna. Guðmundur Stefáns- son framkvæmdastjóri sagði engan ágreining um að tilboð Þórarins og hans hóps hefði verið best. „Ég er ánægður með að hlutabréf bæjarins í verksmiðjunni verði seld og tel skyn- samlegt að selja öll hlutabréf í eigu bæjarins sem fyrst fáist fyrir þau við- unandi verð,“ sagði Guðmundur sem jafnframt situr í bæjarstjórn Akur- eyrar. „Ég vona að rekstur verksmiðj- unnar gangi vel og skili nýjum eigend- um arði og bæjarfélaginu tekjum.“ Gott tilboð Sigfríður Þorsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar Akureyrar sagði tilboð Þórarins vera áberandi best og því hefði bæjarráð ákveðið að gengið yrði til samninga við hann og hans hóp. Hún sagði viðræður hefjast fljótlega og átti von á að niðurstaða lægi fyrir innan skamms. „Ég er mjög ánægð með tilboðið, það fór fram úr björtustu vonum,“ sagði Sigfríður. „Þetta er eitt af okk- ar fyrstu skrefum í eignasölumálum og mér virðist sem vel hafí tekist til.“ Kínversk sendinefnd kannar möguleika á stóriðju Morgunblaðið/Kristján ÞÓRSARAR gáfu Birgi Erni blómaskreytingu í tilefni landsliðsvalsins og hér sést Andri Gylfason afhenda hana. Úr einu lands- liði í annað ÞÓRSARAR eiga tvo fulltrúa í þeim 20 manna landsliðshópi í körfubolta sem Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari valdi í vikunni og sagt var í Morgunblaðjnu í gær. Þetta eru þeir Birgir Örn Birgis- son og Kristinn Friðriksson og er Birgir Örn einn þeirra sjö nýliða sem valdir voru í hópinn. Birgir Örn, sem er 26 ára gam- all, hefur ekki verið lengi viðloð- andi körfuboltann. Sundíþróttin hefur átt hug hans allan til fjölda ára en hann keppti fyrir Vestra á ísafirði. Hann er margfaldur Is- landsmeistari í sundi og fyrrver- andi landsliðsmaður í greininni. Hann byrjaði ekki að æfa körfu- knattleik fyrr en árið 1990 og spilaði með liði Bolungarvíkur eitt keppnistímabil. Árið 1991 flutti Birgir Örn til Akureyrar og þá fór hann að æfa og leika körfubolta með Þór og hefur gert síðan. Kom nokkuð á óvart Aðspurður sagði Birgir Örn að það hafi komið honum nokkuð á óvart að vera valinn í landsliðs- hópinn, enda hafi hann ekki verið fyrirferðarmikill á vellinum né hár í stigaskorun. „Ég held að getan sé fyrir hendi en ég þarf bara að fara að sýna hana. Svona tækifæri eins og ég hef nú fengið gefur manni byr undir báða vængi,“ sagði Birgir Örn. Sundíþróttin hefur skipað stór- an sess í lífi Birgis sem var fyrst valinn í sundlandsliðið árið 1985 og keppti með því fram til ársins 1990. Skriðsund var hans besta grein og hann átti m.a. íslandsmet í 50 metrunum. „Ég fer orðið lítið i sund en þó kem ég við í lauginni annað slagið og er reyndar enn keppa á Vestfjarðamótinu." Birgir Örn býr með Sigrúnu Pálmadóttur en hún stundar söng- og píanónám í Tónlistarskólanum. Tveir staðir í Eyja- firði skoðaðir KÍNVERSK sendinefnd frá ríkis- fyrirtækinu China National Non- ferrous Metal Industry Corp. var á ferðinni í Eyjafirði í gærdag en fulltrúar þess velta nú fyrir sér möguleika á að byggja álver á íslandi. Fulltrúar Akureyrarbæjar sýndu Kínverjunum tvo staði sem hugsanlega koma til greina undir slíka starfsemi, Dysnes í landi Gilsbakka, skammt sunnan Hjalt- eyrar, og Heliuhöfða við Árskógs- sand;_ Guðmundur Stefánsson, for- maður atvinnumálanefndar Akur- eyrarbæjar, sagði að margvísleg- ar rannsóknir hefðu verið gerðar á svæðunum, einkum Dysnesi, m.a. varðandi veðurfar og jarðveg og gestunum verið gerð grein fyrir þeim auk annarra upplýs- ingar um svæðið almennt, orku- verð, vatn, þjónustu og fleira. Næsta skref væri að draga þessar upplýsingar saman og senda utan til Kína. Afstaða heimamanna skiptir máli „Það er ekki tímabært að segja um hvort eitthvað verði úr þessu, en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þessir menn séu hér á landi í fullri alvöru, en ekki í skylduheimsókn. Það er þeirra að ákveða hvort og þá hvemær þeir reisa álver hér og það eru fleiri staðir sem koma til greina verði af því, en við væntum góðs af samstarfi við markaðsskrifstofu Morgunblaðið/Kristján RAGNAR Baldursson, túlkur kínversku sendinefndarinnar, út- skýrir staðhætti á Dysnesi, en honum á vinstri hönd er Zhao Zheng Ping, aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins. þessu KÍNVERSKU fulltrúarnir kanna jarðveginn á Dysnesi. iðnaðarráðuneytisins í máli,“ sagði Guðmundur. Hann sagði afstöðu heima- manna til málsins afar mikilvæga, ljóst væri að lítið yrði úr fram- kvæmdum yrðu menn varir við andstöðu. „Það er hins vegar mín tilfinning að sveitarstjórnir á svæðinu horfi til slíkra fram- kvæmda með velvilja og þyki þær spennandi og ég held að það sama gildi um fjölda einstaklinga. Verði eitthvað úr þessu tel ég mikilvægt að kynna fólki vei um hvers konar starfsemi er að ræða einkum hvað varðar mengunarþáttinn,“ sagði Guðmundur. Sviðsstjóri félags- og fræðsludeildar Mælt með Valgerði BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur mælt með ráðningu Valgerðar Magnús- dóttur, sálfræðings, í starf sviðs- stjóra á félags- og fræðslusviði, í stað Jóns Bjömssonar sem þegar hefur látið af því starfi. Alls bárust 10 um- sóknir um stöð- una. „Ég er af- skaplega stolt og ánægð með að bæjarráð skuli sýna mér svor.a mikið traust," sagði Valgerður Magnús- dóttir í samtali við Morgunblaðið. I föngulegum hópi umsækjenda „Ég var mjög í föngulegum hópi umsækjenda og við höfum sjálfsagt öll gert okkur vonir um starfið. Mér fínnst ég hafa ýmislegt að bjóða og eins er samkvæmt stefnu bæjarins vilji fyrir að fjölga konum í ábyrgða- stöðum. Þá er starfsfólki, samkvæmt starfsmannastefnu bæjarins, gefinn kostur á tilflutningi í starfi, eftir tækifærum og hæfileikum, þannig að auðvitað hafði ég vissar vænting- ar.“ Valgerður hefur starfað sem sál- fræðingur hjá Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar frá árinu 1989. Þá leysti hún deildarstjóra stofnunarinn- ar af í fimmtán mánuði á árunum 1993 og ’94. „Ég þekki vel til á þeirri deild sem ég starfa nú og þó nokkuð til ann- arra þátta sem heyra undir þetta svið. Sumt þekki ég minna og mun því leggja.ailt kapp á að kynnast því á fyrstu vikum og mánuðum." Ekki er enn ljóst hvenær Valgerð- ur tekur við stöðunni en hún á von á að það verði fyrr en seinna, enda er Jón Björnsson hættur störfum. Vaigerður er 46 ára gömul, gift Teiti Jónssyni tannlækni og eiga þau tvo uppkomna syni. Eitt sinn stríðsmenn KVIKMYNDAKLÚBBUR Akureyrar sýnir myndina Eitt sinn stríðsmenn (Once were Warriors) í Borgarbíói á sunnudag, 19. nóvember kl. 17.00. í myndinni er sagt frá örlögum fjölskyldu af kynstofni maóría, frum- byggja Nýja Sjálands. Myndin þykir afar sterk og hefur fengið mikla aðsókn og lof um heim allan. Hún hefur fengið meira en 20 verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli- næstkomandi laug- ardag í Svalbarðskirkju kl. 11.00 og í Grenivíkurkirkju kl. 13.30. Kyrrðar- og bænastund í Svalbarðskirkju sunnudags- kvöldið 19. nóvember kl. 21.00. Bæjarráð Akureyrar samþykkir að fela bæjarstjóra sölu eigna bæjarsjóðs BÆJARRÁÐ Akureyrar lagði í gær til að bæjarstjóra yrði falið að bjóða til sölu hlutabréf bæjar- ins í Fóðurverksmiðjunni Laxá. Akureyrarbær á um 30% hlut í fyrirtækinu Sigfríður Þorsteinsdóttir, for- seti bæjarstjómar Akureyrar, sagði að áætlað væri að bærinn fengi um 30 milljónir króna fyrir sinn hlut í verksmiðjunni. Bæjarráð staðfesti einnig á fundi í gær samning við Kaupþing Norðurlands um sölu á hlutabréf- um bæjarins í Skinnaiðnaði hf. en Hlutabréf bæjarins í Laxá verða seld þau eru að nafnverði 21,2 milljón- ir króna og boðin á genginu 3,0. Þurfum að selja eignir „Við höfum lýst því yfir að við þurfum að selja eignir til að bæta stöðu framkvæmdasjóðs og bæjar- sjóðs,“ sagði Sigfríður Þorsteinsdótt- ir. „Við erum þegar byijuð að selja eignir og sjáum fram á að fá fleiri krónur í kassann, en enn hafa ekki verið teknar ákvarðanir um í hvað, nákvæmlega, við munum veija þess- um peningum.“ Sigfríður sagði vel koma til greina að nota það fé, sem fæst fyrir hluta- bréf bæjarins, í annan atvinnurekst- ur tímabundið eða í nauðsynlegar framkvæmdir á vegum bæjarins. ÚA-bréfin næst? „Það er hugsanlega komið að því,“ sagði Sigfríður aðspurð um hvort hlutabréf bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa yrðu boðin til sölu næst. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort og þá hversu mikið af hlutabréfum bæjarins í ÚA verði boðin til sölu.“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.