Morgunblaðið - 26.11.1995, Page 10

Morgunblaðið - 26.11.1995, Page 10
10 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPNI í FJARSKIPTUM Stórstíg þróun er að verða í fjarskiptamálum heimsins, svo stórtæk að henni hefur verið líkt við byltingu. Ný tækni og aukin samkeppni í fjarskiptum knýja þessa þróun. Guðni Einarsson hef- ur kynnt sér í hverju fj arskiptabyltingin er fólgin og hver áhrif hennar kunna að verða. Fleiri greinar um ný viðhorf í íjarskiptum munu birtast í Morgunblaðinu næstu daga. Ahrifa fjarskiptabylting- arinnar mun gæta um allan heim. Ný tækni upphefur hindranir fjarlægðarinnar og tengir útkjálka heimsins hringiðu atburða. Þessi breyting kann að verða ein sú afdrifaríkasta sem mannkynið hefur gengið í gegnum til þessa. Alheimsþorpið er að verða að veruleika. Fáum ætti að vera meiri akkur í þvílíkri breytingu en þjóðum sem búa utan alfaravega, líkt og íslendingar. Fáir velkjast í vafa um að það muni skipta sköpum um samkeppnisstöðu íslands á al- þjóðamarkaði og lífskjör hér á landi á komandi árum hvort og þá hvern- ig okkur tekst að höndla kosti fjar- skiptabyltingarinnar. Ferskir vindar blása um fjar- skiptaheiminn beggja vegna Atl- antshafsins og víðar. Gamalgróin og virðuleg símafélög ganga í end- urnýjun lífdaga með breyttu eignar- haldi og uppstokkun, nýir aðilar ryðjast inn á markaði í krafti nýj- unga og hagkvæmni. Rekstrarum- hverfið er að breytast og íjölþjóðleg símafélög leita logandi ljósi að ónumdum svæðum í fjarskipta- landslaginu sem vænlegt er að gefa . gaum. Drifkraftur efnahagsþróunar Á FJARSKIPTAÖLD IWIUNU TÍMABELTI JARÐAR VERÐA HELSTA HINDRUIMIN í VEGI GREIÐRA SAM- SKIPTA JARÐARBÚA, EN HVORKI SÍMA- KOSTNAÐUR NÉ FJAR- LÆGÐIR Á MILLI | HEIMSÁLFA. Því er spáð að á næstu árum muni síma- eða fjarskiptakostnaður lækka til mikilla muna; það verði ekki mikið dýrara að hringja heims- álfa í milli en í næsta hús. Hag- kvæmari dreifikerfi og stóraukin fjarskiptaumferð munu stuðla að þróun í þá átt að símafyrirtæki hætti að krefjast greiðslu fyrir fjölda og lengd símtala en afli tekna þess í stað með föstu áskriftar- gjaldi notenda. í lok september síðastliðins birti tímaritið The Economist ítarlega umfjöllun um fjarskiptabyltinguna. í leiðara blaðsins er getum leitt að því að áhrif þess að fjarlægðir hætta að skipta máli í verðlagningu fjarskipta kunni að verða einn helsti drifkraftur efnahagsþróunar heims- ins næstu hálfa öldina eða svo. Þessu hafí raunar verið spáð áður, en nú sé byltingin hafin. Tvénnt muni ýta undir þessi áhrif lækkunar fjarskiptakostnaðar. Annað sé auk- in geta og færanleiki símtækja, hitt samtenging heimsins í eitt fjar- skiptanet. ísland er liður í þróuninni Símtæki verða sífellt fullkomnari tæknilega en jafnframt handhægari og meðfærilegri. Þetta sést greini- lega í þróun farsíma. Hér á landi eru nú starfrækt tvö farsímakerfi, NMT og GSM, en handvirki bílsím- inn er aflagður. Árið 1998 verður gangsett alþjóðlegt gervihnatta- símakerfi, Iridium, í eigu Motorola í Bandaríkjunum. Skotið verður á loft 66 gervihnöttum sem símnot- endur eiga að geta náð milliliða- lausu sambandi við, jafnt á norður- pólnum, í heimsborgum og í myrk- viðum Áfríku. Nú er unnið að því að setja upp eftirlitsstöð á vegum Iridium við Snjóholt, um 10 km norðan við Egilsstaði. Þessi stöð er ein af fjórum í heiminum sem eiga að fylgjast með gervihnattaskotum og sporgöngu gervihnatta Iridium um jörðu. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að fá 1,5 milljónir viðskiptavina á næstu þremur árum eftir að þjón- usta þess hefst í desember 1998. Símtalið á að kosta 3 Bandaríkja- dali mínútan og gengið er út frá því að fyrirtækið beri sig áður en það eignast milljónasta viðskipta- vininn. Fjarskiptanet um allan heim Jarðarbúar, sem taldir eru um 5,6 milljarðar, nota nú um 600 milljón símtæki. í þróunarlöndum eru um það bil tíu sinnum fleiri um hvert símtæki en á meðal auðugra þjóða. Þetta kann þó að breytast hratt því víða í hinum fátækari lönd- um er unnið ötullega að uppbygg- ingu fjarskiptaþjónustu. Fjarskipta- net hinna einstöku þjóðríkja eru tengd saman í alþjóða fjarskipta- netið sem að sönnu er stærsta mannvirki heimsins. Til að greiða fyrir sem mestum notum af ijar- skiptanetinu sjá forystumenn efna- meiri landa beinan hag af því að byggja upp fjarskiptakerfi í þróun- arlöndum. Símfýrirtæki og kapalsjónvarps- félög víða um heim leggja mikið fé í að auka bandvídd dreifikerfa sinna. Tilgangurinn er að geta dreift meiri og umfangsmeiri upp- lýsingum til viðskiptavina. Eftir því sem stafræn tækni er meira nýtt til gagnaflutninga og flutningsgeta dreifikerfa eykst styttist bilið á milli símtækja, sjónvarpa og tölva. Þegar þessum þremur tækjum er slegið í eina heild opnast ótæmandi möguleikar á gagnvirkri margmiðl- un og þjónustu. Hægt er að njóta samskiptakosta símans, vinnslu- getu og minnis tölvunnar og afþrey- ingargildis sjónvarpsins. Upplýsingaþjóðfélagið Þessi þríeini samruni er grunnur- inn að upplýsingahraðbraut um all- an heim. A1 Gore, varaforseti Bandaríkjanna, fjallaði um upplýs- inganet heimsins (Global Informati- on Infrastructure eða GII) á þróunr arráðstefnu um fjarskipti á heims- vísu í mars 1994. Hann skilgreindi þetta upplýsinganet sem „upplýs- inganet um alla jörð sem miðlar boðum og myndum með ljóshraða frá stærstu borgum til minnstu þorpa í hverri álfu“. Á nefndri ráð- stefnu voru settar fram fimm meg- inforsendur til að greiða fyrir upp- byggingu þessarar alþjóðlegu upp- lýsingaveitu: Fjárfesting einkaað- ila, samkeppni, sveigjanlegar regl- ur, jafn aðgangur fyrir alla og ótak- mörkuð, almenn þjónusta. í febrúar sl. bauð Evrópusam- bandið ráðherrum iðnríkjanna sjö (G7) til fundar í Brussel um upplýs- ingaþjóðfélagið. Þátttökuríkin tóku vel í að opna markaði fyrir sam- keppni til að ryðja margmiðlun framtíðarinnar braut. Rætt var um framfarir í upplýsingatækni og fjar- skiptum og lagt mat á kosti þeirra fyrir iðnríkin og ekki síður þróunar- löndin. Ráðherrarnir ákváðu að hafist yrði handa við ellefu sjálfsbæð verk- efni og sammæltust um átta megin- reglur til að hrinda í framkvæmd þeirri sameiginlegu sýn að greiða upplýsingaþjóðfélaginu leið um all- an heim. Meginreglurnar eru: Að stuðla að kröftugri samkeppni; hvetja til fjárfestingar einkaaðila; skilgreina sveigjanlegar reglur; veita opinn aðgang að netkerfum; tryggja al- hliða þjónustu og aðgang að henni; hvetja til jafnrar samkeppnisstöðu; stuðla að fjölbreytni í efnisvali; við- urkenna þörfína á víðtæku sam- starfi um allan heim með sérstakri áherslu á þróunarlönd. AMU SE-verkefnið Islendingar eru virkir þátttak- endur í þeirri þróunarvinnu sem

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.