Morgunblaðið - 26.11.1995, Side 28

Morgunblaðið - 26.11.1995, Side 28
28 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 1995 29 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÆVINTYRIIOZ Kunn er sagan af því, að Apple tölvufyrirtækið, sem er eitt hið stærsta í heimi, varð til í bílskúr að frumkvæði tveggja ungra manna. Öflug- asta hugbúnaðarfyrirtæki í veröldinni er bandarískt og heitir Microsoft. Það fyrirtæki var varla til, a.m.k. ekki svo orð sé á gerandi, fyrir áratug. Ævintýri af þessu tagi hafa verið að gerast í tölvuheimin- um, fyrst hjá þeim fyrirtækj- um, sem framleiða vélbúnað en seinni árin í vaxandi mæli á hugbúnaðarmarkaðnum. Þessi ævintýri eru að byija að gerast hér á íslandi líka. Þegar skattskráin var birt sl. sumar kom í ljós, að einn stærsti skattgreiðandi lands- ins reyndist vera ungur mað- ur, sem hefur í kyrrþei byggt upp viðskipti með hugbúnað á takmörkuðu sviði. Og nú hafá þær fréttir borizt frá Japan, að tævanskt fyrirtæki hafí keypt 5% hlutafjár í hugbúnað- arfyrirtækinu OZ hf. fyrir 32 milljónir króna og þar með metið fyrirtækið í heild á 640 milljónir króna. Um Oz hf. var fjallað ítar- lega hér í blaðinu fyrir nokkr- um mánuðum og kom þá í Ijós, að fyrirtækið hefur orðið til með sama hætti og bandarísku risarnir tveir, sem áður voru nefndir, vegna framtaks, hug- vits og þekkingar komungra: manna. Það vekur sérstaka athýgli, að fyrirtæki eins og OZ hf. hefur verið byggt upp án þess, að miklir ^'ármunir hafi verið til staðar eða lagt hafí verið út í gífurlegar fjárfestingar. Það er þekking, hugvit og fæmi, sem hafa skapað þau miklu verðmæti, sem hinn tæv- anski kaupandi telur vera til staðar í þessu íslenzka hug- búnaðarfyrirtæki. Þetta er gleðilegur vottur um geijun og grózku í íslenzku atvinnulífi. Þessi verðmæti hafa ekki orðið til fyrir for- göngu opinberra aðila eða með fyrirgreiðslu þeirra af ein- hveiju tagi. Þau hafa orðið til fyrir framtak einstaklinga. Það er hins vegar tímabært að stjórnvöld átti sig á þvi, að hugbúnaðariðnaður er að verða til hér, ekki vegna að- gerða opinberra aðila heldur þrátt fyrir þær. Einkarekin hugbúnaðarfyrirtæki eiga í vök að veijast vegna þess, að hér fer fram ríkisrekin hug- búnaðarvinna í stómm stíl í opinberum fyrirtækjum og stofnunum. Hefur einhver ábyrgur aðili tekið ákvörðun um að íslenzka ríkið reki hugbúnaðarstarf- semi? Hefur sú ákvörðun verið tekin á Alþingi eða í ríkis- stjóm? Hefur hún verið tekin á vettvangi stjómmálaflokk- anna? Nei. Ekkert af þessu hefur gerzt. Ríkisumsvif á þessum vettvangi hafa orðið til af sjálfu sér, þegjandi og hljóðalaust án þess að nokkur hafi veitt því eftirtekt nema litlu einkafyrirtækin í hugbún- aði, sem hafa ekki náð að blómstra nema eitt og eitt vegna kæfandi afskipta opin- berra aðila. Framtak og velgengni ungu mannanna Í Oz hf. og Friðriks Skúlasonar ætti að verða til þess að leiða athygii ráðherra og þingmanna að stöðu hug- búnaðariðnaðarins almennt og miklum umsvifum ríkisins á því sviði. Einhver framtaks- samur þingmaður ætti að taka sig til og efna til umræðna á Alþingi um þá stöðu, sem ís- lenzku hugbúnaðarfyrirtækin em í, og hvað mikil hugbúnað- argerð fer fram á vegum ein- stakra stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins. Jafnframt er ástæða til að skoða rækilega skattalega stöðu einkareknu hugbúnaðarfyrirtækjanna í samkeppni við þessa opinberu aðila. Stefnan hefur verið sú, að selja ríkisfyrirtæki og sum þeirra hafa verið seld. En stað- reyndin er sú, að afskipti ríkis- vaidsins af atyinnumálum em sennilega að aukast. Annars vegar í gegnum Póst og síma á sviði fjarskipta, sem verður sífellt stærra og umfangs- meira, og hins vegar beint og óbeint í gegnum fyrirtæki og stofnanir, sem hafa hugbúnað- argerð með höndum. Utþenslu ríkisafskipta á þessu sviði verður að stöðva og skapa einkafyrirtækjunum í þessum atvinnugreinum tækifæri til þess að vaxa og blómstra. Qf\ BORGES í/V*segir að ís- lendingar hafi upp- götvað skáldsöguna og Ameríku, en hvort- tveggja hafi glatazt aftur. En hver veit það. Margt bendir til þess að Kól- umbus hafi heyrt af sjóleiðinni vest- ur um haf vegna frásagna af ferð- um víkinga, og jafnvel nokkum veginn öruggt að hann kom ungur sjómaður til íslands; a.m.k. hefur hann hitt íslendinga f Bretlandi, eða á Spáni. Borges hafði mikið dálæti á Cer- vantes. Það hefur Kundera einnig. Hann segir víst að Cervantes hafi uppgötvað skáldsöguna. Hann hef- ur ekki verið einn um það. Slík af- staða virðist einnig vera í frægri bandarískri metsölubók eftir Harold Bloom prófessor, The Westem Can- on, 1994. Hann hefur ekki snefil af þekkingu á íslenzkri skáldskap- arhefð og lætur hana lönd og leið í þessu metnaðarfulla riti sínu um bókmenntir Vesturlanda. Undar- legt. Allt mat er afstætt; umhverf- ið, það sem við g'áum og þeklqum skiptir máli. Annað þurrkað út. Sumum hættir til að taka yfirlýs- ingar þekktra lista- eða fraeði- manna einsog eitthveijum guð- spjöllum. Það skyldu menn ekki gera. Við eigum einungis að taka fræði þeirra og list alvarlega. Höfimdar íslendinga sagna upp- götvuðu skáldsöguna. Þær em fyrstu sögur sem kunnar eru með dramatískum persónum. Hugmynd- ir ferðast með undarlegum hætti um jarðarkringluna, það hafa þær alltaf gert og hvorki þurft síma né sjónvarp. Það gerðu þær einnig á miðöldum, enda mikil samskipti þjóða í milli. íslendingar ferðuðust um allt. Það sýna gestabækur HELGI spjall klaustra, auk fomra rita. íslendingar fóru m.a. pílagrímsferðir til Santiagó á Spáni þarsem var helgur staður, ekkisíður en til Róms og Jerúsal- em. Þessir ferðalangar hafa haft margt í föggum sínum, líklega einn- ig sitthvað af rituðu máli; a.m.k. þekktu þeir, þessir menntuðu kristnu fullhugar, íslenzka sagnalist og hafa getað miðlað erlendum við- mælendum sínum af margvísiegum fróðleik um hana. Hvað mælir gegn þvf að Cervantes hafi kynnzt skáld- sögunni með þeim hætti? Auk þess sem íslendingar voru sérfræðingar í að breyta riddaraljóðum í eftir- minnilegar riddarasögur sem Cer- vantes og umhverfi hans höfðu áhuga á. 91 1 */ J. • s AÐ iskáldsagnahöfundar eigi ekki fyrstogsíðast að segja frá, heldur uppgötva. Hvað eiga þeir að uppgötva? Nýtt form? Nýjan sannleika? Kundera hefur hom í síðu Tjekovs og Horovitz(!) Það er uppgötvun í sjálfu sér og ég gæti vel hugsað mér að raunsæisleikrit síðustu aldar séu ekkertsérstaklega lífvænleg, síðuren svo. Ég sé aðvísu að Agnar Þórðarson hefur meira dálæti á Tjekov en öðmm höfund- um, las það í sarotali við hann og kom það ekki á óvart. Maður getur uppgötvað eitthvað nýtt í verkum hans, en það er í raun allt gamalt einsog nýjabramið í flestum leikrít- um Ibsens og Strindbergs nú, en þau þola misjafnlega breytingamar sem hafa orðið á heiminum frá því þeir skrifuðu verk sín. Fröken Júlía er t.a.m. óskaplega gamaldags verk, svoað dæmi sé tekið. Samt hefur það enzt nokkuð vel. Leikrit grísku fomskáldanna era þó miklu nútímalegri því þau lifa ekki sem einhver félagslegur boðskapur eða sérstök kenning í nýsálfræði, heldur sem ævnintýri og goðsögulegur skáldskapur sem lyftir sér upp fyr- ir tíma og rúm og sezt að í huga okkar einsog óminni eða draumur um manninn í fléttunni um örlög og goðsögulegt vald. Að sjálfsögðu era bjórar í Fröken Júlíu og Föðum- um; miklir bjórar sem skipta okkur máli vegna þess höfundurinn er mikið skáld. En verkin era ekki brýn að sama skapi og þau voru. Þau era félagslega dauð ef svo mætti segja, bergmálslaus áminn- ing úr öld sem er umhverfi okkar framandi. Mörg þessara raunsæis- verka era því hálfgerð tímaskeklq'a, þráttfyrir mannlegu hliðina og sál- fræðina; eða kannski fremur, ekkis- ízt vegna hennar. Sálfræðin breyt- ist, en sáh'n ekki. Þessi gömlu verk eiga þó enn erindi við okkur vegna innsæis og skáldskapar. En ósköp era þau nú mörg hver fjarlæg hugmyndum okkar um þau vandamál mannsins sem við blasa. QO ÉG HELD EKKI að skáld- •J Ld •sagnahöfundur geti upp- götvað margt merkilegt í verkum sínum úr því sem komið er. En hann getur leitað, ekkisízt að nýju formi og nýjum stíl. Hann getur fært gamalkunnar hugmyndir í nýjan búning. Hann getur jafnvel uppgötvað einhverjar nýjar hugsan- ir, og þó efast ég um það. En hann getur uppgötvað sjálfan sig við- stöðulaust og komið sjálfum sér á óvart. Og það er nógu spennandi uppgötvun ef listamaðurinn er ein- hvers virði á annað borð; ef hann er mikill kunnáttumaður í listgrein sinni. Annars ekki. FYRIR NOKKRUM DÖG- um var hér á ferð heims- kunnur stjómmálamaður frá Nýja Sjálandi, Ruth Richardson, sem var fjár- málaráðherra Nýja Sjá- lands á áranum 1990 til 1993. Hún kom hingað í boði Friðriks Sophussonar, fíármálaráð- herra, til þess að halda erindi á ráðstefnu um nýskipan í ríkisrekstri. Það er lofsvert framtak hjá fíármálaráðherra að fá þessa merku konu hingað til lands. Aðgerðir hennar í fíármálum nýsjálenzka ríkisins vöktu heimsathygli á sínum tíma og var m.a. fíallað ítarlega um fíárlagaræðu hennar í júlímánuði 1991 hér á þessum vettvangi nokkrum vikum síðar. Það var að vísu Verkamannaflokkurinn á Nýja Sjálandi, sem hóf hinar byltingar- kenndu umbætur í efnahagsmálum þar á árinu 1984, en Ruth Richardson er ekki fulltrúi þess flokks heldur íhaldsflokksins í landinu. Raunar var hún í hópi þeirra íhaldsmanna á Nýja Sjálandi, sem börðust fyrir róttækum umbótum í efnahagsmálum og þjóðfélagsmálum frá hægri og byijaði það umbótastarf innan eigin flokks, sem hún taldi að hefði staðnað og gerzt tals- maður hins óbreytta ástands og margvís- legra sérhagsmuna. Eitt af því, sem vakið hefur athygli okkar íslendinga í sambandi við þjóðfé- lagsumbætur á Nýja Sjálandi era fiskveiði- mál þar. í viðtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag var Ruth Riehardson m.a. spurð um afstöðu hennar til þeirra. Og í því sambandi sagði hún m.a.: „Það er ljóst að takmarka þarf veiðar um allan heim með veiðikvótum til að hafa stjóm á þess- um málum. Séu sjómenn látnir einir um þetta stunda þeir rányrkju. Um leið og búið er að ákveða kvóta hafa stjómvöld búið til eignarrétt á auðlind í eigu almenn- ings á sama hátt og jarðnæði. Það er búið að fá einkaaðila rétt til að nýta sér auðlind- ina og hann ætti að greiða fyrir réttinn. Þess vegna mundi ég mæla með því að greiddur yrði auðlindaskattur. Hvers vegna ætti að gefa mikilvægan rétt eins og veiðileyfi? Ég mælti með þessari leið á Nýja Sjálandi, auðlindaskatti, en fékk ekki mínu framgengt þá. Hins vegar tókst mér að fá það í gegn, að sjávarútvegurinn greiðir nú sjálfur fyrir alla þjónustu við atvinnugreinina, þeir annast sjálfir kostn- að við eftirlitið og það er dýrt. Auðlinda- skattur er enn á borðinu en ákvörðun hef- ur ekki verið tekin, hugmyndin sjálf er rétt og skynsamleg." Nú er rétt að taka fram, til þess að ekki valdi misskilningi, að í samtölum við fulltrúa ritstjómar Morgunblaðsins notaði Ruth Richardson ensku orðin „resource rental" og þess vegna er orðið „auðlinda- skattur" kannski ekki nákvæm þýðing á því, sem hún vildi sagt hafa. Það fer hins vegar ekki á milli mála, að fyrrverandi fíármálaráðherra Nýja Sjálands er að tala um sams konar veiðileyfagjald og Morgun- blaðið hefur ítrekað mælt með undanfarin ár. í einkasamtölum við fulltrúa ritstjómar Morgunblaðsins lýsti Ruth Richardson þessari baráttu á þann veg, að þegar hún hefði lagt fram hugmyndir sínar um að sjávarútvegurinn á Nýja Sjálandi greiddi slíkt gjald, hefðu tveir aðilar orðið æfír, annars vegar sjávarútvegsráðherra lands- ins og hins vegar hagsmunasamtök út- gerðarinnar. Barátta þessara tveggja aðila gegn gjaldinu hefði verið svo hatrömm, að hún kvaðst hafa dregið í Iand og fallizt á að fyrsta skrefið yrði, að atvinnugreinin greiddi sjálf allan kostnað, sem skattgreið- endur hefðu haft af margvíslegri þjónustu við sjávarútveginn. Hins vegar lagði Ruth Richardson ríka áherzlu á það í þessum samtölum, að hún liti á þá málamiðlun einungis sem fyrsta skref og næsta skref yrði að taka upp eðlilegt veiðileyfagjald (resource rental). Eins og af þessu má sjá era það sömu aðilar á Nýja Sjálandi og á íslandi sem hafa tekið upp harðasta baráttu gegn veiðileyfagjaldi og sennilega skiptir ekki máli hver sjávarútvegsráðherrann er! Þeir sem í þeim stól sitja bregðast við á sama hátt og Þorsteinn Pálsson og Halldór Ás- grímsson hafa gert. Hins vegar verður erfitt bæði fyrir þá og aðra að saka Ruth Richardson um sósíalisma eða Gary S. Becker, sem áður hefur verið vitnað til á þessum vettvangi og kom nokkuð við sögu í umræðum á Alþingi á dögunum. Afstaða for- ystumanna Granda hf. REYKJAVIKURBREF Laugardagur 25. nóvember VIÐ ÞURFTUM hins vegar ekki á Ruth Riehardson að halda til þess að kveikja á ný um- ræður um veiði- leyfagjald vegna þess, að fátt hefur verið meira rætt að undanfömu en einmitt það. Ástæðan er annars vegar sú, að þingmenn Þjóðvaka hafa flutt tillögu á Alþingi, sem hefur leitt til fyrstu raunverulegu um- ræðna á því háa þingi um þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar og hins vegar að Brynjólfur Bjamason, forstjóri Granda hf., lét athyglisverð ummæli falla í út- varpsviðtali um málið í tengslum við tíu ára afmæli fyrirtækisins. í samtali við Ríkisútvarpið sagði for- stjóri Granda hf. m.a. :„...við höfum bæði stjómarformaður Granda og ég látið það uppi að við teljum ekki óeðlilegt að á þess- um tíma setji útvegsmenn einhvers konar samkomulag við ríkið eða yfirvöld um greiðslu fyrir aðgang að auðlindinni. En það verður að vera með þeim hætti að það sé gert samkomulag til langs tíma. Þ.e.a.s. að við gerum t.d. samkomulag til t.d. 10 ára um það, að við höfum aðgang að auð- lindinni svo við getum tekið ákvarðanir. Svo við getum fjárfest í veiðiskipum og annað og vitum þá, að maður hafi samn- ing til 10 ára. Ég held, að það væri óbæri- legt fyrir okkur að vera með einhvers konar skattheimtu sem maður vissi ekki eitt árið hvemig yrði næst.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Brynjólf- ur Bjamason gefur til kynna að hann gæti fallizt á greiðslu fyrir aðgang að auðlindinni. Það gerði hann einnig fyrir nokkrum árum. Fmmkvæði forystumanna Granda hf. í þessum umræðum er merki- legt. Á sl. vori flutti Ámi Vilhjálmsson, stjómarformaður fyrirtækisins, ræðu á aðalfundi, þar sem hann lýsti sig opinn fyrir umræðum af þessu tagi. Nú gefur forstjóri fyrirtækisins slíkar yfirlýsingar í tengslum við afmæli þess og Ágúst Einars- son, sem jafnframt er einn af eigendum Granda hf., er helzti flutningsmaðm- að tillögu á Alþingi um að veiðileyfagjald verði tekið upp. Það gerir hann auðvitað sem þingmaður, en sá þingmaður verður ekki sakaður um að láta einkahagsmuni ráða málaflutningi sínum, a.m.k. ekki ef þeir einkahagsmunir eru túlkaðir á þann veg, sem formaður LÍÚ og sjávarútvegs- ráðherra gera, þegar þeir ræða hagsmuni útgerðarinnar í tengslum við þessar um- ræður. Þessi afstaða forystumanna stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsmanna hefur gífurlega þýðingu fyrir framhald málsins. Þegar slík breiðfylking er komin fram á sjónarsviðið úr röðum útgerðarmanna sjálfra, sem lýsir sig tilbúna til málamiðl- unar á þessum grundvelli, geta menn ekki lengur hlustað á þær röksemdir Kristjáns Ragnarssonar, Þorsteins Pálssonar og Halldórs Ásgrímssonar, að það sé verið að vega sérstaklega að sjávarútveginum sem atvinnugrein með þessum hugmynd- um. Á undanfömum misserum hafa tvö vígi andstæðinga veiðileyfagjalds fallið. í fyrsta lagi er þeim ekki lengur stætt á að halda því fram, að talsmenn veiðileyfa- gjalds séu að mæla fyrir hugmyndum í ætt við sósíalisma eða forsjárhyggju. Það nægir að benda á, að hvorki Gary S. Beek- er, Nóbelsverðlaunaprófessor í hagfræði frá Chicago-háskóla, né Ruth Richardson verða vænd um sósíalíska hugmynda- fræði. Það verður heldur ekki sagt um Ólaf Bjömsson, prófessor, sem hefur talað á svipaðan veg og þau tvö um þetta efni. í öðru lagi er ekki hægt að halda því fram, að verið sé að ráðast á sjávarútveginn sérstaklega, þegar þrír helztu forsvars- menn stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins tala á þann veg, sem forystumenn Granda hf. gera. Ef menn vilja fara í skot- grafahemað væri meira að segja hægt að halda því fram með nokkrum rökum, að málflutningur Þorsteins Pálssonar á Al- þingi á dögunum hafi verið ein samfelld árás á sjónarmið þeirra Áma Vilhjálmsson- ar og Biynjólfs Bjamasonar, að ekki sé talað um Ágústar Einarssonar. Stjórnmála- flokkarnir ÞRIÐJA VÍGI andstæðinga veiði- leyfagjaldsins sem er að byq'a að falla eru stjómmála- flokkamir sjálfir. Fram á síðustu misseri hefur Alþýðuflokkurinn einn verið tals- maður veiðileyfagjalds í einhveiju formi. Þessi stuðningur Alþýðuflokksins við slíkt gjald hefur m.a. verið notaður til þess að halda því fiam, að hugmyndir sem þessar væru í ætt við sósíaldemókratisma eða jafnvel sósíalisma. Sá málflutningur er hruninn eins og að framan er getið. Það er svo mál alþýðuflokksmanna sjálfra að útskýra hvers vegna þeir hafa gerzt tals- menn svo ákveðinna markaðshyggjusjón- armiða í sjávarútvegi! En þessi staða á vettvangi stjómmál- anna hefur gjörbreytzt. Umiæðumar í þinginu á dögunum, sem Þjóðvaki á allan heiður af að hafa efnt til, leiddu í ljós, að Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Kvennalisti eru nú allir meðmæltir veiðileyfagjaldi í ein- hverri mynd. Þá er sérstök ástæða til að vekja athygli á málflutningi Ólafs Ragnars Grímssonar í þeim umræðum vegna þess, að Alþýðubandalagið hefur verið tregt til að fallast á þessa stefnu en þó færst nær henni hiii síðari ár. Ólafur Ragnar benti réttilega á það í umræðunum, að menn hefðu um of bland- að saman umræðum um kvótakerfið, sem stýrikerfi í fiskveiðum og veiðileyfagjaldi. Á þessa athugasemd þingmannsins getur Morgunblaðið fallizt. Að því sögðu lýsti Ólafur Ragnar stuðningi við það, að Al- þingi tæki til athugunar greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóð- arinnar. Þessi yfiriýsing fyrrverandi for- Skógarfoss. manns Alþýðubandalagsins er mikilvæg og bendir til þess, að Alþýðubandalagið stefni í svipaða átt og hinir flokkarnir þrír, sem áður voru nefndir. Það hefur alltaf legið fyrir, að innan Sjálfstæðisflokksins hafa verið skiptar skoðanir um þetta mál. Á síðasta lands- fundi flokksins kom í ljós, að verulegur stuðningur var við veiðileyfagjald. Friðrik Sophusson, fíármálaráðherra, hefur verið sá forystumaður Sjálfstæðisflokksins, sem skýrast hefur lýst fylgi við hugmyndina um veiðileyfagjald, þótt hann hafi ekki tekið upp harða baráttu innan flokksins fyrir sínum sjónarmiðum. í umræðunum á Alþingi kom skýrt fram, að hann sem fjár- málaráðherra tekur nánast sömu afötöðu og Ruth Richardson gerði á Nýja Sjá- landi. Fjármálaráðherra benti á, að sjávar- útvegurinn fengi verulega fíármuni úr rík- issjóði bæði í gegnum Hafrannsóknastofn- un og eins fyrir greiðslur til að halda úti veiðikerfinu, eins og ráðherrann orðaði það og lýsti þeirri skoðun sinni, að þetta væri kostnaður, sem g'ávarútvegurinn ætti að greiða. Þá sagði ráðherrann, að ríkið greiddi einnig niður laun sjómanna, með hinum sérstaka sjómannaafölætti og taldi eðlilegt að útgerðarfyrirtækin bæru þann kostnað og benti einnig á, að sjávarútveg- urinn greiddi neðra þrepið í trygginga- gjaldinu. Um þessi sjónarmið fíármálaráðherra geta verið skiptar skoðanir. Það er t.d. hægt að halda því fram, að þjóð sem lifir á fiskveiðum hljóti að halda uppi fiskirann- sóknum og greiða þann kostnað úr sameig- inlegum sjóði. Það er líka hægt að halda því fram, að staða sjómannsins í íslenzku samfélagi sé með svo sérstökum hætti, að þjóðin öll vilji umbuna sjómönnum með skattafslætti. En hvað sem þvi líður er auðvitað ljóst, að þegar varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins talar á þennan veg er engin leið að halda því fram, að ekki sé stuðningur við veiðileyfagjald innan Sjálfstæðisflokksins. Raunar virðist vera komið hik á Þorstein Pálsson, sjávarútvegsráðherra. Hann lýsti þeirri skoðun fyrir nokkrum dögum, að til greina gæti komið að setja þak á veiði- heimildir útgerðarfyrirtækja þegar þær hefðu náð ákveðnu marki. Hvaða mark er það? Tíu þúsund þorskígildi? Fimmtán þúsund þorsldgildi? Tuttugu þúsund þorsk- ígildi? Hvar eru mörkin? Og hvað gerist þegar þeim er náð? Er viðkomandi sjávar- útvegsfyrirtæki þá komið út af markaðn- um með veiðiheimildir? Getur verið að þessi hugmynd sé eitthvað í ætt við höft og bönn, forsjárhyggju og allt það?! Það virðist líka vera komið hik á Hall- dór Asgrímsson, utanríkisráðherra, hinn helzta talsmann þess að ekki skuli taka upp veiðileyfagjald. Hann vill ekki taka undir hugmyndir sjávarútvegsráðherrans um þak, en hann vill að öll stærstu útgerð- arfyrirtækin, sem eiga mikið af veiðiheim- ildum, verði opin almenningshlutafélög. Svo? Á þá að skylda eigendur Samheija hf., sem af dugnaði og útsjónarsemi hafa byggt upp eitt öflugasta sjávarútvegsfyrir- tæki landsins á ótrúlega skömmum tíma, til að selja það á opnum markaði? Geta eigendur Samheija hf. fallizt á það? Getur Sjálfetæðisflokkurinn fallizt á að skylda þá til þess? Geta Kristján Ragnarsson og Þorsteinn Pálsson fallizt á það? Auðvitað eru báðar þessar hugmyndir fráleitar. Það er ekkert vit í að setja þak á veiðiheimildir útgerðarfyrirtækja, enda engin þörf á því og engin ástæða til, ef þau greiða eiganda auðlindarinnar fyrir réttinn til þess að nýta hana. Um leið og það er gert, getur enginn haft nokkrar athugasemdir við þau viðskipti, sem fram fara með veiðiheimildir eftir það. Og það er beinlínis árás á eignarréttinn ef á að skylda menn til þess að selja fyrirtæki, sem þeir hafa byggt upp af eigin ramm- leik að hluta til eða öllu leyti. Auk þess sem hér hefur komið fram um afstöðu varaformanns Sjálfstasðis- flokksins og hik sjávarútvegsráðherrans hefur Pétur Blöndal, einn af hinum nýju þingmönnum flokksins, lýst skoðunum, sem a.m.k. að einhveiju leyti era í ætt við þau sjónarmið, sem hér hefur verið fjallað um. Fleiri þingmenn Sjálfötæðisflokksins hafa lýst sjónarmiðum, sem gefa til kynna, að þeir séu opnir fyrir því að taka upp veiðileyfagjald í einhveiju formi. Erfiðara er að meta afstöðu þingmanna Framsóknarflokksins, þegar hér er komið sögu, vegna þess, að enginn þeirra tók þátt í umræðunum á Alþingi. Þeir þögðu! En þegar á heildina er litið er ljóst, að veraleg hreyfíng er komin á umræður innan stjóm- málaflokkanna og á Alþingi um þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar allrar. Allt bend- ir til, að þeim umræðum verði haldið áfram og að þær hnígi í þann farveg, að fyrstu alvarlegu skrefin í átt til veiðileyfagjalds verði tekin á næstu misseram. Morgunblaðið/RAX „Þessi afstaða forystumanna stærsta sjávarút- vegsfyrirtækis landsmanna hef- ur gífurlega þýð- ingu fyrir fram- hald málsins. Þeg- ar sllk breiðfylk- ing er komin fram á sjónarsviðið úr röðum útgerðar- manna sjálfra, semlýsir sigtil- búna til málamiðl- unar á þessum grundvelli, geta menn ekki iengur hlustað á þær rök- semdir Kristjáns Ragnarssonar, Þorsteins Páls- sonar og Halldórs Asgrímssonar, að það sé verið að vega sérstaklega að sjávarútvegin- um sem atvinnu- grein með þessum hugmyndum.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.