Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Munur á samniuguni minni en talið var NYTT mat Þjóðhagsstofnunar á kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði sýnir að munur á samningum opin- berra starfsmanna og annarra er minni en áður var talið. Sá hluti aðildarfélaga ASÍ sem samdi eftir febrúarsamninganna samdi um 9% hækkun á meðan febrúarsamning- amir leiddu til 7,3% hækkana. Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra segir þetta sýna að það skipti meira máli hvenær samið var heldur en hvort það er ríkið eða vinnuveitend- ur á almennum vinnumarkaði sem semja. Yfír 92% af félagsmönnum ASÍ sömdu í febrúar í fyrravetur. í mars gerði Þjóðhagsstofnun úttekt á samningunum og komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu fært ASÍ- félögum 7% launahækkun að með- altali. Nýtt mat Þjóðhagsstofnunar á þessum samningum sýnir hins vegar að samningamir hafa fært félögunum ívið meiri hækkanir eða 7,3%. Stofnunin telur að kjarasamn; ingarnir hefðu átt að færa ASÍ hækkanir á þessu ári á bilinu 2,5-5%. Athugun Kjararannsóknar- nefndar sýni hins vegar að samning- amir hafi fært ASÍ hækkanir á bil- Skiptir meiru hvenær samið var en við hverja inu 3,3-6,7%. Þá er bent á að sam- kvæmt launavísitölu Hagstofu ís- lands hafi laun á almennum mark- aði hækkað um 4,5% frá 4. ársfjórð- ungi 1994 til 3. ársfjórðungs í ár. Þau ASÍ félög sem sömdu síðar fengu, að mati Þjóðhagsstofnunar hækkanir á bilinu 6,7-12,5% og að meðaltali var hækkunin 9%. Aður hafði stofnunin komist að þeirri nið- urstöðu að félög opinberra starfs- manna hefðu fengið 10,7% hækkun að samningum við kennara undan- skildum. Þarf að hafa mikla fyrirvara „Þjóðhagsstofnun bendir rétti- lega á að það þarf að hafa mjög mikla fyrirvara á þessum saman- burði öllum. Það kemur fram í álit- inu að það er mjög erfitt að bera saman kjarasamninga hjá opinber- um aðilum, þar sem taxtarnir halda, og úti á vinnumarkaðinum, þar sem launaskrið þekkist og yfirborganir eru tíðkaðar enda um lágmarks kjarasamninga að ræða,“ sagði FYiðrik Sophusson. „Sem dæmi um hvað erfitt er að bera saman samningana er að ná- kvæmlega sami samningurinn var gerður annars vegar á milli Samiðn- ar og ríkisins og hins vegar Samiðn- ar og VSÍ. Þeir sem starfa hjá rík- inu fá, samkvæmt mati Þjóðhags- stofnunar, 9,6% hækkun á meðan hinir fá 5,7% hækkun. Þetta er um helmings munur og er tilkominn vegna þess að menn eru að færa taxta að yfirborguðum launum á almenna vinnumarkaðinum, en hjá ríkinu er fýlgt töxtum. Bara þetta eina atriði sýnir hvað samanburður- inn getur verið erfíður og reyndar stundum alveg út í hött. ' Meginniðurstaðan, ef hægt er að tala um einhveija niðurstöðu í þess- um samanburði öllum, er að það er merkjanlegur munur á fyrstu samn- ingunum, sem gerðir voru í febrúar og hínum sem seinna voru gerðir og þá alveg burtséð frá því hvort þeir voru gerðir á milli launþega og ríkis og sveitarfélaga eða á milli aðila á hinum almenna vinnumark- aði.“ Morgunblaðið/Kristján Getum við fengið að hringja? HANS BRAGI Bernharðsson, starfsmaður Pósts og síma, var að hringja út línur í tengikassa í Glæsibæjarhreppi, skammt norðan Akureyrar í gær og höfðu hestarnir í girðingunni þar rétt við mikinn áhuga á því sem hann var að gera. En þar sem hestar eru með fax, er ekki ólík- legt að þeir hafi fengið að nota símann. Rannsókn á áfengisneyslu reykvískra unglinga og viðhorfi til drykkju 30% þeirra sem neyta áfengis drekka illa RÍFLEGA helmingur 14 ára unglinga í Reykjavík hefur þá mynd af sér að hann drekki ekki, en af þeim sem drekka má segja að um 30% drekki illa. Hlutfalislega færri stúlkur sem búa hjá for- eldrum sínum neyta áfengis en stúlkur hjá móður og stjúpföður. Dr. Sigrún Aðalbjarndóttir, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Há- skóla íslands, hefur rannsakað áfengisneyslu reykvískra unglinga og viðhorf þeirra til slíkrar neyslu. Sigrún og aðstoðarfólk lögðu spurningalista fyrir Sigrún Aðalbjarnardóttir hennar alla 9. bekkinga í grunnskólum Reykjavík- ur vorið 1994 og aftur um vorið 1995 þegar þeir voru komnir í 10. bekk. Sigrún segir að 34% nemenda í 9. bekk hafi aldrei prófað að drekka og af þeim, sem dreypt höfðu á víni einu sinni til tvisvar, höfðu 7% ekki drukkið síðastliðið ár. Því megi segja að a.m.k. 41% nemenda í 9. bekk drekki ekki. Jafnframt kom fram að yfír 50% hafi þá mynd af sjálfum sér að þau drekki ekki. Fleiri eru farnir að drekka í 10. bekk eða á 16. ári, aðeins tæplega þriðjungur þeirra drekkur ekki. Of margir fara illa með áfengi Slæmu fréttimar eru þær að tæp- lega þriðjungur 14 ára unglinga sem neytir áfengis drekkur 5 glös eða fleiri í senn og tæplega helmingur unglinganna segist oftast eða næst- um alltaf verða fullur. Meira en helmingur, eða um 60%, 15 ára ungl- inga verður oftast eða næstum alltaf drukkinn þegar þeir fá sér á annað borð í glas. Rannsókn Sigrúnar Aðalbjarn- ardóttur leiðir í Ijós, þegar hún er borin saman við eldri kannanir, að böm virðast hefja áfengis- drykkju yngri nú því 66% 14 ára og yngri höfðu prófað áfenga drykki, en í rannsókn Ásu Guðmundsdóttur 1989 höfðu 41% í sama aldurshópi próf- að að drekka. Bjór og sterk vín njóta meiri vinsælda en léttvín meðal ung- viðisins og piltar neyta meira magns í senn þegar dmkkið er. Á hinn bóginn drekka þeir ekki í fleiri skipti en stúlkumar. Hefur fjölskylduformið áhrif á drykkju unglinga? Sigrún kannaði einnig hvort fjöl- skylduformið hefði áhrif á hvort unglingar drykkju eða ekki. Hjá drengjum virðist ekki skipta máli hvort þeir búi hjá kynforeldrum, ein- stæðri móður eða móður og stjúpföð- ur. Svipað hlutfall þeirra hafði próf- að að drekka. Hinsvegar kom munur í ljós hjá stúlkum. Hlutfallslega fleiri stúlkur sem búa hjá móður og stjúpföður neyta áfengis en þær hjá kynforeldr- um. Erfítt er að geta sér til um ástæður þessa. Hugsanleg skýring er sú að stúlkur sem eru nánar móður sinni eigi erfítt með að sætta sig við stjúpföður. Drykkjan gæti verið þáttur í mótþróa þeirra. . Ástæður þess að drekka eða ekki Algengustu ástæður 14 ára ungl- inga fyrir því að drekka ekki em: 1) Ég gæti leiðst út í sterkari vímu- efnij 2) Ég gæti orðið alkóhólisti, 3) Eg gæti orðið háð/ur áfengi. Þegar unglingarnir hafa náð 15 ára aldri era algengustu ástæðurn- ar: 1) Ég gæti orðið háð/ur áfengi, 2) Ég gæti valdið sjálfum mér von- brigðum, 3) Ég gæti valdið foreldr- um mínum vonbrigðum. Ástæður 14 ára unglinga fyrir því að drekka ekki virðast missa veru- lega vægi sitt þegar þeir ná 15 ára aldri, þar sem mikilvægi ástæðna fyrir því að drekka ekki minnkaði. 14 og 15 ára unglingar sem neyta áfengis gefa hins vegar sömu ástæður fyrir því að þeir drekka: 1) Eg drekk til að skemmta mér með vinum mínum, 2) til að láta mér líða vel og finna á mér, 3) til að prófa að drekka, sjá hvernig það er. Bæði árin líta samt unglihgarnir mikla áfengisneyslu alvarlegum augum. Sigrún Aðalbjarnardóttir spurði um viðhorf unglinga til áfengis- drykkju og fann mikla breytingu Helmingur 14 ára unglinga drekkur ekki Morgrmblaðið/Kristinn þeirra eftir að prófað hefur verið að drekka. Afstaða þeirra gegn áfeng- isneyslu var ekki eins ákveðin. Forvarnir og ástæður áfengisneyslu Þessar upplýsingar leiða hugann að forvömum og mikilvægi þess að vita að ekki dugir segja það sama við 9. bekkinga og 10. bekkinga. Segja má að unglingar linist gagnvart drykkj- unni með aldrinum. Ekki er ólíklegt að einnig þurfí að taka tillit til mismun- ——— andi neysluhópa. Sigrún segir að rann- sóknin sýni í fyrsta sinn hér á landi sterkt samband á milli viðhorfa og neyslu. Það merkir að unglingarnir eru nú ef til vill meðvitaðri en áður um hvað áfengisdrykkja getur haft í för með sér. Og það vekur líka vonir um að hægt sé að vinna með viðhorf þeirra í forvarnarstarfi. Ólafur Jóhann orð- aður við for- stjórastól Sony * „Ovarlegt að ræða þetta mál“ ÓLAFUR Jóhann Ólafsson er sagður hafa hafnað tilboði um að taka við rekstri Sony International í Banda- ríkjunum. Þetta kemur fram í fyrsta tölublaði hins nýja tímarits Tölvu- heimur, en tímaritið segist hafa þess- ar upplýsingar eftir áreiðanlegum heimildum innan yfirstjómar Sony í Bandaríkjunum. Tímaritið segist hafa eftir sömu heimildum að Michael Schulhof, nú- verandi forstjóri, hafi rætt það við Ólaf að hann yrði arftaki sinn þegar fram liðu stundir. Ólafur hafi hins vegar hafnað því alfarið, m.a. þar sem hann hafi ekki viljað standa í daglegum rekstri fyrirtækisins auk þess sem hann hafi ekki getað hugs- að sér að fórna rithöfundarferli sín- um fyrir þessa stöðu. Morgunblaðið náði tali af Ólafí Jóhanni í Bandaríkjunum í gær. Hann sagðist lítið vilja gefa út á þennan orðróm, en neitaði honum þó ekki. „Það hefur auðvitað ýmis- legt verið rætt í gegnum tíðina innan stjórnar fyrirtækisins og manna á milli. Ég held hins vegar að það væri óvarlegt af mér að gefa mikið út á það sem þar hefur verið rætt.“ ♦ ♦ ♦ Vörugjöld og EES Stefnt að lausn fyrirjól FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra segir að nefnd fjármálaráðu- neytisins með þátttöku Kaupmanna- samtakanna og Samtaka iðnaðarins, sem sett var á fót í júní síðastliðnum til að gera tillögur um breytingar á innheimtu og álagningu vörugjalds, vinni nú af fullum krafti að því að finna lausn. „Það er stefnt að nefnd- aráliti fyrir jól,“ sagði Friðrik í sam- tali við Morgunblaðið. Eins og fram hefur komið telur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að tvö atriði í núverandi fyrirkomulagi vöm- gjalds bijóti samninginn um Evrópskt efnahagssvæði. Stofnunin gaf fjár- málaráðuneytinu frest til að koma breytingum á, áður en málið yrði kært til EFTÁ-dómstólsins og rann fresturinn út í ágúst síðastliðnum. Morgunblaðinu er kunnugt um að Eftirlitsstofnunin hefur gert fjár- málaráðuneytinu viðvart með óform- legum hætti að þolinmæði hennar í málinu sé á þrotum og mun stjórn hennar fjalla um það á næstu dögum, hvort málinu verði vísað til dómstóls EFTA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.