Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 25 kjölfar loftárásanna, og engu var eirt. Mitt í stríðshörmungum blómstrar þó ástin - og ástin spyr hvorki um stað né stund, fremur en landamæri. Hún vitjar Ástu oftar en einu sinni, meðal annars á berkla- hæli í Danmörku þar sem hún lá mánuðum saman örmagna á sál og líkama eftir æðisgenginn og martr- aðarkenndan flótta frá Þýskalandi. Hinn knappi stíll sögunnar nýtur sín best þegar hörmungar stríðsins standa sem hæst - þá fer vel á því að spara stór lýsingarorð og fjálg- legar frásagnir, enda söguefnið sjálft fullfært um að fanga lesand- ann. í kyrrlátu andrúmi Breiðafjarð- ar verður stíllinn hins vegar full hófstilltur og persónur ekki dregnar nægilega skýrum dráttum. Fyrir kemur einnig að það vantar undir- byggingu þegar fjallað er um sam- skipti fólks. Til dæmis fá lesendur aldrei almennilega sýn á hjónaband foreldra Ástu sem lauk með skilnaði - þar hefði skrá-setjari mátt beita meiri inniifun. Sömuleiðis vantar einhverja pensildrætti í hjónabönd Ástu, einkum það síðara, og sam- skipti hennar við tengdafjölskyldur sínar báðar tvær. Full mikið ber á hálfsögðum hlutum. Prófarkaiestur. virðist þok'kalegur, örlítið ber þó á málvillum og ómark- vissri greinarmerkjasetningu. Að öðru leyti hefur verið staðið allvel að verki og ættu báðir málsaðilar, sögupersónan og skrásetjarinn, að una allvel sínum hlut. Ólína Þorvarðardóttir • RÖNDÓTTIR spóar fljúga aft- ur/er eftir Guð- rúnu H. Eiríks- dóttir. Þetta er sjálfstætt fram- hald bókarinnar Röndóttir spóar sem hlaut íslensku barnabókaverð- launin í fyrra. í kynningu frá útgefanda segir: „Leynifélagið Röndóttir spóar fær ný verkefni Guðrún H. Eiríksdóttir til að glíma við þegar dularfullir atburðir fara að gerast í bænum. Krakkarnir lenda í ýmsum hættum og ævintýrum en spennan er ekki minni innan hópsins þar sem ástin læturásér kræla...“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Röndóttir spóar fljúga afturler 127 blaðsíður að lengd. Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði kápu en bókin var filmuunnin íPrent- myndastofunni hf. Bókin Röndóttir spóarfljúga aftur! kostar 1.490 krónur. 16. ári& í röá! / ÓSinsvéum mS ÓSinstorcj ríkir alliajsérsUikur andi þcijar aSventan nálgast. í ídýjum stofum veitinqastaSarins sviijnar jólaíilaSborSiS undan dansk- œttuSum krásum, sem fyrirgestina eru bornar. Ótal keJSbundnir ocj cjómsœtir réttir sem tilfieyra jólafialdinu ocj aSventunni svo sern: Jólaskinka, bambonjarlœri, saltaSflesk, cjrísatœr, sykursaltaS cjrísalœri, cjrísasulta, svínasíSa, ítamborgarfirycjgur, marincraSJlesk, qraflax, kreindýraterrine, dansk leverpostej, Qlassmaester sílcf, vínsíld, steikt síld, karrý’síld, marineruS síld, jörgens Idipflsk, saltad uxabrjóst, grísasteik, eplaflesk, steiktflesk, danske frigadeiler, medisterpplser, ris a í'allemande, jólakaka, brúnkál, rauSkdl, kartóflusalal, sinnep, rauSbeSur, steiktur laukur, síldarbrauS, rúgbrauS, grísafita, agúrkusalat, fnndberjasaji, rauS epli, grísasósa, kartöflur, eplasalat, laukur, kvítkálsjafningur. Samafólkiö kemur ár eflir ár og er jafnan bétt sctiS ocj l’ví vissara aS kafa fyrirvara á med borSapantanir. VerS: í kádegi i .950 kr. á kvöldin 2.790 kr. _________ BorSapantanir í símum 552 5095 og 552 8470 ÓBINSVÉ Ásta Sigurbrandsdóttir Stríð og friður hugar og heims BOKMENNTIR Æ v i s a g a HIN HLJÓÐU TÁR Ævisaga Ástu Sigurbrandsdóttur. Skrásetjari Sigurbjörg Ámadóttir. Vaka-Helgafell 1995 - 181 siða. 3.290 kr. ÞAÐ ER löng leið frá Flatey á Breiðafirði til meginlands Evrópu. Enn lengri var sú leið á stríðsárun- um, ekki einungis í tíma og rúmi, heldur ennfremur á víddum reynsl- unnar. Það fékk Ásta Sigurbrands- dóttir hjúkrunarkona að reyna, ein af fáum íslendingum sem í raun og veru upplifðu stríðsógnir síðari heimsstyijaldar. Sú lífsreynsla markaði djúp spor í þroska og vit- undarlíf Ástu - dýpri spor en nokk- ur heimaalinn íslendingur fær skilið. Á sama tíma og þjóðinn velti sér í velmegun og stríðsgróða, liðu millj- ónir manna skort í Evrópu - skort á matvælum, skort á húsnæði og atvinnu, auk þess sem fæstir fóru varhluta af ástvinamissi óg óöryggi stríðsáranna. Þetta þekktu ekki Is- lendingar - og vildu ekki kynnast því. Ásta Sigurbrandsdóttir - Breið- firðingurinn sem hleypti heimdrag- anum og fór út í lönd til að „þéna peninga" - kom allslaus heim mörg- um árum síðar sem gestur - orðin framandi löndum sínum og bjó yfir reynslu sem enginn hérlendur maður fékk skilið. Reynslu sem hana sjálfa gat ekki órað fyrir þegar hún stóð á þilfarinu á Gullfossi og veifaði í kveðjuskyni til ættingjanna á bryggjunni. Sú reynsla gerði það að verkum að hún óx frá þjóð sinni á vissan hátt, en þó einungis að takmörkuðu leyti. Því eftir því sem vegalengdir jukust milli hennar og ættjarðarinnar, þeim mun meiri þörf hafði hún til þess að treysta tengsl- in, grafa ræturnar dýpra ofan í jarð- veginn þótt blöðin leituðu annað. Einkum verður þessa vart eftir að Nýjar bækur Falsarinn og ljótasta kvæðið hún er sest að í Finn- landi, umvafin enda- lausum skógi sem er harla framandi íslensk- um augum. Ævisaga Ástu Sig- urbrandsdóttur Hin hljóðu tár er því fylli- lega er þess virði að vera færð í letur. Það hefur Sigurbjörgu Árnadóttur tekist að gera af vandvirkni og allgóðu innsæi, einkum. þegar líður á bókina og atburðir heimsstyijald- arinnar taka völdin í lífi söguhetjunnar. Þá tekst þeim í samein- ingu - skrásetjara og viðmælanda - að draga fram ýkju- lausar og einfaldar, en þó ógleyman- legar leifturmyndir úr stríðinu: „Við ijúkandi rústir stóð fimm ára stúlka og hélt um handlegg sem stóð út undan föllnum húsvegg og kallaði á mömmu milli þungra ekkasoga" (86). Sigurbjörg velur erfiðan frásagn- arhátt, því sagan öll er lögð Ástu sjálfri í munn og atburðir þess vegna séðir frá sjónarhóli hennar. Þetta form setur skrásetjara mjög þröngar skorður og satt að segja hefur ís- lenskum ævisagnariturum farist þetta misvel úr hendi. Fyrsta persónu frásögn býður upp á allgóða innsýn í sálarlíf aðal- persónunnar, og per- sónulega upplifun og túlkun heimssögulegra atburða. Hins vegar kemur þessi frásagnar- háttur í veg fyrir að lesandinn fái að sjá söguhetjuna utan frá með augum samtíðar- fólks og/eða skráse- tjarans sjálfs. Ég verð að viðurkenna, að eftir því sem leið á lesturinn varð ég forvitnari um þessa manneskju sem miðlaði þarna af reynslu sinni. Mig langaði að sjá hana með augum einhvers annars, komast út úr henni sjálfri um stund. Engu að síður virðist skrásetjara hafa tekist að sneiða hjá stærstu gildrum þessa frásagnarforms. Stíll sögunnar er knappur - full knappur á köflum, en liðkaðst þegar á líður. Lesandinn fylgir Ástu frá angandi þanglykt Breiðafjarðar, um regn- barðar götur Kaupmannahafnar þar sem hún lærði hjúkrunarstörfin, í ijúkandi rústir Berlínarborgar í miðju stríðsfárinu þar sem hríð- skotabyssurnar gengu látlaust í ÍJT ER komin bókin Falsarinn og dómari hans eftir Jón Hjalta- son sagnfræðing. Þetta eru fímm söguþættir úr fortíð. í fyrsta þætt- inum greinir frá Þor- valdi Schovlin sem falsaði peningaseðil og var fyrir vikið dæmdur til að hálshöggvast. í öðrum þætti fjallar Jón um auðsæld Jóns Sigurðssonar á Böggv- isstöðum og hvernig honum tókst að brjót- ast úr fátækt og verða einn ríkasti íslending- ur 19. aldar. Þá er skoðunarljósinu beint að einu umtalaðasta sakamáli á Norðurlandi ofan- verðrar 19. aldar, trippamálinu svokall- aða. Fjórði þátturinn er helgaður Snorra Páls- syni, verslunarstjóra á Siglufirði. tjóðskáldið Matthías Jochumsson á síðasta orðið en á þessu ári eru 160 ár liðin frá fæðingu hans. Sagt er frá upp- runa ljótasta kvæðis er ort hefur verið um ís- land fyrr og síðar. Falsarinn og dómari hans er innbundin, 182 bls. að lengd, er prentuð hjá Steinholti hf. og kostar kr. 3.250. Kristín Ómarsdóttir Ævintýri móður og eiginkonu ÚT er komin skáldsag- an Dyrnar þröngu eftir Kristínu Ómarsdóttur. í kynningu segir: „Þessi líflega erótíska saga hefst á orðunum „Dyrnar þröngu heitir borg á Sikileyju, hún er fáum kunn...“ Þar segir af ævintýrum ís- lenskrar móður og eig- inkonu sem kynnist Ágústi, ungum og of- stopafullum elskhuga, fröken Sonju Lísu Hrís sem þráir að vera elsk- uð af jafningja sínum, hinum blíðlynda Ósk- ari, myndarlegri móð- ur hans og fleira fólki sem gæti minnt á persónur í Lísu í Undra- landi. í Dyrunum þröngu gefur höfund- urinn ímyndunaraflinu lausan tauminn. Sífellt ber fyrir augu lesand- ans ný uppátæki í stíl og persónusköpun og textinn er margbreyti- legur og magnaður.“ Kristín hefur áður vakið athygli fyrir leik- rit sín, smásögur og ljóð, en skáldsagan Dyrnar þröngu, sem er önnur skáldsaga Krist- ínar, er „líkast til að- gengilegasta verk hennar til þessa,“ að sögn forlagsins. Útgefandi er Mál og menning. Dyrnar þröngu er 200 bls., unnin í G. Ben. Eddu prentstofu hf. Katrín Sigurð- ardóttir gerði kápuna. Verð 2.980 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.