Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 17 VIÐSKIPTI Marel þróar vélmenni til notkunar í fiskvinnslu Eykur nýtmgu verulega NYLEGA var lokið við þróun á nýju vélmenni sem ætlað er að leysa mannshöndina af verki við færi- bandavinnu í fiskvinnslu. Vélmenn- ið, sem var unnið með styrkjum frá Evrópusambandinu, hlaut mikið lof eftirlitsmanna Evrópusambandsins sem hér voru á ferð fyrir skömmu, að því er fram kemur í Púlsinum, fréttabréfi Iðntæknistofnunar. Verkefni þetta var samstarfs- verkefni Marel, Iðntæknistofnunar, Granda hf. og nokkurra evrópskra fyrirtækja og rannsóknarstofnana. Heildarkostnaður við verkið, sem tekið hefur liðlega þrjú ár, var um 320 milljónir króna. Þar af var kostnaðurinn við vinnuna hér heima fyrir um 100 milljónir króna. Heild- arstyrkur Evrópusambandsins til verkefnisins nam 120 milljónum. Vélmenninu er ætlað að taka fisk af færibandi og færa hann í haus- ara. Fram til þessa hefur manns- höndin unnið þetta verk en vél- mennið mun vera nákvæmara og því ná betri nýtingu. Til þess að vélmennið átti sig á legu fisksins er notast við tölvusónar sem Marel hefur þróað. . Gert er ráð fyrir því að kostnað- urinn við að taka það í notkun geti borgað sig upp á einu ári í meðal- stórri fiskvinnslu. Þessi búnaður verður tekinn í notkun hjá Granda hf. bráðlega í tilraunaskyni. Sem fyrr segir hlaut vélmennið mikið hrós eftirlitsmanna Evrópu- sambandsins, en Sambandið setur slíkt eftirlit sem skilyrði fyrir styrk- veitingu. Auk Evrópusambandsins styrktu Rannsóknarráð íslands, Iðnaðarráðuneytið, Iðnþróunarsjóð- ur o.fl. verkefnið. Þýsk-íslenska verslunarráðið Félagar orðnir 100 STOFNUN Þýsk-íslenska verslun- arráðsins hefur verið staðfest á tveim fjölmennum stofnfundum, í Reykja- vík og Hamborg. Skráðir félagar eru nú þegar 100 fyrirtæki og félög, 46 hér á landi og 54 í Þýskalandi. Félagið hefur reglubundna starf- semi, sjálfstætt verslunarráð, upp úr næstu áramótum og verður hlut- verk þess að stuðla skipulega að auknum vöru- og þjónustuviðskipt- um mitli íslenskra og þýskra aðiia, sem og hvers konar- viðskiptasam- starfi og gagnkvæmum fjárfesting- um, að því er segir í frétt. Félagið mun reka skrifstofu í hús- næði Verslunarráðs íslands og er stefnt að því að framkvæmdastjóri með haldgóða þekkingu á viðskip- taumhverfi beggja þjóðanna verði ráðinn í hálft starf. Á stofnfundinum var dr. Max Adenauer, konsúll íslands í Köln, kjörinn heiðursformaður. í stjórn voru kosnir til tveggja ára Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar h'f., Heinrich Schembecker, fram- kvæmdastjóri hjá Commerzbank AG í Frankfurt/Main, Kristján Hjaltason forstöðumaður Iceland Freezing Plant Handels GmbH í Hamborg, og Rosemarie Baumeister forstjóri Unt- emehmensgruppe Tnegelmann í Mulheim/Ruhr, en til árs Reinhard Meiners forstjóri Fischereihafen- Betriebs - und Entwikl. mbH í Bre- merhaven, Sigurður Helgason for- stjóri Flugleiða hf. og dr. Christian Roth forstjóri ÍSAL hf. Á fyrsta stjórnarfundi var Páll Kr. Pálsson valinn formaður, en varaformaður Reinhard Meiners. Minnkandi afskriftir hjá bönkum og sparísjóðum Utlit fyrir betri afkomu UTLIT er fyrir að afkoma banka og sparisjóða verði heldur betri á þessu ári en í fyrra en þá var arð- semi eigin fjár 3,9%. Ástæða batn- andi afkomu er minni þörf fyrir afskriftir útlána og vegur það upp á móti minni vaxtamun á þessu ári. Þetta kemur fram í nóvember- hefti Hagtalna mánaðarins þar sem raktar em niðurstöður úr könnun á milliuppgjörum sem náði til 90% banka og sparisjóða. Fram kemur að arðsemi eiginfjár hjá þessum stofnunum sé áætluð 3,6% á tíma- bilinu janúar-ágúst, umreiknað fyr- ir heilt ár, samanborið við 3,3% allt árið 1994. Verði um svipaða af- komu að ræða á síðustu mánuðum ársins í ár megi áætla að hagnaður eftir skatta hjá innlánsstofnunum í heild verði um 850 milljónir króna og arðsemi eigin fjár 4,2%, saman- borið við 750 milljóna hagnað árið 1994 og 3,9% arðsemi eigin fjár. Þá kemur fram að hreinar fjár- munatekjur og ýmsar tekjur hafa lækkað um samtals 0,51% í hlut- falli af niðurstöðu efnhagsreiknings og rekstrargjöld aukist um 0,17% þannig að tekjur rými um 0,68% á þennan mælikvarða. Miðað við svip- uð afskriftarframlög á síðustu fjór- um mánuðum ársins og fyrstu átta mánuðina megi áætla að þau verði um 3 milljarðar króna alls, saman- borið við 4,7 milljarða á árinu 1994. Ky mning a Orade Werkgroup/2000™ hugbúnadi til upplýsingavinnslu verður á Skandic Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13.00 - 16.30 ■ Söluaðilar Oracle Workgroup/2000™ kynna vörur sínar og þjónustu ■ Vandamól í hefóbundnu vinnuumhverfi ■ Upplýsingaumhverfi meS Oracle Workgroup/2000™ * Stuðningur við dreifö vinnuumhverfi og óhrif vaxtar ó þróun vinnuumhverfa ■ Oracle Workgroup/2000™ og Internetið Léttar veitingar í lok fundarins. A kynningunni verða afhent eintök af Oracle Workgroup/2000™ hugbúnaði til reynslu í allt að 90 daga ón endurgjalds! Auk þess verða kynnt sérstök afslóttarkjör sem aðeins standa til boða í takmarkaðan tíma. Þótttaka er ókeypis og óskast tilkynnt í síma 561 8131, með símbréfi í síma 562 8131, eða í tölvupósti til teymi@oracle.is með upplýsingum um nafn fyrirtækis og nafn þótttakanda. Oracle Workgroup Þér eru allir vegir farir CLE HUGBUNAÐUR A ISIANDI Simi 561 8131 Bréfsimi 5 62 8 13 1 Neifong teym'iOorocle.is Markaðs- og útflutnlngsnám Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands - eins árs nám með starfl - hefst í lok febrúar 1995 Þátttaka f náminu: Nám í markaðs- og útflutningsfræðum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þjónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt í náminu, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnulífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þau Gísli S. Arason lektor, Birna Einarsdóttir forstöðumaður markaðs- og þjónustudeildar íslandsbanka, Jón Björnsson viðskiptafræðingur hjá Hofi hf., Þorgeir Pálsson deildarstjóri sjávarútvegssviðs Útflutningsráðs íslands, Ágúst Einarsson alþingismaður og Ingjaldur Hannibalsson dósent. Námsgreinar: Framsetning ritaðs máls, munnleg tjáning og upplýsingaöflun 6 klst. Rekstarhagfræði 20 klst. Markaðsfræði 50 klst. Markaðsathuganir 30 klst. Sölustjórnun og sölutækni 30 klst. Flutningafræði 20 klst. Fjármál milliríkjaviðskipta 40 klst. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrif menningar á viðskiptavenjur 50 klst. Valnámskeið í viðskiptatungumálum: Enska, þýska, franska 50 - 70 klst. Kynnisferð. Stjórn markaðs- og útflutningsnámsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson dósent, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Útflutningsráðs, Margréti S. Björnsdóttur endurmen- ntunarstjóra HÍ, Þórð Sverrisson rekstrarhagfræð-ing og markaðsráðgjafa úr stjórn (MARK og Helga Gestsson deildarstjóra í Tækniskóla Islands. Kennslutími, kennslufyrirkomulag og verð: Kennslustundir verða 246 klst. auk tungumálanámskeiðs fyrir þá sem það velja. Námið hefst í lok febrúar 1996, stendur í eitt ár og er kennslutími kl. 16:00-20:00 einu sinni í viku, auk þess sem kennt er, samtals þrisvar í mánuði ýmist eftir hádegi á föstudögum kl. 14:00-18:00 eða f.h. á laugardögum kl. 9:00-13:00 . Kennsluhlé verður í júní, júlí og ágúst. I lok námsins verður skipulögð kynnisferð til Evrópu til að kynnast nýjungum í markaðssetningu og milliríkjaverslun. Þá ferð greiða nemendur sérstaklega. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum (sem sendist inn fyrir 20. desember 1995), fást hjá : Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands, Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík. Sími 525 4923 . Bréfasími 525 4080. Netfang endurm@rhi.hi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.