Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hollvinir Háskólans þurfa að verða margir Háskólastúdentar deyja ekki ráðalausir. Á síðastliðnu ári blöskraði þeim eins og fleirum hinn rýri bóka-, tímarita- og gagna- kostur Þjóðarbókhlöð- unnar sem þá var senn fullbúin. í stað þess að kvarta með hendur í skauti og bíða eftir aðgerðum annarra skipulögðu þeir og hrundu af stað mynd- arlegu átaki sem mörg- um var ljúft að styðja: þjóðarátaki fyrir þjóð- bókasafn. Þetta lofs- verða framtak bætti verulega hag safnsins, var stúdent- um til sóma og því fylgdi jákvæður andi frumkvæðis og uppbyggingar. Leyfið blóðinu að renna til skyldunnar Föstudaginn 1. des. næstkom- andi verður þessu þjóðarátaki fyrir WWestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF201 72 x 65 x 85 45.768,- HF 271 92 x 65 x 85 50.946,- HF 396 126x65x85 59.170,- HF506 156 x 65 x 85 69.070,- Frystiskápar FS205 125 cm 62.092,- FS275 155 cm 74.314,- FS 345 185 cm 88.194,- Kæliskápar KS250 125 cm 58.710,- KS315 155 cm 62.933,- KS 385 185 cm 71.055,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 88.524,- kælir 199 Itr frystir 80 Itr 2 prcssur KF 283 155 cm 77.472,- kælir 199 Itr frystir 80 Itr 1 pressa KF 350 185 cm 103.064,- kælir 200 Itr frystir 156 ltr _ 2 prcssur KF 355 185 cm 97.350,- kælir 271 Itr frystir 100 Itr 2 pressur ooíkzi ! Faxafeni 12. Sími 553 8(M)0 1 bættum bókakosti formlega slitið. En sagan er ekki öll sögð því sama dag hefst næsta vers af umbóta- átaki stúdenta. Þeir ætla að efla Háskólann með því að afla honum hollvina sem geta orðið öflugur bakhjarl og lagt sitt af mörkum til að styðja menntun og rannsóknir. Jafnframt vilja stúdentar einnig gera starfsemi Háskól- ans opnari og aðgengi- legri fyrir almenning þannig að fólk geti betur kynnt sér og not- ið þess sem hann hefur að bjóða. Því verða stofnuð Hollvinasam- tök Háskóla íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói kl. 14-15 á fullveldisdaginn. Sérstaklega er höfðað til allra fyrri nemenda Há- skólans að þeir leyfi blóðinu að renna til skyldunnar og gangi í samtökin. Stuðningurinn getur ver- ið gagnvæmur því að samtökin veita jafnframt eldri nemendum betri aðgang að því að fylgjast með því sem er á döfínni og efst á baugi í þeirra eigin grein og reyndar öðr- um greinum líka. En það er ekki bara talað til þeirra sem einhvern tíma hafa lært í Háskólanum heldur einnig til allra þeirra sem bera hag Háskólans fyr- ir brjósti. Háskólinn er eign þjóðar- innar allrar og hann kemur því öll- um við og þarf að vera allri þjóð- inni opinn og aðgengilegur. Það hefur reyndar margsinnis komið í ljós að almenningur í landinu hefur mikinn áhuga á málefnum Háskól- ans og lætur sig þau einhveiju varða. Þetta sést best á því hve mikil aðsókn er jafnan þegar Há- skólinn kynnir fjölbreytilega starf- semi sína óg hefur opið hús. Slíkur áhugi er i sjálfu sér bæði hvatning og mikilvægur stuðningur en það er líka nauðsynlegt að gera tengsl- in milli Háskólans og fólksins i land- inu virkari og markvissari. Því er lágmarksárgjaldi Hollvinasamtak- anna stillt í hóf og verður það 1.500 kr., en tekjur samtakanna munu renna til uppbyggingar rannsókna og menntunar í skólanum. Getur þá bæði orðið um tækja- og bóka- kaup að ræða, sjóði og ýmislegt fleira. Ennfremur stuðningur við sérstakar deiidir eða námsbrautir. Mestu skiptir þó sá siðferðilegi stuðningur og sú hvatning sem það Hollvinasamtök Háskól- ans eru góð leið til að kynna hann út á við. Guðrún Agnarsdóttir lýsir samtökunum sem sj álfsbj argarviðleitni þjóðar sem vill rata far- sællega til framtíðar. er að vita af öflugum bakhjarli og •góðum tengslum við fólkið í landinu. Forsendur fyrir sjálfstæði fyrr og nú Snemma á þessari öld þótti það lykilatriði fyrir sjálfstæði og af- komu þjóðarinnar að halda góðum og greiðum samgöngum við landið og samskiptum við aðrar þjóðir. Þá stofnuðu menn Eimskipafélag ís- lands og mátti heita að þjóðin öll legðist á eina sveif og keypti fólk hlutabréf í félaginu þannig að það komst á laggirnar. Eins og áður skiptir miklu að við stöndum saman um þær forsendur sem nú skipta sköpum fyrir sjálf- stæði og afkomu þjóðarinnar. Við lifum á tímum hraðfleygra breyt- inga. Þá er mikilvægt að standa vörð um menntun og menningu fámennrar þjóðar og hafa burði til að stunda sjálfstæðar rannsóknir bæði á þeim viðfangsefnum sem eru séríslensk og á þeim sviðum sem alla varða. Ef við ekki ræktum með okkur frumkvæði til að skapa get- um við brátt orðið að þiggjendum sem eiga jafnvel erfitt með að nýta sér nýjungar. Atvinnuhættir og daglegt líf ákvarðast í vaxandi mæli á afurðum tækni og vísinda. Jafnframt er ljóst að samkeppnis- færni þjóða og afkoma i næstu framtíð mun að verulegu leyti ráð- ast af því hvernig þær mennta börn sín. Það er því mikilvægt fyrir okk- ur að huga vel að menntun næstu kynslóða, á því berum við öll ábyrgð og megum ekkert til spara. Stuðningur við Hollvinasamtök Háskóla íslands er góð leið til að kynnast Háskólanum og fyölbreyttri og áhugaverðri starfsemi hans. Slík- ur stuðningur er jafnframt í raun sjálfsbjargarviðleitni þjóðar sem vill rata farsællega til framtíðar. Höfundur er læknir. Guðrún Agnarsdóttir Styrkjum byggðina — stöndum saman Sameining Yestur-ísafjarðarsýslu Færra fólk — auknar kröfur VIÐ manntalið 1703 voru Vestfírðingar tæp 15% landsmanna og þetta hlutfall hélst áþekkt fram til 1920 er þeir voru 14,1%, en síðan hefur það farið lækkandi og það svo, að nú eru Vestfírðingar innan við 3,5% lands- manna. Hratt hefur dregið í sundur síðasta áratuginn og haldist í hendur við minnkandi kvóta í landbúnaði og sjávarútvegi. Ekkert bendir til þess að þessi óheillaþróun sé á undan- haldi að óbreyttu skipulagi og því verður nauðsynlegt á næstu árum að leita nýrra leiða til sóknar. Sveitarfélögin í 'landinu eru í vaxandi mæli að taka við verkefn- um frá ríkinu og^tórauka þannig umsvif sín. Krafa íbúanna er sam- bærileg þjónusta hvar sem er á landinu. Þetta hvort tveggja kallar eftir stærri stjórnsýslueiningum, sem ráða við þessi nýju verkefni og þetta eru ein veigamestu rök mín fyrir sameiningu sveitarfélag- anna í Vestur-ísafjarðarsýslu á næsta ári. Hverjir munu ráða? Margir virðast hafa áhyggjur af því að sameining muni fyrst og fremst leiða til þess að íbúar ísafjarðarkaup- staðar verði allsráðandi í hinu nýja sveitarfé- lagi. Þeirra hlutur verður vafalaust allstór vegna lýðræðisins, því að þeir eru langflestir. Af sömu ástæðu ráða Breiðhyltingar meiru um kosningar í Reykja- vík en íbúar í öðrum hverfum borgarinnar. Við þessu er ekkert að gera og ekki verður vart ótta við Breiðhylt- inga af þessum ástæð- um. Mestu máli skiptir að þrátt fyrir stjórnsýslulega sameiningu er ekki verið að leggja þorpin niður, ekki verið að breyta nafni þeirra eða flytja íbúana eitt eða neitt. Hug- mynd með sameiningu af þessu tagi er að bæta þjónustu en ekki draga úr henni. Hins vegar getur orðið lengra að sækja suma þjón- ustuþætti en áður var en á móti kemur aukin fjölbreytni og öryggi. Jarðgöngin undir Breiðadals- og Botnsheiðar gera kleift að sækja þjónustu á öllu þessu svæði, enda eru þau forsenda þessara samein- ingarhugmynda og gera þær mögu- legar. Eg er þeirrar skoðunar að ekki eigi að kjósa til nýrrar sveitarstjórn- ar með fulltrúa eftir nákvæmu hlut- falli hverrar byggðar. Það verður Pétur Bjarnason Meðal annarra orða íslenskt - nei takk? Það skiptir okkur mestu að geta sjálf skapað verðmæti á sem flestum sviðum. Njörður P. Njarðvík skrífar: Það á ekki hvað síst við um menningu. KONA AÐ norðan kemur að heimsækja fjölskyldu dóttur sinnar í höfuðstaðnum. Hrint er af stað átaki með auglýsingaherferð til að auka sölu á íslenskum varningi. Þessir tveir atburðir virðast ekki tengjast - fyrr en sá þriðji varpar á þá nýju ljósi. Það bar til ekki alls fyrir löngu að roskin kona kom til höfuðstaðarins til að sjá barnabörn sín. Ekki vildi hún koma tómhent og færði þeim því gjafir, sem hún taldi við hæfí þeirra. Handa dóttur- syni sínum 11 ára keypti hún spenn- andi og skemmtilega bók. En þegar drengurinn sá gjöfina, sagði hann: „Bækur eru leiðinlegar." Það kom á ömmuna, og hún varð orðlaus. Nú er það auðvitað svo, að alltaf hafa verið til krakkar, sem ekki hafa verið mikið gefnir fyrir lestur. En þegar ég heyrði sagt frá þessu atviki, þá rifjaðist upp fyrir mér, hvað lestur var mikill hluti af reynsluheimi minnar kynslóðar, þegar við vorum krakkar og ungl- ingar. Þá var mikið atriði að verða sér úti um vasaljós, til þess að geta stolist til að lesa undir sæng, þegar manni hafði verið sagt að fara nú að sofa. En þá var afþreying fá- breyttari, þótt við fyndum á engan hátt fyrir því, enda vön að sjá fyrir því sjálf. Ég skil ömmudrenginn svo, að hann kjósi fremur myndefni sér til skemmtunar. Það er víst í samræmi við veruleika nútímans. Annað slagið hefur verið efnt til eins konar herferðar til að auka sölu á íslenskum varningi. Reynt hefur verið að koma fólki i skilning um, að það er þjóðinni til muna hagkvæmara að kaupa eigin fram- leiðslu. Jafnvel þótt hún sé eilítið dýrari en innflutt. Því að með því móti eflum við iðnað okkar, styrkj- um efnahag okkar og veitum fleira fólki atvinnu. Ef boðskapur slíks átaks næði til fólks, ef þjóðin tæki sig saman og einsetti sér að kaupa íslenskar vörur í stað erlendrar þeg- ar þess er kostur, þá er enginn vafi á því, að það hefði mikil jákvæð áhrif á atvinnulíf okkar. Á það hef- ur verið bent, að einkenni íslensks efnahagslífs sé mikill útflutningur og mikill innflutningur. Allir vita, að með aukinni sölu á íslenskum varningi dregur úr innflutningi og um leið batnar afkoma þjóðarinnar. Það skiptir okkur mestu að geta sjálf skapað verðmæti á sem flest- um sviðum. Það á ekki hvað síst við um menningu. Ekki alvörustöðvar Og nú kemur að þriðja atriðinu, sem snýr annars vegar að afþrey- ingu fyrir ömmudrenginn og hins vegar að afstöðu til þess sem er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.