Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Tommi og Jenni þetto, e-ru qreini/eeiG huncia doqcxrriir,—- /'srATE jmÉ: T iljj Ferdinand Afkomandi heimsmeistara í lang’stökki Frá Tryggva V. Líndal: ÍSLENDINGAR munu ekki hafa átt marga heimsmeistara. Vart mun því heldur vera um að ræða marga íslendinga sem eru afkom- endur heimsmeistara. Því er kannski vert að nefna undantekningu þar á, þar sem undirritaður sjálfur er, en afi minn í móðurætt, Edward 0. Gourdin (1897-1966), var heimsmeistari í langstökki í nokkur ár á þriðja áratuginum. Þannig var að þessi afi minn, Bandaríkjamaður, var í laganámi við Harvard-háskóla, en var jafn- framt mikill ftjálsíþróttamaður. Svo gerðist það á sameiginlegu íþróttamóti háskólanna Harvard, Yale, Oxford og Cambridge, 1921, að hann sló heimsmet í lang- stökki. (í Encyclopædia Britt- annica segir í kaflanum Jumping að hann hafi verið brautryðjandi i nýrri kynslóð langstökkvara, í running broad jump, og að hann hafí stokkið rúm 25 fet. Mun það met hafa staðið í nokkur ár, og ekki hafa verið bætt að ráði í sjö ár.) Þessi afí minn átti eftir að verða aðsópsmikill í öðrum félagsmálum einnig, (svo sem fram kemur í National Cyclopedia of American Biography). Þannig tók hann þátt í Kyrrahafsstríðinu í síðari heims- styijöldinni, þá sem stjórnandi herfylkis fótgönguliðs (infantry regiment), með herforingjatign (Colonel). Hann er sagður síðar í ýmsum opinberum nefndum, svo- sem varðandi menntamál, æsku- lýðsmál og jafnréttismál, og eftir farsælan lögmannsferil varð hann loks dómari í yfirrétti Massachus- setts-fylkis. Dóttir hans og móðir mín, Amalía Líndal heitin; blaðamaður, rithöfundur og skáld, giftist Baldri Líndal, efnaverkfræðingi, og flutt- ist með honum til Islands 1949. Síðan eignuðust þau hér fimm börn. Fjölskyldan okkar hér á íslandi var jafnan sinnulítil um þessar vegtyllur afa, enda jafnan talið á okkar bæ að íþróttir hefðu einvörð- ungu heilsubótargildi, og að emb- ættisframi væri hégómi miðað við iðkun vísinda og lista. En því nefni ég þetta að þrátt fyrir að löndum mínum þyki snöggtum athyglis- verðara að ég sé af Húsafellsætt í föðurætt en að ég sé af Banda- ríkjamönnum í móðurætt, þá sé þó þarft mál að halda til haga þeim afreksmönnum erlendum sem við eigum einhvern hlut í. TRYGGVIV. LÍNDAL, Skeggjagötu 3, Reykjavík. Varst það ekki þú? Hér er flugkappinn úr Ég sé að það er enn Hver skyldi þetta Sennilega einhver af kokkun- stríðinu að ganga aftur ljós í hermanna- vera sem stendur í um ... að flugstöðinni. skálunum... dyragættinni? Frá Frá Sigurbirni Þorkelssyni: ÞAÐ var að sumarlagi fyrir fáein- um árum. Það hafði verið sól og gott veður allan daginn. Kvöld var komið og langaði mig að fara út og njóta veðurblíðunnar. Ég tók körfubolta sona minna með og ákvað að reyna fyrir mér í körfu- bolta ekki fjarri heimili mínu. Já, þið lásuð rétt, ég sagði körfubolta, þótt einhveijum kunni það að hljóma einkennilega. Spilaði ég reyndar aðeins við sjálfan mig, var að reyna að hitta boltanum ofan í körfuna, þið vitið. Allt í einu koma tveir strákar aðvífandi á hjólum sínum og fara að fylgjast með mér. Ég hugsaði „hva hafa þeir aldrei séð mann í körfubolta áður eða hvað?“ Skyndilega segir annar: „Heyrðu, varst það ekki þú sem komst í skólann til okkar í fyrrahaust og gafst okkur Nýja testamentið?“ Ég hugsaði með mér sem snöggv- ast, „æ er nú hvergi friður, hvað á nú að fara að skjóta á mig.“ Ég svaraði: „Jú, ætli það geti ekkj passað, hvað eruð þið gamlir? í hvaða skóla eruð þið?“ Jú, jú, þetta stóð allt heima. Þeir reyndust ellefu og þrettán ára og það bræður. Sá eldri sagði: „Já, bláa bókin sem þú ert alltaf að lesa.“ Þá sagði sá yngri: „Já, ég er búinn að lesa hana alla, og er byijaður á henni aftur, ég les í henni á hveiju kvöldi áður en ég sofna, þetta er uppáhalds bókin mín. Ég geymi hana á sérstakri hillu, sem er við rúmið mitt.“ Ég hresstist nú allur og færðist í aukana_ enda á „heimavelli“ eða þannig. Áttum við nú skemmtilegt spjall saman, sem endaði að sjálf- sögðu með því að þeir fóru að spila við mig körfubolta. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON, framkvæmdastjóri Gídeonfélagsins á íslandi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt t upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta. ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.