Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Beðið eftir jóla- sveininum Hveragerði - Innganga um 200 álfa með logandi kyndla inn í Hveragerðisbæ markar upphaf jólasveina- hátíðar er hefst í bænum 1. desember kl. 18. Bál verða tendruð í fjallshiíðum og á meðan á mikilli flug- eldasýningu stendur munu bæjarbúar kveikja öll jóla- ljós í bænum samtímis. Það er ljóst að þetta verð- ur mikið sjónarspil þar sem flest allir bæjarbúar ásamt fyrirtækjum og stofnunum ætla að setja upp miklar ljósaskreytingar. Það hvetur til dáða á þessu sviði að efnt hefur verið til samkeppni um athyglisverðustu jólaskreytinguna og eru vegleg verðlaun í boði. Þetta kom fram í máli Helga Péturssonar, eins forsvarsmanna Jólalands ehf., á borgarafundi sem haldinn var í Tívólíhúsinu í Hvera- gerði nýlega. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir bæjarbúum hvernig framkvæmdum við Jólaland miðar og einnig að gera grein fyrir hlutverki bæjarbúa í jólaævintýrinu. Greiniiegt var á viðstöddum að íbúar Hveragerðisbæjar eru jákvæð- ir gagnvart Jólalandinu og fram- kvæmdum á þess vegum. Ekki síst voru það börnin sem létu hrifningu sína í ljós yfir fyrirætlunum Jóla- lands í bænum. Jólahöll í Tívolí Tívólíhúsið verður miðstöð Jóla- lands. Það hefur tekið miklum breyt- ingum undanfarið og er smám saman að taka á sig mynd Jólahallar. Fjöldi marglitra ljósa lýsir upp þetta stór- hýsi og þó enn séu mörg handtök óunnin, er þegar kominn mikill jóla- bragur á húsið. í Jólahöllinni verður boðið upp á dagskrá sem jólasveinninn mun stjórna af sinni alkunnu röggsemi. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir FJÖLMENNI var á borgara- fundinum í Jólahöllinni. Sveitabær með húsdýrum verður settur upþ, stórt markaðstorg, eitt stærsta leiksvið á íslandi, veitinga- hús og jólapósthús. Stærsta jólatré, sem sett hefur verið upp á Islandi, lö.metra hátt, er komið frá Noregi til Hveragerðis og hefur verið skreytt. Þá mun tívolí frá Englandi gleðja bömin. Keflavíkurflugvöllur Gaf tölvubún- að til barátt- unnar gegn fíkniefnainn- flutningi Keflavík - „Ég fékk köllun fyrir 20 árum til að kynna mér fjár- mál þjóðarinnar og að undan- förnu hef ég beitt mér í barátt- unni gegn fíkniefnum," sagði Svavar Sigurðsson við það tæki- færi þegar hann afhenti fíkni- efnadeild tollgæslunnar á Kefla- víkurflugvelli fullkominn tölvu- búnað í baráttunni við innflutn- ing á fíkniefnum. Það var Þorgeir Þorsteinsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli sem tók við gjöfinni og þakkaði Svavari fyrir og sagði hann jafn- framt að tækjabúnaðurinn ætti örugglega eftir að koma að góð- um notum í forvarnastarfinu. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal ÞORGEIR Þorsteinsson sýslumaður á Keflavíkurflugvelli tekur við tölvubúnaðinum af Svavari Sigurðssyni, sem hefur lagt mikla vinnu í að safna fyrir tækjabúnaðinum. Morgunblaðið/Björn Blöndal FRA undirritun samningsins í húsakynnum Hitaveitu Suður- nesja í Svartsengi, frá vinstri til hægri eru: Júlíus Jónsson forstjóri, Finnur Ingólfsson ráðherra, Friðjón Einarsson fram- kvæmdastóri, Haraldur J. Kristjánsson frá viðskiptaráðuneyt- inu og Garðar Ingvarsson frá iðnaðarráðuneytinu. Átaksverkefni í orkufrekum iðnaði Keflavík - Samningur um átaks- verkefni í orkufrekum iðnaði var nýlega undirritaður við hátíðlega athöfn á Suðurnesjum. Markmiðið er að kynna fyrir markhópi er- lendra fyrirtækja möguleika til að fjárfesta í iðnaðarstarfsemi á starfssvæði Hitaveitu Suðurnesja. Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkistjórn- arinnar og sagði hann við þetta tilefni að Reykjanes væri eitt álit- legasta svæðið á landinu fyrir iðnað. Þar munaði mestu um að stutt væri í orkuna, nægt land- svæði, stutt til þéttbýlis, hafnir og flugsamgöngur. Samhliða var gerður kynning- arbæklingur um skilyrði til iðnað- ar og staðhátta á Suðurnesjum. Þá hafa verð ráðnir erlendir ráð- gjafar í Þýskalandi, Bandaríkjun- um og í Bretlandi til að leita að og hafa samband við fyrirtæki sem gætu haft ávinning af að fjár- festa í iðnaðarstarfsemi á svæð- inu. Heildarkostnaður við þetta átaksverkefni er um 14 milljónir króna og er þáttur hitaveitu Suð- urnesja um 5 milljónir. Að verk- efninu koma Markaðs- og at- vinnumálaskrifstofa Reykjanes- bæjar, iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið, Hitaveita Suðurnesja, Markaðsskrifstofa iðnaðarráðu- neytisins og Landsvirkjunar, Fjárfestingaskrifstofa viðskipta- ráðuneytis og útflutningsráðs. BRAGÐAÐ á mexíkóskum fordrykk, f.v. Þórey Sígfúsdóttir, Regína Gunnarsdóttir, Ásta Ásgeirsdóttir, Klara Kristins- dóttir og Halldóra Baldursdóttir. Morgunblaðið/Hilmar Sigurjónsson TÓLF kátir Mexíkóar, f.v. Víðir, Hjördís, Svava, Margrét, Guðbergur, Eva, Atli, Andri, Þórður, Hrefna, Jón og Guðný. [ > 1 I > í í > t l I í I I I I » ( I ft Mexíkódagar í Grunn- skóla Reyðarfjarðar Reyðarfirði - Vikuna 13.-17. nóvember var stundaskrá lögð á hilluna í grunnskólan- um og allir einbeittu sér að viðfangsefninu Mexíkó. Ald- urshópum var blandað og í boði voru ýmis verkefni sem tengdust Mexíkó. Allir frædd- ust um land og þjóð. Önnur verkefni sem fengist var við voru hljóðfæragerð, þar sem smíðuð voru hljóð- færi, gítar, panflauta, hristur og trommur og síðan samið tónverk. Gerðir voru smá- hlutir úr leir og brenndir í tunnu úti á skólalóðinni og úr pappamassa var m.a. búinn til Mexíkói og mexíkósk dýr í fullri stærð. Vefnaður var kynntur þar sem saumaðar voru slár, útbúnir hattar, grímur og vandamáladúkkur og ofin teppi, einnig var bú- inn til og borðaður mexíkósk- ur matur. Rúínan í pylsuendanum var síðan föstudagurinn en þá bar gesti að garði. Mexíkófarinn Sigurður Hjartarson sagn- fræðingur kom í heimsókn og sýndi myndir úr ferð sinni og einnig hafði hann meðferðis SIGURSTEINN og Elísabet Sif í léttri sveiflu. alls kyns tæki og kvikindi sem vöktu forvitni viðstaddra. Ekki gerðu hinir gestirnir minni lukku enda voru þar á ferð jafnaldrar sumra nem- enda, dansparið Sigursteinn Sigfússon og Elísabet Sif Haraldsdóttir. Þau sýndu stórkostlega takta á gólfi ^ íþróttahússins og drógu síðan nemendur út á gólfið. Á föstudagskvöldið var haldin skemmtun fyrir bæj- arbúa í Félagslundi þar sem kennarar elduðu mexíkóskan mat og slógu á létta strengi. Einnig var mynd- og danssýn- ing og dansleikur á eftir þar sem dreginn var út ferðavinn- ) ingur á vegum Heimsferða. þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.