Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1995 37 I I ) I ) > > > : > :* I D * » GUÐRÚN MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR + Guðrún Mar- grét Þorsteins- dóttir fæddist að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, Austur- Húnavatnsýslu, 12. febrúar 1907. Hún andaðist í Landa- kotsspítala 20. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Konráðsson, bóndi og fræðimaður, f. 16. september 1873, d. 9. október 1959, og Margrét Oddný Jónasdóttir, f. 11. októ- ber 1879, d. 4. júlí 1961. Hún var þriðja elst níu systkina. Átta þeirra komust á legg og eru tvö eftirlifandi. Guðrún Margrét giftist Magnúsi Hannessyni, raf- virkjameistara, 3. nóvember 1934. Hann var fæddur 2. des- ember 1905 og andaðist 30. maí 1981. Þau eignuðust þijú börn: 1) Hannes Nordal, raf- magnstæknifræðing, f. 8. apríl 1939, d. 20. apríl 1992. Hann var kvæntur Ástu Valdimars- dóttur, kennara. Þeirra börn eru Guðrún Margrét og Valdimar Kristinn. Sambýlismaður Guðrúnar er Páll Sigvaldason og eiga þau Stefaniu Hönnu. 2) Magnús Þór, raf- magnsverkfræðing- ur, f. 27. júní 1942. Hann er kvæntur Hrefnu Mariu Gunn- arsdóttur hjúkrun- arfræðingi. Þeirra börn eru Áslaug María, Þorsteinn Ingi og Katrín Lillý. Eiginmað- ur Áslaugar er Haukur Birgis- son og eiga þau Magnús Má. 3) Margrét Oddný, meinatækn- ir, f. 17. maí 1949. Hún er gift Stefáni Jóhanni Hreiðarssyni barnalækni. Þeirra börn eru Hrafnhildur, Magnús og Jenna. Guðrún var húsmóðir í Reykjavík og var einn af eig- endum Volta hf. Útför Guðrúnar Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. TENGDAMÓÐIR mín, Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir, er látin í hárri elli. Þó að dauðinn sé líkn á sinn hátt þegar líður á ævikvöld og heilsa brestur, fer ekki hjá því að horft sé til baka yfir farinn veg. Mig langar til að leiðarlokum að minnast Guðrúnar og rifja upp nokkrum orðum æviferil hennar. Guðrún fæddist að Eyjólfsstöð- um í Vatnsdal árið 1907 og var því 88 ára gömul, þegar hún lést. Æskuheimili hennar var auðugt á þeirra tíma mælikvarða, bæði af andlegum og veraldlegum gæðum. Faðir hennar var fræðimaður og orgelleikari. Þeim hjónum búnaðist vel á föðurleifð móður hennar, eins og steinhús það, sem reist var að Eyjólfstöðum árið 1918, ber vott um. Menning og menntun voru í öndvegi. Sjálf naut Guðrún þessa meðal annars í orgelnámi og námi við Kvennaskólann á Blönduósi á uppvaxtarárunum. Hún las mikið og kunni að meta góðar bókmennt- ir. Skilningur hennar á gildi menntunar kom börnum hennar og bamabörnum til góða síðar á ævinni. Á þrítugsaldri flutti Guðrún til Reykjavíkur og var þá um nokkuft skeið í vist hjá Sigurði bróður sínum og Kristínu konu hans. Á heimili þeirra kynntist hún Magnúsi, bróð- ur Kristínar, og tókust með þeim ástir. Magnús og Kristín voru ætt- uð úr Stóru-Sandvík í Flóa og tengdist Guðrún tengdafólki sínu sterkum tilfinningaböndum, sem entust til æviloka. Hún ræddi jafn- an um tengdafólk sitt af mikilli virðingu og hlýju og kunni greini- lega vel að meta þann dugnað og heiðarleika, sem hún taldi einkenna systkinin frá Stóru-Sandvík. Magnús og Guðrún stofnuðu heimili árið 1934. Fyrstu hjú- skaparárin vann Guðrún utan heimilis, meðal annars við fyrirtæki Sigurðar bróður síns, meðan Magn- ús lauk námi í rafvélavirkjun. Síðan helgaði hún eiginmanni og fjöl- skyldu alfarið krafta sína. Þau bjuggu lengst af á Hagamel 25, sem þau eignuðust árið 1950. Heimilið bar vott um hlýleika og dugnað þeirra hjóna. Framan af var vinnudagurinn langur, en um 1970, þegar tók heldur að hægjast um, byggðu þau sér sumarbústað í Grímsnesi. Eftir það dvöldu þau þar Öllum frístundum, þar til Magn- ús féll frá. Ég kynntist fjölskyldunni á Hagamel fyrir tæpum þrjátíu árum, er einkadóttirin vakti áhuga minn. Ekki get ég beint sagt, að Guðrún hafi tekið mér vel í byijun, var eilít- ið fjarlæg. Eg tók þetta nærri mér í fyrstu, en fljótlega skildi ég, að þessu var ekki beint gegn mér per- sónulega, heldur hefði hún kosið að ég kæmi svo sem fímm árum síðar. Er líklegt, að hún hefði talið heppilegra að ungt fólk lyki námi og byggi sig undir lífíð, áður en til stofnunar hjónabands kæmi. Reyndust hún og Magnús okkur frábærlega við stofnun heimilis og allar léiðir síðan. Guðrún var gæfukona í einkalífí sínu. Mikil tryggð ríkti á milli þeirra hjóna. Þau eignuðust þijú böm, Hannes Nordal rafmagnstækni- fræðing, Magnús Þór rafmagns- verkfræðing og Margréti Oddnýju meinatækni. Barnabörnin eru átta og barnabamabörnin tvö. Hún bjó manni sínum og börnum ömggt skjól á heimili þeirra og var vakin yfir velferð þeirra. Tengdaböm og síðar barnabörn nutu þessa í ríkum mæli, en heimilið stóð alltaf opið öllum afkomendum, sem gátu verið vissir um að Guðrún amma var heima. Engu að síður sótti sorgin hana heim eins og aðra, en hún tók áföll- um þessa heims með þeirri skyn- semi og æðruleysi, sem einkenndu hana alltaf. Hún missti eiginmann sinn skyndilega 1981 og eldri son sinn, Hannes, árið 1992. Hún bar harm sinn í hljóði og sinnti sínum daglegu störfum. Það var eins og ekkert haggaði henni. Hún hélt áfram að búa á Hagamel eins lengi og heilsa hennar leyfði, alltaf heitt á könnunni og gosdrykkir í skápn- um handa börnum og barnabörn- um, sem litu reglulega inn. Síðustu tvö árin bjó Guðrún við vaxandi heilsuleysi. Hún varð fyrir byltu á heimili sínu síðla árs 1993 og lagðist þá á sjúkrahús í fyrsta skipti á ævi sinni. Þar kom að því, að hún gat ekki lengur búið ein á Hagamel og dvaldist hún á heimili okkar Margrétar í tæp tvö ár, uns hún vistaðist á Landakotsspítala um mitt síðasta sumar. Hún undi sér best við að horfa á myndir af fjölskyldunni og rifjaði upp gamla tíma með okkur og jók okkur þann- ig skilning á sögu okkar. Á meðan Guðrún bjó á heimili okkar Margrétar naut hún umönn- unar Jóhönnu Halldórsdóttur frá öldrunarþjónustu Reykjavíkur- borgar. Færir fjölskylda Guðrúnar henni bestu þakkir fyrir hennar góða starf. Einnig færum við starfsfólki öldrunardeildar Landa- kots þakkir okkar fyrir hjúkrun og umönnun, meðan hún vistaðist þar. Langri og farsælli ævi er lokið. Guðrún var fulltrúi kynslóðar, sem nú er að kveðja. Hún vann störf sín af alúð og hógværð og á tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga var hún fjölskyldunni mikilvæg festa í önn- um dagsins. Blessuð sé minning hennar. Stefán J. Hreiðarsson. Samfylgd í á sjöunda áratug og oft á tíðum náinn samgangur skilur eftir sig minningar, sem nú leita fram, þegar Guðrún Þorsteinsdótt- ir, frænka min, frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal er horfinn yfír móðuna miklu. Hún var föðursystir mín og giftist Magnúsi Hannessyni, móðurbróður mínum, frá Stóru- Sandvík í Flóa. Fjölskylduböndin voru því náin. Heimili foreldra minna var um margra ára skeið miðpunktur í Reykjavík. Þangað komu skyld- mennin að norðan og austan og hélst svo framyfír miðjan fjórða áratuginn að faðir minn lést langt um aldur fram. Guðrún og Magnús hófu sinn búskap í Reykjavík og bjuggu þar alla tíð. Lengst af á Ránargötu 31 og Hagamel 25. Til þeirra var jafn- an gott að koma og eiga með þeim ánægjustundir. Upp á öll afmæli var haldið með miklum myndar- brag. Oftast voru þetta fjölmenn mannamót enda ættmenni mörg og fólk naut þess að hittast og spjalla. Sá sem þetta ritar var á ungl- ingsárum tíðari gestur hjá Gunnu frænku sinni en á fjölskylduhátíð- um. Sem hjólandi rukkari um vest- urbæinn í þijú sumur, búandi í austurbænum, var ekki ónýtt að eiga þar frænku, sem hægt var um vik að skjótast til, hvíla um stund lúin bein, spjalla og sjá frændur sína og þiggja svo í lokin mjólkur- sopa og meðlæti. Þessara og fleiri ánægjustunda minnist ég nú með þakklæti, þegar komið er að leiðarlokum og þessi höfðingskona er kvödd með sökn- uði og virðingu. Hún helgaði líf sitt allt fjölskyldu sinni, ól manni sínum þijú elskuleg börn, sem þau hjón skiluðu út í lífið sem hæfum og traustum einstaklingum. Óvenju náið og elskulegt fjölskyldulíf var alla tíð til mikillar fyrirmyndar. Það var henni mikið áfall, þegar Magnús féll frá árið 1981 og aftur kvaddi sorgin dyra þegar elsti son- urinn Hannes Nordal lést árið 1992 langt um aldur fram. Harm sinn bar hún í hljóði, en mér segir svo hugur, að hún hafí aldrei orðið söm eftir hið síðara áfall. Hin síðari ár naut hún ástúðar og umönnunar barna sinna, tengdabarna og barnabarna. Hún var farin að þrá að fá hvfldina og þann 20. nóvem- ber sl. kom kallið. Minningin um Gunnu frænku er mér og fjölskyldu minni kær fyrir allt sem hún var okkur. Ættingjum öllum sendum við samúðarkveðjur. Hannes Þ. Sigurðsson. Tæplega þijátíu ára kynni okkar Guðrúnar voru þögul og hlý. Yfír þeim ríkti gagnkvæm virðing vin- áttu. Eflaust hafa bernskuárin á Ey- jólfsstöðum í Vatnsdal gefið henni þessa innri fegurð, rósemi og æðru- leysi sem voru henni máttarstoð á langri vegferð. I Vatnsdalnum var andlegur auður vel ræktur með lestri góðra bóka. Það var aðall Guðrúnar alla tíð. Gáfur hennar gerðu henni kleift að vinna þar vel úr. En nokkur kynni þurfti til, svo ljóst yrði hve hún bjó yfir margs konar fróðleik og þekkingu. Hún var huldukona í þeim efnum. Höfðingsskapur í fari hennar mótaði vandaðar gerðir hennar er komu vel fram í hljóðlátri gestrisni og stakri árvekni í öllu er laut að eiginmanni, börnum og afkomend- um. í aldanna rás hefur reynslan gert þá staðreynd óhrekjandi að ástrík umönnun móður skilur eftir sig vegmæti og gæfu til framtíðar barna. Þar má Guðrún vel við una. Síðustu æviárin átti Guðrún við veikindi að stríða. Þá naut hún umhyggju á heimili einkadóttur og fjölskyldu hennar, svo lengi sem hægt var. Það var umhugsunarvert að fínna hve hljóða gleði það veitti henni. Andi hennar var vökull allt til þinstu stunda. í frostmóðu vetrar slær bliki fyr- ir mennsk augu okkar er virt og elskuð kona hefur verið úr fjötrum leyst. KÁRI GUÐMUNDSSON + Kári mundsson, mj ólkureftirlits- maður, fæddist 24. nóvember 1921 í Reykjavík. For- eldrar hans voru Guðmundur S. Guðmundsson, f. 31.10. 1896 á Urr- iðavatni í Garða- hreppi, d. 19.6. 1972, og Guðríður Káradóttir, f. 30.9. 1895 á Eiði í Mos- fellssveit, d. 22.8. 1972. Kári átti einn bróður, Alfreð, fv. forstjóra Kjarvalsstaða. Kári var kvænt- ur Þórdísi Geirsdóttur, f. 16. jan. 1926 í Hafnarfirði. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Guðríður, f. 3.7. 1943, Stefán Ólafur, f. 6.9. 1945, og Erla Björg, f. 7.10. 1948. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Ég vil gefa þér aðeins eitt blóm svo að þú sjáir hve fagurt það er Ég vil gefa þér aðeins eitt tár til þess þú finnir hve tregi minn er djúpur Ég vil gefa þér aðeins einn vin svo að þú vitir hve auðupr þú ert (Þ.G.) Við andlát vinar míns, Kára Guð- mundssonar, koma upp í hugann ýmsar minningar, eins og þegar ég ók eftir af- leggjaranum sem ligg- ur upp að hjúkrunar- heimilinu í Víðinesi. Þegar ég nálgaðist húsið, sá ég í dyrunum standa snyrtilegan, dálítið feitlaginn mann, skórnir gljápússaðir. Hann brosti hjartanlega til mín. Þetta var Kári, sem fylgst hafði með mér úr glugganum á neðri hæðinni. Nú verða þessar heimsóknir ekki fleiri. Kári lést í Borgarspítalanum 9. nóv. sl., eftir stutta legu. Kynni okkar hófust ,á sjúkrahúsi fyrir um 13 árum. Frá þeim tíma hélst vinátta okkar óslitið. Hæglát- ur, prúður og fremur fámáll var þessi vinur minn. Ég fékk þó að vita sitthvað um hans hagi, að hann hefði verið giftur og ætti þijú börn, að hann hefði starfað sem mjólkureftirlitsmaður á vegum landlæknisembættisins, sennilega sá fyrsti. Þessi vinna hans krafðist oft langra ferðalaga og fjarvista frá heimili hans. Um þennan vin minn á ég marg- ar Ijúfar minningar, oft tengdar stuttum ferðalögum, sem við fórum saman, t.d. um Reykjanesið eða til Ef til vill leynist sú hugsun innst í vitund okkar að mild guðsmóðir hafí sent sinn englaskara til móts við fijálsa sál. Fjölskyldur tengdabama Guð- rúnar og Magnúsar þakka af heil- um hug samfylgdina og drúpa höfði í samúð. Jenna Jensdóttir. í dag kveðjum við hana Guðrúnu ömmu og um leið streyma fram margar góðar minningar. Okkur langar því að minnast hennar ömmu okkar í nokkrum orðum. Heimili ömmu og afa á Hagamel var griðastaður okkar bamabam- anna þegar skóladegi lauk, því að alltaf var hægt að treysta því að' amma væri heima. Þar vom á boð- stólum brauð, kökur og kaldasta mjólkin í bænum. Þeir sem amma taldi að væra of grannir fengu ijómabætta mjólk. Oftar en ekki settumst við inn í „litla herbergið", við gamla skrifborð foreldra okkar og lærðum fyrir næsta dag. Þar ríkti ró og friður en einu hljóðin vora tif eldhúsklukkunnar og söngl ömmu. Amma fylgdist alltaf vel með lífí okkar barnabarnanna. Þegar við sátum við eldhúsborðið og borðuð- um fannst henni gaman að heyra fréttir af vinum okkar, kennuram og seinna meir af þróun ástarmála okkar. Á hveiju aðfangadagskvöldi hitt- ist öll fjölskyldan hjá ömmu eftir matinn, skipst var á gjöfum og drakkið heitt súkkulaði úr máva- stellinu. Þá fyrst komu jólin. Amma hafði mjög gaman af litlu bama- barnabörnunum sínum tveimur og fylgdist grannt með vexti þeirra og skapgerð. Við eram þakklát fyrir að þau hafi fengið að kynnast henni. Öll eigum við okkar minningaíí“ um Guðrúnu ömmu, allar tengdar því öryggi og hlýju sem hún og hennar heimili veittu okkur. Við erum öll þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu sem gaf okkur alla sína ástúð og hlýju í vega- nesti. Barnabörn og barnabarnabörn. Þingvalla, en þegar voraði, var- ekið upp í Hreðavatnsskála og snæddur þar nýr lax. Þá dvöldum við stundum saman í sumarbústað sem ég átti, eða hann kom og gisti á heimili mínu. Kannski fylltum við á þessum áram upp í dálítið tóm í tilveru hvors annars. Fyrir þessar stundir er ég honum afar þakklátur. Hjúkrunarheimilið í Víðinesi var heimili Kára síðastliðin 13 ár. Þar dvaldist hann lengst af í einstakl- ingsherbergi, en síðustu vikumar naut hann góðrar aðhlynningar á hjúkranardeild heimilisins; lágu Kára ávallt góð orð til hjúkranar- fólks og vistmanna. Þegar að mínum vistaskiptum kemur, vona ég, að í dyram hinna nýju heimkynna, standi snyrtileg- ur, góðlegur og svolítið feitlaginn maður á gljápússuðum skóm og brosi til mín; maður, sem fylgst hefur með ferðum mínum og veit hvenær ég kem. Kæri vinur, hafðu þökk fyrir allt. Helgi Trausti. Sérfræðingar i blóinaskreytiiigiiiii við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á liorni Bergstaðastrætis, sími 19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.