Morgunblaðið - 02.12.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 02.12.1995, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Sverrir BJARNI Brandsson og Ingvar J. Karlsson hjá heildverslun Karls K. Karlssonar, taka við fyrstu áfengissendingunni. Heildsalar fljótir að nýta sér nýfengið frelsi Auglýsingabanni verður fylgt eftir Góð afkoma hjá rækjuvinnslu Fiskiðjusamlaffs Húsavíkur Hagnaður ársins nam 178 milljónum króna Lykiltölur úr rekstri Fiskiðjusamlags Húsavíkur Upphæðir Sept.’93- í milljónum kr. Sept.’94- Rekstrarreikningur ág.’94 ág.'95 Rekstrartekjur 859,3 1.447,8 Rekstrargjöld 775,1 1.311,8 Hagnaður fyrir afskriftir 84,2 135,9 Afskriftir -20,3 -36,6 Rekstrarhagnaður 63,9 99,3 Fjármunatekjur og (fjármunagjöld) -33,5 -47,5 Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi 30,4 51,8 Hlutdeild í hagnaði (tapi) tengdra félaga 0,5 121,5 Hagnaður (tap) ársins 30,8 173,3 Efnahagsreikningur 31.8.’94 31.8.’95 Veltufjármunir samtals 260,7 484,4 Fastafjármunir samtals 105,3 259,9 Varanlegir rekstrarfjármunir 166,6 259,8 Aðrir fjármunir: Veiðiheimildir 18,6 42,6 Fastafjármunir samtals 290,6 562,4 EIGNIR SAMTALS 551,4 1.046,8 Skuldir og eigið fé 31.8.'94 31.8.’95 Skammtímaskuldir 318,7 509,6 Langtímaskuidir 225,6 237,6 Skuldir samtals 544,4 747,2 Eigið fé samtals 7,0 299,6 SKULDIR OG EIGIÐ FÉ samtals 551,4 1.046,8 LÓG um breytingu á áfengislögum tóku gildi í gær. Þar með hefur innflutningur og heildsöludreifing áfengis verið gefin fijáls og voru heildsalar fljótir að færa sér ftjáls- ræðið í nyt. í lögunum er einnig kveðið skýrar á um bann við hvers konar auglýsingum á áfengi og áfengistegundum. Lögreglan hyggst framfylgja þessum lögum með ákveðnum hætti, að sögn Omars Smára Armannssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns. í lögunum er að fínna nýtt ákvæði, sem margir dómarar telja að hafi vantað til að gefa reglugerð um bann við áfengisauglýsingum nægilega stoð í lögum. I ákvæðinu segir að með auglýsingu sé átt við hvers konar tilkynningar til al- mennings vegna markaðssetningar þar sem sýnt er í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengis- vöruheiti, eftiriíkingar af áfengis- varningi og fieira þess háttar. Bannið tekur með sama hætti til auglýsinga sem eingöngu fela í sér firmanafn og eða firmamerki áfengisframleiðanda. Þó er fram- leiðanda sem auk áfengis framleiðir aðra drykkjarvöru heimilt að nota firmanafn eða -merki í auglýsingu þeirra drykkja ef augljóst er að um óáfenga drykki sé að ræða. Ómar Smári segir að birtist auglýsing í tímariti eða dagblaði í þessa veru verði látið á það reyna hvort hún brjóti í bága við lögin. Heildsalar frelsinu fegnir Heildsalar voru fljótir að færa sér nýfengið frelsi í nyt og var fyrsta áfengissendingin, sem flutt er inn samkvæmt nýju lögunum, afgreidd í Tollvörugeymslunni í gær. Fjölmargir heildsalar tóku fyrstu sendingar sínar í hús og síð- degis í gær var m.a. hafin sala á áfengi í birgðaversluninni Gripið og Greitt, en verslunin dreifir ýmsum vörutegundum fyrir fjölmarga heildsala. Brynjólfur Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segist reikna með því að um 10 heildsalar muni dreifa áfengi í gegnum fyrir- tækið í upphafi. HAGNAÐUR af rekstri Fiskiðju- samlags Húsavíkur hf. á nýliðnu reikningsári, sem lauk 31. ágúst síðastliðinn, nam 173 milljónum króna þegar tekið hafði verið tillit til hagnaðar af rekstri dótturfé- laga. Hagnaður af reglulegri starf- semi fyrirtækisins nam hins vegar 52 milljónum króna, en 121 milljón króna hagnaður varð af rekstri dótturfélaga. Hagnaður mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir Að sögn Tryggva Finnssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjusam- lagsins, er þessi hagnaður um 27% meiri en áætlanir fyrirtækisins höfðu gert ráð fyrir, en þar var reiknað með um 41 milljónar króna hagnaði á reil ningsárinu. Hagn- aður fyrirtækisins á síðasta ári nam 30 milljónum króna, en þar sem reikningsári fyrirtækisins var breytt á síðasta ári var reiknings- árið 1994 aðeins 8 mánuðir og eru afkomutölur þessara tveggja reikningsára því ekki sambærileg- ar. 121 milljónar króna hagnaður af rekstri dótturfyrirtækja vekur nokkra athygli. Að sögn Tryggva er hér um að ræða útgerðarfyrir- tækin Höfða og íshaf, sem nýlega voru sameinuð. Hann segir að tap hafi verið á rekstri íshafs en rúm- lega 40 milljóna króna hagnaður af reglulegum rekstri Höfða. Stærstur hluti hagnaðarins skýrist hins vegar af söluhagnaði togara íshafs. Fiskiðjusamlagið á rúm- lega 40% hlut í hinu nýja fyrirtæki. Slæm afkoma í frystingunni Tryggvi segir afkomu frysting- arinnar vera óviðunandi hjá Fisk- iðjusamlaginu, líkt og hjá öðrum fyrirtækjum í frystingu. Hann seg- ir þrennt koma til. „Orsökina má að hluta rekja til veikrar stöðu dollars og punds, en stór hluti okkar afurða fer á markaði í þess- um löndum. Þá hefur launakostn- aður okkar hækkað um 6% á árinu og hráefnisverð hefur einnig farið hækkandi, einkum vegna hækkun- ar á leiguverði kvóta.“ Tryggvi segir afkomuna í rækjuvinnslu fyrirtækisins hins vegar hafa verið góða, enda hafi afurðaverð hækkað um 20-25% á þessu ári. Þá séu horfur á að af- urðaverð haldist svipað á yfir- standandi rekstrarári og því sé útlitið bjart. Fiskiðjusamlagið hef- ur að undanförnu unnið að end- urnýjun rækjuverksmiðju sinnar og segir Tryggvi að stefnt verði að aukinni framleiðslu í rækju- vinnslunni á yfirstandandi rekstr- arári. Hlutafé í fyrirtækinu var aukið um 100 milljónir á árinu og var eiginfjárhlutfall þess þann 31. ágúst s.l. 28,6%. Flugleiðir skoða fyrir Maersk DANSKA flugfélagið Maersk Air hefur óskað eftir því við tæknisvið Flugleiða hf. að það taki að sér stórskoðanir á fjórum Fokker 50 skrúfuþotum. Þegar hefur verið gengið frá samkomulagi um fyrstu vélina og er áætlað að ^amið verði um hinar þtjár vélarnar á næstu dögum. Viðhaidsstöð Flugleiða á Kefla- víkurflugvelli hefur náð verulegum árangri við öflun verkefna á al- þjóðamarkaði uppá síðkastið og fer gott orð af þeirri vinnu sem þar fer fram, að því er segir í frétt. T.d. voru gerðar stórskoðanir á þremur Fokker 50 skrúfuþotum SAS Commuter í sumar. Stærsta skoðunin til þessa Á undanförnu einu og hálfu ári hafa Flugleiðir unnið að skoðun- um fyrir öll þau fimm flugfélög á Norðurlöndum sem reka slíkar vélar. Taki Flugleiðir að sérskoðun á þessum fjórum Fokker 50 vélum fyrir Maersk Air yrði það stærsta viðhalds- og skoðunarverkefni sem félagið hefur tekið að sér til þessa fyrir utanaðkomandi aðila. Hver skoðun tekur um 2.800 vinnustundir. •ÓDÝRAR FRYSTIKISTUR, K V VESTFROST A FRABÆRU VERÐI Dæmi um HF 201 Itr. kr. 38.541.- Dönsk gœðavara WmmSi 3ja öra öbyrgð af ísskápum og fryshkistum í aesember Frystikistur í mörgum stœrðum Yfir 25 ára reynsla á íslandi, Niðurfall í botni fyrir afþíðingu Óryggisrofar v/hitabreytinga og barna Sparnaðarstilling - djúpfrystirofi Ljós í loki Danfoss kerfi WMW] mlmmmm. MMnNHHf *8i Úrval kœli- og frystiskápa Orkusparandi - Tvœr pressur í sambyggðum skápum Hœgri eða vinstri opnun Djúpfrystirofi - öryggisrofi Danfoss kerfi oar&u • FAXAFEN 12 • SlMI 553 8000 VISA sem- ur við P&S GENGIÐ hefur verið frá samn- ingum á milli VISA ísland og Pósts og síma um viðtöku debet- korta til greiðslu á öllum póst- húsum og simstöðvum landsins. Með þessum samningi má segja að rafræn debetkorta-viðskipti nái til allra stærstu sölu- og þjón- ustuaðila landsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá VISA ísland. Á myndinni má sjá frá vinstri þá Guðmund Björnsson, aðstoðar póst- og símamálastjóra, Ólaf Tómasson, póst- og símamála- stjóra, Einar S. Einarsson, for- stjóra VISA og Andra V. Hrólfs- son, forstöðumann markaðsþjón- ustu VISA við undirskrift samn- ingsins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.