Morgunblaðið - 02.12.1995, Page 18

Morgunblaðið - 02.12.1995, Page 18
18 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT 500 km um- ferðarhnútur hjá París Verkföll hafa lamað at- vinnulíf í mörgum stærstu borgum Frakk- lands að undanförnu. Margrét Elísabet Ól- afsdóttir segir frá ástandinu í París. Á BRAUTARPALLI metrólínu 11 á miðvikudagsmorgni. Leið Chatelet- Porte de Lilus. Mjóslegin og smávax- in eldri kona með grátt ullarsjal og lítinn hund í bandi gekk lafmóð og ijóð í kinnum niður á pallinn. „Er rnetró?" spyr hún andstutt. „Þetta er þriðji dagurinn sem ég þarf að fara gangandi frá úthverfunum. Þetta er einum of langt gengið. Ég er búin að fá nóg.“ Hún hlýtur að hafa lagt af stað heiman frá sér um sjö því klukkan er tíu. Og það er ískalt úti. Henni léttir stórum þegar hún fréttir að lína 11 er eina metró- línan sem gengur nokkurnveginn eðlilega þennan daginn. Sú litla paradís á þó ekki eftir að standa lengi, því þetta sama kvöld hefur allt almenningssamgöngukerfið inn- an Parísarborgar lamast. Á mánudag var ástandið ennþá bærilegt. Aðeins strætisvagnarnir gengu skrykkjótt. Eftir því sem mín- úturnar siluðust áfram fjölgaði fólk- inu í Charles-Michel biðskýli ieiðar 70 fyrir vagninn á leið inn í miðbæ- inn frá Grenelle verslunarmiðstöð- inni. Það ganga strætisvagnar í hina áttina. „Þeir hljóta að koma til baka,“ segir veí klædd kona um fimmtugt í blárri kápu og lakkskóm. Sú sem stendur við hliðina er á svip- uðum aldri, en er í gamalli vatter- aðri úlpu og með brauðsneiðar í poka. Hún fjasar: „Hvað meina þeir eiginlega með þessu? Þetta bitnar á saklausum borgurum. Hvað höfum við gert þeim? Ekki ferðast Juppé og Chirac með strætó. Þ.eir verða ekkert varir við ástandið." Sú í bláu kápunni byrstir sig. Hún hefur sjálf tekið þátt í verkföllum, „þótt hún sé yfirmaður,“ það er illa séð að yfirmenn styðji verkföll undirmanna sinna í verki. „Þetta er eina leiðin sem þeir hafa til að Iáta taka eftir sér. Þeir eiga rétt á að fara í verk- fall.“ Hún minnist fyrri verkfalla: „Þegar ég bjó í Créteil þurfti ég einu sinni að ganga alia leið heim frá Richelieu-Drouot. Ég var fimm tíma á leiðinni." Hún stynur við minning- Rcuter FRANSKIR járnbrautarstarfsmenn koma brautarteinum fyrir á götum Marseille í gær til að mót- mæla áformum stjórnvalda um niðurskurð í velferðarmálum. una en styður aðgerðirnar. Skítt með það þótt þær kosti óþægindi. Hún er ekki alveg ein um að hugsa þann- >g- Rónarnir húsnæðislausir Það bjargar sér hver sem best hann getur, ástandið hefur versnað nú í vikulokin. Það eru alls engar almenningssamgöngur. Neðanjarð- arlestarstöðvarnar eru hreinlega harðlæstar og lokaðar. Rónarnir húsnæðislausir. Úthverfin hafa mátt þola verkfallið lengur en Parísarbú- ar, eða frá því á föstudaginn fyrir viku. Þeir sem ekki eiga bíl og búa í úthverfi komast því ekki langt, nema þeir leggi í að ferðast á puttan- um. En það er ekki endilega vænleg- BEKKUR 40X150/HÆÐ 86 KR. 19.900 ur kostur heldur, því að á miðviku- dagsmorguninn fréttist af 400 kíló- metra löngum umferðarhnút í kring- um borgina. Á fimmtudaginn hafði hann lengst um 100 kílómetra á mesta umferðartímanum um morg- uninn. Var 500 kílómetrar. Til að forðast tafir leggja út- hverfabúar því sífellt fyrr af stað í vinnuna. Þeir eru farnir að heiman klukkan fjögur á morgnana til að vera mættir í vinnuna einhverntíma undir hádegi. Það vinnur enginn langan vinnudag núna. Allir sem geta fara fyrr heim en venjulega til að losna við umferðaröngþveitið. Sem auðvitað er áfram til staðar! Innan borgarmarkanna er um- ferðin níðþung. Ekki aðeins af bílum. Því þeir sem ekki eiga bíl leigja sér hjól. Misvanir hjólreiðamenn æfa fimleika milli bílanna með trefla og klúta fyrir vitunum í von um að vernda sig fyrir vaxandi mengun- inni. Þessir hjólreiðamenn mega þó telja sig heppna. Það mun vera orð- ið erfitt að finna reiðhjól á hjólaleig- um núna á áttunda degi verkfalls ef ekki ógerlegt. Meira að segja hjólaskautar renna út eins og heitar lummur á leigunum. Og bílaleigurn- ar eru líka hálftómar, þó svo flugfé- lögin keppist nú um að bjóða sín sæti farþegum með lestarmiða. Það er því ennþá hægt að yfirgefa borg- ina flugleiðis ef ekki með lest, þótt umferð hafi reyndar tafist á Orly- velli í fyrsta skipti í þessu verkfalli á föstudagsmorgun. Gangandi vegfarendur eru líka fleiri en venjulega. Tveir jafnfljótir eru ekki endilega verri lausn en bíll- inn, ef tekið er tillit til umferðar- þungans og þess hve margar götur eru lokaðar vegna mótmæla- og kröfugangna sem eru nær daglegur viðburður um þessar mundir. Þannig leit Rennes-gata út eins og á laugar- degi í desember um sexleytið á fimmtudaginn. Gangstéttirnar yfir- fullar af fólki. Eini munurinn var sá að verslanirnar voru nær tómar af viðskiptavinum. Engin lausn í sjónmáli Ekkert bendir til þess að verkföll- in ætli að leysast á næstunni. Lestar- stjórar eru harðákveðnir í að halda sínurn aðgerðum áfram og sama er að segja um starfsmenn RATP (al- menningssamgöngur Parísarborg- ar). Um miðja vikuna bættust dreif- ingarstöðvar póstsins í hópinn, um helmingur þeirra er nú óvirkur. Það breytir engu þótt pósthúsin séu opin og þótt bréfberar taki ekki þátt í • verkfallinu, þeir hafa sífellt -færri bréf að bera út. Á mánudaginn ætla grunnskólakennarar í verkfall, en margir háskólakennarar eru þegar í verkfalli til stuðnings verkfalli há- skólanema. Þá eru starfsmenn Raf- magnsveitunnar, EDF, í verkfalli og var af þeim sökum tímabundin raf- magnslokun í einni sýslu í suður- hluta landsins á fimmtudag. Eins og er virðist því engin lausn vera í sjónmáli, enginn grundvöllur fyrir samningaviðræðum. Það sést best á því að sífellt fleiri opinberar starfs- stéttir bætast í hóp verkfallsmanna sem eru þegar búnir að boða til sam- eiginlegra mótmæla sunnudaginn 17. desember í París. Orðrómurinn í borginni segir að allar líkur séu á að verkfallið dragist fram að jólum og jafnvel áramótum. Nygren útilok- ar enn framboð Söluaðil.. Héðinsgötu sími 588 55 m REYKJAVÍK SlGTÚNl LAUGARDAG KL. 10-18 • SUNNUDAG KL. 12-18 Stokkhólmi. Reuter. JAN Nygren, samræmingarráð- herra sænsku ríkisstjórnarinnar, lýsti yfir því í gær að hann hygð- ist ekki gefa kost á sér í leiðtoga- kjöri sænska jafnaðarmanna- flokksins. Nygren hefur áður látið ummæli í þessa veru falla en í Svíþjóð hafa stjórnmálaskýrendur talið að hann kæmi einna helst til greina sem eftirmaður Ingvars Carlssons forsætisráðherra, sem hyggst draga sig í hlé í marsmán- uði. Forystukreppa hefur ríkt innan jafnaðarmannaflokksins frá 10. fyrra mánaðar er Mona Sahlin, þáverandi aðstoðarforsætisráð- herra, neyddist til að segja af sér eftir að í ljós hafði komið að hún hafði misnotað krítarkor-t í ríkis- eigu. Fram til þessa hafði verið talið fullvíst að Sahlin tæki við af Carlsson. Fylgið hrapar Eftir afsögn Sahlin hafa þeir Nygren og Göran Persson fjár- málaráðherra verið taldir líkleg- astir eftirmenn Carlssons. Persson hefur hins vegar lýst yfir því að hann sé alsæll í ráðuneyti sínu og Nygren hefur látið uppi að hann hafi heitið 14 ára syni sínum því að fara ekki fram. Skoðanakannanir leiða í ljós að fylgi við flokk jafnaðarmanna hef- ur minnkað störlega frá því að framferði Sahlin var gert opin- bert. I könnun nú nýverið kváðust 30 prósent þeirra sem þátt tóku styðja flokkinn, borið saman við 31,2% í október og 45,3% í kosn- ingunum í fyrra. Fylgi Hægri- flokks Carls Bildts hefur hins veg- ar aukist um 2,5% og mælist nú 28,5%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.