Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 40

Morgunblaðið - 02.12.1995, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ sokkabuxur Freistandi tilboð í apótekum 4. pa ið frítt Þú kaupir 3 pör og færð 4. parið frítt! des í öl!um apótekum sem selja Filodoro sokkabuxur og sokka Tilboð gildir 1.-3 LXPA Frábær styrkur, frábær mýkt AÐSENDAR GREINAR Helgidaga- friðui' Valbjörn Steingrímsson NÝVERIÐ lauk störf- um nefndar á vegum dómsmálaráðherra sem falið var það merkilega verkefni að endurskoða lög nr. 45/1926 um helgidaga þjóðkirkj- unnar. Endurskoðun þessi er merkileg fyrir það helst að til þess að koma því starfi í gang þurftu til að koma tveir úrskurðir umboðs- manns Alþingis frá því fyrr á þessu ári, sém voru löggjafanum og framkvæmdarvaldinu mjög í óhag. Fram- kvæmdavaldinu hafði liðist það í gegnum tíðina að bijóta lög á lands- mönnum og um leið komist upp með það að færa ekki úrelt lög í nútíma- legri búning sem tækju mið af þörf- um og væntingum meginþorra landsmanna. Hvernig tókst svo til í frumvarpsdrögunum er eðli máls samkvæmt sumt leyft og ann- að ekki og er það í takt við hefð- bundna íhaldssemi, gamaldags við- horf og um leið miðstýringaráráttu kirkjunnar manna. Skulu hér nefnd dæmi. í greinargerð með frumvarp- inu má m.a. lesa eftirfarandi: „í starfi nefndarinnar var nokkuð rætt um markmið með lagasetningu sem þessari. Voru nefndarmenn sammála um það að með lögunum væri leitast við að tryggja almenn- ingi frið, ró og næði á tilteknum hátíðisdögum...“ Mín skcðun er sú að þarna birt- ist forsjárhyggja í sínu æðsta veldi. Því má ekki þessi sami almenningur ákveða það sjálfur hvenær hann vill frið, ró og næði, annaðhvort sem einstaklingur eða í gegnum t.d. ftjáls samtök, t.d. samtök launa- fólks. Af hveiju á hin íslenska þjóð- kirkja (frumvarpsdrögin voru kynnt á kirkjuþingi áður en alþingismenn, og um leið ríkisstjórn landsins, fengu að lita það augum) og/eða löggjafínn að hafa vit fyrir fólki með þessum hætti? í mörgum tilfellum er með frum- varpssmíð þessari gengið lengra í boðum og bönnum en var í gömlu lögunum eða því hvernig t.d. frjáls- lyndir sýslumenn út um landið túlk- uðu lögin. Er þar m.a. átt við opin- bert skemmtanahald frá miðnætti föstudagsins langa og frá miðnætti jóladags. I greinargerð frumvarps- ins segir varðandi þetta atriði: „Takmörkun þessi er í samræmi við ályktun 19. kirkjuþings frá 1988.“ Ljóst er skv. þessu hveijir það eru sem setja landsmönnum lög, það er ekki Alþingi, eins og ég í barns- legri trú hélt, heldur kirkjuþing sem virðist öllu ráða í þessum málefnum. Undanþágur Ýmsar undanþágur eru í laga- frumvarpinu varðandi hvaða starf- semi má stunda á fyrrnefndum helgidögum þjóðkirkjunnar og er þar helst um að ræða starfsemi sem telst vera þjónustustarfsemi við ferðafólk. Nú er það svo að þegar hinn dæmigerði Islendingur á frí, svo ekki sé nú talað um þegar hann ferðast, þá vill hann skemmta sér. Scetir sófor á óvi ðj afn anlegu verði (sjá nánar textavarp sjónvarps síðu 640) HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - sími 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. Því er það með öllu óþolandi bæði fyrir þá sem tilbúnir eru að veita þjónustu þessa daga og hina, sem vilja fá hana, að þurfa að lúta því að löggjaf- inn/kirkjan misbeiti valdi sínu til að hefta frelsi einstaklingsins til orða og athafna þessa umræddu daga. Hvað varðar undan- þágur að öðru leyti þá er ljóst að enginn frið- ur verður um það ákvæði frumvarpsins að lögreglustjórar vítt og breytt um landið skuli eiga að meta hver fyrir sig hver nauðsynleg grunnþjónusta fyrir ferðafólk sé, en skv. frumvarpinu eiga þeir að hafa undanþáguheimild varðandi vissa þætti þessa máls. Undanþágu- heimiídin er reyndar mjög takmörk- uð í frumvarpinu og þar að auki eru lögreglustjórar almennt frekar þröngsýnir og íhaldsamir þegar Frumvarp um helgidaga þjóðkirkjunnar veldur mér miklum vonbrigð- um, segir Valbjörn Steingrímsson, sem hér mælir gegn forsjár- hyggju. kemur að túlkun laga og reglugerða og að auki þá eru þeir ekki réttu aðilarnir til þess að fara með undan- þáguheimildir af þessum toga sem varða atvinnustarfsemi. Réttara er, ef á annað borð þarf að hafa undan- þáguheimildir í frumvarpi sem þessu, að fela það verkefni viðkom- andi sveitarstjórn. Margt er sérker.nilegt að finna í greinargerð með frumvarpinu, t.d. gera höfundar þess upp á milli tón- listartegunda og ætla að leyfa tón- listarsamkomur með sígildri tónlist, kirkutónlist, kórtónlist o.s.frv. á helgidögum þjóðkirkjunnar, jass, popp, blús o.fl. af því taginu er ekki list í skilningi þessa ágæta fólks heldur greinilega eitthvað annað. Hvað skyldi allt okkar ágæta tónlistarfólk hafa að segja um þetta viðhorf? En nóg um þetta. Lokaorð Frumvarpsdrög þau sem hér hafa verið gerð að umtalsefni eru ekki í takt við þá þróun sem orðið hefur á íslandi síðan 1926 er þau lög voru sett sem nú gilda. Enn eru menn að beija hausnum í steininn og það jafn ágætt fólk og Lára Margrét Ragnarsdóttir, sem var formaður nefndarinnar, Valgerður Sverrisdóttir og Hjálmar Jónsson. Allt þetta fólk er alþingismenn. Niðurstaða þeirrra sem birtist í frumvarpinu eru mér mikil von- brigði því ég hafði bundið miklar vonir við þessa endurskoðun. Frumvarp til laga um helgidaga- frið þjóðkirkjunnar auk greinar- gerðar nefndarinnar er 12 blaðsíður að lengd. Ekki er hægt að gera svo stóru máli ítarleg skil í stuttri grein sem þessari en vil ég skora á alla áhugasama um þetta málefni að verða sér út um eintak af frumvarp- inu hjá dómsmálaráðuneytinu (sími 560-9010), kynna sér það vel og koma fram athugasemdum varð- andi það til réttra aðila en allsheij- arnefnd alþingis mun væntanlega fá frumvarpið til umfjöllunar þegar ríkisstjórn íslands hefur farið um það höndum og blessað. Höfundur er veitingamaður á Sigiufirði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.