Morgunblaðið - 02.12.1995, Side 59

Morgunblaðið - 02.12.1995, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 59 FRÉTTIR BASARAR ■■ KFUK í REYKJAVÍK heldur sinn árlega jólabasar í í aðalstöðvum KFUK og KFUM við Holtaveg laugardaginn 2. desember kl. 14. Á basarnum verða að venju margir góðir munir í boði, lukkupokar fyrir börnin og einnig verða seldar kökur til jólanna. Jafnframt verð- ur selt kaffi og heitar vöfflur á staðnum. ■ KVENNADEILD RAUÐA KROSS- INS heldur sinn árlega jólabasar sunnu- daginn 3. desember í Perlunni og hefst hann kl. 14. Á boðstólum verður fallegur handunninn varningur og kökur. Kvennadeild Rauða krossins var stofnuð 1966 og eru nú um 300 sjálfboðaliðar starfandi á vegum deildarinnar. Hún rekur sjúklingabókasöfn í fimm sjúkra- stofnunum í borginni, hið fyrsta var opn- að í Landspítala 1967. Heimsóknarþjón- usta við lasburða fólk tók til starfa 1973. Sjúkravinir taka að sér að lesa, gera innkaup eða fara í gönguferðir með skjól- stæðinga sína. Versianir hafa verið rekn- ar í fjórum sjúkrastofnunum í borginni í nær þrjátíu ár. Allur ágóði af verslunum rennur til líknarmála. ANNA Mjöll Ólafsdóttir Anna Mjöll á Kaffi Reykjavík ANNA Mjöll Ólafsdóttir heldur jazztónleika á Kaffi Reykjavík sunnudagskvöldið 3. desember þar sem hún mun syngja við undirleik hljómveitar nokkur alþekkt jazzlög og aðra sígræna söngva. Hljómsveitina skipa Gunnar Hrafnsson á bassa, Guðmundur Steingrímsson á trommur, Rúnar Georgsson saxafónleikari og Ólafur Gaukur sem leikur á gítar. Anna Mjöll hefur verið búsett í Los Angel- es undanfarin nokkur ár bæði við nám og starf í tónlistargeiranum þar vestra. Þetta verða að öllum líkindum einu tónleikarnir á Kaffi Reykjavík í þessari jólaheimsókn Önnu Mjallar en tónleikarnir hefjast kl. 22. Kynning á húsum á Spáni KYNNING á húsum sem til sölu eru á Spáni verður haldin ,í Ás- byrgi Hótel Islands sunnudaginn 3. desember klukkan 20. Þessi hús eru í Villamartin í Orihuela við Alicante. Þau voru kynnt í fasteignablaði Morgun- blaðsins föstudaginn 24. nóvem- ber. Vegna íjölda fyrirspurna í kjölfarið verður umboðsmaður húsanna með þennan kynningar- fund. Vinningstölur 1. des. 1995 1®2*3«5»7«16®28 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Blab allra landsmanna! - kjarni raálsins! Litir: Dökkbrúnn, Ijósbrúnn og svartur. I/erö aðeins kr. 230.000 stgr. fyrir 3ja sæta sófa og tvo stóla. Opið í dag kl. 10-16. ARMULA 8, SIMAR 812275, 685375 Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og hlýjum kveðjum á 100 ára afmœli mínu 4. nóvember sl. Guð blessi ykkur öll. Elín Magnúsdóttir. 20 RETTA 61RNILEGT STURLENSKT JÓLAH LAÐBO RÐ FRÁ 1. TIL 23. DESEMBER Frá kl. 18:00 aUa daga Aðalmatseðill í fullu gildjr ■ liil FORRETTIR Kínversk súpa Kropeck flögur Bao m/svínakjöti (kínverskir hamborgarar) HEITIR RÉTTIR Steiktar núðlur m/sjávarréttum Pönnusteiktar núðlur (vermicelli) m/svínakjöti Gao kjúklingur Nautakjöt m/ostrusósu Svínakjöt m/Kanton sósu Krabbakjöt m/Kecap Manis Siang Su kjúldingur Tang Siu fiskur Chio cheo, chinese dumpling (kínversk hveitibolla) Djúpsteiktar rækjur Kong Paw lambakjöt Char Siew svínakjöt Smokkfiskur m/fimmta kryddinu Djúpsteikt loðna KALDIR RÉTTIR Char Chai grænmeti Kinverskt salat Agar-agar ávextir Kínversk rjómakaka •KÍNUERlIKfrveitingahúsið á íslandi Laugavegi 28b Sími 551 6513 - 552 3535 - Fax 562 4762 baCkman

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.