Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Meirihlutasamstarf- ið á Húsavík í hættii BÚIST er við að það skýrist um miðja næstu viku hvort meirihluti framsóknarmanna og alþýðubanda- Iagsmanna og óháðra f bæjarstjórn Húsavíkur spryngur. Stefán Har- aldsson, oddviti framsóknarmanna, segir að óvissa ríki um framtíð meiri- hlutasamstarfsins. Siguijón Bene- diktsson, oddviti sjáifstæðismanna, segir Sjálfstæðisflokkinn tilbúinn til viðræðna við Framsóknarflokkinn um myndun nýs meirihluta. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar lýstu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins því yfir að sameina bæri útgerðar- fyrirtækin Höfða og íshaf Fiskiðju- samlagi Húsavíkur, en fyrirtækin eru öll að stærstum hluta í eigu sömu aðila. Forystumenn Alþýðu- bandalagsins höfðu efasemdir um að rétt væri að sameina útgerðarfyr- irtækin Fiskiðjusamlaginu. Engu að síður mynduðu framsóknarmenn og alþýðubandlagsmenn meirihluta eft- ir kosningar og í verkefnaskrá meiri- hlutans var því lýst yfir að fyrirtæk- in yrðu sameinuð 1996. Fyrr á þessu ári voru Höfði og íshaf sameinuð í eitt fyrirtæki. I haust var samþykkt í Fram- Sjálfstæðisflokk- ur tilbúinn til samstarfs við Framsóknarflokk kvæmdalánasjóði, sem fer með eignarhlut Húsavíkurbæjar í Höfða og FH, að fyrirtækin yrðu samein- uð. í tillögunni voru settir fram nokkrir fyrirvarar m.a. um áhættu, tapþol og eignamat. Að tillögunni stóðu fulltrúar meirihlutans í sjóðn- úm. Þegar málið kom fyrir bæjar- stjórn iagði Stefán Haraldsson fram tillögu þar sem því var lýst afdrátt- arlaust yfir að vilji bæjarstjórnar væri að fyrirtækin sameinist 1. september 1996. Nauðsynlegt að kveða skýrt á um stefnuna Stefán sagði að það hefði verið sitt mat að fyrri tillagan hefði verið óljóst orðuð og að með samþykkt hennar hefði bæjarstjóm ekki tekið skýra afstöðu til málsins. Hann sagði að það hefði verið nauðsynlegt gagn- vart öðmm hluthöfum og lánar- drottnum fyrirtækjanna, að kveða skýrt á um vilja bæjarstjórnar í málinu. Siguijón Benediktsson sagðist fagna því að samstaða hefði náðst í bæjarstjórn um skýra afstöðu í þessu máli. Hann sagðist vera þeirr- ar skoðunar að ef hin tillagan hefði verið samþykkt hefði ekki orðið að sameiningu á næsta ári. Kristján Ásgeirsson, oddviti Al- þýðubandalagsins og óháðra og framkvæmdastjóri Höfða, hefur lýst miklum efasemdum um ágæti sam- einingar útgerðarfyrirtækisins og fiskvinnslunnar. Með því að hafa sérstakt fyrirtæki um útgerðina sé verið að draga úr áhættu og minnka líkur á að kvóti færist frá bæjarfé- laginu. Um miðja næstu viku tekur stjórn Framkvæmdalánasjóðs ákvörðun um hveijir verða fulltrúar bæjarins á aðalfundum Höfða og FH. Talið er að ef ekki náist samstaða innan meirihlutans um kosningu fulltrú- anna verði meirihlutasamstarfinu slitið. Yfirgnæfandi líkur eru taldar á að Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur taki upp samstarf ef núverandi meirihluti springur. Iþróttafélag opnar miðstöð til að dreifa jólapósti í Kópavogi Morgunblaðið/Sverrir VANDA Sigurgeirsdóttir og Margrét Sigurðardóttir pósthússtjórar. 300 manns ívinnu KN ATTSPYRNUDEILD íþrótta- félagsins Breiðabliks opnaði í gær „pósthús" í Kópavogi þar sem tekið verður við pósti og honum dreift um bæinn, til annarra staða á landinu og til útlanda. Þessi þjónusta stendur til boða frá 10 á morgnana til 22 á kvöld- in og verður pósthúsið opið til 22. desember. Aðalstöðvar eru í íþróttahúsinu í Smárahvammi en einnig verða útibú í Þingholts- skóla og Digranesskóla um kvöld og helgar frá og með laugardeg- inum 16. desember. Ódýrarainnan Kópavogs Félagið tekur við bréfum sem fara eiga innan Kópavogs og stimplar þau með eigin stimpli, og þurfa þeir sem notfæra sér þessa þjónustu að greiða 25 krón- ur fyrir bréfíð, sem er 5 krónum ódýrara en frímerki fyrir bréf kostar hjá Pósti og síma. Einnig er tekið við bréfum sem fara eiga annað, þau frímerkt gegn vanalegri greiðslu og flutt á næsta pósthús P&S sem sendir þau áfram. Á stimplinum er merki félagsins og einnig áletrun, jóla- póstur Breiðabliks, Smáranum". Margrét Sigurðardóttir, sem er pósthússtjóri ásamt Vöndu Sigur- geirsdóttur, segir þessa þjónustu vera fjáröflun fyrir félagið, auk þess sem hún á að gagnast Kópa- vogsbúum og öðrum sem áhuga hafa. „Við bjóðum meðal ánnars þá þjónustu að sleikja frímerki viðskiptavina, og höfum sjáíf- boðaliða við þau störf. Ellilífeyris- þegum og öryrkjum sem komast ekki út fyrir hússins dyr sökum lasleika eða af öðrum ástæðum, stendur til boða að bréf þeirra séu sótt heim og þeim komið til skila. Við sækjum einnig til þeirra sem eru að senda 50 bréf eða meira. Alls starfa um 300 manns við dreifingu og móttöku á vegum félagsins," segir Margrét. Bjartsýn á framhaldið Þegar í gær var póstur farinn að berast og kveðst Margrét bjartsýn á framhaldið, enda sé um hagkvæman kost að ræða að hennar mati. Margrét segir þessa þjónustu bæði vera í samkeppni og sam- vinnu við P&S, og rætt hafi verið við pósthúsið í Kópavogi áður en hafist var handa. „Þetta er lögleg starfsemi eins og við könnuðum áður en við hrundum þessu af stað,“ segir hún. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. um tjónakostnað Byggt á áætlunum félaganna JÓN Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður kveðst furða sig á ummælum Sigmars Ármannssonar í Morgunblaðinu í gær. „Að sjálf- sögðu hækka bætur samkvæmt þeim tillögum sem gerðar hafa ver- ið. Til þess eru tillögumar gerðar. Bæturnar eru of lágar núna og til- lögurnar ganga út á það að leið- rétta þær,“ sagði Jón Steinar. Hann segir það augljóst að þegar vátryggingaféíögin reikni út tjónin sem þau hafi greitt eftir nýjum skaðabótalögum sem tóku gildi 1993 og beri það saman við útreikri- inga samkvæmt þessum tillögum komi út hærri bótagreiðslur. „Þegar við hins vegar segjum að áætlanir þeirra um hækkun iðgjalda séu tor- tryggilegar, svo ekki sé meira sagt, þá eigum við að sjálfsögðu við það að núverandi iðgjöld í vátrygging- unum eru ekki byggð á þeirri tjóna- reynslu sem orðið hefur frá 1993. Núverandi iðgjöld hafa verið óbreytt í gegnum allmörg ár á sama tíma og skaðabætur fyrir líkams- tjón hafa stórlækkað. A sama tíma hafa bótasjóðir og öryggisálag á bótasjóði margfaldast svo munar mörgum milljörðum króna á örfáum árum.“ Jón segir að í ofanálag bætist það við að ef ársreikningar vátrygg- ingafélaganna séu skoðaðir núna komi í ljós að tjónakostnaðurinn sem vátryggingafélögin bókuðu á árinu 1994 sé allur byggður á þeirra eigin áætlunum en sé ekki raun- verulegur tjónakostnaður. „Það er augljóst að af þessum áætlunum að þær eru langt umfram það sem þarf til þess að greiða tjónin. Það er af þessum ástæðum sem við segj- um að áætlanir þeirra um hækkun- arþörfina á iðgjöldum er ekki aðeins tortryggileg heldur augljóslega röng,“ segir Jón Steinar. Vísitala neysluverðs ídes. 1995(174,2 «*) 0 Matvörur (16,0%) -0,8% @ 02 Fiskur og fiskvörur (1,0%) -1,6% | | 04 Feitmeti og olíur (0,5% -2,5% I ! I 05 Grænmeti, ávextir og ber (2,1 %) I -9,4% | Breyting frá fyrri mánuði 06 Kartöflur og vörur úr þeim (0,4%) 07 Sykur (0,2%) -4,4% 08 Kaffi, te, kakí og súkkulaði (0,6%) 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,4%) 2 Föt og skófatnaður (5,9%) 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,9%) 31 Húsnæði (14,8%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 5 Heilsuvemd (2,8%) 6 Ferðir og flutningar (20,3%) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,8%) 73 Bækur, blöð og tímarit (2,2%) 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,3%) 82 Ferðavörur, úr, skartgripir o.fl. 0,6%) I____>£+&?%] I Tölurisvigum □ visatilvsegis einstakra liða. i+0, -0,1%! -0,3% 0 1+0,4% VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) -0,1 % I ) ) | i i > Nokkur verðmunur á bókum AFSLÁTTAR- og tilboðsmerk- imiðar eru algeng sjón í bóka- búðum. Bóksalar auglýsa sam- eiginlega lista yfir bækur á til- boði með 10-30% afslætti og stórmarkaðir með bækur selja þær á 20-50% afslætti. Morgunblaðið bar saman verð á nokkrum bókatitlum og kom í ljós að umsvifamiklir bóksalar selja marga titla á svipuðu verði og stórmarkaðir. Dæmi um verðmun er að bók í flokki skáldverka kostar 1.736 kr. í Eymundsson en 1.995 kr. í Hagkaup. Bók í flokki al- mennra bóka kostar 1.895 kr. í Bónus en 3.380 kr. í Ey- mundsson. Tiltekin barnabók kostar 1.495 kr. í bókabúð Máls og menningar en 1.595 kr. í Hagkaup, sem er hinsveg- ar með um 20 titla á 1.995 kr. Vísitala neysluverðs » lækkar ► VÍSITALA neysluverðs í desember lækkaði um 0,1% frá nóvembermán- uði en það jafngildir 0,7% lækkun vísitölunnar á heilu ári. Síðustu þijá mánuði hefur verðbólguhraðinn á mælikvarða vísitölu neysluverðs ver- ið 0,2% og síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 2%. k Kartöflur hækkuðu um 137% sem olli 0,18% hækkkun vísitölunn- J ar og dilkakjöt hækkaði um 4,6% f sem olli 0,04% hækkun vísitölunn- ar. Hins vegar varð 9,4% lækkun á grænmeti og ávöxtum til þess að lækka vísitöluna um 0,22% og lækkun á markaðsverði húsnæðis um 0,4% olli 0,04% vísitölulækkun. Vísitala neysluverðs er 174,2 stig í desember og gildir sú vísitala einn- ig til verðtryggingar, en vísitala } fyrir eldri skuldbindingar sem mið- „ ast við lánskjaravísitölu er 3.440. F Athugasemd við frásögn Afstaða borgarstjóra til Asmundarsalar * INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, að slík lausn finnist... En það er k borgarstjóri, hefur gert athuga- líka alveg ljóst, að ef við ætlum að 9 semd við ummæli, sem eftir henni leysa vanda leikskólabarna í borg- voru höfð hér í blaðinu í gær úr ræðu á fundi borgarstjómar Reykjavíkur í fyrradag. I frétt Morgunblaðsins í gær um umræður í borgarstjórn í fyrradag, þar sem rætt var um Ásmundarsal við Freyjugötu sagði m.a.: „Hún (þ.e. Ingibjörg Sólrún) sagði að í nokkurn tíma hefði það verið skoð- að, hvort Ásmundarsalur mundi henta undir leikskóla. Þegar það svo fréttist, að tilboð hefði borist í húsið hefði verið ljóst, að hrökkva yrði eða stökkva. Mótmæli, sem borist hefðu yrðu skoðuð en vega þyrfti og meta, hvort þjónustan, sem ætti að veita, væri ekki það mikilvæg að ganga þyrfti gegn mótmælunum." Það er síðasta setningin, sem borgarstjóri telur, að ekki sé rétt eftir höfð. í ræðu sinni sagði borgarstjóri orðrétt: „En það hafa verið rök uppi í þessu máli í þá veru, að þetta hús eigi með einum eða öðrum hætti að nýtast myndlistinni í borg- inni og við í Reykjavíkurlistanum erum tilbúin til að hlusta á þau rök, en við viljum að sjálfsögðu tryggja það að hægt verði að leysa vanda leikskólabarna, sem búa í þessu hverfi og það sé hægt að fínna einhveija heildarlausn á mál- inu og fyrir því mun ég beita mér inni og koma fyrir leikskólum í þegar byggðum hverfum, þá er ég að tala almennt um þetta núna, þá hljótum við að þurfa að bera niður með byggingar á einhveijum lóðum, þar sem ekki hafa verið hús fyrir eða við hljótum að þurfa að bera w niður í stórum íbúðarhúsum, þar sem hafa verið íbúðir áður, en yrði þá leikskóli eftir. Og það er alveg | ljóst, að í hvert eitt sinn, sem við gerum það og það höfum við þegar fengið að reyna þá verða einhver mótmæli og við slíkar aðstæður verða menn einfaldlega að vega það og meta, hvort þessi þjónusta skipti íbúana það miklu og sé það inikil- væg fyrir barnafjölskyldur í borg- inni að menn séu þá tilbúnir til að k ganga gegn þeim mótmælum, sem upp koma eða hvort þeir vilja ein- • faldlega haga málum þannig að vjð | hrekjumst hér hús úr húsi, lóð af lóð og án þess að leysa vanda þess- ara barna. Á einhvetjum tíma- punkti í þessum hverfum, þegar byggðum hverfum borgarinnar, verðum við að taka slaginn um leik- skólarými fyrir þau börn, sem eru á biðlista hjá Dagvist barna.“ Eins og sjá má af samanburði á | ummælum borgarstjóra og því, sem | haft var eftir borgarstjóra hér í r blaðinu gætir þar ónákvæmni, sem I Morgunblaðið biður velvirðingar á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.