Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ -H NEYTENDUR Reimar flarlægðar úr útifatnaði barna FRAMLEIÐENDUR barna- fatnaðar víða um heim eru óðum að hætta að nota reimar í úlpur og annan útivistarfatnað. Herdís Storegaard hjá Slysavarnafélagi Islands segir að á síðustu árum hafi að minnsta kosti komið upp sex tilfelli hérlendis þar sem böm hafi verið nálægt því að hengjast í reimum útifatnaðar. Að hennar sögn hafa að minnsta kosti tveir stórir fram- leiðendur útifatnaðar hér á landi þ.e.a.s. Max og 66°N þegar hætt að nota reimar í fatnað sinn. 10 börn létu lífið og 42 slösuðust Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa gefið út leiðbeiningar fyrir fram- leiðendur barnafata þar í landi svo og foreldra um aðrar lausnir en reimar í baraaföt. Síðastliðin 10 ár létu 17 banda- rísk böm lífið og 42 slösuðust þegar reimar festust t.d. í leik- tækjum eða hurðum skólavagna. Þegar hafa þekktir fatafram- leiðendur þar i landi ákveðið að fara eftir þessum leiðbeiningum og hætta að nota reimar. Þar á meðal eru t.d. fyrirtækin Os- hkosh B’Gosh, Nike og Levi Strauss. Herdís segist binda vonir við vöruöryggislögin sem liggja núna fyrir Alþingi til samþykktar því uppúr því segir hún að hægt verði að beita sér fyrir því að enginn fatnaður verði seldur með reim- um í. „Þessi vöruöryggislög hafa þegar tekið gildi í Finnlandi og þar má ekki selja fatnað með reimum í.“ Herdís segir að einnig sé búið að banna reimar á leik- skólum í Danmörku vegna tveggja dauðaslysa sem urðu af þeirra völdum og talsvert lengi hefur verið bannað að nota reim- ar í Bretlandi. - Ef foreldrar fjarlægja reim- ar úr fatnaði barna sinna hvað er þá hentugt að nota í staðinn? „Eg hef mælt með að teygja sé þrædd i hettuna og hún síðan rykkt eins og vill og þrædd föst.“ Morgunblaðið/Kristinn FRAMLEIÐENDUR barna- fatnaðar eru víða hættir að nota reimar í úlpur og annan útivistarfatnað vegna slysa- hættu. Síðastliðið vor varð slys í grunnskóla hérlendis. Barn festi reimar sem voru neðan á úlpunni og hlaut högg við kviðarhol af þeim sökum. Herdís segir að því sé ekki nóg að fjarlægja reimar við háls bamsins, allar reimar þurfí að losa sig við. Hettan á ekki að vera föst við gallann „Ég hef verið að skoða slysið sem varð fyrir nokkra á lítilli stúlku í Vestmannaeyjum. Hetta stúlkunnar hafði krækst í hand- fang vegasalts og mátti ekki miklu muna að illa færi.“ Herdis segist því vilja ráðleggja þeim sem ætla að kaupa útifatnað á börn sín að velja ekki hettur sem etu festar við galla heldur sem losna auðveldlega. Ekki er átt við hnepptar hettur því i þessu tilviki var hún hneppt og tölurnar gáfu sig ekki. Best er að hettumar séu festar með smellum eða frönsk- um rennilási. Herdis segir að víðsvegar i Evrópu sé verið að ræða um ör- yggismál barna og þar á meðal fatnað. Þeir sem framleiða viður- kenndan fatnað hafa tekið reimar úr notkun og útbúið vasa fyrir hettu þannig að þegar hún er ekki i notkun er henni smeygt niður í sérstakt hólf á flíkinni. Morgunblaðið/Ásdís ‘ KRISTÍN Stefánsdóttir og Kristín H. Friðriksdóttir með eintök af förðunarmyndbandinu. Förðunar- myndband komið á markaðinn KOMIÐ er á markaðinn förðunar- myndband sem sýnir á einfaldan hátt öll helstu atriði dag- og kvöld- förðunar. Fjórar konur frá 17 ára til sjö- tugs eru farðaðar frá grunni og sýndur munur á dag- og kvöldsn- yrtingu. Mikil áhersla er lögð á nauðsyn þess að húð sé hrein og vel nærð. Einnig er farið vel yfir notkun þeirra snyrtivara og áhalda sem þarf að hafa við höndina til förðunar dags daglega. Förðunarmeistararnir Kristín Stefánsdóttir og Kristín H. Frið- riksdóttir, sem báðar byggja á áralangri reynslu í förðun, eru umsjónarmenn myndbandsins. Kristín Stefánsdóttir er marg- faldur íslandsmeistari í förðun og hefur farðað fólk á forsíður allra helstu tímarita landsins sl. ár. Hún starfar einnig við förðunarkennslu í íjölbrautaskóla Breiðholts og hefur staðið fyrir námskeiðahaldi í förðun til margra ára. Kristín H. Friðriksdóttir hefur yfírumsjón með allri förðun fyrir Islenska útvarpsfélagið og hefur jafnframt starfað við leikhúsförð- un og farðað fólk á forsíður tíma- rita. Vari með til- boð á öyggis- skerfum VARI hf. býður nú viðskiptavinum sínum þráðlaust fjölvarnarkerfi fyr- ir heimili án sérstaks endurgjalds. Kerfíð inniheldur stjómstöð, 2 hreyfiskynjara, reykskynjara, vatnsnema og þráðlausa fjarstýr- ingu með innbyggðum neyðar- hnappi. í úttekt Morgunblaðsins í síðustu viku á öryggiskerfum og verðstríði Securitas og Vaktar24 var haft eft- ir Viðari Ágústsyni, framkvæmda- stjóra Vara, að félagið hefði að svo stöddu ekki sambærilegt öryggis- kerfí og Securitas og Vakt24. Að sögn Karls Ágústssonar hjá Vara er það misskilningur, fýrirtækið bjóði sambærileg kerfí, en hafí þarna ekki verið með í gangi sams- konar tilboð og hin félögin tvö. Öryggiskerfið sem nú er í boði er lánað endurgjaldslaust, en mánað- argjald er 4.378 krónur. Salmon- ellumeng- un í sviða- hausum RANNSÓKNIR á salmonellumeng- un í sviðum hafa leitt til þess að Hollustuvernd og Embætti yfírdýra- læknis vilja ítreka tilmæli til al- mennings og matreiðslumanna um ástundun varúðar og góðrar hrein- lætisvenju við meðhöndlun og mat- reiðslu á hreinsuðum og óhreinsuð- um sviðum. í tilmælunum er sérstök áhersla lögð á að frosin svið séu tekin tíman- lega úr frysti þannig að þau séu fullþýdd þegar suða hefst. Þá skulu öll ílát sem notuð hafa verið við meðhöndlun á hráum hreinsuðum og óhreinsuðum sviðum þrifín vand- lega og þess gætt vel að úrgangur eða blóðvatn úr sviðum komist ekki í snertingu við matvæli sem eru fullsoðin eða tilbúin til neyslu. Eins skal tryggja að hrá svið séu nægi- lega vel soðin þar sem salmonella og flestir aðrir sýklar drepast í full- soðnum sláturafurðum. Þá skal gæta þess vel við geymslu við- kvæmra matvæla að þau standi ekki við stofuhita heldur geymist í góðum kæli (undir 4°C) og ef halda á tilbúnum mat heitum, verði það gert við hærra hitastig en 60°C þar til neysla fer fram. Tekið er fram að í þeim tilvikum sem salmonella hefur greinst í svið- um hefur dreifíng þeirr a verið stöðv- uð. .....♦ ♦ *---- Veisluþjónust- anMensatek- ur til starfa í BYRJUN desembermánaðar var opnuð veisluþjónustan Mensa að Tryggvagötu 16 í Reykjavík. Nafn þjónustunnar, Mensa, er það sama og var á veitingastofu sem rekin var í Lækjargötu um árabil en hætti um áramótin 1985-86. Viðskiptavinum veisluþjónustunn- ar stendur til boða að kaupa þar veitingar fyrir hvort sem er stórar veislur eða smáar og fá tilboð og ráðleggingar ef því er að skipta. y 4 eícfÁúsíc) bragðmikil smásaga frá r/ uetar mni Borðgrill • GRILL CONTACT Hitnar á 10 mlnútum. Vatn í bakka undir grillinu dregur úr lykt. Viðloðunarfrí grillplata sem er auðvelt að þrífa. Djúpsteikingarpottur • MINUTE SNACK Lltill og nettur fyrir litla skammta. Steikir einn skammt af ffönskum á 5 mfnútum. 5.300 Jíeitt <*) Soli Kaffikanna • . CAFÉ SELECTION Milt eða sterkt, þitt er valið. 90 gráðu vatnshiti og 80-85 gráðu kaffihiti. 1200Wog lagar 1,51 á 8 mínútum. S»fc an ■iÁ Ávaxta- og grænmetispressa • 200 Wog 14.000 snúninga. Tekur 500 g í einu og skilar safa í 2 glös af ávaxtasafa í senn. Sins oyl‘la — Bamaborgari • KID BURGER. Steikir hamborgara á 7 mínútum og hitar brauðin um leið. Með viðloðunarfrírri húð sem er auðvelt að þrífa.. S„eídtilfln Brauðrist • 850 W hitavarin brauðrist með rafeindastýrðum tlmastilli sem trýggir jafnari glóðun. Mylsnubakki sem er ðvelt að losa. iS| BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 8, sími 553 8820 -oyA -fétt eii fx*ð Hakkavél • Hakkar 300 g af kjöti á 10 sekúndum og fer létt með lauk, súkkulaði, möndlur, ost o.fl. 750 w, 8.000 snúningar á mlnútu. Fáanleg fyrir blandara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.