Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 55 BRÉF TIL BLAÐSIIMS • • Umhyggja fyrir hinum ungu i Oryggisbún- aði reiðhjóla ábótavant Frá Þóru Stefánsdóttur: g MIG LANGAR til að koma með ábendingu til fólks sem hjólar mikið og á börn sem nota hjól. Þessir ein- | staklingar sem eru hjólandi eftir að skyggja tekur, búa margir við falskt öryggi, þar sem hjólin eru eingöngu útbúin með glitmerkjum. Þessi merki eru ekki eins örugg og margir halda því að það fer eftir því hvemig ljós bíls sem mætir þeim, fellur á merk- ið, hvort bílstjórinn sér þau eða ekki. Hjólin sjást vel ef komið er að frá . hlið. Nauðsynlegt er að hjól sem Í notuð eru á kvöldin séu útbúin með lukt. Þessir lugtir eru áreiðanlega 4 ódýrari en mannslíf. Lögreglumaður ' í Hafnarfirði sem ég ræddi við er mér sammála, en að hans sögn er lítið hægt að gera annað en að tala við og upplýsa hjólreiðafólk. Hann sendi mér ljósrit af reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. 4. grein í þessari reglugerð er svona: „Reiðhjól skal vera búið rauðu þrílitu glit- merki að aftan og hvítu að framan. ({ Á báðum hliðum fótstigs skulu vera ‘ hvít eða gul glitmerki. Gul eða hvít i glitmerki skulu vera í teinum hjóls- * ins. Reiðhjól sem notað er í myrkri eða skertu skyggni skal búið ljó- skeri að framan sem lýsir hvítu eða gulu ljósi. Ljóskerin skulu vera fest við hjólið. Ljóskerið að framan skal lýsa nægilega vel án þess að valda glýju.“ Við skulum öll taka höndum sam- an og hjálpa lögreglunni við að farið I sé eftir þessu. Það er fyrst og fremst •5 okkar að sjá um öryggi barnanna. j ÞÓRA STEFÁNSDÓTTIR, Brekkugötu 16, Hafnarfirði. Frá Ómari Smára Ármannssyni: í GREIN Kristjáns Ragnars Ás- geirssonar á lesendasíðu Morgun- blaðsins 7. des. sl. fjallar hann um afstöðu sína til lækkunar áfengis- kaupaaldurs í framhaldi af grein sém undirritaður ritaði í sama blaði þar sem tíunduð voru sérstaklega þau rök sem mæla gegn slíkri lækkun. Af gefnu tilefni taldi und- irritaður ástæðu til að koma þeim rökum á framfæri, en hann gerir sér eftir sem áður fulla grein fýrir því að með hveiju máli eru bæði rök með og á móti. Vegna athuga- semda KRÁ þar sem hann segir að sér finnist „áðurnefnd grein líka full af fordómum" og að þeir stafi „af því að höfundur er aðstoðaryf- irlögregluþjónn og fær því bara að kynnast dökku hliðinni á okk- ur“, þ.e. unglingunum. Til að taka af allan vafa er rétt að það komi fram að undirritaður hefur enga fordóma gagnvart unglingum, enda hefur hann sjálf- ur verið unglingur eins og aðrir fullorðnir, hann hefur starfað mik- ið með unglingum og kynnst fjöl- mörgum þeirra í leik og starfi, hann á sjálfur ungling, hann hefur vegna starfa sinna að forvarnar- málum kynnst flestum jákvæðum viðfangsefnum unglinga og gerir sér fullkomlega grein fyrir hvers þeir eru megnugir þegar þeir nýta gáfur sínar til góðra verka. Fátt er verðmætara en heilbrigt og skynsamt ungt fólk. En þegar að því er vegið geta hinir ábyrgu full- orðnu ekki skorist undan og látið mál sem hér hefur verið til umfjöll- unar, sem og önnur sambærileg, afskiptalaus. Sérstaklega á það við þá sem hafa einnig þekkingu á „dökku hliðunum“. Þeir, sem ekki hafa kynnst þeim hljóta óneitan- lega að eiga erfiðara með að tjá sig um slík mál með jafn ábyrgum hætti. Vegna annarrar athugasemdar KRÁ er rétt að geta þess að skv. skilgreiningu barnaverndarlaga eru börn einstaklingar innan 16 ára aldurs, en ungmenni einstakl- ingar 16-18 ára. Hugtakið ungl- ingur er ekki skilgreint þar sér- staklega. Frægur maður sagði eitt sinn að „þegar við berum ekki lengur umhyggju fyrir hinum ungu held ég að verki okkar sé lokið í þessum heimi“. Að þeim orðum mætti margur hyggja nú sem endranær. ÓMAR SMÁRIÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS H kerfisþróun hf. 01 Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 587 1410 fyrir stráka og stelpur. 3 Stærðlr: 35x25x20cm kr. 35x45x20cm kr. 35x45x25cm kr. Jólagjöfin mín fæst í Magasin. ( i ( i i ( ( i ( i ( ( 4 ( Hallgrímskirkja á vígsludegi? Bænhúsið á Núpsstað? Prýði Norðurlands? Djásnið á hálsi Kópavogs? Því svarar þú einn. Ljóðabók, myndabók og fræðibók eftir Jón Ögmund Þormóðsson um fjársjóði kirknanna, kristninnar og sögunnar okkar. Fjörutíu Ijóð í einum Ijóðaflokki um nokkrar fegurstu kirkjur íslands. Stór litljósmynd tengist hverju Ijóði. Skýringar, t.d. um fyrirmyndina að turni Hallgrímskirkju og fjölda flísanna í altaristöflunni í Skálholti, tilvitnanir í Biblíuna og aðrar trúarheimildir, svo sem hvar sagan um eyri ekkjunnar sé geymd, ítarleg orðaskrá, vandaður útdráttur á ensku o.fl. Ort um áttundu hverja kirkju, skrifað um fjórðu hverja kirkju. A kærleiksstundu getur hjarta þitt verið fegursta kirkjan á íslandi. FRÓDI BÓKA & BL4ÐAÚTGÁFA HÉÐINSHÚSIÐ SÍMI: 515 5500 SELJAVEGUR FAX: 515 5599 m - • ER FEGURSTA KIRKJAN Á ÍSEANDII FEGURSTU KIRKJUNNI ÁÍSEANDI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.