Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Rekstur SÍF og dótturfyrirtækja gengur vel í ár Hagnaður eftir skatta 25 milljónum meiri en í fyrra REKSTUR Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda hf. og dótturfélaga þess gekk vel fyrstu níu mánuði árs- ins 1995. Hagnaður fyrir reiknaða skatta nam 147 milljónum króna samanborið við 111 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður eftir reiknaða skatta nam 115 millj- ónum króna, en var 90 milljónir fyrstu níu mánuði ársins 1994. Heild- arvelta SÍF og dóttur félag þess fyrstu níu mánuði þessa árs var um 7 milljarðar króna, sem er um 8% veltuaukning miðað við sama tímabil á fyrra ári. Gunnar Örn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, segir að skýringa á auknum hagnaði SIF sé að leita í minni útflutningskostnaði. Lækkun útflutningskostnaðar stafi aðallega af meiri gæðum söluafurða, sem komi fram í færri kröfum kaupenda vegna galla. „SlF hefur undanfarin misseri lagt mikla áherzlu á gæði í saltfiskframleiðslu og haldið úti öflugri eftirlitsdeild, sem hefur það hlutverk að vinna með framleiðend- um að bættum gæðum afurðanna. Aukinn skilningur framleiðenda á mikilvægi gæða hefur skilað þeim aukinni hlutdeild í endanlegu sölu- verði á saltfiskmörkuðunum. Útborg- unarhlutfall til framleiðenda var þannig 1,4 prósentustigum hærra fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson. Eigið fé 772 milljónir króna Eigið fé SÍF og dótturfélaga nam 772 milljónum króna í septemberlok og hafði aukizt um 194 milljónir króna eða tæplega 34% frá sama tíma í fyrra. Heildarútflutningur SÍF á söltuðum og hertum afurðum var 20.269 tonn fyrstu níu mánuði þessa árs, en á sama tímabili í fyrra flutti SÍF út 22.129 tonn. Sé rekstramiðurstaða fyrstu níu mánuðina 1995 reiknuð til heils árs, telst arðsemi eigin fjár vera rúmlega 22%, sem er svipuð arðsemi og á sama tíma í fyrra. Arðsemi eiginfjár allt síðasta ár var 24%. Gengi hlutabréfa hefur hækkað um 86% í ár Gengi hlutabréfa í SÍF var 1,1 um síðastliðin áramót, en viðskipti voru með bréf í félaginu um miðjan nóv- ember síðastliðinn á genginu 2,05, sem er 86% hækkun á viðskipta- gengi bréfanna. Gunnar Örn segir að horfur um rekstur SÍF og dótturfélaga séu góð- ar fyrir síðustu þtjá mánuði ársins. Ársfundur Rannsóknastofnunar fiskiðanaðarins Framlag* ríkisins til RF hefur aldrei verið minna VERKEFNASKORTUR er ekki vandamál hjá Rannsóknastofnun fískiðnaðarins heldur fremur að velja úr þeim ótal hugmyndum og verkefn- um sem stofnuninni berast. Þetta kom fram í ræðu Gríms Valdimars- sonar, forstjóra, á nýafstöðnum árs- fundi RF. í erindi sínu fór hann yfír starf- semina á árinu. Þar kom meðal ann- ars fram að framlag ríkisins hafí aldrei verið jafn lágt hlutfall af veltu RF eins og á þessu ári eða 37%, en í fyrra hafí það verið 45%. Framlag sjávarútvegsráðuneytisins hafí hins vegar verið 5% bæði árin. Styrkir frá erlendum rannsóknasjóðum hafí þre- faldast sem hlutfall af veltu og séu 6%. Fjárframlög íslenskra fyrirtækja séu jafn hátt hlutfall af veltunni og hafí tvöfaldast. Grímur segir að 33 verkefni RF hafí verið styrkt af Rannsóknarráði íslands, 5 af Norræna iðnaðarsjóð- inum og 3 af rannsóknasjóðum ESB. 5 verkefni í viðbót bíði afgreiðslu ESB, en þar sé fylgt þeirri stefnu að veita stóra styrki til fárra verk- efna. RF fáist við 34 rannsóknaverk- efni á þessu ári, en þar af fari sex yfir milljón króna. Þá fáist RF við 65 þróunarverkefni og séu 8 með veltu yfír milljón króna. í ræðu sinni nefndi Grímur nýlega könnun, þar sem komið hefði í ljós að fískur virtist af mun misjafnari gæðum en önnur matvæli á neyt- Styrkir frá er- lendum sjóðum hafa þrefaldast endamarkaðinum í Evrópu. „Samtök evrópskra neytendasamtaka gerðu könnun í Evrópu þar sem þau fóru á markaði, tóku sýni af físki og veltu því fyrir sér hvernig matvæii þetta væru. Niðurstaðan var mjög misjöfn eft- ir löndum, en heildamiðurstaðan var sú að allt að 40% af þeim ferska fiski sem könnunin náði yfír rétt náði lág- marksgæðum. Ef hann hefði verið aðeins lélegri hefði honum verið kast- að út af markaðinum. Á Spáni og í Hollandi dæmdist 19% ferska físksins óhæfur til neyslu, en almennt kom ferski fískurinn vel út í Frakklandi. Það sem ég sé við þetta er að Islendingar eru með mun betri físk en aðrir og við höfum viss tækifæri til að styrkja gæðaímynd íslensks físks, enda fara gæði bráð- um að verða útgangspunktur í sölu á fiski í heiminum." Ungt fólk í Evrópu borðar lítið af fiski Grímur nefndi það líka að fyrirtæki í Bretlandi hefði gert neyslukannanir með athyglisverðum hætti. Það hefði 8.500 einmenningstölvur inni á heim- ilum í 4 til 5 löndum og þegar fólk væri búið að gera innkaupin tæki það tölvuna og skannaði vörurnar inn. „Niðurstöður úr könnunum fyrir- tækisins eru þær að langflestir sem borði físk í Evrópu séu komnir yfír miðjan aldur. Þetta kom nýlega fram á ráðstefnu sem ég sat nýlega. Fyrir- lesarinn sagði að mjög mikið af ungu fólki smakkaði ekki einu sinni físk. Fyrirlesarinn hafði það á orði að ef hann ætti sitt undir þessari atvinnu- grein væri hann óttasleginn, því ekk- ert segði að ungt fólk sem borðaði ekki fisk í dag, breytti því þegar það yrðj um fimmtugt. Á sömu ráðstefnu kom fram að neytendur í Evrópu eru mjög meðvit- aðir um hollustu fisks. Hins vegar eru fáir sem vita hve góður hann er á bragðið og hversu fljótlegt er að matreiða hann. Það er mjög algengt að fólk kunni ekki einu sinni að elda hann.“ Tækifæri í Suðaustur-Asíu „íslendingar þurfa að beina sjón- um sínum í meira mæli til Suðaustur Asíu,“ segir Grímur. „Kaupmáttur í Taiwan gæti t.d. innan fárra ára orðið álíka mikill og í Japan og einn- ig er hagvöxtur í Suður Kína mjög mikill og sagt að þar sér skortur á góðum fiskafurðum.“ Það sem hann segir vera spenn- andi við þessa markaði er að þessar þjóðir borði fískafurðir sem Evrópu- menn og Bandaríkjamenn líti ekki við. Þeir kunni að meta fískhausa, þurrkaðan og hálfþurrkaðan fisk, ýmsar aukaafurðir o.s.frv. íslending- ar veiði t.d. milljón tonn, sem hægt sé að vinna til manneldis: „Það er alveg sama á hvaða markað loðna er sett sem manneldisafurð, það fæst alltaf margfalt verð á við það sem fæst ef unnið er úr henni lýsi eða mjö!.“ Kavíar og þunnildi úr háf Að umræðum og ræðuhöldum loknum fengu gestir að gæða sér á ýmsum afurðum sem RF hefur unnið að. Á meðal þess sem var á boðstól- um var ný gerð kavíars úr grásleppu- hrognum. „Varan er mjög góð og verið er að selja hana á mun hærra verði en hefðbundinn kavíar," segir Grímur. „Við erum einnig með loðnuhrogn sem unnin hafa verið í kavíar. Ef markaðssetningin gengur up geta verið gífurlegir fjármunir þarna í húfí.“ Auk þess var fundargestum m.a. boðið upp á þunnildi úr háf, þorskhrogn, rækjukavíar og niður- soðin ígulkerjahrogn. sending affrönsku lömpunum frá le Dauphin ÍM', $; \ ' ; $T ! húsgagnaverslun Síðumúla 20, sími 568 8799. Opið í dag, laugaidag, kl. 10-18 og á morgun, sunnudag, kl. 14-16. FRÉTTIR: EVRÓPA Efasemdir um tillögur Kohls og Chiracs Baden Baden. Reuter, The Daily Telegrraph. ÞAÐ MÁ fastlega gera ráð fyrir að mörg Evrópusambandsríki muni taka dræmt í þá tillögu Frakka og Þjóðveija að einstaka ríki fái að dýpka innbyrðis sam- starf sitt þó svo að önnur ríki vilji ekki samruna á tilteknu sviði. Stjórnarerindrekar sögðu ESB- ríki ekki geta sætt sig við þessa tillögu, sem kynnt var við lok fund- ar Jacques Chiracs Frakklandsfor- seta og Helmuts Kohls Þýskaland skanslara í Baden Baden á fimmtudag ef það hefði í för með sér að Þjóðverjar og Frakkar gætu tekið ákvarðanir án þeirra. Einnig óttast menn að þetta hafi í för með sér að hægt verði að útiloka ríki frá því að ganga inn í sam- starfið ef þau eru ekki með frá upphafi. Flestir fréttaskýrendur eru sammála um að fátt nýtt sé í tillög- um Chiracs og Kohls fyrir ríkja- ráðstefnuna þrátt fyrir að embætt- ismenn hafi lagt mikla vinnu í að móta sameiginlegan stefnugrund- völl ríkjanna. Eina nýmælið er til- lagan um að sum ríki geti farið hraðar í samruna en önnur. Að mati flestra er tillögunni bent gegn stjórn íhaldsmanna í Bretlandi. Það má þó búast fastlega við að Bretar yrðu ekki þeir einu sem hefðu efasemdir um ágæti slíkrar tillögu ekki síst ef það þýddi að einungis þau ríki er færu út í sam- runann mættu taka ákvarðanir á því sviði. Minni ríki viðkvæm Einn stjórnarerindreki benti á að minni ESB-ríki væru mjög við- kvæm fyrir því að verða útilokuð frá ákvörðunum og að túlka mætti þetta sem tilraun Þjóðverja og Frakka til að ná völdum innan Evrópusambandsins. Mörg dæmi er að finna innan Evrópusambandsins um að öll ríki taki ekki þátt í samruna á ákveðnu sviði og má til dæmis nefna Schengen-samstarfið og undan- þágu Breta frá hinum félagslega kafla Maastricht. Hafa margir leiðtogar ESB-ríkja gagnrýnt að öll ríkin taki.ekki þátt í allri þró- un. Embættismenn taka þó fram að eitt sé að pirra sig á slíku en annað að útiloka aðildarríki frá því að hafa áhrif á breytingar á stofnsáttmálanum eða jafnvel koma í veg fyrir að það fái síðar- meir að taka þátt í samruna á viðkomandi sviði. ---— Reuter. CHIRAC og Kohl á blaðamannafundi að loknum fundinum í Baden Baden. Ný aðild- arríki ár- ið 2000? • HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, segir að Evrópu- sambandið gæti árið 2000 sam- þykkt aðildarskilmála fyrir þau ríki Austur-Evrópu, sem lengst eru komin á þróunar- brautinni. í ræðu á þinginu í Bonn á fimmtudag sagði Kohl að raunhæfur möguleiki væri á að þessi ríki gætu hafið aðild- arviðræður um leið og Malta og Kýpur, sex mánuðum eftir að ríkjaráðstefnu ESB Iýkur. Kanzlarinn nefndi Tékkland, Ungverjaland og Pólland sem ríki í þessum hópi. • JOHN Major, forsætisráð- herra Bretlands, segir að ríkis- stjórn hans hafi ekki útilokað að Bretland gerist aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) á næsta kjör- tímabili, sem hefst í síðasta lagi í maí 1997. f svari við spurningu á þingi frá Tony Blair sagði Major að ríkis- stjórnin væri enn að velta fyr- ir sér hvort hún myndi selja fram stefnu sína fyrir ríkjaráð- stefnu ESB í „hvítbók". Hann ítrekaði andstöðu stjórnarinn- ar við að fjölga atkvæða- greiðslum í ráðhferraráði ESB og við að Bretland tæki þátt í félagsmálastefnu sambands- ins. • SIMON Wiesenthal-stofnun- in, sem vinnur m.a. að því að koma lögum yfir stríðsglæpa- menn úr röðum nazista, hefur farið þess á leit við ítölsku stjórnina að hún beiti sér fyrir því að ESB banni nýnazistum, kynþáttahöturum og öfga- mönnum að kynna starfsemi sína á alnetinu. ítalir taka um áramót við formennsku í ráð- herraráði ESB. Simon Wies- enthal tók þetta mál upp sjálf- ur í ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir skömmu: „Tækni án haturs getur orðið mannkyninu til ákaflega mikils góðs, en ef tæknin er notuð í þágu hatursins getur það haft hræðilegar afleiðingar." ( 8 l I. 6 I, I 8 I f f (í < 8 i i > í I < c i f ! i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.