Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 35 +' STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRl: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKATTFRELSI FORSETA ÍSLANDS * OLAFUR Hannibalsson, varaþingmaður Vestfirðinga, er fyrsti flutningsmaður lagafrumvarps um afnám skatt- frelsis forseta íslands, sem hann og fimm aðrir þingmenn hafa lagt fram á Alþingi. Slík breyting á launakjörum forseta Islands er löngu tímabær og við hæfi að Alþingi ákveði slíka breytingu á þessu þingi, þannig að ný skipan mála liggi fyr- ir, þegar gengið verður til forsetakosninga næsta sumar. Það er rétt sem fram kemur í greinargerð flutningsmanna, að telja verði óeðlilegt að launakjör forseta íslands felist að verulegu leyti í skattfríðindum. Kjör þessa æðsta embættis- manns ríkisins eiga að sjálfsögðu að sæta almennum reglum - nútíminn gerir einfaldlega slíkar kröfur og þær á að uppfylla. í annarri grein laga um launakjör forseta íslands frá 10. janúar 1990 segir m.a.: „Forseti íslands hefur ókeypis bú- stað, ljós og hita og er undanþeginn öllum opinberum gjöldum og sköttum." Þetta ákvæði er ekki í samræmi við 78. grein stjórnarskrár- innar, eins og hún hafði staðið frá upphafi og fram til síðast- liðins sumars, þegar hún var numin úr gildi. Þar var kveðið á um að ekki mætti leiða í lög nein sérréttindi sem bundin væru við aðal, nafnbætur eða lögtign. Þegar þetta ákvæði var fellt út á liðnu sumri var það rökstutt þannig í greinar- gerð: „Er gengið út frá því að tvímælalaust sé, að almenna jafnræðisreglan feli m.a. þessa sömu reglu í sér.“ Jafnræðis- reglan er 65. grein stjórnarskrárinnar. Þar segir m.a.: „Allir skulu jafnir fyrir lögum...“ Almenn jafnræðisregla, svipuð þeirri íslensku, er víðast hvar á Vesturlöndum stjórnarskrárbundin. Þar viðgengst þó víða að aðalbornir og konungbornir þegnar séu undanþegnir slíkri jafnræðisreglu. Því er ekki óeðlilegt að spyija hvort.það hafi verið nokkur ástæða til þess að fella þetta ákvæði 78. greinar stjórnarskrár- ' innar út, jafnvel þótt frumvarpshöfundarnir hafi talið, að þessi regla væri innifalin í jafnræðisreglunni og ætti einnig við um forseta íslands. Á Islandi eru hvorki aðalsmenn né konungbornir, en til sanns vegar má færa, að lögtign felist í því að vera forseti Islands, eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu. Sambærilegt frumvarp hefur áður verið lagt fram á Al- þingi, en hlaut þá ekki afgreiðslu. Nútímaleg viðhorf gera kröfu um jafnstöðu manna gagnvart lögum. Hvort sem þjóð- höfðíngi á í hlut, eða aðrir embættismenn, er það skýlaus krafa almennings, að þeir sem aðrir lúti sömu lögmálum gagn- vart öllum þeim gjöldum sem ríkið leggur á þegna sína. Það á jafnt við um skatta, tolla, neysluskatta og virðisaukaskatt. Þingheimur getur ekki horft framhjá almennum viðhorfum samfélagsins í þessum málum aftur. Með þessu er ekki þar með sagt að kjör forsetans þyrftu að rýrna. Þau þyrfti einfaldlega að endurskoða, því þjóðin vill að þannig sé búið að forsetanum að hann geti gegnt embætti sínu af reisn. BORGARINN OG KERFIÐ ERFIÐLEIKAR móður sem komst að raun um að átta ára gamall sonur hennar, var með tíu skemmdar tennur, þótt hann hefði átt að vera undir eftirliti skólatannlæknis, hafa verið raktir hér í blaðinu undanfarna daga. Móðirin hef- ur þurft að legga út töluverðar fjárhæðir til tannviðgerða fyrir soninn eftir að skemmdirnar uppgötvuðust. Hún hóf árangurslitlar tilraunir til þess að leita réttar síns, og var vísað á milli manna í kerfinu. Yfirskólatannlæknir vísaði móðurinni á skólatannlækninn sem átti að hafa eftirlit með drengnum og tannheilsu hans; skólatannlæknirinn veitti enga úrlausn; tryggingayfirlæknir benti móðurinni á að skrifa sér, skólayfirlækni og ráðuneytis- stjóra í heilbrigðisráðuneytinu bréf, til þess að fara fram á úrlausn. í samtali við Morgunblaðið í gær segist Ingibjörg Pálmadótt- ir heilbrigðisráðherra ekki hafa kynnt sér mál móðurinnar og drengsins og bendir á að tannlæknir heilbrigðisráðuneytis- ins hafi yfirumsjón með slíkum málum og ætti að geta ráð- lagt fólki. Það er röng afstaða heilbrigðisráðherra að kynna sér ekki mál sem þetta og vilja vísa móðurinni á enn einn embættismanninn. Augljóslega hefur verið brotinn réttur á móðurinni í þessu máli, sem í góðri trú hélt að tannhirða sonarins væri undir nákvæmu eftirliti. Sú framkoma kerfisins gagnvart borgaranum sem reynir að leita réttar síns, að vísa honum frá Heródesi til Pílatusar, er óboðleg og ætti ekki að líðast. Þar til bær yfirvöld eiga að sjá sóma sinn í því að tryggja rétt móðurinnar og leggja af tillöguflutning um frekari bréfaskriftir. Marel hf. hannar tímamótaþræl fyrir fiskiðnað í samstarfi við erlenda aðila Skoðanakannanir og áreiðanleiki þeirra V élþræll grípur fisk af færibandi Marel hf. er ört vaxandi fyrirtæki, sem sérhæf- ir sig í hönnun og smíði tækja til að auka sjálfvirkni í fískiðnaði. Nýjasta afsprengið er vélþræll, sem tekið getur upp heilan físk hvar sem er á færibandinu og sett í hausunarvél. Jóhanna Ingvarsdóttir heimsótti Marel og fékk auk þess að kynnast nýja vélþrælnum. VÉLÞRÆLL, sem matar hausunarvélar, er nýjasta afsprengi Marels hf. og er vélþræll þessi „alsjáandi" og gerður til að auka sjálfvirkni og hagkvæmni í fiskiðnaði. Hingað til hefur mannshöndin séð um að mata hausunarvélar, en nýja tækið er eitt hið fyrsta í heiminum sem sameinar myndgreiningu og vélþrælatækni á þennan hátt. Enn sem komið er, er ekki hægt að segja hvort um markaðs- vöru verður að ræða þar sem vélþræll- inn er enn á tilraunastigi. Að öllum líkindum líða eitt til tvö ár í viðbót þar til að svör fást við þeirri spumingu. Um er að ræða þriggja ára sam- starfsverkefni inniendra og erlendra aðila sem nú er lokið og hefur frum- gerð verið smíðuð. Fyrir nokkru var hún kynnt erlendu fjármögnunaraðil- unum og skv. sérstakri úttekt dóm- nefndar Esprit, sem er rannsóknasjóð- ur á vegum Evrópubandalagsins, lofar framhaldið mjög góðu. Kostaði 300 milljónir Verkefnið, sem gengur undir nafn- inu Robofish, hófst í ágúst 1992. Verkefnið kostaði 300 milljónir kr. og voru tveir þriðju hlutar fjármagnaðir af Esprit og einn þriðji innanlands. Styrktaraðilar innanlands voru Rann- sóknarráð ríkisins, Iðnþróunarsjóður, Fiskveiðasjóður Islands svo og iðnað- ar-, menntamála- og sjávarútvegs- ráðuneytin. Jafnframt lögðu þátttak- endur fram 50% af fjármögnuninni. Ef að líkum lætur mun framhald verk- efnisins alfarið verða fjármagnað af Evrópubandalaginu þar sem íslend- ingar eru nú orðnir aðilar að þessum sjóði, en voru það ekki í upphafi. Hugmyndin að nýtingu vélþræla- tækni í fískiðnaði kom upphaflega frá Marel hf. og Iðntæknistofnun, sem eru auk Granda hf. innlendir þátttak- endur í verkefninu. „Við erum í raun að tengja saman tvenns konar tækni, annars vegar myndtæknina og hins vegar vélþrælatæknina, en þar sem við höfum mjög takmarkaða reynslu af vélþrælum, leituðum við eftir sam- starfí við Oxford Intelligent Machines í Englandi sem hefur mikla reynslu á þessu sviði, en aftur litla í myndgrein- ingu. Við sameinuðum því krafta okk- ar,“ segir dr. Geir A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Marels hf. Einnig unnu að verkefninu danska fyrirtækið Matcon, háskól- inn í Bristol og gríska fyrir- tækið Hitec. Formflokkari, skurðarvél, rækjuflokkari, rækjuskanni og lengdar- flokkari eru allt tæki, sem Marel hf. hefur hannað og komin eru á markaðinn, en þau eiga það öll sammerkt að byggjast á mynd- greiningu eða tölvusjónartækni, líkt og nýi vélþrællinn. Stjórnað af tölvusjón Dr. Hörður Amarson, þróunarstjóri Marels, segir að nýja tæknin byggist á að aðaltækinu, sjálfum vélþrælnum, því sé stjórnað með tölvusjónarkerfi eða myndavélatækni. „Tekin er mynd af fiskinum þegar hann kemur inn á færibandið svo að vélþrællinn geti „átt- að sig“ á því hvað hann er stór, í hvaða vinnslu hann henti, í hvaða legu hann liggur á færibandinu, hvort hausinn Myndgreiningatækni sendir upplýsingar um stærð og legu fisksins á færibandinu. Gripklóin fer svo af stað og grípur fiskinn af færibandinu og skynjari í klónni skynjar hvernig gripið var. Hún færir síðan fiskinn i hausunarvél. er á undan, á eftir eða út á aðra hvora hliðina. Þessar upplýsingar sendir myndgreiningin inn í vélþrælinn, sem fer síðan af stað þegar fískurinn nálg- ast og grípur um hausinn á fískinum með sérstakri gripkló, sem er með skynjara, sem skynjar hvemig hann var gripinn. Vélþrællinn tekur fískinn upp og leggur hann síðan í hausunar- vél. Þannig getur þessi vélþræll tekið upp físk, sem liggur á ýmsa vegu, í ýmsum stellingum, á færibandinu. Þetta er nokkuð sem aldrei hefur verið reynt áður. Okkar vélþræll er sjáandi með hjálp tölvusjónarkerfísins og þetta er einnig eini vélþrællinn í heiminum sem meðhöndlar heila físka eða aðra eðlissambærilega hluti, sleipa, þunga og sveigjanlega. Aðrir vélþrælar eru þannig úr garði gerð að þeir geta að- eins tekið upp hluti, sem eru alltaf á sama staðnum,“ segir Hörður. Sem stendur annar vélþrællinn tólf fískum á mínútu, sem er um það bil helmingurinn af þvi sem mannshöndin kemst yfir. Aftur á móti er vélþræltinn hannaður fyrir tvær grip- klær og yrðu þá afköstin um 24 fiskar á mínútu með því að bæta annarri gripkló við. Mannshöndin er sögð anna 20-30 fiskum á mínútu. Hörður segir að líklegt sé þó talið að hægt sé að auka afköst einnar gripklóar upp í 18-20 fiska á mínútu. „Það er mjög erfítt og lýjandi að mata hausunarvél klukkutímunum saman og í reynd er erfitt fyrir mann- eskjur að leggja fískinn alltaf ná- kvæmlega á sama hátt í hausunarvél- ina þannig að hámarksnýting náist, en afhausun er nákvæmnisverk hvað varðar nýtingu og þarna er jafnframt verið að meðhöndla dýrmætasta hold- ið á fiskinum. Við teljum að vélþræll- inn, sem leggur fískinn alltaf á sama hátt-í afhausun, eigi að geta náð mun betri nýtingu en manneskja, sem þreytist eðlilega," segir Hörður. Ennþá í þróun Geir segir að verkefnið sé nú búið að sanna að hægt sé að taka fisk upp með vélþræl og setja hann í hausara með svipuðum árangri og kannski betri en maðurinn nær að gera. Eftir sé þó að reyna þetta í frystihúsaum- hverfí og það sé næsta skref í mál- inu. Líklega verði þó ekki af því fyrr en á síðari hluta næsta árs eftir að umsókn um fjármögnun annars kafla hefur gengið á enda í gegnum skrif- ræði Evrópubandalagsins. Allt tæki það sinn tíma. Ekki væri hægt að segja til um hvort varan ætti sér sölu- von fyrr en að prufutímanum liðnum. Geir segir að lokamarkmiðið sé að sjálfsögðu að fá út úr þessari þróunar- vinnu framleiðsluvöru. Oft sé það svo í ferlinu að byijað sé að þróa eitthvað sérstakt, en svo komi eitthvað allt annað út í lokin, jafnvel enn áhuga- verðara en upphaflega hugmyndin gerði ráð fyrir. Hvað þetta verkefni snertir var notkunarsviðið ný tegund vélþræla, sem gætu unnið í fískiðnaði og aukið sjálfvirkni og hagkvæmni. Fyrir valinu varð þetta prófunarverk- efni, sem sé eitt það erfíðasta sem hægt var að fínna, það er meðhöndlun á heilum físki. „Enn er þetta þróunarverkefni í okkar huga þótt árangur og mat dóm- nefndar sé ótvíræður og veki vonir. Þær jákvæðu niðurstöður hljóta að vera mjög ánægjulegar fyrir þá starfs- menn okkar sem unnið hafa að verk- efninu, en um er að ræða fjóra menn undir foiystu Jóns Benediktssonar rafmagnsverkfræðings. Mat dóm- nefndar gefur ótvírætt til kynna að okkar starfsmenn eru að vinna vinnu, sem er á heimsmælikvarða. Þetta er ekki síður viðurkenning fyrir Iðn- tæknistofnun, þar sem tæknileg verk- efnisstjórnun heildarverkefnisins var í höndum Ingvars KriStinssonar, verk- fræðings á Iðntæknistofnun. Þessar jákvæðu undirtektir þýða það líka að von er á auknu íjármagni frá Esprit í framhald verkefnisins vegna þess að staðið hefur verið vel að verki og trú manna er sú að varan eigi sér góða markaðsmöguleika." Vaxandi fyrirtæki Marel hf. var stofnað árið 1983. Það er almenningshlutafélag, en stærsti einstaki eignaraðilinn er Burðarás hf. með um 40% hlut. Geir segir að fyrirtækið hafi átt í vissum byijunarerfíðleikum á árunum 1987-88, ef til vill vegna þess að menn voru of bjartsýnir í upphafi. „Á móti kemur að séu menn ekki bjart- sýnir, verða engin fyrirtæki stofnuð. Svo einfalt er það. Mjög algengt virð- ist að ný fýrirtæki fari í gegnum viss erfiðleikatímabil, kannski vegna of mikillar bjartsýni eða reynsluleysis, en misjafnt er hvenær það dynur yfir. Hjá okkur gerðist það fjórum árum eftir stofnun fyrirtækisins. En það má með sanni segja að frá árinu 1989 hafí starfsemin gengið mjög upp á við eftir að við fórum í auknum mæli að tileinka okkur myndgreining- artæknina. Árið 1986 fór Hörður til Danmerkur þar sem hann var í þrjú ár við að kynna sér þessa tækni. Síð- an hann kom heim 1989, höfum við stöðugt verið að auka starfsemi Mar- els á þessu sviði. Nú þegar erum við komnir með mikið af vörum í fram- leiðslu sem byggjast á þessari tækni og er vélþrællinn aðeins viðbótarskref á þeirri braut. Við erum að auka notk- unarsviðið," segir Geir. Hann segir að stöðugt sé unnið að vöruþróun, en stóru skrefin komi kannski ekki nema einu sinni á ári eða jafnvel einu sinni á tveggja ára fresti. „Nýjasta tækið okkar er skurð- arvél, sem kom á markaðinn á síðasta ári og gengið hefur mjög vel. Núna erum við að kanna hvort vélin geti Trú okkarer sú aö varan eigi sér góða markaðs- möguleika Morgunblaðið/Þorkell INGVAR Kristinsson, verkfræðingur hjá Iðntæknistofnun, Hörður Arnarson, þróunarstjóri hjá Marel, Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, og Jón Benediktson rafmagns- verkfræðingur við vélþrælinn. NÝI vélþrællinn getur leyst af mannshöndina, sem hingað til hefur matað hausunarvélar. Vélþræll ERFIÐLEGA hefur gengið að ilnna íslenzkt nýyrði yfir það verkfæri, sem kallað hefur verið robot á er- iendum tungumálum. Það er verk- færi sem með sjálfvirku stýrikerfi vinnur ýmis einhæf störf, til dæmis að færa hluti á milli staða í vinnslu- ferli í verksmiðjum og leysir mann- inn þar af hólmi. í málinu er til nýyrðið vélmenni, en það er þó þeim annmörkum háð að það lýsir verk- færum af þessu tagi ekki nægilega vel, enda er þeim ekki endilega ætlað að líkjast mönnum. Tökuorðið róbóti hefur náð nokkurri fótfestu í íslenzku máli eins og vélmenni. Róbóti fellur að íslenzku hljóðkerfi að því leyti, að það tekur beygingum og á sér náið skyldmenni í tökuorð- inu ábóti. Hvorugt þessara orða er þó á finna í Orðabók Menningar- sjóðs frá árinu 1992. Gísli Jónsson cand. mag. notar orðin vélmenni og robbi nokkuð jöfnum höndum í þýðingu sinni á Sögu mannkyns, Ritröð AB, sem gefin var út 1993. Orðið robbi hefur hann frá Páli Bergþórssyni, fyrrum veður stofustjóra. Baldur Jónsson, forstöðumaður Islenzkrar málstöðvar, segir að orð- ið vélmenni nái ekki nægilega vel yfir það hugtak, sem því er ætlað. Orðið róbóti sé í sjálfu sér ágætis tökuorð og kannski illskársti kost- urinn, meðan ekki finnist betri orð, en íslenzk málnefnd mun ekki hafa tekið af skarið. Morgunblaðið hefur kannað upp- runa orðsins robot. I íslenzk-enskri orðabók er orðið vélmenni þýtt með robot og í annarri orðabók, ensk- íslenzkri er robot þýtt með gervi- maður. í erlendri orðsifjabók er robot sagður vélbúnaður sem vinni mannsverk og er þar vísað til tékk- nesks uppruna orðsins. I Oxford- orðabókinni er orðið robot rakið til robota (forced labour) sem Karel Capek (1890-1938) hafi notað í leik- ritiyfir eins konar vélmenni, sem voru látin vinna einhæf störf, eigin- lega vélþræla. Morgunblaðið mun því að svo komnu máli nota orðið vélþræll sem þýðingu á orðinu robot, eða þangað til nýtt og betra orð á þetta fyrir- bæri er komið í leitirnar. nýst í öðrum iðngreinum en fiskiðnaði eingöngu. Það á eftir að koma í ljós.“ Marel hf. hefur selt vörur til yfír 40 landa og allra heimsálfa að undan- skildu Suðurskautslandinu, eins og framkvæmdastjórinn orðar það. 85% af heildarvörusölunni er á erlendan markað og stefnir sá hluti vörusölunn- ar í 900 milljónir króna á þessu ári. Starfsfólki hefur fjölgað ört hjá fyrirtækinu á undanförnum árum. Fyrir fimm árum voru starfs- menn 40 talsins, en telja nú 110. Höfum selt vörur til yfir fjörutíu landa og allra heimsálfa Hörður segir það engu máli skipta fyrir erlenda Ijármögnunaraðila hvort hugvitið komi frá smáþjóð eða stór- þjóð. Horft sé til þekkingar, getu og verka fyrst og síðast. „Ef við getum sýnt fram á að við erum þess megnug að beita hátækni í matvælaiðnaði, gerir það að verkum að við erum tald- ir áhugaverðir samstarfsað- ilar.“ Að lokum segja þeir Geir og Hörður að ekki sé tíma- bært að segja til um hvað vélþrællinn komi til með að kosta, verði hann gerður að Þeir Geir og Hörður segja ' þetta vélþrælsverkefni vera hið lang- stærsta sem Marel hafí unnið að í sam- starfí við erlenda aðila. Aðspurðir um íslenskan opinberan stuðning við vöru- þróunina, segja þeir að fyrirtækið hafi vissulega notið stuðnings frá rann- sóknasjóðum ýmsum vegna nýsköpun- ar. „Eflaust gætu stjómvöld gert meira enda hefur það sýnt sig að sé vel með þá fjármuni farið geta þeir stuðlað að mikilli nýsköpun, nýjum störfum og auknum tekjum. Rétt er þó að taka fram að opinber stuðningur hefur aldr- ei verið meiri en 10-20% af því sem við leggjum í vöruþróun þegar hann hefur verið mestur." ..... markaðsvöru síðar. „Hins vegar vinnum við almennt út frá því að ekki sé grundvöllur fyrir sölu nema hún borgi sig upp á einu ári. Spuming- unni um hvort hægt verði að framleiða tækið miðað við þessar kostnaðarfor- sendur er enn ósvarað, en sú gáta ræðst i næsta þætti verkefnisins. Þá verður aðaláherslan lögð á að bæta nýtinguna. Eftir er að sanna hvort 1% nýtingarbati náist í fískvinnsluum- hverfl og ef hægt verður að ná því með því að gera það 3-4 milljónum kr. dýrara í sölu, verður það gert. Til að ná ákveðnum árangri í nýtingu geta menn leyft sér ákveðinn kostnað. Alit spilaf þetta saman.“ Ofmetnar véfréttir SKOÐANAKANNANIR eru hvergi jafn blómleg atvinnu- grein og í Bandaríkjunum og að öllum líkindum hvergi jafn ofmetnar. Bandarískir stjórn- málamenn og fjölmiðlar virðast líta á þær sem heilagan sannleika eins og Grikkir til forna á véfréttina í Delfí. Skoðanakannanir hafa til að mynda óspart verið notaðar í fjár- lagadeilunni í Bandaríkjunum und- anfarnar vikur og niðurstöðurnar hafa verið harla misvísandi. Áður en repúblikanar lögðu fjárlagafrum- varpið fram höfðu þeir keypt skoð- anakannanir sem sýndu að meiri- hluti Bandaríkjamanna vill minni rík- isútgjöld og lægri skatta. Þegar Bill Clinton forseti ákvað að láta sverfa til stáls gegn repúblikönum hafði hann hliðsjón af könnunum sem bentu til þess að meirihluti kjósenda vildi ekki að sjúkra- tryggingar aldraðra yrðu skertar. Á hveijum degi birtu stóru fréttastofurnar síðan að minnsta kosti eina skoðanakönnun um hvort kjósendur kenndu demókr- ötum eða repúblikönum um þráteflið í deilunni. Bandarísku stjómmála- mennirnir treysta svo á skoðanakannanirnar að segja má að „kannanaæði“ hafi gripið um sig. Kannan- irnar auðvelda þeim að móta stefnu, sem er líkleg til vin- sælda, og þeir geta ráðfært sig við kannanafyrirtækin um nánast allt nema það hvemig þeir eigi að notast við eigin dómgreind. Til að mynda eru til kannanir sém hjálpa þeim að velja rétt orð í viðkvæmum málum (t.d. „fósturheimili" en ekki „munaðarleysingjahæli") og jafnvel hvernig skyrtum þeir eigi að klæðast til að ganga í augun á kjósendum. Brian Tringali, sem stjórnar gerð kannana fyrir fyrirtækið Tarrance Group, segir að bandarískir stjórn- málamenn séu orðnir svo háðir skoð- anakönnunum að þeim sé „fyrirmun- að að taka ákvörðun án þeirra“. „Skekkjumörk" eyða ekki óvissunni Vandaðar kannanir gefa yfirleitt nokkuð nákvæma mynd af skoðun- um almennings í skýrt afmörkuðum málum, svo sem um fylgi frambjóð- enda eða flokka, þótt benda megi á ýmis dæmi um að slíkar kannanir hafi brugðist. Þegar seilst er út fyr- ir þetta þrönga svið er hins vegar oft lítið mark takandi á niðurstöðun- um. í bandarískum könnunum, sem byggja á 1.000 manna úrtaki, er yfirleitt talað um 3% skekkjumörk, en menn mega samt ekki taka þá tölu alvarlega sem vísbendingu um nákvæmni könnunar. Skekkjumörk- in fela aðeins í sér augljósasta óvissuþáttinn - líkurnar á að slembi- úrtakið endurspegli fullkomlega skoðanir alls almennings. Aðrir þættir, t.d. vísvitandi eða óafvitandi hlutdrægni í orðalagi, geta valdið tífalt meiri skekkju en sjálf „skekkju- mörkin“ segja til um. í flestum bandarískum skoðana- könnunum eru vikmörkin 95%, sem merkir að niðurstaðan yrði innan skekkjumarka í 95% tilvika við end- urteknar kannanir. Fjölmiðlar út- skýra yfírleitt ekki hvað felst í skekkjumörkunum og oftast er þess ekki getið að þau ná aðeins til heild- arúrtaksins. Þannig draga banda- rísku sjónvarpsstöðvarnar oft álykt- anir af svörum tiltekins hóps innan alls úrtaksins, t.a.m. karlmanna sem styðja repúblikana. Miðað við 400 manna úrtak væru þessir karlar að- eins um 60 og ályktanirnar því mark- lausar. Fjölmiðlar og stjórn- málamenn í Bandaríkj- unum hneigjast til oftrú- ar á skoðanakönnunum þótt reynslan sýni að þeim ber að taka með fyrirvara. Sáraeinfalt getur verið að hafa áhrif á niðurstöður þeirra; röð- un orða og kynferði spyr- ilsins geta til dæmis skipt þar sköpum. Stórum hópi sleppt Kannanirnar verða einnig að byggja á slembiúrtaki, annars er allt tal um skekkjumörk marklaust. Þeir sem gangast fyrir skoðana- könnunum í Bandaríkjunum segja að æ erfiðara sé að ná til þeirra sem lenda í fyrsta úrtakinu. Um helm- ingur og stundum allt að tveir þriðju þeirra skýla sér á bak við símsvara til að komast hjá því að taka þátt í könnunum, aðrir neita að svara spurningunum. í óvönduðum skyndikönnunum er þessu fólki sleppt. Nýleg könnun bendir til þess að fólkið, sem ekki næst til af þessum sökum, hafi önnur viðhorf en þeir sem kannanafyrirtækin hafa greiðan aðgang að. Þeir sem eiga símsvara og geta notað þá með þessum hætti eru auðugri, líídegri til að búa í út- borgunum en í gömlu borgarhverf- unum og menntaðri en meðalmaður- inn í Bandaríkjunum. Orðalagið skiptir sköpum Orðalagið getur einnig haft mikil áhrif á niðurstöður kannana. Skoð- anakönnun, sem gerð var í Þýska- landi, sýnir t.a.m. að röðun orðanna getur skipt miklu máli. Spurt var: „Myndir þú segja að bílaumferðin stuðli að meiri eða minni mengun en iðnaðurinn?" og 45% sögðu um- ferðina valda meiri mengun og 32% iðnaðinn. Niðurstaðan var allt önnur þegar iðnaðurinn var nefndur á und- an umferðinni. Þá sögðu aðeins 24% aðspurðra umferðina meiri mengun- arvald og 57% iðnaðinn. „Við gerum okkur æ betur grein fyrir því að mjög einfaldir hlutir geta haft mikil áhrif á niðurstöðurn- ar,“ segir stjórnmálafræðingurinn Herbert Asher, við Ohio State Uni- versity. Annað dæmi um mikilvægi orða- lagsins er forsíðufrétt í New York Times um skoðankönnun sem benti til þess að 67% Bandaríkjamanna teldu mikilvægara að komast hjá „niðurskurði" á sjúkratryggingunum en að eyða fjárlagahallanum. Blaðið túlkaði þetta sem mikið áfall fyrir repúblikana. Nokkrum vikum síðar birti Newsweek könnun þar sem spurt var um „takmarkanir“ á framtíðar- útgjöldum vegna sjúkratrygginga, en ekki „niðurskurð", og minnst var á skattalækkanir sem repúblikanar hafa boðað. Þá var andstaðan við fjárlagafrumvarp repúblikana komin niður í 51% og stuðningurinn orðinn 41%, en ekki 27% eins og í fyrr- nefndri könnun. Spyrillinn getur haft áhrif Spyrillinn getur einnig haft áhrif á skoðanakannan- irnar. Sem dæmi um þetta er könnun þar sem þátttak- endur voru spurðir hvort -r þeir væru sammála því að konur ættu að ráða því sjálf- ar hvort þær gengjust undir fóstureyðingu. Þegar spyrill- inn var karl sögðust 70% karlanna sammála þessu en 77% þegar kona las spurn- inguna. Munurinn var enn meiri meðal kvenna sem tóku þátt í könnuninni. Þeg- ar spyrillinn var karl voru 64% kvennanna sammála staðhæfingunni en 84% þeg- ar kona spurði. Svipuð niðurstaða var þeg- ar spurt var hvort vandamál blökkumanna væru þeim sjálfum að kenna. Þegar spyrillinn var hvítur voru 62% hvítu mannanna sammála þessu en aðeins 46% þegar blökkumaður las spurning- una. Skoðanir ýktar Þeir sem gangast fyrir skoðana- könnunum hafa lengi vitað að þátt- takendur þeirra hneigjast til þess að láta í ljós viðtekin viðhorf frekar en óviðtekin og svara oft spurning- unum eins og þeir telja að ætlast sé til af þeim. Margir þykjast jafn- vel hafa skoðanir á málum, sem þeir vita ekkert um, þar sem þeir vilja ekki verða staðnir að fávísi. í þekktri bandarískri könnun hafði til að mynda þriðjungur aðspurðra skoðun á „þjóðmálalögunum“, sem hafa aldrei verið til. Vandamálið er að þeim könnun- um fer sífjölgandi þar sem fólk er spurt um mál sem það hefur engar skoðanir á. Fólk er spurt 1 þaula um flókin málefni sem það hefur lítið kynnt sér, eins og NAFTA, afvopnunarmál eða reglur um um- hverfisvernd. Fjölmiðlar hneigjast til þess að ofmeta gildi slíkra kannana og geta sjálfir kallað fram ákveðnar niður- stöður. I könnun, sem gerð var í janúar 1989, nefndu t.a.m. 19% aðspurðra eiturlyf sem alvarlegasta vandamál Bandaríkjanna. Næstu mánuðina birtu fjölmiðlarnir hveija könnunina á fætur annarri um eitur- lyfjabölið ásamt fréttum um áhrif þess og í október sama ár benti samskonar könnun til þess að 53% Bandaríkjamanna teldu eiturlyf al- varlegasta vandamálið. Árið eftir minnkaði áhugi fjölmiðlanna á . þessu máli og aðeins 16% töldu þetta meSta böl Bandaríkjanna. Skoðanakannanir gefa því ekki alltaf rétta mynd af skoðunum al- mennings þótt fjölmiðlarnir telji þær gott fréttaefni. Byggt á U.S. News & World Report, BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, hefur látið gera 100-150 skoðanakannanir á 2Vi árs valdatíma sínum og þær hafa kostað 4,5 milljónir dala, 290 milljónir króna. Ric- hard Nixon lét gera 233 kannanir á þeim sex árum sem hann gegndi embættinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.